Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 29
sem til var og var sá sem kenndi
mér að lesa, hann lét mig lesa fyr-
ir sig þegar hann rakaði sig og á
ég ófáar minningar þar sem ég sit
á salerninu og afi að raka sig og
við að tala saman. Ég man einnig
eftir því þegar ég grátbað hann
um að gefa mér rakspíra eins og
hann notaði og þegar hann lét
undan þá sveið mig alveg hrika-
lega.
Þegar ég var yngri talaði ég
mjög hátt og afi sagði einu sinni
við mig að það þyrfti að setja á
mig hljóðkút og þegar ég varð full-
orðin hef ég oft hlegið að því þegar
börnin mín hafa hátt og ég hugsa
til þess að það þurfi einnig að setja
á þau hljóðkút.
Afi var maðurinn sem sat með
mig og öll sín barnabörn og síðar
barnabarnabörn á hnénu og söng
fyrir okkur ,,Við skulum róa sjóinn
á“. Hann var alltaf raulandi eða
syngjandi eitthvað fyrir okkur eða
fyrir sjálfan sig. Ég á líka sterka
minningu af honum þar sem hann
situr við eldhúsborðið í Maríu-
bakkanum með pípu í hönd og eld-
spýtustokk sem hann sneri reglu-
lega.
Fallinn er frá góður maður sem
hafði mikinn kærleik að gefa og ég
mun minnast hans sem mannsins
með stóra hjartað. Hvíl þú í friði,
afi minn.
Þín,
Anna Sólveig.
Elsku afi, þá fékkstu loksins
hvíldina góðu sem þú varst búinn
að þrá svo lengi. Þú grínaðist
stundum með það að þú nenntir
þessu nú varla lengur, vildir bara
að fara að sofna. Það eru margar
góðar minningar sem sitja eftir hjá
okkur og eiga aldrei eftir að
gleymast. Það var gaman að koma
í heimsókn til ykkar ömmu, og
alltaf varstu til í að segja sögur frá
því í gamla daga. Þú sagðir svo
skemmtilega frá og þess vegna var
maður alltaf til í að hlusta. Þú
spáðir mikið í þessa nútímatækni,
sagðist nú lítið skilja í þessu öllu
saman en því skemmtilegra var þá
að heyra hvernig þetta var þegar
þú varst ungur. Þegar þú varst að
fara ríðandi á milli sveita til að
spila á böllum, og þetta voru engin
smá ferðalög, tóku jafnvel heilu
dagana. Það var spilað langt fram
á nótt, og svo haldið heim á leið
aftur. Ekki skrítið að þú hafir ver-
ið svona hraustur og með svona
sterkt hjarta, og þar má bæta við
löngu gönguferðunum sem þú
fórst svo oft í. Það var gaman að fá
að ganga með og það var venja hjá
þér að kveikja í pípu áður en snúið
var til baka. Svo er minnisstætt
hvað þú hafðir gaman af því að
keyra, og þó þú hafir nú hætt því
þá spurðirðu alltaf fyrstu árin eftir
að maður fékk bílprófið hvort
manni fyndist þetta nú ekki óskap-
lega gaman. Maður spáði svo sem
ekki mikið í það, en það er öðruvísi
þegar maður upplifir þetta sem
nýjung, þetta er eitthvað svo sjálf-
sagður hlutur í dag. Elsku hlýi,
ljúfi og góði afi, það er erfitt að sjá
þig fara og kveðja þig, en við vit-
um að þú hefur fengið höfðing-
legar móttökur og vitum líka að
þér líður vel núna. Við endum
þetta á vísunni sem sönglar í koll-
inum á okkur þegar við hugsum til
baka. Þú settir alltaf okkur barna-
börnin, já og barnabarnabörnin, á
hné þér og raulaðir þessa vísu sem
við eigum aldrei eftir að gleyma.
Við skulum róa sjóinn á
og sækja okkur ýsu.
En ef hann krummi kemur þá
og kallar á hana Dísu?
(Höf. ók.)
Ágústa, Pétur Óli
og Helgi Páll.
Hann afi er farinn. Hann kvaddi
þetta líf í faðmi sinna nánustu að
kvöldi 20. desember. Þá um nótt-
ina lá ég andvaka og minningarnar
streymdu fram. Þær erum margar
og allar góðar. Sem barn var ég
mikið hjá ömmu og afa. Þau
bjuggu í næsta nágrenni og þar
var ég oft þegar foreldrar mínir
voru að vinna. Ég fékk að fylgjast
með afa í mörgu því sem hann tók
sér fyrir hendur, t.d. á ég margar
góðar minningar úr kirkjugarðin-
um, þar sem hann vann á sumrin,
þegar hann starfaði sem kennari.
Þar lærði ég að dauðinn er hluti af
lífinu og að sýna þeim virðingu
sem farnir eru. Við höfðum ávallt
með okkur nesti sem við borðuðum
í skúr einum í öðrum enda garðs-
ins og einn daginn urðum við vör
við músarkríli sem gægðist upp úr
holu undir borðinu. Það sem eftir
lifði sumars deildum við með henni
nestinu okkar. Afi sló grasið í
garðinum með orfi og ljá og ég
man eftir honum brýna ljáinn á
hverfisteini undir gaflinum á
gamla byggðasafninu. Einnig man
ég eftir mér sitjandi við hliðina á
honum þar sem hann var að æfa
sig á orgelið í kirkjunni.
Hann afi var einstakur ljúflingur
sem alltaf hafði tíma fyrir mig.
Þær voru margar, í gegnum tíðina,
samræðurnar um lífið og tilveruna,
sem fóru fram við eldhúsborðið í
Maríubakkanum. Hann náði vel til
allra, hvort sem það voru börn,
unglingar eða fullorðnir. Hann bar
virðingu fyrir barnssálinni og það
gerði hann sérstakan.
Hann elsku afi minn er farinn en
eftir á ég minningarnar og allt
sem hann kenndi mér. Það er minn
arfur eftir hann og hvaða arfur
gæti verið dýrmætari.
Guðný.
Í byrjun nýs árs er til moldar
borinn gamall starfsmaður Breið-
holtsskólans í Reykjavík og mikill
barnavinur. Hér verður ekki rak-
inn æviferill Magnúsar, sem neinu
nemur, það munu aðrir gera. En
Magnús var fæddur á Kollafjarð-
arnesi í Strandasýslu, þar sem
hann ólst upp og stjórnaði búi í
áravís. Frá 1954 til 1971 býr hann
á Akranesi og er söngkennsla hans
aðalstarf. Þá er flutt til Reykjavík-
ur og á áttunda áratugnum ræðst
hann til starfa við Breiðholtsskól-
ann sem gangavörður. Starf hans
með nemendum skólans var frá-
bært. Með góðsemi og hógværð
leysti hann verkefni dagsins. Í
nokkur ár var sá siður að bekkir
fóru með kennurum sínum út á lóð
skólans og tíndu upp rusl. Hver
bekkur fór þetta 2-4 sinnum yfir
veturinn. En þess á milli var ekki
óalgengt að einn og einn nemandi
kæmi til Magnúsar og bæði um
poka til að tína upp rusl og var það
eins og greiðasemi við Magnús. Ef
tónmenntastofan var laus kom oft
fyrir að Magnús settist við píanóið
og fékk hann þá ófáa áheyrendur
frá yngri kynslóðinni.
Í félagsstarfi kennara og starfs-
fólks skólans lá Magnús ekki á liði
sínu. Fyrir eina árshátíð starfs-
fólks æfði hann upp karlakór og
tók þar með einn sem alla tíð var
álitinn laglaus og gekk allt upp að
vonum. Við sjötugsaldurinn átti
Magnús að láta af störfum eins og
reglur Reykjavíkurborgar sögðu
til um. Fjögur næstu vor kvaddi
Magnús við skólaslit en fékk svo
kærkomna framlengingu í starfi.
