Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Líffræðingar -
landfræðingar
Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir eftir þremur
sérfræðingum til starfa við vistfræðirannsóknir
(dýra og/eða gróðurs) og kortagerð (vistgerða-
og/eða gróðurkortagerð) og fjarkönnun.
Leitað er að líffræðingum og/eða landfræð-
ingum, sem hafa menntun og reynslu í vist-
fræðirannsóknum og/eða kortagerð og þekk-
ingu á vistfræði. Þekking og reynsla í notkun
hugbúnaðar á borð við Microstation, ArcGis,
Erdasimagine og landfræðilegra gagnagrunna
er æskileg.
Sérfræðingurinn þarf að vera vel á sig kominn
og geta dvalist langdvölum að heiman við vett-
vangsvinnu. Æskilegt er að hann geti hafið
störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorleifur
Eiríksson forstöðumaður.
Starfsstöðvar Náttúrustofu Vestfjarða eru í
Bolungarvík, í Vesturbyggð og á Hólmavík.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsferil sendist Náttúrustofu Vestfjarða,
Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík, eða á netfangið
nave@nave.is, fyrir 15. janúar 2008.
Húsasmíðameistari
Óska eftir nýjum verkefnum eftir áramót
Er vanur flestu í iðninni, inni sem úti.
Fast verð eða tímalaun.
Sími 421 2194, GSM 6595648 .
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn
fimmtudaginn 10. janúar 2008 kl. 16:30
í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt
15. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn
til kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á
skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ viku fyrir
aðalfund, hluthöfum til sýnis.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á
skrifstofu félagsins, Völuteigi 6, Mosfellsbæ, á
fundardag.
Mosfellsbæ, 2. janúar 2007,
stjórn ÍSTEX hf.
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
Tveggja herbergja nýstandsett 50 fermetra
íbúð á fimmtu hæð í lyftuhúsi við Þverbrekku í
Kópavogi laus nú þegar. Sími 863 2444 eða
554 0403.
Kennsla
Fjarkennsla - innritun
Fjarkennsla VMA býður nám með tölvusam-
skiptum til meðal annars stúdentsprófs, sjúkra-
liðanáms og meistarastigs. Boðið er upp á tæp-
lega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Innritun
er hafin og nánari upplýsingar eru á vefsíðum
skólans.
Vefslóð: http:// www.vma.is/fjarkennsla.
Innritun lýkur 7. janúar.
Kennslustjóri fjarkennslu.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Ránarbraut 1,
Vík, miðvikudaginn 9. janúar 2008, kl. 14.00, á eftirtöldum
eignum:
Víkurbraut 10, Vík í Mýrdal, fnr. 218-8789, þingl. eig. Gísli Sigurðsson,
gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands og sýslumaðurinn í Vík.
Íbúðarhús á jörðinni Melhóll I Undirhraun I, Skaftárhrepp, fnr. 227-
0257, án lóðarréttinda, þingl. eig. Valdimar Erlingsson, gerðarbeiðandi
Rósaberg ehf.
Rofhagi, Mýrdalshreppi, 6,25 % ehl., landnr. 172418, þingl. eigandi
Brandur Jóhann Skaftaston, gerðarbeiðandi tollstjórinn í Reykjavík.
Melhóll I Undirhraun I, Skaftárhrepp, landnr. 163405, þingl. eig.
Fjársýsla ríkisins, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Sýslumaðurinn í Vík,
2. janúar 2008,
Anna Birna Þráinsdóttir.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Austurvegi 6, Hvols-
velli, miðvikudaginn 9. janúar 2008 kl. 10:30 á eftirfarandi eignum:
Brúnalda 2, Rangárþingi ytra, fnr. 226-2078, þingl. eig. Bólstaður ehf,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Brúnalda 4, Rangárþingi ytra, fnr. 226-2090, þingl. eig. Bólstaður ehf,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Brúnalda 6, Rangárþingi ytra, fnr. 226-2092, þingl. eig. Bólstaður ehf,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Brúnalda 8, Rangárþingi ytra, fnr. 226-2094, þingl. eig. Bólstaður ehf,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Helluvað, fnr. 219-5376, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Albert Jónsson,
gerðarbeiðendur Síminn hf og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.
Kirkjulækur 1, lnr.164037, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Einar
Guðberg Jónsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hornafjarðar/nágr.
og Tollstjóraembættið.
Stóragerði 10, fnr. 219-5072, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Magnea
Þórey Hilmarsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Íbúðalána-
sjóður, Kaupþing banki hf og Vátryggingafélag Íslands hf.
Strandarhöfuð, lnr.196474, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Albert
Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Hvolsvelli.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
2. janúar 2008.
Ýmislegt
Lausnarorð jafnréttis?
Næst jafnrétti og þá hvaða jafnrétti?
Til dæmis jafnrétti kvenna og karla, barna,
öryrkja og aldraðra, jafnrétti gagnvart ákæru-
valdi og réttarkerfi og opinberum gerðum?
Ríkisstjórnin staðfestir slaka stjórnarhætti sína,
þegar hún reynir að styrkja tjáningarfrelsi
launþega, þrátt fyrir að það sé nú þegar
stjórnarskrárvarið (73.gr.) og óframseljanlegt.
Lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, JS, þingskjal
149/07-08, þar um, er örþrifaráð. Mannréttinda-
löggjöf er til lítils nema virk og vönduð laga-
framkvæmd fylgi.
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
Samkoma í Háborg
Félagsmiðstöð Samhjálpar,
Stangarhyl 3, kl. 20.00.
Vitnisburður og söngur
Predikun: Heiðar Guðnason.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
Gleðilega páskahátíð!
Í kvöld kl. 19 Nýársfagnaður
fyrir herfólk (skráning). Ath.:
Engin almenn samkoma.
Opið hús kl. 16-17.30
daglega nema mánudaga.
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opið alla virka daga kl. 13-18.
Félagslíf
FÉLAGIÐ Ísland-Palestína hefur
starfsemi sína á nýju ári með heim-
sókn blaðamannsins Ali Zbeidat til
Íslands og opnum fundi með honum
í Alþjóðahúsinu, laugardaginn 5.
janúar.
„Ali Zbeidat er fyrrverandi póli-
tískur fangi sem í áraraðir hefur
barist fyrir mannréttindum Palest-
ínumanna sem búa innan landa-
mæra Ísraels (stundum kallaðir ísr-
aelskir arabar). Hann hefur
ísraelskan ríkisborgararétt og er
búsettur í bænum Sakhnin, sem í
dag liggur innan landamæra Ísr-
aelsríkis. Í upphafi fundarins verð-
ur sýnd 25 mínútna heimildarmynd
um skipulega eyðileggingu á íbúðar-
húsum Palestínumanna – en fjöl-
skylda Ali sjálfs hefur átt á hættu
að missa heimili sitt eftir að það var
úrskurðað ólöglegt af ísraelskum
yfirvöldum. Að sýningu lokinni flyt-
ur Ali ræðu um Palestínumenn í
Ísrael, það er hlutskipti íbúa palest-
ínsku svæðanna sem hertekin voru
1948 og innlimuð í Ísraelsríki. Þá
mun hann fjalla um pólitíska fanga í
Ísrael, en um ellefu þúsund Palest-
ínumenn, karlar, konur og börn, eru
nú í ísraelskum fangelsum. Að lok-
inni ræðu hans verða fyrirspurnir
og umræður,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fundurinn hefst kl. 14. Aðgangur
er öllum opinn.
Blaðamaður frá Palestínu flytur erindi á fundi
FRÉTTIR
Fréttir í
tölvupósti