Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 21
VIÐSKIPTARÁÐ hefur sent frá
sér ályktun („Breytingar á áfeng-
islöggjöf tímabærar“, 1. nóv. 2007)
þar sem m.a. er lagt til að leyft
verði að selja áfengi í
matvöruverslunum og
víðar. Ein rökfærsla
ráðsins lýtur að afleið-
ingum bætts aðgengis
að áfengi en ég hef
rekist á þá rökfærslu
víða, m.a. hjá þing-
mönnum. Vert er að
staldra við hana. Rök-
færslan hefur tvær
forsendur (óumdeild-
ar) og eina niðurstöðu
(umdeilda). Forsend-
urnar eru þessar: 1) Á
undanförnum árum
hefur aðgengi að áfengi verið bætt
á Íslandi m.a. með fjölgun út-
sölustaða og lengri opnunartíma; 2)
Á sama tíma hefur áfengisneysla
aukist hérlendis um rúmlega 39%,
úr 5,1 lítra á íbúa árið 1991 í 7,1
lítra árið 2005, sem er hlutfallslega
mesta aukning á öllum Norð-
urlöndum.
Af þessum forsendum mundu
flestir draga ályktun sem blasir við
leikum sem lærðum: Fjölgun sölu-
staða og lengri opnunartímar leiða
til aukinnar áfengisneyslu. En
þetta er ekki niðurstaða Við-
skiptaráðs. Ráðið finnur annan
botn á þetta: „Viðskiptaráð [telur]
... líklegt að sú aukning í neyslu
áfengis sem búast megi við vegna
bætts aðgengis sé nú þegar komin
fram.“ Fjölgun sölustaða muni því
ekki auka áfengisneyslu. Þetta er
óvænt niðurstaða. Engin gögn eru
birt í álitinu sem bent gætu til að
íslenskir neytendur muni hegða sér
með svo óvenjulegum hætti. Það
sárvantar nýja forsendu í rökfærsl-
una til að sveigja ályktunina í átt
að hinni óvæntu niðurstöðu Við-
skiptaráðs. Hægt er að ímynda sér
einhverja slíka for-
sendu. Það mætti t.d.
hugsa sér að erlendar
rannsóknir hefðu leitt
í ljós slíkt hegð-
unarmynstur neyt-
enda: Mikil neyslu-
aukning verður þegar
áfengisútsölum er
fjölgað úr 10 versl-
unum á hverja 100
þús. íbúa í 20; fjölgun
úr 20 í 80 hefur hins
vegar óveruleg áhrif.
Þetta væri vitaskuld
furðuleg niðurstaða en
þó ekki útilokuð. En hvergi í áliti
Viðskiptaráðs er ýjað að slíkum
rannsóknum. Í staðinn er gerð eft-
irfarandi athugasemd: „Lauslega
má ætla að finna megi vínbúð í 100
metra fjarlægð frá helstu versl-
unarkjörnum og eru vínbúðirnar
iðulega með sambærilegan opn-
unartíma. Það má því segja að það
sé stutt frá steikinni í rauðvínið.“ Í
beinu framhaldi kemur síðan nið-
urstaðan um að væntanleg neyslu-
aukning sé komin fram. Hug-
myndin virðist sú að aðgengi að
áfengi sé nú þegar svo gott að eng-
inn láti það stöðva sig í að kaupa
„rauðvínið með steikinni“. Sérversl-
un með áfengi auki aðeins óhag-
ræði neytenda við að nálgast vöru
sem þeir kaupa hvort sem er.
Vandinn við athugasemd Við-
skiptaráðs er augljós. Eins og mál-
um er nú háttað þurfa neytendur
að gera sér mislanga ferð í sér-
verslun til að kaupa áfengi. Inn í
þær verslanir eiga ekki aðrir erindi
en þeir sem hyggjast kaupa áfengi,
til dæmis eiga börn og unglingar
ekkert erindi þangað. Á hinn bóg-
inn á þorri Íslendinga, ungir sem
aldnir, erindi í matvöruverslanir
mörgum sinnum í viku. Með því að
selja vín og bjór í matvöruversl-
unum væri því verið að staðsetja
áfengið þar sem fáir komast hjá því
að líta við oft og reglulega. Dagleg
nánd hins venjulega borgara við
þessa tilteknu vöru væri því stór-
lega aukin. Ágiskun Viðskiptaráðs
á kannski við um eina tegund neyt-
enda, nefnilega þá sem ætla að
hafa steik í matinn (eða matvöru
sem oft er tengd víni) OG ætla að
sækja steikina í verslunarkjarna
(þar sem vínbúð er nálæg) OG eru
búnir að afráða að fá sér rauðvín
með steikinni. En þetta er minni-
hluti neytenda. Fæstir fara í versl-
anir í þessum erindagjörðum.
