Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Niculaj SófusBerthelsen
fæddist að Jófríðar-
staðavegi 8B í
Hafnarfirði hinn 18.
október 1914. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði hinn 21.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar Sóf-
usar voru Grímur
Jónsson, f. 14. jan-
úar 1885, d. 12. des-
ember 1918 og Jó-
hanna Kristín
Berthelsen, f. 23.
ágúst 1885, d. 15. september 1948.
Sófus ólst upp í Hafnarfirði hjá
fósturmóður sinni Rannveigu, f. 2.
september 1872, d. 27. mars 1956,
frá 3 ára aldri. Hálfsystir hans
samfeðra var Magnúsína, f. 6.
ágúst 1909, d. 18. maí 1980.
Sófus kvæntist 24. september
1938 Sesselju Vilborgu Péturs-
dóttur, f. í Hafnarfirði 15. október
1917. Foreldrar hennar voru Pétur
Björnsson, f. 3. mars 1894, d. 17.10
1959, og Elínborg Elísdóttir, f. 19.1
1897, d. 29.11 1983.
1954, og Rannveig, f. 7. september
1960, maki Finnbogi Rúnar Ander-
sen, f. 24. mars 1956. Afkomendur
Sófusar og Sesselju eru 103.
Sófus var í sveit á sumrin sem
barn, lengst af á Brennistöðum í
Flókadal í Borgarfirði. Sófus var
sendill hjá Ásmundi bakara 1928-
1930. Hann lærði bakaraiðn hjá Al-
þýðubrauðgerðinni í Hafnarfirði
og tók sveinspróf en þurfti að
hætta bakstri vegna ofnæmis. Sóf-
us fór til Danmerkur 1937 og vann
þar sem landbúnaðarverkamaður í
tæpt ár. Verkamaður var hann á
„eyrinni“ í nokkur ár og sjómaður
á ýmsum bátum. Sófus eignaðist 9
trillur og 3 báta keypti hann með
sonum sínum. Hjá Pósti og síma í
Hafnarfirði vann hann í 15 ár og
var síðan í fiskvinnu hjá Bæjarút-
gerðinni og Sjólastöðinni til ársins
1990, er hann lét af störfum. Sófus
var einn af stofnendum knatt-
spyrnufélagsins Hauka, sem stofn-
að var 12. apríl 1931. Hann var
virkur félagi Hauka alla sína tíð.
Hann var í karlakórnum Þrestir í
nokkur ár og Fríkirkjukórnum í 27
ár. Á efri árum voru aðaláhugamál
bókband, útskurður og skriftir.
Hann gaf út eina ljóðabók sem
heitir Hugarflugur og eina sögu-
bók sem heitir Flækjur.
Útför Niculaj Sófusar verður
gerð frá Fríkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Sófus og Sesselja
áttu allan sinn bú-
skap heima í Hafnar-
firði, lengst á Hring-
braut 70 eða í 34 ár.
Árið 1991 fluttu þau
að Hjallabraut 33 og
síðan fóru þau á
Hrafnistu árið 2005.
Þau eignuðust átta
börn, þau eru: Elísa
Vilborg, f. 30. apríl
1939, sambýlismaður
Sigurjón Torfason, f.
7. febrúar 1926, d. 22.
nóvember 2000; Pét-
ur Ágúst, f. 12. júní 1941, d. 13. maí
1983, maki Guðný Þ. Böðvars-
dóttir, f. 19. júní 1942; Jóhann
Kristinn, f. 3. janúar 1943, d. 22.
janúar 1972, maki Hallfríður
Maggý Júlíusdóttir, f. 4. október
1947, d. 27. september 1977; Birg-
ir, f. 4. maí 1950; Ástráður, f. 24.
febrúar 1953, sambýliskona Sig-
rún Oddgeirsdóttir, f. 8. mars
1959; Grímur, f. 8. apríl 1954, maki
Birna Bjarnadóttir, f. 1. janúar
1956; Sófus, f. 8. apríl 1954, maki
Helga Halldórsdóttir, f. 23. júní
Elsku pabbi, þá ertu búinn að fá
hvíldina. Þú hefur gengið í gegnum
svo margt í lífinu, bæði súrt og sætt.
Heilsan var farin að gefa sig undir
það síðasta svo ég veit að þú ert
hvíldinni feginn.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem maður á um þig. Þegar ég
var lítil dreif ég mig alltaf heim úr
skólanum til að bera með þér út
póstinn svo við gætum drifið okkur
saman út á sjó á trillunni þinni. Þeg-
ar ekki var farið á sjó var ég með þér
niðri í fiskiskúr að snúast þar í
kringum þig. Þú varst alltaf svo
traustur, rólegur og áreiðanlegur að
maður naut hverrar stundar með
þér. Þú varst ekki mikið fyrir að
skamma mann en sagðir samt það
sem þér fannst. Þú hrósaðir manni
þó mjög mikið fyrir það sem maður
gerði vel. Þú varst alltaf svo stoltur
af manni og hvattir mann áfram
sama hversu lítið það var, sem mað-
ur gerði vel. Þegar ég fullorðnaðist
og eignaðist mína fjölskyldu þá
minnkuðu ekkert samskiptin við þig.
Þið mamma voruð alltaf svo góð við
börnin mín, reyndust þeim rosalega
vel og voruð svo stolt af þeim öllum
þremur og síðar barnabörnunum
mínum. Þú hafðir alltaf þolinmæði til
að hlusta, sama hvað það var, segja
sögur eða fara með stökur og ljóð
eftir þig.
Þú varst einn af stofnendum
Hauka og þú varst svo stoltur og
ánægður þegar börnin mín fóru að
æfa með Haukum. Þú fylgdist alltaf
með hvernig þeim gekk og fórst á
marga leiki með þeim. Sjálfur æfðir
þú hlaup á þínum yngri árum og
vannst til verðlauna í þeirri grein.
Allan minn búskap nema síðustu
þrjú árin voruð þið mamma hjá okk-
ur fjölskyldunni um jól og áramót.
Það voru okkur mjög góðar og dýr-
mætar stundir. Þegar við fórum í
tjaldútilegur eða sumarbústaðaferð-
ir þá voruð þið mamma ætíð með og
það voru ófáar ferðirnar og eru þær
ógleymanlegar. Stundum vorum við
á fleirum en einum bíl og þá stilltum
við talstöðvarnar á sömu rás og þú
sagðir sögur um umhverfið í talstöð-
inni, fræddir okkur um staðina á
leiðinni. Það var mikill fróðleikur og
mjög gaman. Við spiluðum mikið
kana í ferðalögunum, heima hjá ykk-
ur mömmu eða heima hjá okkur. Þú
spilaðir líka bridge og kepptir í því
og vannst til verðlauna. Á efri árum
fannst þér gaman að skrifa sögur,
gera stökur og ljóð. Þú gafst út eina
ljóðabók „Hugarflugur“ og eina
sögubók „Flækjur“. Þú skrifaðir
marga pistla í blöðin og stökur eða
ljóð um það sem var að gerast á
hverjum tíma. Margt sem þú skrif-
aðir og ortir var aldrei gefið út. Við
eigum þó öll handritin sem þú hefur
skrifað. Kannski mun þinn draumur
rætast um að þetta efni verði ein-
hvern tímann gefið út. Þú hafðir líka
gaman af að binda inn bækur og
skera út í við. Eigum við afkomend-
ur þínir marga fallega hluti eftir þig
sem við munum varðveita mjög vel.
Elsku pabbi. Þetta er bara brot af
öllum mínum minningum um þig
sem ég mun geyma vel í huga og
hjarta mér. Þú varst sá pabbi sem
maður var heppinn að eiga. Ég veit
að þó að þú sért farinn þá ertu alltaf
hjá mér og leiðbeinir mér eftir bestu
getu. Hvíl þú í friði elsku pabbi og
englarnir vaki yfir þér.
Þín elskandi dóttir.
Rannveig.
Sofus tengdafaðir minn er látinn.
Hún var kannski ekki lög leiðin sem
við áttum saman, en frá mér séð
voru þau spor afskaplega ánægjuleg
og fróðleg.
