Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 11
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hef-
ur skipað doktor Guðna A. Jóhannesson, for-
stöðumann Byggingartæknideildar Konung-
lega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi (KTH), í
embætti orkumálastjóra til fimm ára frá 1. jan-
úar. Guðni var valinn úr hópi níu umsækjenda,
en hann ásamt tveimur öðrum kom sterklega
til greina. Var hann talinn hæfastur umsækj-
enda vegna menntunar sinnar og áralangs
starfs á alþjóðavettvangi að orkunýtingar- og
auðlindamálum auk reynslu af stjórnun og
rekstri.
Gott tækifæri til að skipta um vettvang
Guðni var æviráðinn við KTH og því liggur
beint við að spyrja hann hvað hafi dregið hann
heim. „Ég er búinn að vera 17 ár við háskólann
í Stokkhólmi. Það er eðlilegt að maður fari að
hugsa til starfsskipta eftir svo langan tíma. Svo
fékk eiginkona mín sviðsstjórastarf við Þjóð-
minjasafnið á árinu. Það gerði starfið auðvitað
ennþá meira lokkandi. Þetta er mjög spenn-
andi og tengist þeim málum sem ég hef unnið
að og haft áhuga á lengi. Mér fannst þetta gott
tækifæri til að byrja á nýjum vettvangi,“ segir
Guðni.
Hann kveður orkumarkaðinn í miklum
breytingaham. Ýmis teikn sjáist á lofti um að
treysta þurfi lagaumhverfi og sjá til þess að
hægt sé að framfylgja pólitískum markmiðum
um eignarhald á auðlindum. „Umhverfismálin
fá líka sífellt meira rými í al-
þjóðlegri umfjöllun. Vist-
væn orka, sem við teljum
okkur vera að framleiða á
Íslandi, er stöðugt að
aukast að verðmæti sem
markaðsvara. Þetta er eitt
af þeim atriðum sem við
þurfum að taka upp og
halda á lofti.“ En hvert er
stærsta verkefni orkumála-
stjóra á þessu ári?
Olíuleit á Drekasvæði nýr málaflokkur
„Nýjasta verkefnið, sem þarf að leggja tölu-
vert mikla hugsun í næsta árið eru leyfi til olíu-
leitar á Drekasvæðinu, það er alveg nýr mála-
flokkur og því afskaplega mikilvægt að vel
takist til á fyrstu stigum málsins. Þá mun
ákvarðast að verulegu leyti með hvaða hætti
aðilum verður gefinn kostur á því að hefja
rannsóknir og leit, sem býr til skuldbindingar
fram í tímann,“ segir Guðni og er greinilega
áhugasamur um þetta svið. Fyrir liggur að Ís-
lendinga skortir nokkuð þekkingu á þessu mál-
efni, og segir hann mikilvægt að afla hennar
sem fyrst.
Töluverðar breytingar eru nú að verða á
rekstri Orkustofnunar. Vatnamælingar flytj-
ast til dæmis til nýrrar stofnunar undir um-
hverfisráðuneyti. Segir Guðni það eitt af verk-
efnum sínum að koma þeim breytingum í höfn
sem aðrir hafi tekið ákvörðun um áður en hann
var skipaður.
Olíuleit fyrirferð-
armikið verkefni
Guðni A. Jóhannesson skipaður orkumálastjóri
Morgunblaðið/G. Rúnar
Jarðvarmi Nýr orkumálastjóri segir Íslendinga þurfa að halda vistvænni orkuframleiðslu sinni
á lofti í alþjóðlegri umræðu. Einnig sér hann olíuleit sem stækkandi svið hjá Orkustofnun.
Guðni A.
Jóhannesson
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
LÖGBIRTINGABLAÐIÐ átti 100
ára útgáfuafmæli 2. janúar sl., en það
kom fyrst út árið 1908. Blaðið er gef-
ið út af dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu og kom út einu sinni í viku í
fjölda ára. Prentútgáfa þess er nú á
undanhaldi, en Gutenberg-
prentsmiðjan hefur séð um prent-
unina frá upphafi.
Öll vinnan í Vík
Anna Birna Þráinsdóttir, sýslu-
maður í Vík í Mýrdal, er núverandi
ritstjóri Lögbirtingablaðsins. „Út-
gáfan var flutt hingað til Víkur í jan-
úar á síðasta ári sem liður í verk-
efnaflutningi ráðuneytisins til
sýslumannsembættanna. Blaðið er
nú alfarið unnið héðan og fyllir tæp
tvö starfsgildi,“ segir Anna Birna.
Hún segir að flutningurinn hafi
gengið með eindæmum vel og að
blaðið sé gott dæmi um að ýmisleg
verk megi vinna utan höfuðborg-
arsvæðisins.
Töluverðar breytingar hafa orðið á
útliti blaðsins þar
sem það er nú á
stafrænu formi,
en efnislega hefur
það haldist að
mestu leyti
óbreytt frá upp-
hafi.
Í Lögbirtinga-
blaðinu er að
finna dóms-
málaauglýsingar
ýmiss konar, svo sem stefnur til
dóms, áskoranir um kröfulýsingar,
auglýsingar um skiptafundi, nauð-
ungarsölur, sérleyfi frá stjórnvöldum
og „annað það er stjórnvöldum þykir
rétt að birta almenningi“ segir á
heimasíðu blaðsins, www.logbirt-
ingabladid.is. Fyrsta tölublaðið frá 2.
janúar 1908 var tvær síður að stærð,
en blaðið hefur vaxið ört síðan og hef-
ur undanfarin ár verið um 32 síður.