Margir munu, ef að líkum lætur,
finna ný tækifæri til að neyta
áfengis verði það selt í mat-
vöruverslunum, taka eina kippu af
bjór með í körfuna o.s.frv. Aukið
aðgengi að vöru mótar og örvar eft-
irspurnina en fullnægir ekki aðeins
þeirri eftirspurn sem fyrir er. Í
framtíðinni yrðu þá væntanlega
fleiri vörur en steikin tengd víni
órofa böndum í hugum neytenda.
Reynsla verslunarmanna er sú að
sýnileiki vöru ræður miklu um hve
vel hún selst. Þetta vita þau hjá
Viðskiptaráði. Full ástæða er því til
að ætla að neysluaukning muni
halda áfram hér á landi verði sala
áfengis gefin frjáls. Enn er neysla
Íslendinga undir meðal-áfeng-
isneyslu flestra annarra OECD-
landa. Verði sterkasta vopnið, tak-
mörkun aðgengis, slegið úr höndum
þeirra sem vinna að áfengisvörnum
mun það bil styttast hratt.
Viðskiptaráð getur auðvitað hald-
ið því fram að aukin neysla áfengis
sé góð fyrir þjóðina, eða í versta
falli óhjákvæmilegur fylgifiskur
verslunarfrelsis.
Með slíkum málflutningi getur
ráðið að minnsta kosti viðurkennt
það undanbragðalaust að bætt að-
gengi að áfengi mun að öllum lík-
indum auka neyslu þess, og um leið
gengist heiðarlega við þeirri stefnu
sinni að stuðla að aukinni og efldri
verslun og viðskiptum – einnig með
áfengi. En rökfærslan sem ráðið
hefur sent frá sér er ekki annað en
hugarburður sem á sér enga stoð í
reynslu. Hún er lítt dulbúin tilraun
til að afbaka staðreyndir og neita
líklegum afleiðingum bætts aðgeng-
is að áfengi. Slík afneitun er ein-
ungis til þess fallin að koma í veg
fyrir að við Íslendingar mótum
okkur áfengisstefnu til framtíðar,
með heiðarlegri umræðu, byggða á
reynslu og rökum.
Stutt frá steikinni í rauðvínið
Róbert H. Haraldsson hafnar
skoðun Viðskiptaráðs að frjáls
sala áfengis muni ekki leiða til
aukinnar áfengisneyslu.
» Viðskiptaráð geturauðvitað haldið því
fram að aukin neysla
áfengis sé góð fyrir
þjóðina, eða í versta falli
óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur verslunarfrelsis.
Róbert H. Haraldsson
Höfundur er dósent
við Háskóla Íslands.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir að-
sendar greinar. Formið er að
finna við opnun forsíðu fréttave-
fjarins mbl.is þar sem merkt er
á haus Morgunblaðsins sem er
vinstra megin á skjánum eða
neðarlega á forsíðu fréttavefjar-
ins mbl.is undir liðnum „Sendu
inn efni“. Ekki er lengur tekið
við greinum sem sendar eru í
tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá sig
inn í kerfið með kennitölu, nafni
og netfangi, sem fyllt er út í þar
til gerða reiti. Næst þegar kerf-
ið er notað er nóg að slá inn net-
fang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsam-
legast beðnir að nota þetta
kerfi. Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttöku-
kerfi að-
sendra
greina
Fréttir á SMS
Fréttir í tölvupósti
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, er opinn öllum sem stunda gerð eða
dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum
auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.
Skilafrestur er til 17. janúar og er tekið á móti innsendingum á sérstöku vefsvæði.
Verðlaun eru veitt í 13 flokkum. Nánari upplýsingar eru á imark.is, í símum 511 4888
og 899 0689 eða í netfanginu imark@imark.is
Skilyrði fyrir þátttöku eru að auglýsingin sé íslensk eða gerð sérstaklega fyrir íslenskan
markað og hafi birst í fyrsta sinn á árinu 2007.
Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn