Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 47 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU M. SÖRENSEN frá Eylandi, V-Landeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar. Þórunn Ólafsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Einar Benediktsson, Árni Ólafsson, Ester Markúsdóttir, Jón Ólafsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR frá Garðhúsum, Heiðarbraut 11, Garði. Aðalheiður Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR frá Skriðufelli í Þjórsárdal, Þangbakka 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hólabæjar, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Lilja Sörladóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Pétursson, Ólafur J. Sigurðsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Þuríður R. Sigurðardóttir, Kristján A. Ólason, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Arason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Barclay T. Anderson, Berglind Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS GARÐARS, sem lést 5. desember síðastliðinn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- heimilisins Eirar. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Jörundsdóttir, Anna María Hilmarsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson. ✝ Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS ÞORSTEINSSONAR, fv. leigubifreiðarstjóra, áður til heimilis að Öldugötu 37, Hafnarfirði. Valgeir Kristinsson, Unnur Magnúsdóttir, Erla Ásdís Kristinsdóttir, Atli Steingrímsson, Ómar Þorvaldur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖNU RAGNARSDÓTTUR, Suðurbraut 20, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans. Jón Skúli Þórisson, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Jóhanna Þórey Jónsdóttir, Ragnheiður Helga Jónsdóttir, Berglind Jónsdóttir, Rikharð Sigurðsson, barnabörn og langömmubarn. Tengdamóðir mín Katrín lést í lok nóv- ember fyrir rétt um mánuði. Ég hef hugsað mikið um þau rúmlega tutt- ugu ár sem við vorum samferða. Fyrst og fremst er ég þakklát fyr- ir að börnin mín nutu þeirra forrétt- inda sem ég sjálf naut, þ.e. að alast upp með ömmum og afa sem hafa gefið þeim veganesti í lífinu sem er einhvern veginn ekki á færi foreldra að gefa. Þegar elsti sonur okkar, hann Ármann, var lítill, hafði Katrín áhyggjur af því að okkur foreldrun- um þætti hún spilla uppeldinu hjá okkur. Þá gerði ég þann samning við hana að heima hjá okkur væru okkar reglur í gildi, en heima hjá ömmu væru ömmureglur í gildi. Börn eru svo klár að þau skilja slíkt mjög vel. Í nokkur ár bjuggum við svo að segja á sama heimili, þegar við Halli fluttum til hennar á Engjaveginn haustið 1995, ásamt tveimur börnum okkar, Ármanni, þá 6 ára og Júlíönu, 4 ára. Við bjuggum uppi, hún bjó niðri, á milli okkar var eitt bómull- artjald á slá. Þetta voru bæði erfið og góð ár sem við bjuggum í svo nánu sambýli. Ég skildi þetta betur þegar fullorðinn og vís maður setti þetta í orð þar sem ég var áheyrandi að: „tveir fullorðnir karlmenn í heimili, það er allt í lagi, en tvær húsmæður í sama húsi það gengur ekki vel upp þar sem heimilið er völlur konunn- ar“. Í þessu húsi sem við keyptum svo seinna af tengdamömmu hafði hún verið húsmóðir í áratugi, alið upp sín börn og unnið sín verk af kostgæfni. Svo kom önnur húsmóðir Katrín Ingibjörg Arndal ✝ Katrín Ingi-björg Arndal fæddist í Hafn- arfirði 15. febrúar 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 29. nóvember síðastlið- inn. Útför Katrínar var gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 7. des- ember sl. í húsið hennar, sem ól börnin ekki upp á sama hátt og vann verkin ekki eins og henni þótti best. Hún hafði einsett sér að skipta sér ekki af hjá sínum börnum og tengdabörnum af því að hún hafði sjálf búið í nánu sambýli við sína tengdaforeldra. En stundum segjum við hlutina ekki með orð- um. Við bárum alla tíð virðingu fyrir hver annarri, gátum talað um allt milli himins og jarðar, lífið allt og dauð- ann, sem við báðar sáum sem upphaf að einhverju nýju. Aldrei minnist ég þess að það félli styggðaryrði á milli okkar. Í hópinn bættust árið 1997 tvíburarnir Margeir og Þorbergur. Amma hafði mikla ánægju af um- gengninni við börnin og hún reyndist ómetanleg hjálparhella þegar tví- burarnir voru litlir, hún sá að mestu leyti um þvottana fyrir okkur, þá far- in að nálgast 80 ára aldurinn. Börnin lærðu að bera virðingu fyrir ömmu svæði í húsinu, þar sem gott var að koma, fá hlýju og athygli. En það fylgir mikill erill sex manna fjöl- skyldu þar sem samræður, rökræður og ærsl bárust á milli hæða óhindrað í gegn um bómullartjaldið, það reyndi vissulega á hana og okkur líka. Börnin tala enn um ömmu niðri, og héldu því áfram eftir að hún flutti niður á Hlíf, íbúðir aldraðra. Hún virtist hafa beðið eftir að einhver ná- kominn vildi taka við húsinu, þá gat hún loksins flutt, sem mikið hafði verið reynt að fá hana til að gera áð- ur en við fluttum til hennar. Ég er þakklát fyrir samferðina við góða tengdamömmu, hennar er saknað, skrítið að njóta ekki sam- veru hennar um jólin en samt var svo mikill friður, við eigum margar góð- ar minningar. Kveðja, Ingibjörg Einarsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.