Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 20
neytendur
20 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
eldasýningum. Einnig
mætti setja kvóta á
kaup almennings svo
flugeldahrúgan klárist
helst á gamlárskvöld.
Víkverji vill ekki vera
neinn gleðispillir en
hann hefur verið á
þeirri skoðun lengi að
almenningur eigi ekk-
ert með að kaupa stóra
flugelda. Honum finnst
að félagasamtök eigi að
skipuleggja nokkrar
stórar og flottar flug-
eldasýningar á gaml-
árskvöld sem sjást
langt að, flugeldasýn-
ingar sem væru meira
fyrir augað en sú ringulreið sem svíf-
ur um loftin hér um áramót.
Svo má minna á að það þarf ekkert
að kaupa flugelda til að styrkja björg-
unarsveitirnar, þær taka við frjálsum
fjárframlögum allt árið um kring.
x x x
Hvernig fannst þér svo Skaupið?er spurning spurninganna í
dag. Víkverja fannst Skaupið fínt.
Rak ekki upp neinar rosa hlát-
urrokur en það tísti aðeins í honum
öðru hverju. Lúkasar- og REI málið
voru samt svo mikið grín í sjálfum sér
að það þurfti varla að gera grín að
þeim.
Víkverji mættisvefnvana fyrsta
vinnudag á nýju ári.
Ekki vegna þess að
hann hefði ekki nýtt frí-
ið um hátíðirnar til að
sofa heldur vegna óbil-
andi skotgleði lands-
manna. Þegar Víkverji
skreið eldsnemma í
rúmið í fyrrakvöld til að
ná nú góðum svefni og
mæta hress til vinnu á
nýju ári var sprengju-
hávaðinn utandyra slík-
ur að Víkverja fannst
hann geta verið á
stríðshrjáðu svæði.
Hann hugsaði sem svo
að þetta hlyti nú að taka enda bráð-
lega þar sem það væri nú virkur dag-
ur daginn eftir og skotglaðir hlytu að
taka tillit til þess. En allt kom fyrir
ekki, sprengjuhávaðinn hélt vöku fyr-
ir Víkverja langt fram eftir nóttu.
Alltaf þegar hann hélt að þessu væri
nú lokið og augnlokin fóru að síga tók
ný hrina við svo hann hrökk í kút og
glaðvaknaði aftur.
Þó Víkverji hafi svosem gaman af
fallegum flugeldum finnst honum
vanta strangari reglur um notkun
þeirra hér á landi. Almenningur á
ekki að geta keypt stórar og hávaða-
samar sprengjur heldur eiga þær að-
eins heima á skipulögðum flug-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
M
atur framtíðarinnar
fyrir hugsandi fólk
kemur í auknum
mæli til með að
snúast bæði um
hollt og ferskt þar sem hollur mat-
ur er jafnframt sá ferskasti sem
völ er á. Hér er um að ræða mat,
sem inniheldur fosfólípíð með hátt
hlutfall omega-3 fitusýra auk an-
doxunarefna, sem þeim fylgja frá
náttúrunnar hendi. Dæmi um þetta
er fiskur og grænmeti. Þessar
matvörur eru þó vanalega við-
kvæmar og hafa takmarkað
geymsluþol,“ segir Ragnar Jó-
hannsson, sviðstjóri hjá Matís, sem
flutti fyrirlestur nýverið á ráð-
stefnu Matís undir yfirskriftinni
„Matur framtíðarinnar fyrir hugs-
andi fólk“.
Eilífa æskan gleymdist alveg
Lífslíkur Evrópubúa eru að
aukast þó líkur á heilbrigðu lífi
hafi ekki vaxið jafn hratt. „Stækk-
andi hluti Evrópubúa er því vel
menntað fólk með rúm fjárráð og
það er akkúrat hinn hugsandi
markaður framtíðarinnar. Þetta er
fólk, sem vill vera jafn vel á sig
komið um fimmtugt og um tvítugt
og þetta fólk vill helst geta hlaupið
hálft maraþon við sjötugsaldurinn.
Í þessu samhengi er við hæfi að
rifja upp söguna af grísku gyðj-
unni Eos, sem bað guðinn Seif um
að gera hinn föngulega ástmann
sinn Tithonus ódauðlegan. Seifur
brást vel við bóninni, en gleymdi
að gefa ástmanninum fagra eilífa
æsku. Það fór því svo að gyðjuna
Eos dagaði uppi í umhyggju- og
öldrunarþjónustu með ellihrumt
gamalmenni í nokkur þúsund ár.
Við viljum náttúrulega ekkert
lenda í þessu,“ segir Ragnar.
Hreyfing, mataræði og erfðir
Til að viðhalda æskuljómanum
og heilsunni er einkum þrennt sem
hefur áhrif: matur, hreyfing og
erfðir. „Við verðum einfaldlega að
taka því sem að höndum ber í
erfðalegu tilliti því erfðunum er
búið að „klúðra“ strax við getnað
og við fáum engu breytt í þeim
efnum,“ heldur Ragnar áfram. „Við
hefðum nefnilega þurft að velja
okkur foreldra af kostgæfni fyrir
getnað til að hafa áhrif á þann þátt
tilverunnar. Hins vegar hefur bæði
hreyfingin og mataræðið heilmikið
að segja um hvernig okkur kemur
til með að reiða af. Sýnt hefur
fram á að hreyfing og heilaleikfimi
framkallar meira magn pósítífra
fitusýrna í blóði en ella, sem þýðir
með öðrum orðum að notkun á lík-
amanum í stað kyrrstöðu eykur
endingu hans.
Hugsandi fólk vill svo líka láta
ofan í sig hollan mat, sem þarfnast
ekki langrar matreiðslu því það
kýs að eyða frítímanum í annað en
matseld. Það kallar eftir hálf-
tilbúnum ferskum mat, sem er
tilbúinn í ofninn eða á pönnuna og
borinn fram með tilbúnu salati í
poka. Þessari þróun fylgir þó
ákveðin hætta er snýr að öryggi
matvæla því ferskvara getur vissu-
lega skemmst í fersku fraktkeðj-
unni. Og svo er alltaf spurning
hvað er hollt og hvað ekki.“
Hann tekur omega-3 fitusýrur
sem dæmi. „Allir hafa heyrt að
þær séu afskaplega hollar, en stað-
reyndin er sú að þær hafa mark-
visst verið fjarlægðar úr mat-
vælum á Vesturlöndum þar sem
þær þrána með tímanum. Þannig
er omega-3 fitusýrum skipt út fyrir
svokallaðar transfitusýrur, sem er
sú óhollasta fita, sem við getum
látið ofan í okkur. Transfituvæðing
er afar óholl, en í innihaldslýs-
ingum matvæla er gjarnan talað
um „partly-hydrogenated“ þegar
transfitusýrur eru annars vegar,
en þær eru m.a. algengar í kexi,
örbylgjupoppi og sumum mat-
arolíum.
Þá geta flóknar sykureindir haft
jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og
prótín þarf líka að skipa réttan
sess í mataræðinu til að gefa okkur
rétt hlutfall amínósýrna auk þess
sem smá peptíð í prótínum geta
haft svokölluð lífvirk áhrif. Til að
mynda hefur tilraunaverkefni Mat-
ís og franskra aðila með kolmunna
sýnt fram á að peptíð í prótínum
geti haft blóðþrýstingslækkandi
virkni,“ segir Ragnar og mælir
gegn öllum öfgum í mataræðinu.
Erfðirnar og umhverfið
Margir sjúkdómar eru í raun
bólgusjúkdómar, sem oft eru
tengdir mataræði, að sögn Ragn-
ars, sem nefnir einkum til sög-
unnar æðakölkun, gigtarsjúkdóma,
psoriasis, sykursýki 2,
blöðruhálskirtilskrabbamein og al-
menna öldrun.
