Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 9
FRÉTTIR
UMSÓKNARGJALD fyrir vega-
bréfsáritun til Bandaríkjanna hækk-
aði 1. janúar úr 100 bandaríkjadölum
í 131 bandaríkjadal. Sú upphæð sam-
svarar rúmum 8.000 íslenskra króna.
Í tilkynningu frá sendiráðinu segir
að hækkunin muni auðvelda banda-
ríska utanríkisráðuneytinu að
standa straum af gjöldum sem eiga
að betrumbæta umsóknarferlið
vegna vegabréfsáritana (e. non-im-
migrant visas), t.d. vegna skólavistar
og ferðalaga.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna verði samkvæmt lögum að
reyna að vega upp á móti kostnaðin-
um vegna útgáfu vegabréfsáritana
með því að rukka umsóknargjald
vegna tölvulesanlegra vegabréfsárit-
ana. Gjöld vegna aukinna öryggis-
ráðstafana, upplýsingakerfa og verð-
bólgu hafi stuðlað að hærri kostnaði.
Dýrari áritun
SVIFRYKSMENGUN fór yfir heilsu-
verndarmörk á nýársdag. Á fyrsta hálf-
tíma ársins mældust gildin um 500 mík-
rógrömm á rúmmetra við færanlega
mælistöð mengunarvarna Umhverfissviðs
Reykjavíkur, sem nú er í Hlíðahverfi.
Þetta telst mjög mikið, því bæði var vind-
hraði töluverður og úrkoma nokkur.
Heilsuverndarmörk fyrir svifryk á sólar-
hring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra, að
því er fram kemur á vef umhverfissviðs
borgarinnar.
Sólarhringsgildi svifryks við mælistöð-
ina í Hlíðahverfi var 53 míkrógrömm á
rúmmetra á nýársdag en við mælistöð
Umhverfissviðs við Grensásveg var það
undir heilsuverndarmörkum eða 33
míkrógrömm. Klukkan 18 á nýársdag
mældist hálftímagildi svifryks 455 mík-
rógrömm í Hlíðunum, sennilega vegna
flugeldaskota í hverfinu.
Sólarhringsgildi svifryks í Reykjavík
mældist 17 sinnum yfir heilsuvernd-
armörkum á mælistöð við Grensásveginn
árið 2007 en mátti fara 23 sinnum yfir
samkvæmt reglugerð. Árið 2008 má svif-
ryksmengun fara 18 sinnum yfir heilsu-
verndarmörk, 12 sinnum árið 2009, og sjö
sinnum árið 2010.Morgunblaðið/Kristinn
Svifryk fór yfir
mörk á nýársdag
iðunn
tískuverslun
Laugavegi, s. 561 1680
Kringlunni, s. 588 1680
ÚTSALAN
ER
HAFIN
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Útsalan hefst í dag
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
ÚTSALAN HAFIN
MIKIL VERÐLÆKKUN
Kringlunni - sími 568 1822
www.polarnopyret.se
Útsalan
er hafin
Laugavegi 53 • Sími 552 3737
Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16
Útsalan er hafin
40-70%
afsláttur
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA HAFIN
ALLT AÐ 70% AFSL.
Mikið úrval af ullarkápum,
dúnúlpum og hettukápum
Einnig mikið peysu- og blússuúrval,
glæsilegar vetrardraktir og samkvæmisdress
Laugavegi 25
sími 533 5500
ÚTSALA