Ágústa Eiríksdóttir kona hans
starfaði einnig nokkur ár við skól-
ann sem matráðskona starfsfólks.
Fyrir mína hönd og þáverandi
starfsmanna skólans þakka ég
þeim verðmæt störf og góða við-
kynningu. Ég sendi Ágústu, börn-
um þeirra og fjölskyldum innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þorvaldur Óskarsson,
fv. skólastjóri.
✝
Ástkær eiginmaður, bróðir, faðir, afi og langafi,
GEORG ÁMUNDASON,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn
4. janúar klukkan 13.00.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir,
Gréta María Ámundadóttir,
Vilhjálmur Georgsson, Ágústa Sigríður Jóhannesdóttir,
Kristján Georgsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Birgir Georgsson, María Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og
langamma,
SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR,
Krossalind 8,
Kópavogi,
sem lést fimmtudaginn 27. desember á
Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Snorri Sigurðsson,
Sigurður Sveinn Snorrason, Hrefna Sigurjónsdóttir,
Arnór Snorrason, Kristín Hallgrímsdóttir,
Steinunn Snorradóttir, Jóhann Ísfeld Reynisson,
Guðrún Margrét Snorradóttir, Þórarinn Alvar Þórarinsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR JÓHANNESSON
frá Víðigerði,
Gullengi 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Helga Ingvarsdóttir,
Ingvar Halldórsson,
Jóhanna Halldórsdóttir,
Edda Halldórsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Elskuleg sambýliskona, móðir, tengdamóðir og
amma,
HELGA ÍVARSDÓTTIR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 21. desember verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
3. janúar kl. 15.00.
Sverrir Guðjónsson,
Björn Erlendsson, Þórunn Brandsdóttir,
Ívar Erlendsson, Joanna Marcinkowska,
Sigríður Erlendsdóttir, Jón Víkingur Hálfdánarson,
Magnús Erlendsson,
systkini og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ARNDÍS THEÓDÓRS,
Stórási 9,
Garðabæ,
áður Dalseli 6, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
30. desember.
Útförin auglýst síðar.
Borgar Skarphéðinsson, Sesselja Svavarsdóttir,
Guðmar Guðmundsson, Karitas Sigurðardóttir,
Hólmfríður Guðmundsdóttir, Sveinn Ingi Sigurðsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum laugar-
daginn 22. desember.
Útförin verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 5. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sonja Ólafsdóttir,
Kristín Gísladóttir,
Martha Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÖNNU SIGRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Skógarhlíð 35,
Akureyri,
er lést 29. desember, fer fram frá Hvítasunnu-
kirkjunni á Akureyri föstudaginn 4. janúar kl. 11:30.
Gísli H. Brynjólfsson,
Hrefna Brynja Gísladóttir, Snorri Óskarsson,
Rannveig Gísladóttir, Marc Jonathan Haney,
Jón Hreinn Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
fósturmóðir, ástvinur og vinkona,
ÁSLAUG INGA ÞÓRISDÓTTIR,
lést á heimili sínu þann 18. desember.
Útför hennar mun fara fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Katrín Klara Þorleifsdóttir, Grétar Örn Jóhannsson,
Elín Embla Grétarsdóttir,
Benjamín Björnsson, Björn Jónsson,
Sjöfn Ingólfsdóttir, Bjarni Ólafsson
og fjölskylda.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEFÁN HERMANN EYFJÖRÐ JÓNSSON,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu, H-2, þriðjudaginn 1. janúar.
Þórey Gísladóttir,
Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson, Svanborg Oddsdóttir,
Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson, Sigríður Albertsdóttir,
Jóna Gísley Eyfjörð Stefánsdóttir, Geirmundur Geirmundsson,
afabörn og langafabörn.
Fleiri minningargreinar
um Magnús Jónsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu á næstu
dögum.