Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 4
Í HNOTSKURN
»Af og til koma innbrotahrin-ur á höfuðborgarsvæðinu en
algengustu tegundir innbrota
eru bílainnbrot.
»Á síðasta ári voru framin um1.900 innbrot, sem er nálega
sami fjöldi og árið 2006.
»Árið þar á undan voru rúm-lega 1.750 innbrot framin en
árið þar á undan var miklu
verra, því þá voru innbrotin rúm-
lega 2.200.
JÓLIN hjá ungum hjónum í Selja-
hverfi í Reykjavík virtust ætla að
verða hin ánægjulegustu, og urðu
það reyndar að lokum – ef frá er
talinn vægast sagt óhuggulegur at-
burður sem olli þeim talsverðum
raunum. Málsatvik voru þau að
brotist var inn hjá hjónunum á með-
an þau voru í jólaferð í Borgarfirði
og var því heimkoman óskemmti-
leg.
„Við fórum úr bænum annan í jól-
um og komum heim 29. desember.
Það fyrsta sem við sáum þegar inn í
íbúðina kom, var að búið var að róta
í skúffum og ekki fór milli mála við
nánari skoðun að það hafði verið
farið inn í íbúðina,“ segir Matthías
Ásgeirsson sem ásamt konu sinni
leitaði frekari verksummerkja.
Spor í garðinum og fingraför
„Gluggi hafði verið spenntur upp
og það sáust spor í garðinum. Lög-
reglan kom á staðinn og tók fingra-
för og við fórum að átta okkur á því
hverju hafði verið stolið. Verst var
að silfurbúnaður hafði verið tekinn
en hann er erfðagripur úr fjölskyld-
unni.“
Málið fékk sinn gang hjá lögreglu
en tók síðan gjörbreytta stefnu
þegar óvænt símtal barst á gaml-
ársdag frá BYR, áður Sparisjóði
vélstjóra. „Konan mín vann í bank-
anum sem þjónustustjóri fyrir sex
árum og sá starfsmaður sem fékk
umsóknina inn á borð til sín hafði
unnið með henni á sínum tíma og
hringdi því strax í hana. Viðkom-
andi starfsmaður taldi sérkennilegt
þegar einhver reyndist hafa sótt um
kreditkort í nafni konunnar minnar
og beðið um að kortið og pin-
númerið yrðu sent á ákveðið heim-
ilisfang. Við sögðum lögreglunni
strax frá þessu og athuguðum síðan
þetta heimilisfang sem umræddur
„umsækjandi“ hafði gefið bank-
anum. Þar sáum við annað nafn og
þegar við slógum því upp á netinu
með google-leit fannst 2 ára frétt
frá DV þar sem umræddur aðili var
tengdur andláti þriggja ein-
staklinga í fíkniefnaheiminum. Ég
beið ekki boðanna með að segja lög-
reglunni frá þessu og hún brá skjótt
við, fór á heimilisfangið sem fólkið
hafði gefið bankanum upp – fann
silfrið okkar og handtók fólkið.“
Endurheimtu þá heimilishluti
sem máli skiptu
Til viðbótar þessu fann lögreglan
drjúgan hluta þeirra muna sem
hjónin söknuðu. „Við höfum því
endurheimt það sem skiptir máli,
en það vantar samt töluvert,“ segir
Matthías. „Ég veit hvaða fólk þetta
er og það býr í 5 mínútna göngufæri
frá okkur,“ bætir hann við. Matt-
hías segir að þau hjónin hafi í sjálfu
sér sloppið vel að því leyti að inn-
brotsþjófarnir gengu ekki illa um,
þótt þeir hafi rótað til.
Það sem sérkennilegt verður að
teljast er að þegar silfrinu var stolið
var það ófægt – en þegar lögreglan
lagði hald á það var búið að fægja
það. Hvað snertir kreditkortaum-
sóknina þykir Matthíasi ljóst að
innbrotsþjófarnir hafi komist yfir
reikninga á heimilinu og notað upp-
lýsingar úr þeim til að ýta kortaum-
sókninni úr vör. Það varð þjófunum
þó að falli að sækja um kort í banka
þar sem væntanlegur þolandi var
áður starfsmaður – og ekki bætti úr
skák að afbrotafólkið hjálpaði rétt-
vísinni töluvert með því að nota eig-
ið heimilisfang og nafn við hina mis-
heppnuðu blekkingartilraun.
Matthías segir að lögreglan hafi
unnið vel í málinu og brugðist fljótt
við þeim ábendingum sem fóru að
berast.
Ættarsilfrið endurheimt og
réttlætið sigraði að lokum
Brotist inn hjá ungum hjónum í Reykjavík
og reynt að svíkja út fé í kjölfarið
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
4 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ENGIN banaslys
hafa orðið í ís-
lensku loftfari á
umliðnum sjö ár-
um, eða frá því að
hörmulegt slys
varð í Skerjafirði
árið 2000. Á tíma-
bilinu 1998 til
2006 urðu þrjú
banaslys en árið
1998 fórst erlend
flugvél með þremur mönnum
skammt frá Hornafirði og árið 2001
fórst erlend vél við Vestmannaeyjar
þar sem tveir menn létust. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í árs-
skýrslu Rannsóknarnefndar flug-
slysa (RNF) fyrir árið 2006.
Aldrei hefur það gerst áður í sögu
flugs á Íslandi að sex ár hafi liðið
milli banaslysa. Þorkell Ágústsson,
forstöðumaður Rannsóknarnefndar
flugslysa, segir það afar ánægjulega
þróun en á erfitt með að henda
reiður á hverju helst sé að þakka.
Hann bendir þó á hertar reglur í
flugrekstri á árunum 1996-98, en
þær snúa að viðhaldsmálum, flug-
rekstri og gæðakerfi þeim tengdu.
Þegar litið er til meðaltals und-
anfarinna 20 ára varð að meðaltali
eitt banaslys í flugi á ári. Það
minnkar niður í 0,77 ef litið er á
meðaltal síðustu fimmtán ára og er
0,3 á ári að meðaltali undanfarin tíu
ár.
RNF tók 41 atvik og slys til
formlegrar rannsóknar
Árið 2006 bárust RNF tilkynn-
ingar um 392 frávik í flugi íslenskra
loftfara hérlendis og erlendis, en
einnig í flugi erlendra loftfara um
íslenska lögsögu og um íslenska
flugstjórnarsvæðið. Nefndin skoðaði
77 frávik nánar og var 41 skilgreint
sem flugslys, flugumferðaratvik eða
alvarlegt flugatvik. Þau voru tekin
til formlegrar rannsóknar.
Til samanburðar má nefna að á
árinu 2007 voru 27 atvik tekin til
formlegrar rannsóknar.
Nefndin gerði þá tólf tillögur til
úrbóta í flugöryggismálum í kjölfar
rannsókna sem lokið var á árinu
2006. Þeim tillögum var beint til
flugrekenda og Flugmálastjórnar
Íslands.
Engin
banaslys
í sex ár
Þorkell
Ágústsson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÍSLENDINGAR eiga meira barnaláni að
fagna en flestar þjóðir í hinum vestræna heimi
og deila því ekki áhyggjum danskra vísinda-
manna af minnkandi frjósemi. Ekki enn að
minnsta kosti. Vísindamenn í Danmörku hafa
nú spáð því að innan fárra ára verði um fimmt-
ungur barna þar í landi getinn á rannsókn-
arstofum, þ.e. með tæknifrjóvgun, en hlutfallið
er 7% nú. Eru ástæður fyrir minnkandi frjó-
semi og því að fólk geti ekki eignast börn á
„hefðbundinn hátt“ m.a. sagðar minnkandi
frjósemi karla, offita kvenna og framagirni
þeirra, þ.e. að þær fresti barneignum fram eft-
ir aldri og auki þar með hættu á ófrjósemi. Um
þetta var m.a. fjallað í dagblaðinu Berlingske
Tidende milli jóla og nýárs.
Nýleg rannsókn danskra vísindamanna, sem
sagt er frá í blaðinu, leiddi í ljós að sæðisfrum-
um hjá dönskum körlum fer fækkandi en aðrir
fræðimenn sem blaðið leitaði álits hjá halda því
hins vegar fram að rannsóknin byggist ekki á
nógu styrkum stoðum, eldri rannsóknir á sæði
séu t.d. ekki nógu góðar til viðmiðunar.
„Ekki eru allir sammála um breytingar á
sæði á þessum tíma og hefur verið gagnrýnt að
ekki er um sambærilegar rannsóknir að ræða
og á sambærilegum hópum,“ segir Guðmundur
Arason, læknir hjá Art Medica, í samtali við
Morgunblaðið. „Þannig tel ég ekki hægt að slá
því föstu að sæðisframleiðsla hafi versnað.“
Hvað sem gæðum sæðis líður hefur tækni-
frjóvgunum í Danmörku fjölgað um 50% frá
því um miðjan tíunda áratuginn og aldur
mæðra er þær eignast sitt fyrsta barn hækkað
um eitt ár á sama tímabili.