„Erfða- og umhverfisþættir hafa
einkum áhrif á vellíðan okkar og
heilbrigði þegar öllu er á botninn
hvolft og hafa umhverfisþættirnir
yfirleitt meiri áhrif en erfðirnar.
Mannlegur breyskleiki er hins-
vegar misjafnlega mikill enda láta
margir sig hafa það að reykja
pakka á dag þrátt fyrir að vita um
óhollustu þess háttalags,“ segir
Ragnar og bætir að lokum við að
íslenskir matvælaframleiðendur
hafi í vaxandi mæli áhuga á að
framleiða gæðavöru fyrir markað,
sem kallar á hollt og ferskt í stað
þess að vera í samkeppni við as-
íska fjöldaframleiðendur.
join@mbl.is
Neytendur kalla á hollt og ferskt
Morgunblaðið/Þorkell
Innkaupin Hinn hugsandi neytandi er í dag tilbúinn til að borga meira fyrir hollari matvæli s.s. ferskt grænmeti.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fiskmeti Omega-3 fitusýrur eru
þekktar fyrir hollustu sína.
Hugsandi fólk framtíð-
arinnar borðar hollt,
reykir ekki og er vel
borgandi. Ragnar Jó-
hannsson, sviðstjóri hjá
Matís, sagði Jóhönnu
Ingvarsdóttur að hér
færi sístækkandi mark-
aður, sem vert væri að
gera út á. Verslunar-
vörurnar væru þó við-
kvæmar og með tak-
markað geymsluþol,
s.s. fiskur og grænmeti
sem oft þarf að flytja
langar leiðir.
Stækkandi hluti
Evrópubúa er vel
menntað fólk með
rúm fjárráð og það
er akkúrat hinn
hugsandi markaður
framtíðarinnar.
Hagkaup
Gildir
3. til 6. janúar
verð
nú
verð
áður
mælie
. verð
Kjötb. svínahnakki úrb................ 998 1.586 998 kr. kg
Kjötb. lambahryggur................... 1.298 1.630 1.298 kr. kg
Holta-kjúklingalundir.................. 1.676 2.579 1.676 kr. kg
Heilsubrauð úr bakaríi ................ 229 399 229 kr. stk.
Myllu-speltbrauð, 500 g............. 199 269 199 kr. stk.
Krónan
Gildir
3.til 6. janúar
verð
nú
verð
áður
mælie.
verð
Danskar grísalundir.................... 1.171 2.342 1.171 kr. kg
Móa-kjúklingur ferskur, 1/1 ........ 479 799 479 kr. kg
Rose-kjúklingabringur danskar.... 1.398 1.398 1.398 kr. kg
Móðir Náttúra gado-pottr., 500 g 398 619 796 kr. kg
Móðir Náttúra chili-buff, 320 g.... 398 575 1.243 kr. kg
Náttúra rucola-salat................... 199 289 199 kr. pk.
Grand Italia Fusilli, 500 g ........... 99 99 198 kr. kg
Grand Italia-pastasósa, 260 g .... 99 229 380 kr. kg
Krónu-hrískökur m/jógúrthjúpi .... 199 249 199 kr. pk.
Líf-múslí, 750 g......................... 199 239 265 kr. kg
Nóatún
Gildir
3. til 6. janúar
nú verð
áður
mælie.
verð
Ungnautalund heil/hálf erlend.... 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Maískjúklingur, bringur ............... 1.198 1.998 1.198 kr. kg
Plokkfiskur ................................ 798 1.129 798 kr. kg
Fiskbollur.................................. 698 935 698 kr. kg
Goða-þorramatur í fötu, 1,2 kg ... 1.698 2.149 1.415 kr. kg
Ora-hátíðarsíld, 500 g................ 374 498 748 kr. kg
Goða-svið frosin í poka .............. 349 598 349 kr. kg
Myllu-heimilisbrauð 770 g.......... 179 225 232 kr. kg
Líf eplasafi/appelsínusafi, 3 f. 2 . 218 327 72 kr. stk.
helgartilboðin
Kjúklingur og þorramatur