Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞAÐ þótti tíðindum sæta á Nýárs-
tónleikum Fílharmóníusveitarinnar í
Vínarborg, sem sendir voru til sjón-
varpsstöðva um allan heim, að
hljómsveitarstjórinn franski,
Georges Prêtre, blés í nýtt hljóð-
færi, dómaraflautu, við upphaf eins
tónlistaratriðisins. Dansatriðið sem
fylgdi tónlistinni, sem reyndist vera
Íþróttapolki eftir Jósef Strauss, var
líka afar óhefðbundið, því í stað svíf-
andi, hýjalínklæddra ballerína dans-
aði loðfætt lið karlmanna, með bolta
á milli sín.
Dagblaðið New York Times telur
fótboltadansinn hafa átt að vísa til
þess að í sumar verður Evrópu-
meistaramótið í fótbolta haldið í
Austurríki og Sviss.
Þetta var í fyrsta sinn sem Prêtre
stjórnaði Nýárstónleikunum, en
hann er einn virtasti hljómsveit-
arstjóri Frakka – og þetta var í
fyrsta sinn sem dómaraflauta öðlast
sess meðal milljarðahljóðfæra
ítölsku fiðlusmiðanna Stradivaris,
Guarneris og Amatis.
Dómara-
flauta
Komin í hljóðfærasafn
Vínarfílharmóníunnar
Grallarasvipur Georges Prêtre
með íþróttaflautu og fótbolta á
Vínartónleikunum í Vínarborg.
ÞAÐ gæti orðið
enn lengri bið á
því að aðdáendur
soul-söngvarans
James Brown fái
að hlusta á sein-
ustu plötuna sem
hann hljóðritaði,
en Brown lést á
jóladag fyrir
rúmu ári. Það eru
erfingjar Brown sem hafa komið í
veg fyrir það með málaferlum, þar
sem þeir reyna að fá erfðaskrá föður
síns ógilta. Þeir telja að faðir þeirra
hafi verið undir óæskilegum áhrifum
gráðugra umboðsmanna þegar hann
undirritaði erfðaskrána. Í henni er
kveðið á um stofnun góðgerðarsjóðs,
stýrt af sérfræðingum, sem höndla
myndu m.a. með plötuna síðbúnu og
á milli 50 og 60 önnur lög sálar-
söngvarans. Brown gerði ekki ráð
fyrir því að afkomendur hans þyrftu
sérstakar styrkveitingar úr góð-
gerðarsjóðum hans.
Beðið eftir
Brown
James Brown
KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ
Iðunn byrjar félagsstarf sitt á
nýju ári með kvæðalagaæfingu
miðvikudaginn 2. janúar og
fræðslu- og skemmtifundi
föstudaginn 4. janúar.
Á dagskrá fundarins verður
ýmislegt efni í bundnu máli og
óbundnu, vísur hagyrðinga og
kveðskapur kvæðamanna,
einnig sungnir söngvar og flutt
efni sem tengist áramótum.
Fundurinn er öllum opinn, bæði félagsmönnum
og gestum svo og áhugafólki um þjóðlegar list-
greinar kvæðamanna og hagyrðinga. Báðar sam-
komurnar verða í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi og hefjast kl. 20.
Þjóðmenning
Kvæðamenn og
hagyrðingar
Steindór Andersen
kvæðamaður.
SENDIRÁÐ Íslands í Ottawa,
höfuðborg Kanada, efndi föstu-
dagskvöldið sl. til sýningar á
kvikmyndinni Heima með
hljómsveitinni Sigur Rós í
samstarfi við framleiðslufyrir-
tækin SAW Video í Ottawa og
Images Festival í Toronto og
mætti fjöldi aðdáenda Sigur
Rósar á sýninguna.
Kvikmyndaleikstjórinn
Dean DeBlois, sem stjórnaði
gerð myndarinnar, kom fram í dægurmálaþætti
CBC-ríkisútvarpsins kanadíska. Þar fór hann
mjög lofsamlegum orðum um tónlist Sigur Rósar
og íslenska náttúrufegurð sem umvefur hljóm-
sveitina í myndinni.
Kvikmyndir
„Heima“ sýnd
í Kanada
Dean DeBlois,
leikstjóri.
MYNDLISTARKONAN Guð-
rún Vaka er um þessar mundir
að opna sýningu á Café Karól-
ínu á Akureyri, en sýningin ber
heitið „Uppgjör“. Guðrún Vaka
útskrifaðist frá Myndlistaskól-
anum á Akureyri 2006, var þar
áður eitt ár á myndlistabraut
VMA. Hún er meðlimur í Grá-
listahópnum og hefur tekið
þátt í samsýningum en þetta er
hennar fyrsta einkasýning.
Sýningin er að sögn Guðrúnar Vöku einskonar
uppgjör við tónlistarsmekk hennar en hann hefur
verið henni umhugsunarefni í lengi vel. Sýningin
verður opnuð á laugardag kl. 14 og stendur í mán-
uð. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.
Myndlist
Músíkuppgjör
myndlistarmanns
Eitt af verkum
Guðrúnar Vöku.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞETTA er nauðsynleg byrjun á árinu. Fyrst horf-
ir maður á sjónvarpið frá Vín á nýársdag – það er
alveg ótrúlega fallegt og fágað, verður betra með
hverju árinu. Það er svo mikill elegans í þessari
tónlist og okkur vantar hann í dag.“ Svo mælir
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, gripin glóðvolg þegar hún
mætir á æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitar-
innar sem haldnir verða í kvöld, annað kvöld og á
laugardag í Háskólabíói.
Það er eitthvað sérstakt við Vínartónleika – þeir
eru jú vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar ár
hvert. Glæsileiki tónlistarinnar hefur sitt að segja.
Anna Guðný nefndi Nýárstónleikana frá Vín sem
hafa verið í Sjónvarpinu frá því á fyrstu árum þess. Í
þá daga var Willi Boskovsky konsertmeistari Vínar-
fílharmóníunnar stjórnandi og einleikari á tónleikun-
um, og þetta horfði maður á, ár eftir ár og beið eftir
að sjá dansana sem fléttað var inn í sum atriðin.
Öðru vísi stemmning
„Ég hef ekki lagt í að telja hvað ég er búinn
senda út marga Vínartónleika, en þeir eru farnir að
skipta tugum,“ segir Bjarni Rúnar Bjarnason tón-
meistari útvarpsins, sem sér til þess að tónleikar
hljómsveitarinnar skili sér í mestu hljómgæðum til
útvarpshlustenda. „Það er allt öðru vísi stemmning
í salnum á Vínartónleikum en á öðrum tónleikum.
Þetta er kannski ekki beint vettvangur nýjunga, en
kjarni málsins er að á Vínartónleikum vill fólk
heyra eitthvað skemmtilegt sem það þekkir vel.
Þetta er alltaf svolítið elegant,“ segir Bjarni Rúnar.
Prímadonna tónleikanna, Auður Gunnarsdóttir
sópransöngkona, er mætt á æfinguna vel tím-
anlega. Hún þekkir Vínartónlistina út og inn og
hefur mikla ánægju af því að syngja hana. „Þetta er
þannig tónlist, að hún tekur mann með frá fyrsta
tóni – maður dúar með í takt, á líkama og sál. Sumir
kollegar mínir eru létt fordómafullir gagnvart Vín-
armúsíkinni, en ég fæ aldrei nóg af henni,“ segir
Auður. Hún upplýsir að þrátt fyrir létt yfirbragð
tónlistarinnar sé síður en svo hægt að reikna með
því að hún sé auðveld í flutningi. „Það er oft talað
um að Vínartónlistin sé yfirborðskennd og ekki
nógu djúp, en þannig er bara ekki hægt að nálgast
hana. Flytjendur verða að taka hana mjög alvar-
lega, því það eru alveg sannar tilfinningar á bak við
hana þótt yfirborðið sé létt og freyðandi eins og
kampavín. Þetta er alls ekki auðveldara en erfið-
ustu óperur,“ segir Auður og hnykkir á því að Vín-
artónlistin geti verið tæknilega mjög erfið. „Það er
til dæmis yfirleitt mjög „þykk“ hljómsveit sem
maður þarf að bora sig í gegnum, og maður má
heldur ekki gleyma sér í léttleikanum. Maður verð-
ur að vera jarðtengdur og skila söngnum alla leið.“
Það að syngja lýrískan sópran í Vínartónlist kall-
ast að vera díva, og sú merking orðsins hefur þar
ekkert með aðra notkun þess að gera; og þó…
„Hún fær glansnúmerin, og kemur oft inn á svið
með látum – sveiflar sér og hrópar og allir eiga að
taka eftir henni. Og svo er hún skrautlega klædd.
