Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HEKLA Sigmundsdóttir, nýdoktor við Stan- fordháskóla í Kaliforníu, fékk nýverið rann- sóknarstyrk á sviði stofnfrumurannsókna frá Norræna rannsóknarráðinu. Styrkurinn er til tveggja og hálfs árs og nemur tveimur og hálfri milljón norskra króna, eða um 28 millj- ónum íslenskra króna, og telst því meðal myndarlegustu einstaklingsstyrkja sem ís- lenskum vísindamanni hefur hlotnast til þessa. Hekla er sérfræðingur í ónæm- isfræðum og hefur verið við Stanford um þriggja ára skeið. Hekla, sem var valin úr stórum hópi um- sækjenda, segir styrkveitinguna hafa komið sér nokkuð á óvart. „Það er mikil samkeppni um svona styrki, og hún fer harðnandi. Ég er mjög ánægð fyrir okkar hönd, því þetta er líka viðurkenning fyrir mína samstarfsmenn,“ segir Hekla og á þar við Magnús Karl Magn- ússon lækni og blóðmeinafræðing og Þórarin Guðjónsson frumulíffræðing. Saman munu þau þrjú mynda kjarnann í stofnfrumuhópi á blóðmeinafræðideild Landspítalans, en rann- sókn Heklu beinist að hlutverki stofnfrumna í meingerð hvítblæðis. Styrkféð mun að sögn Heklu nýtast til margra hluta næstu árin. Annars vegar dugir það fyrir launum, en hins vegar efniskostn- aði, þ.e. dýrum og sérhæfðum mótefnum, sem notuð eru til að einangra frumur úr beinmerg og blóði. Ná öflugu fólki til Norðurlandanna Magnús Karl segir styrkinn hugsaðan til að fá öflugt fólk í stofnfrumufræðum til að starfa á Norðurlöndunum. Markmiðið sé að byggja þar upp stofnfrumufræðin. „Í krabbameinum eru sjaldgæfar frumur, stofnfrumur, sem viðhalda sjúkdómnum. Þær eru í raun svipaðar stofnfrumum sem finnast í venjulegum vefjum. Þessum frumum viljum við beina sjónum okkar að,“ segir Magnús. Verkefni Heklu mun meðal annars ganga út á að skilgreina hvaða frumur hafi stofn- frumueiginleika í hvítblæði og hvort sú með- ferð, sem beitt er í dag, hafi áhrif á stofn- frumurnar. Að sögn Magnúsar verður ný flæðifrumusjá notuð við rannsóknina, en hún gerir það kleift að aðgreina stofnfrumur í krabbameini frá öðrum frumum. „Á meðal þess sem Hekla hefur mikla reynslu af við Stanford-háskóla er notkun þess háttar tæk- is,“ segir Magnús. Ein stærsta styrkupphæð sem um getur  Doktor Hekla Sigmundsdóttir fékk 28 milljóna króna styrk til að stunda stofnfrumurannsóknir við Landspítalann  Norræn stofnun veitir styrkinn til þess að ná hæfileikafólki heim til Norðurlanda Hekla Sigmundsdóttir Magnús Karl Magnússon FJÖLMENNT kveðjuhóf fór fram í húsnæði Máls og menningar í gær en Súfistinn hefur hætt þar rekstri. Áætlað er að um og yfir tvö hundruð manns á öllum aldri hafi tekið þátt í kveðjuat- höfninni. „Það sást blika tár á hvarmi,“ segir Hjörleifur Valsson fiðluleikari, sem sett hafði saman menn- ingarveislu fyrir vini Súfistans á þessum tíma- mótum. Sagði hann mikla eftirsjá að Súfistanum í Reykjavík í hugum vina Súfistans, enda hafi ávallt ríkt þar góð stemning, þar sem bókabúðin veitti kaffihúsinu skemmtilega umgjörð. Meðal þeirra sem þátt tóku í kveðjuathöfninni voru séra Hjálmar Jónsson, en hann stýrði sálmasöng viðstaddra í táknrænni útför. Í samtali við Morg- unblaðið segir Birgir Finnbogason, eigandi Súf- istans, að sig langi til þess að koma upp menn- ingarhúsi undir Súfistann í Reykjavík þar sem áhersla verði á menningartengda viðburði og kaffidrykkju en ekki bjórþamb. Hann segist því opinn fyrir öllum hugmyndum um nýtt húsnæði. Súfistinn hefur hætt rekstri í húsnæði Máls og menningar á Laugavegi Morgunblaðið/Golli Tár sást blika á hvarmi Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RAGNHEIÐUR Inga Þórarinsdótt- ir aðstoðarorkumálastjóri hefur formlega með bréfi óskað eftir því við Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra að hann rökstyðji ráðningu nýs orkumálastjóra. Össur skipaði 1. janúar sl. Guðna A. Jóhannesson, prófessor, í embætti orkumálastjóra til næstu fimm ára, en Guðni hefur sl. 13 ár gegnt stöðu forstöðumanns Byggingartæknideildar Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi. „Þessi ráðning kemur mér á óvart. Ég var sett orkumálastjóri í þrjá mánuði árið 2005 af Valgerði Sverr- isdóttur og sett aðstoðarorkumála- stjóri í nóvember 2005 þegar skipu- ritinu var breytt og varð þar með staðgengill orkumálastjóra,“ segir Ragnheiður og bendir á að hún hafi verið starfandi orkumálastjóri sl. þrjá mánuði meðan orkumálastjóri var í leyfi frá störfum. „Auðvitað þegar maður finnur fyrir góðum stuðningi við sín störf, bæði innan stofnunarinnar og úti í orkugeiran- um, hlýtur maður að verða hissa á þessari ráðningu,“ segir Ragnheið- ur. Bendir hún á að bæði hún og Guðni hafi doktorsgráðu í verkfræði, auk þess sem hún hafi MBA-gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál og rekstur. Auk þess virðist henni sem hún hafi meiri reynslu á sviði stjórnsýslu og orkumála en ný- skipaður orkumálastjóri. Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur ráðherra tvær vikur til þess að gera grein fyrir rökstuðningi sínum. Að sögn Ragnheiðar mun hún á grundvelli svara ráðherra ákveða hvort hún hyggist leita til Umboðsmanns Alþingis og Jafnrétt- isstofu. Að sögn Einars Karls Haraldsson- ar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, fór ráðningarstofan Capacent yfir umsóknir umsækjenda og valdi þá þrjá sem hún taldi hæfasta, m.t.t. menntunar og reynslu, í viðtöl. Segir hann að það hafi verið samdóma álit sérfræðinga ráðningarstofunnar, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðherra og skrifstofustjóra orkumálasviðs að Guðni væri hæfasti umsækjandinn. Starfsmenn segjast hissa Í samtölum Morgunblaðsins við nokkra starfsmenn Orkustofnunar sögðust þeir hissa á ráðningunni þar sem flestir hefðu búist við því að Ragnheiður yrði ráðin í starfið þar sem hún hefði menntunina og reynsluna sem til þyrfti auk þess sem hún væri vel liðin í starfi. Bentu þeir jafnframt á að Ragnheiður væri eini umsækjandinn sem hefði reynslu af því að vera orkumála- stjóri og að menn hefðu haldið að það yrði talið henni til tekna. Ekki náðist í iðnaðarráðherra við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Vill rökstuðning ráðherra Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, segir það samdóma álit ráðgjafa og ráðuneytis að Guðni A. Jóhannesson hafi verið hæfasti umsækjandinn Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir Einar Karl Haraldsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu á sextugsaldri 4,4 milljónir króna vegna tjóns sem hún varð fyrir vegna ófullnægjandi læknismeðferð- ar á Landspítala á tímabilinu 25. febr- úar til 18. apríl 2000. Konan höfðaði málið í maí 2004 en sakarefninu var skipt upp í desember 2005 og fyrst dæmt um bótaskyldu í málinu. Dóm- ur í þeim þætti féll í héraði janúar 2006 og staðfesti Hæstiréttur bóta- skyldu ríkisins í febrúar sl. Konan gekkst undir skurðaðgerð á LSH vegna brjóskloss í baki í febrúar 2000. Hún var útskrifuð þremur dög- um síðar en fljótlega fór að bera á verulegum verkjum. Eftir að leið yfir konuna var hún flutt á bráðamóttöku og gerð segulómskoðun á lendahrygg hennar. Aðgerðarlæknir sem kallaður var til lagði til að gerð yrði sérstök rannsókn á aðgerðarsvæðinu þannig að marktæk greining fengist, en af því varð ekki. Yfirlæknir á bæklunar- skurðdeild taldi að verkirnir stöfuðu af blóði sem ýtti á taugar, og þar með ekki af brjósklosi. Hlaut vöðvaspennutruflun Konan var send til endurhæfingar á Reykjalund 10. apríl en var þá svo slæm af verkjum að hún var lögð inn á LSH þremur dögum síðar. Þá var tekin tölvusneiðmynd af lendahrygg og kom í ljós brjósklos. Var því gerð á henni önnur aðgerð. Í málinu var byggt á því að konan hefði ekki fengið fullnægjandi lækn- ismeðferð þar sem dregist hefði að af- létta þrýstingi af taug á umræddu tímabil. Vegna mistakanna hafi konan orðið fyrir fjárhagslegu tjóni, þján- ingum, varanlegum miska og varan- legri örorku. Varanleg einkenni eru m.a. verkir í vinstri fæti, máttleysi og vöðvaspennutruflun (e. dystonia), sem getur valdið miklum sársauka, er oft viðvarandi til lengri eða skemmri tíma og afar erfið meðferðar. Vöðva- spennutruflun getur komið í kjölfar úttaugakerfisskaða, eins og í tilfelli konunnar, við þrýsting á taugar út frá brjósklosi. Er talið að sá dráttur sem varð á réttri meðferð hafi verið mik- ilvægur orsakaþáttur í því að hún hlaut dystoníu í vinstri fót. Dóminn kváðu upp Sigríður Ingv- arsdóttir héraðsdómari og meðdóms- mennirnir Bragi Guðmundsson bækl- unarskurðlæknir og Guðrún Rósa Sigurðardóttir taugalæknir. Meðferð ófull- nægjandi Ríkið dæmt til að greiða 4,4 milljónir króna í bætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2008)
https://timarit.is/issue/286198

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2008)

Aðgerðir: