Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ágústa Jóns-dóttir fæddist á
Syðri Reistará í
Arnarneshreppi 7.
janúar 1919. Hún
lést 26. desember
síðastliðinn. Hún
var dóttir hjónanna
Guðrúnar Gísladótt-
ur, f. 31. okt. 1896,
d. 16. feb. 1977 og
Jóns Marinós Ólafs-
sonar, f. 7 ágúst
1884, d. 4. sept.
1968, sem bjuggu í
Bakkagerði í Arn-
arneshreppi. Bróðir hennar er
Björn, f. 30 júní 1935.
Ágústa giftist 10. september
1943 Valvesi Kárasyni á Litla
Ársskógssandi, f. 8. jan. 1910, d.
12 ágúst 1984. Börn þeirra eru: a)
Kári f. 4. des. 1943, kvæntur Sig-
urborgu Kristinsdóttur. Þau eiga
4 dætur. b) Ebba, f. 9. júní 1946,
gift Stefáni Sigurbjörnssyni. Þau
eiga 2 syni. c) Gunnar Jón, f. 23.
feb. 1952. Hann á tvo syni. d)
Anna Margrét, f. 17.
jan 1955, gift Jó-
hannesi Ragnars-
syni. Þau eiga 4
börn. e) Kolbrún, f.
19 apríl 1956.
Ágústa ólst upp í
Bakkagerði en flutt-
ist á Litla Árskógss-
and og giftist þar og
bjó um árabil. Eftir
að börn hennar
voru öll flutt burtu
hóf hún að rækta
blóm og stundaði
ræktun og blóma-
sölu við harðgerðar veðurfars-
aðstæður á Sandinum í mörg ár.
Árið 1991 flutti hún suður í Kópa-
vog og bjó þar uns hún lést. Síðast
var hún á dvalarheimili að Skjól-
braut 1.
Útför Ágústu fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í Stærri Árs-
skógskirkjugarði, laugardaginn
5. janúar klukkan 14.
,,Ella að fara að eignast barn, já
jahérna,“ og bros færist yfir gömlu
konuna, ,,en hvenær heldurðu að
Vala fái hvolpinn, heldurðu að hann
komi ekki, ég er hrædd um að hann
komi ekki fyrr en ég er dauð“. Ekki
alveg jafnbjart yfir henni enn þá því
að þetta er hennar hjartans mál, bú-
in að eignast alla þessa afkomendur
og enginn þeirra á hund. Okkur
þykir þetta dálítið skrýtið. Í fjöl-
skyldunni eru svo skemmtileg smá-
börn. Maður skildi ætla að það væri
nóg en nei, það vantar hund. Já, hún
amma í Sæborg var ekkert lík hin-
um konunum. Há, grönn og spengi-
leg með flaksandi dökkbrúnt hárið í
mittisjakka, spígsporandi milli
gróðurhúsa en ekkert endilega með
tennurnar ef ekki var verið að borða
og ,,föðursystir“ mín, ferfætta Týra
gjammandi og skoppandi í kringum
hana. Svona man ég hana ömmu
mína. Mér fannst hún frábær, og ég
held að við höfum báðar haft húmor
fyrir skrýtnu útliti.
Við systurnar vorum sendar
norður til afa og ömmu á sumrin en
aldrei þó saman. Þarna var tæki-
færi til að vera einn um athyglina.
Við fórum í berjamó, veiddum horn-
síli og lékum okkur í búinu og með-
an við vorum enn of litlar fór amma
með í þessa leiðangra. Tveir kettir
voru á heimilinu og hét annar þeirra
Kerling en það nafn bauð upp á
prýðisgrín og létta stríðni en hinn
kötturinn hét Kristján eins og for-
setinn.
Amma útbjó grænkálsjafning,
gerði te úr vallhumli og sauð
fjallagrasamjólk. Það voru engar
pönnsur með rjóma og sultu á því
heimili. Húsverkin í hinum hefð-
bundna skilningi voru ekki í háveg-
um höfð. En ég sé ekki að það hafi
komið að sök að eiga eina svoleiðis
ömmu. Hún var svo skemmtileg.
Þarna var hún í blóma lífsins, rúm-
lega fimmtug. Það var hennar tími.
Komin með gróðurhús og blómasölu
sem gekk mjög vel og fólk streymdi
hvaðanæva af landinu til að kaupa
hjá henni harðgerðar fjölærar
plöntur sem hún hafði ræktað upp
af fræjum frá framandi löndum.
Garðurinn við Sæborg var stór-
glæsilegur með göngustígum og
tjörn og sýnishorn allra mögulegra
plantna sem gátu þrifist við nyrsta
haf. Þetta fengum við elstu barna-
börnin að upplifa og búum að því.
Það var sól og sumar, bjart allan
sólahringinn og hvergi bar skugga
á. En þannig hafði það víst ekki allt-
af verið, hlutskipti ungra stúlkna á
þeim tíma þegar amma var ung var
oftast að eignast fjölskyldu og ala
önn fyrir barnaskara, það hljómar
vel en er ekki allra. Fimm heilbrigð
börn og ákaflega vel gerður eigin-
maður en hamingjan er í felum,
liggur í dvala í mörg ár og húsmóð-
irin liggur líka á meðan börnin og
eiginmaðurinn halda haus. Vonlaus
uppeldisskilyrði, vonlaus staða.
Ekkert sérstaklega hrifin af börn-
um og enn þá minna hrifin af hús-
verkunum og svo bættist við sam-
anburður við hinar myndarlegu
konur sem gátu tekist á við lífið og
notið þess sem þær áttu. Ég hef oft
hugsað: Bara ef amma hefði komist
suður eða í nám, ef hún hefði fæðst
seinna hefði hún örugglega orðið
dýralæknir, aldrei gifst og búið
hamingjusöm með hundaskara og
ekkert endilega á þessu landi.
Kannski fær hún að byrja upp á
nýtt, gæti vel trúað að hún vildi það
frekar en að vera lengi í hundalausu
himnaríki.
Guðbjörg Káradóttir.
Ég kveð hana Gústu ömmu með
miklum söknuði, en jafnframt með
miklu þakklæti yfir að hafa haft
hana svona lengi og að börnin mín
skuli hafa fengið að kynnast henni.
Ömmu þótti svo gaman að heyra
sögur af barnabarnabörnunum sín-
um og gullmolunum sem koma frá
þeim auk þeirra sem komu eftir að
hún kvaddi sem hún hefði ábyggi-
lega hlegið að. Annars er ég alveg
viss um að það hafa orðið fagnaðar-
fundir á öðrum í jólum þegar amma
og afi sameinuðust á ný þar sem
Týra hefur ábyggilega verið með í
för. Afi fór alltof snemma eða fyrir
rúmum 23 árum.
Ein fyrsta minning mín frá Ár-
skógssandi, þar sem amma og afi
eyddu mestum hluta ævi sinnar, er
þegar afi var enn á lífi og hann og
amma leyfðu okkur Gunnu systur
að tína stjúpur úr blómakassa og
við misstum okkur og tættum þær
upp úr kössunum svo að þau höfðu
ekki undan að rétta okkur nýjan
kassa. Þar fengum við einnig ný-
ræktaðar mini-gulrætur, klárlega
þær bestu í heimi, og eftir fráfall
afa að fara í þykjustuleik á skrif-
stofunni þeirra í Sæborg þar sem
pósthús bæjarins var til húsa. Einn-
ig minnist ég þess þegar við fórum í
mömmó í gamla fjárhúsinu og gróð-
urhúsunum þremur. Það má með
sanni segja að heimsóknirnar til
ömmu og afa eru með þeim bestu úr
æsku minni og ég er afar þakklát
fyrir það. Amma var líka alltaf mikil
blómakona, seldi fjölæru plönturnar
sínar grimmt fyrir norðan og var
með fallegan garð í Sæborg og
seinna meir í Kópavoginum eftir að
hún flutti suður. Ég man ekki eftir
henni öðruvísi en dundandi sér í
garðinum meðan hún hafði heilsu
til.
Ég var svo heppin að fá að búa
hjá henni í Kópavoginum í nokkra
mánuði og komst ég þá að því að við
höfðum ekki sama tónlistarsmekk á
þeim tíma, hún vildi hlusta á Gufuna
en ég eitthvað allt annað. Á þessum
tíma var ég að vinna á sólbaðsstofu
og notaði bekkina óspart, amma var
alltaf svo hreinskilin og sagði mér
hiklaust skoðun sína. Henni fannst
sko ekki flott að ég með mínar
freknur væri hangandi í bekkjunum
og var mjög hreinskilin þegar kom
að því að dæma nýja hárlitinn minn.
Henni var fullkomlega hægt að
treysta þegar kom að því að dæma
hvað færi mér vel og hvað ekki.
Amma var lúmskur húmoristi og ég
gat alltaf fíflast aðeins með henni.
Síðasta samtal okkar á jóladag var
einnig á þeim nótum. Ekki datt mér
í hug að daginn eftir yrði hún farin,
mér þykir svo vænt um hana og ég
sakna hennar svo mikið.
Milli jóla og nýárs ætlaði ég að
heimsækja hana, sýna henni mynd
af okkur og börnunum frá því í sum-
ar. Núna er ég hins vegar afar
þakklát fyrir að eiga þessar myndir
af fallegu og góðu ömmu minni og
fyrir þennan góða tíma með henni.
Ég bið Guð að blessa hana og minn-
ingu hennar um ókomna tíð. Hvíl í
friði elsku amma mín.
Þuríður Ragna
Jóhannesdóttir (Debba).
Ágústa Jónsdóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SNORRI KARLSSON
tálguskáld,
Huldubraut 23,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
19. desember, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju 4. janúar kl. 13:00.
Agla Snorradóttir, Friðrik Sigurjónsson,
Freydís Halla,
Freyja Hrönn,
Sigrún Snorradóttir, Gunnar Már Ásgeirsson,
Snorri Freyr og Svanfríður,
Ásgerður Júlía,
Rakel Tinna.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ARNÞÓR KRISTJÁNSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann
29. desember síðastliðinn.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Bergljót Baldvinsdóttir,
Gylfi Þór Arnþórsson,
Sigríður Arna Arnþórsdóttir, Sævar Siggeirsson,
Bryndís Arnþórsdóttir, Bergþór Baldvinsson,
Kristín Arnþórsdóttir, Sigþór Másson,
Kristján Freyr Arnþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNE-MARIE STEINSSON,
Meltröð 6,
Kópavogi,
lést á aðfangadag 24. desember.
Jarðarförin fer fram mánudaginn 7. janúar frá
Kópavogskirkju kl. 13.00.
Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem vilja minnast hennar að
þeir láti styrktarfé renna til Krabbameinsfélagsins í stað blóma.
Aage Steinsson,
Torfi Steinsson,
Árni Steinsson, Kristrún Gísladóttir,
Bryndís Magna Steinsson, Örn Eyjólfsson
Eva Dagmar Steinsson, Kristján Guðjónsson,
Sjöfn Heiða Steinsson, Halldór Þorgeirsson,
Steinn Ágúst Steinsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
BJÖRNS ÞÓRHALLSSONAR,
viðskiptafræðings og
fyrrverandi varaforseta ASÍ,
Goðheimum 26,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum aðfaranótt 25. des-
ember, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn
4. janúar kl. 15.00.
Guðný S. Sigurðardóttir,
Þórhallur Björnsson, Anna Janyalert,
Karl Björnsson, Katrín I. Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BIRNA BJÖRNSDÓTTIR,
Endurvarpsstöð, Eiðum,
sem lést á Líknardeild Landspítalans fimmtudaginn
27. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði mánudaginn 7. janúar kl. 15.00.
Júlíus Bjarnason,
Magnfríður Júlíusdóttir,
Bjarni Már Júlíusson, Jóna Björg Björgvinsdóttir,
Björn Starri Júlíusson,
Ragna Valdís Júlíusdóttir,
Katla Þorvaldsdóttir,
Kolbrún Birna Bjarnadóttir,
Júlíus Freyr Bjarnason.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ EINARSDÓTTIR,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum á jóladag.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 4. janúar kl. 13.00.
Einar Ingi Halldórsson, Ásta Bára Jónsdóttir,
Ingibjörg H. Halldórsdóttir, Snorri Zóphóníasson,
Guðný Katrín Einarsdóttir, Reynir Gylfason,
Þorvaldur Einarsson, Ólöf Elsa Björnsdóttir,
Halldóra Snorradóttir, Oddur Snorrason,
Sólrún Ásta Reynisdóttir, Dagur Reynisson.
✝
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma og langalangamma,
RAGNHEIÐUR MARÍASDÓTTIR
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
20. desember verður jarðsungin í Langholtskirkju
mánudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Jóhannes Leifsson,
Ingvar Á. Jóhannesson,
Friðgeir Þ. Jóhannesson, Ragna Kjartansdóttir,
Sigríður M. Jóhannesdóttir, Pétur Hreinsson,
Reynir S. Jóhannesson, Margrét G. Kristjánsdóttir,
Jökull H. Jóhannesson,
barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.