Þetta er svakalega gaman.“ Auður hefur sungið öll
atriðin á tónleikunum áður, og sum oft og mörgum
sinnum. Eitt stendur upp úr. „Það sem ég hef sung-
ið mest er Spiel auf deiner Geige das Lied von Leid
und Lust – ég féll alveg flöt fyrir því þegar ég
heyrði það einhvern tíma og hef reynt að gera það
svolítið að mínu, og dettur það alltaf fyrst í hug þeg-
ar ég er beðin að syngja svona tónlist. Annars eru
þetta allt uppáhaldsnúmer hjá mér; Schwipenlied,
sem kemur rétt á eftir hinu, er til dæmis mjög
skemmtilegt. Sú sem syngur er búin að vera úti að
skemmta sér, fá sér aðeins of marga snafsa, en
finnur ekkert á sér – hún talar um það út alla arí-
una, en stólarnir eru farnir að dansa, og svo man
hún ekki þetta og hitt, svífur milli staða og segir að
það mætti halda að hún finni á sér, en hún finni þó
alls ekki á sér,“ segir Auður og hlær. „Maður verð-
ur kenndur við fyrsta tón, og þannig er þessi tónlist
– hún er bráðsmitandi, hleypur strax í danstaugina
og mann langar að skella sér í valsinn. Margar
óperetturnar snúast um það að gleyma „bömm-
erum“ og það er auðvelt að hrífast með í gleðinni.“
Það er komin pása hjá hljómsveitinni. Lilja
Valdimarsdóttir hornleikari segir svolítið erfitt að
byrja árið með svona miklu trukki, „sjálf hef ég
meira gaman af Mahler, Beethoven og Brahms, en
þetta er gleði og sprell, sem gerir það skemmti-
legt.“
Sprellið er viðeigandi
Eggert Pálsson slagverksleikari samsinnir því,
„sprellið er viðeigandi þáttur í þessari tónlist. Vín-
arbúar hafa gaman af að sprella og það endurspegl-
ast í tónlistinni.“
Tónleikarnir hefjast 19.30 í kvöld og annað kvöld,
en kl. 17 á laugardag. Stjórnandi er Ernst Kovacic.
Áfeng tónlist og elegans
Auður Gunnarsdóttir er
dívan á Vínartónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vínartónlistin Sannar tilfinningar þótt yfirborðið sé létt og freyðandi, segir Auður.
SALONSVEIT Sigurðar I. Snorrasonar heldur
uppi fjörinu á Vínartónleikum í Laugarborg á
sunnudag kl. 15, en einsöngvari þar verður
Hulda Björk Garðarsdóttir. Tónleikana ber
upp á þrettándann og því verða nokkur íslensk
álfalög sungin áður en haldið verður suður á
bóginn. Sigurður I. Snorrason gjörþekkir Vín-
arborg enda stundaði hann tónlistarnám sitt
þar. Honum segist svo frá í efnisskrá tón-
leikanna: „Wien bleibt Wien, Vín er og verður
Vín; þetta eru orð að sönnu. Vissulega verða
alls staðar breytingar, einnig í Vínarborg, en
þar verður hefðin og sagan breytingunum yf-
irsterkari; þar sem Mozart endaði ævi sína er
nú verslunarmiðstöð, í sölum sumra kaffihúsa
frá 19. öld eru nú stunduð bankaviðskipti.
Meira að segja Annagasse, „vafasama“ gatan
frá námsárum mínum fyrir 40 árum, er orðin
virðuleg … Það sem eftir og upp úr stendur er
samt menningin og óafmáanleg fótspor þeirra
sem gengið hafa um götur þessarar borgar og
gera hana einstaka. Þú finnur nálægð Mozarts,
Haydns, Beethovens, Brahms og Strauss alls
staðar. Úti í 13. hverfi sem heitir Hietzing er
eitt af fyrrnefndum kaffihúsum sem hét og
heitir Dommayer. Þar hefur lítið breyst; í
þessu kaffi-
húsi sló Jó-
hann yngri
í gegn að-
eins nítján
ára gamall
og áheyr-
endur stóðu
ekki upp
fyrr en eft-
ir nítján
aukalög. Í
göngufjarlægð frá þessum stað bjó Alban Berg
alla sína starfsævi ásamt konu sinni Helenu og
ekki langt þar frá samtímamaður þeirra mál-
arinn Egon Schiele. Helene Berg er reyndar
laundóttir Franz Jósefs keisara II en það er
önnur saga.“
Salonsveitin leikur verk eftir Straussfeðga,
Jóhann eldri, Jóhann yngri og bróður hans,
Jósef, og Ungverska dansa eftir Brahms. Ef
kampavínstappi heyrist skjótast úr flösku verð-
ur það örugglega Kampavínsgaloppið hans
Lumbys, og Hulda Björk syngur Viljuljóðið,
hlátursöng Adelu úr Leðurblökunni, Vínarljóð
og margt fleira.
Hulda Björk með Salonsveit Sigurðar Ingva í Laugarborg
Vín er og verður Vín
♦♦♦
ÓPERAN í San
Francisco hefur
ákveðið að feta í
spor Metropolit-
anóperunnar í New
York og hefja bein-
ar útsendingar frá
óperusýningum í
bíóhúsum. Þetta
fyrirkomulag hef-
ur orðið gríðarvinsælt og þykja
markmið um að afla óperunni nýrra
og yngra fylgis hafa tekist með af-
brigðum vel. Um 200 bíóhús í og
nærri San Francisco taka þátt í út-
sendingunum. Fyrstu sýningar
verða í mars, er Angela Gheorghiu,
sem rekin var úr Chicago Lyric-
óperunni fyrir stjörnustæla fyrr á
árinu, syngur aðalhlutverkið í Svöl-
unni, La Rondine, eftir Puccini.
Óperubíó
í Frisco
A. Gheorghiou
♦♦♦
Sigurður Ingvi
Snorrason
Hulda Björk
Garðarsdóttir