Þú varst einn af þeim sem í eina
tíð voru kallaðir höfðingjar, þú hafð-
ir skoðanir á flestu því sem fram fór
og hugsjónamaður varstu sem sést
best í því að þú varst einn af þeim
sem stofnuðu Haukana. Þau ár sem
við áttum samleið spáðum við stund-
um í það sem ég fæst við, það er and-
leg mál og vorum við ekki alltaf með
sömu meiningu í þeim málum, þú
sagðir stundum að þegar við værum
dauðir værum við dauðir, en stund-
um varstu ekki alveg eins viss. Ég
man að einu sinni sem oftar komum
við á Hjallabrautina í byrjun desem-
ber og það átti að fara að setja ljósa-
krossa á leiði ættingjanna uppi í
garði og þú snerir þér að mér og
spurðir hvað ég héldi um þetta til-
stand ef það væri eitthvað til þarna
hinum megin, hvort þeim væri ekki
sama um allt þetta? Og ég svaraði
þér því að sjálfsagt skiptu krossarnir
ekki máli fyrir þá, en það væri hug-
urinn sem fylgdi og þú svaraðir
snöggur upp á lagið: Já, því get ég
trúað. Svona varstu alltaf opinn fyrir
því sem þér fannst geta passað, en
samt alltaf samkvæmur sjálfum þér.
Það var mér sannur heiður að fá
að kynnast þér og fá að ganga með
þér nokkur spor á lífsins leið, ég veit
að í dag ert þú hjá þeim sem þér
þótti vænt um hér á jörð og þegar
eru farnir á undan þér og að þú átt
sæti á meðal engla og annarra ljóss-
ins vera.
Blessuð sé minning þín.
Finnbogi Rúnar.
Elsku afi minn.
Nú hefur þú kvatt okkur, það er
mikill söknuður að missa þig. Ég
elska þig svo mikið. Stundunum sem
við áttum saman mun ég aldrei
gleyma. Ég veit að þú verður alltaf
hjá mér og leiðir mig í gegnum lífið.
Ég er þakklát fyrir öll þessi ár sem
við áttum saman.
Þú samdir mikið af ljóðum og vís-
um og skrifaðir nokkrar bækur,
varst mikill Hauka-maður, enda einn
af stofnendum Hauka.
Það var svo gaman að sjá hversu
stoltur þú varst þegar ég kom heim
með verðlaunapeningana úr íþrótt-
unum, sérstaklega þegar ég varð Ís-
landsmeistari tvö ár í röð, þú skarst
út Hauka-hillu handa mér, svo ég
gæti haft þá á góðum stað. Svo kom
mynd af mér í Fjarðarpóstinum
„Ágústa, ein bjartasta von Hauka,
með skot á markið“ þú varst nú ekki
lengi að klippa hana út og hengja á
ísskápinn.
Allar þessar stundir sem við átt-
um saman, Hauka-félagsvistin, spil-
uðum saman kana á Hjallabrautinni,
fórum í billjard, bingó, skárum út
saman, útilegurnar, jólin og áramót-
in og allt það sem við gerðum saman.
Þetta held ég fast í.
Elsku hjartans afi minn, Guð
geymi þig og gefi þér frið. Við elsk-
um þig.
Þín dótturdóttir,
Ágústa Kristín Jónsdóttir
og fjölskylda.
Nú fækka óðum höfuð hárin
heilsan dvín og líða árin.
Æskublóma ég fæ ei léðan,
gróið er heilt um hjarta sárin
ég hverf að lokum sáttur héðan.
Ég dey ekki frá digrum sjóði
þó dauðinn mig í burtu bjóði.
Veit nokkur hvar loks við lendum
en ég mun kannski í litlu ljóði
lifa hjá mínum afkomendum.
(Sófus Berthelsen)
Elsku Fúsi afi. Mig langaði að
kveðja þig með þessu ljóði, Öldrun,
eftir þig sjálfan. Þú hafðir svo gaman
af að yrkja og skrifa. Ég veit að þú
ert núna kominn á góðan stað og að
þér líður vel. Það hafa eflaust verið
fagnaðarfundir þegar þú hittir aftur
syni þína, þá Jóhann og Pétur, þeir
hafa tekið vel á móti þér. Þín verður
sárt saknað. Þín elskandi dótturdótt-
ir
Guðmunda Vilborg.
Kveðja frá
Knattspyrnufélaginu Haukum
Það var sól í heiði sunnudaginn 12.
apríl 1931, þegar 13 ungir piltar
komu saman í húsi KFUM við
Hverfisgötu í Hafnarfirði og stofn-
uðu Knattspyrnufélagið Hauka.
Einn þessa pilta og sá elsti, var sá
er við kveðjum hér í dag, Sofus Bert-
helsen. Tveir stofnendanna lifa enn.
– Hér verður stiklað á stóru yfir
langan feril Sofusar hjá félaginu sem
var honum svo kært.
Sofus sat í fyrstu stjórn félagsins
og árið 1932 hlotnaðist félaginu
fyrsti verðlaunagripurinn, er Sofus
sigraði í drengjahlaupi Hafnarfjarð-
ar. Hann var alla tíð mikill áhuga-
maður um frjálsar íþróttir og vildi
veg þeirra sem mestan í félaginu.
Árið 1951, þá 37 ára gamall, vinnur
hann til verðlauna í Landsmóti í hjól-
reiðum er hjólað var kringum Akra-
fjall, 33 km leið, og ef sá sem þetta
ritar man rétt, þá 7 ára gamall, var
hann staddur á heimili Sofusar þar
sem heimilisfólkið sat kringum út-
varpstækið og hlustaði á lýsingu
keppninnar, þá fyrstu hér á landi.
Sumarið 1952 vinnur Sofus til
tveggja verðlauna, á landsmóti í
3000 m hlaupi og 5000 m hlaupi á
EÓP mótinu. Hann var formaður fé-
lagsins 1952-1954. Síðustu æviárin
var hann virkur þátttakandi í starf-
semi Öldungaráðs Hauka. Knatt-
spyrnufélagið Haukar stendur í mik-
illi þakkarskuld við frumherjana
sem lögðu ómælda vinnu til starf-
seminnar sem hefur á 77 árum skilað
félaginu í hóp öflugustu íþrótta-
félaga landsins. – Sofusi var margt
til lista lagt, bæði til hugar og hand-
ar, og hann kom víða við á langri
starfsævi. Margir góðir gripir prýða
húsakynni félagsins á Ásvöllum sem
bera listfengi Sofusar glöggt vitni. –
Við kveðjum elsta Haukafélagann í
dag með söknuði og þakklæti fyrir
gifturík störf í þágu félagsins. Félag-
ið sendir eiginkonu, Sesselju, og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Megi minning Sofusar lifa.
Hafnarfjörður, ég man tíma tvenna,
með tækniframför vex úr bæ í borg.
Þú átt minn hug þó ævin sé að renna,
þú áttir þátt í gleði minni og sorg.
Hafnarfjörður, kæri Hafnarfjörður,
hvar finnst betra skjól á Ísafold?
Þú reyndist bæði vagga mín og vörður,
verndaðu loks bein mín í þinni mold.
(Sofus Berthelsen.)
Stjórn Knattspyrnufélagsins
Haukar.
Niculaj Sofus
Berthelsen
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON
frá Seljabrekku,
Hrísmóum,
Garðabæ,
andaðist að kvöldi sunnudagsins 30. desember á
Landspítala við Hringbraut.
Bryndís Guðjónsdóttir,
Ástríður H. Þ., Bjarni Thoroddsen,
barnabörn og langafabörn.
✝
Systir mín og frænka okkar,
SIGRÍÐUR Ö. STEPHENSEN
frá Hólabrekku,
andaðist miðvikudaginn 26. desember og verður
útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Guðrún Ö. Stephensen,
Ögmundur H. Stephensen, Gunnar H. Stephensen
og Jóhann Grétar Stephensen,
Guðrún Þ. Stephensen, Stefán Þ. Stephensen,
Kristján Þorvaldur Stephensen og Helga Þ. Stephensen,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir,
Bergljót Stefánsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir,
Jón Torfi Jónasson, Ögmundur Jónasson, Ingibjörg Jónasdóttir
og Björn Jónasson,
Ögmundur Einarsson, Ingibjörg Einarsdóttir,
Ingveldur Einarsdóttir og Þórunn Einarsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÖRÐUR SNORRASON,
Hlíðarstræti 5,
Bolungarvík,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
29. desember.
Útför hans fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 5. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Björgunarsveitina Erni, Bolungarvík.
Margét Kristín Jónasdóttir,
Snorri H. Harðarson, Þorgerður J. Einarsdóttir,
Guðjón Kr. Harðarson, Ólöf S. Bergmannsdóttir,
Jón Ísak Harðarson, Sólveig B. Skúladóttir,
Þorbjörg J. Harðardóttir, Hjörleifur Larsen Guðfinnsson,
Elín Sigurborg Harðardóttir, Atli Jespersen,
Jónas Harðarson,
Vignir Harðarson, Milena Cutino Cutino,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON
frá Ísafirði,
lést föstudaginn 28. desember á heimili sínu í
Kópavogi.
Útför fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi,
miðvikudaginn 9. janúar kl. 13.00.
María Kristjánsdóttir,
Svanur Kristjánsson
og fjölskyldur.