Fleiri fara í tæknifrjóvgun
Þróunin er svipuð hér á landi. Fyrir nokkr-
um árum var hlutfall barna sem fæðast hér á
landi eftir tæknifrjóvgun um 2-3% en hefur
aldrei verið hærra en árið 2006 er það var 4,2%.
Málum er þó nokkuð öðruvísi farið á Íslandi
hvað þetta varðar því aðgangur að tækni-
frjóvgunum hefur lengi verið mjög góður, betri
en í flestum nágrannalöndunum. Danir skera
sig reyndar nokkuð úr miðað við aðrar Norður-
Evrópuþjóðir (7%) og eru tæknifrjóvganir á
Íslandi hlutfallslega álíka margar og t.d. í Sví-
þjóð og Noregi. „Fjölgunin árið 2006 skýrist
fyrst og fremst af aukinni eftirspurn og auk-
inni starfsemi,“ segir Reynir Tómas Geirsson,
prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Land-
spítalans.
Sama er upp á teningnum hér og í Dan-
mörku varðandi hækkandi aldur mæðra. Ís-
lenskar konur eru að meðaltali 26,4 ára er þær
eignast sitt fyrsta barn en voru 25 ára árið
1995. Þá hefur barnafjöldi sem hver kona eign-
ast á ævinni einnig minnkað hér á landi und-
anfarin ár, en er þó með því hæsta sem gerist í
Evrópu, aðeins Tyrkir fjölga sér hraðar en Ís-
lendingar. Rúmlega tvö börn fæðast að með-
altali á hverja íslenska konu nú en hlutfallið var
yfir þrjú þar til á sjöunda áratugnum, sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar. „Við viljum eiga
mörg börn, þetta er í okkar menningu,“ segir
Reynir Tómas um skýringuna á frjósemi land-
ans og segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur
þótt úr henni hafi lítillega dregið.
Hann segir að taka verði dönsku sæðisrann-
sókninni með fyrirvara. Aðrir þættir geti allt
eins skýrt minnkandi barneignir, t.d. hækk-
andi aldur mæðra og sömuleiðis ógni offita
frjósemi kvenna. „Of feitar konur eiga við
meiri ófrjósemi að stríða, því hjá þeim verða
frekar hormónabreytingar sem trufla egglos,“
segir Reynir Tómas. „Þegar mjög feitum kon-
um hefur fjölgað um helming hefur það auðvit-
að áhrif á frjósemina, þótt þeirra sé ekki farið
að gæta hér að ráði enn sem komið er.“
Hafa áhyggjur af sæði Dana
Aldrei fleiri börn getin með tæknifrjóvgun hér á landi en árið 2006 Hækkandi aldur mæðra,
framagirni þeirra og lélegra sæði karlmanna sögð ástæður aukinnar ófrjósemi í Danmörku
Morgunblaðið/Golli
Kraftaverk Hvernig svo sem þau koma undir:
Börn eru alltaf kraftaverk.
Í HNOTSKURN
»Talað er um ófrjósemi þegar par hefurreynt að eignast barn í meira en eitt ár
án þess að það takist.
»Orðið ófrjósemi er notað um minnkaðafrjósemi og algera ófrjósemi.
»Barnleysi háir um 15% para og er skil-greint sem sjúkdómur.
»4,2% barna sem fæddust á Íslandi árið2006 voru getin með tæknifrjóvgun.
BUBBI Morthens er Íslendingum
að góðu kunnur en hann hefur um
árabil verið einn þekktasti tónlist-
armaður þjóðarinnar. Þessa dag-
ana vinnur Bubbi að því ásamt Stór-
sveit Reykjavíkur að undirbúa
tvenna tónleika sem fram fara í
Laugardalshöll. Fyrri tónleikarnir
verða haldnir 4. janúar en þeir
seinni 5. janúar og er þegar uppselt
á þá tónleika.
Stórsveit Reykjavíkur var stofn-
uð árið 1992. Fram kemur á vefnum
midi.is að sveitin hafi árið 2005
hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin
2005 sem besti djassflytjandi ársins.
Hljómsveitin hafi í gegnum tíðina
fengið til samstarfs gestastjórn-
endur, söngvara og einleikara í
fremstu röð frá ýmsum löndum
Æft með
Bubba
Morgunblaðið/Árni Sæberg