Íhaldssemi lesenda
Straumhvörf urðu þegar aðal-
útgáfa Lögbirtingablaðsins var færð
yfir á stafrænt form. „Það ríkti mikil
íhaldssemi varðandi blaðið og menn
áttu misgott með að sætta sig við
þessar breytingar. En þetta form er
mun skilvirkara. Nú er hraðinn orð-
inn meiri og ef mikið liggur við er
hægt að fá auglýsingu birta samdæg-
urs, allajafna áskiljum við okkur þó
fjóra virka daga til að vinna auglýs-
ingarnar,“ segir Anna Birna.
Hún segir blaðið enn gefið út á
prentuðu formi, en aðeins í mjög litlu
upplagi því áskrifendur séu nú aðeins
tíu talsins. „Það er nokkuð dýrt að
prenta svona lítið upplag og í fram-
tíðinni verður prentuninni líklega al-
farið hætt,“ segir Anna Birna. Hún
bendir jafnframt á að þar sem aug-
lýsingar sem birtist í prentaða ein-
takinu birtist 3-10 dögum á eftir þeim
sem birtist á vefsíðunni, geti rétt-
aráhrif þeirra þegar verið liðin. Þeim
sem finnist þægilegra að skoða blaðið
á prentuðu formi geti enn farið fram
á að fá það sent á pdf-formi, sem sent
sé í tölvupósti og áskrifandi prentar
út sjálfur.
Fastur lesendahópur
Um 600 aðilar eru með rafræna
áskrift að Lögbirtingablaðinu og lesa
það daglega á vefsíðu þess að því er
Anna Birna segir. „Flestir áskrifend-
anna eru aðilar sem þurfa að fylgjast
með auglýsingunum vegna starfa
sinna, þ.e. lögmenn og opinberar
stofnanir,“ segir hún. Samskipti við
lesendur séu þó nokkur og þau snúist
núorðið aðallega um tæknileg atriði
varðandi notkun vefsíðunnar. „Það er
alltaf eitthvað um spurningar varð-
andi auglýsingarnar sjálfar og við
reynum að aðstoða fólk eftir bestu
getu,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir.
100 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta tölublaðs Lögbirtingablaðsins
Aukin skilvirkni með stafrænu formi
100 ár Afmælistölublaðið og fyrsta tölublað Lögbirtingablaðsins.
Anna Birna Þráins-
dóttir sýslumaður
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÓLÖF Ýrr Atladóttir, framkvæmdastjóri
Vísindasiðanefndar, hefur verið ráðin ferða-
málastjóri frá 1. janúar til næstu fimm ára.
Samgönguráðuneytið auglýsti embættið
laust til umsóknar í nóvember síðastliðnum,
en það var Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra sem skipaði í embættið þar
sem iðnaðarráðuneytið tók yfir ferðamálin
nú um áramótin.
Líffræðingur og íslenskufræðingur
með gráðu í opinberri stjórnsýslu
Ólöf er menntaður líffræðingur og ís-
lenskufræðingur, auk þess að hafa lokið
meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún
telur menntun sína nýtast vel í starfinu,
enda sé Ferðamálastofa stjórnsýslustofnun
og málaflokkurinn tengist bæði náttúrufari
og menningu Íslands. Ólöf hefur komið víða
við í starfi. Hún hefur gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra Vísindasiðanefndar til fimm
ára. Þar áður starfaði hún á sviði stofn-
erfðafræði fiska sem og manna. Ekki er
hún heldur nýgræðingur í ferðamálum,
enda rak hún áður fræðagarð við Mývatn
sem hafði það að markmiði að efla nátt-
úrutengda ferðaþjónustu í Mývatnssveit,
m.a. með fræðslu- og þekkingarferðum. Þá
hefur hún reynslu úr landvörslu í þjóðgörð-
um og á vernduðum svæðum og fararstjórn,
meðal annars úr hestaferðum vítt og breitt
um landið.
Ólöf var valin úr hópi 50 umsækjenda, en
þrír þeirra þóttu koma sterklega til greina í
embættið út frá menntun, starfsreynslu og
faglegum bakgrunni, sem krafist var sam-
kvæmt auglýsingu. Í tilkynningu frá iðn-
aðarráðuneytinu segir að ráðherra hafi val-
ið Ólöfu Ýrr úr síðasttalda hópnum með
tilliti til forystuhæfileika og markmiðs jafn-
réttislaga.
Aukin samvinna við aðrar stofnanir
Ólöf segir mikla möguleika felast í nýrri
staðsetningu Ferðamálastofu í stjórnkerf-
inu. „Undir stjórn iðnaðarráðuneytis eru
aðrar stofnanir, ég nefni sérstaklega
Byggðastofnun og Nýsköpunarmiðstöð, sem
tengjast ferðamálunum með ljósum hætti.
Því verður ekki á móti mælt að ferðamálin
hafa verið tengd byggðamálum um alllangt
skeið. Svo býr líka í ferðaþjónustunni mjög
mikill nýsköpunarkraftur. Það er nóg að
horfa til þeirra fyrirtækja sem hafa verið
stofnuð víða um land á undanförnum árum,
t.d. á sviði menningartengdrar ferðaþjón-
ustu, til þess að sjá það. Ég hlakka mikið til
þess að taka þátt í þeirri hugmyndavinnu
sem framundan er,“ segir Ólöf.
„Einnig er mikilvægt að vera í góðum
tengslum við grasrótina út um allt land, og
styðja við þann frumkvæðiskraft sem í
henni býr,“ bætir Ólöf við og nefnir fleiri
atriði. Til dæmis hafi fyrrverandi ferða-
málastjóri talað um að mikilvægt sé að efla
gæðamál og fagþekkingu innan geirans.
„Ég held að þar geti Ferðamálastofa komið
sterk inn sem stuðningsaðili.“
Ferðamálin sleppa
ekki takinu á manni
„Frumskref mín úti á vinnumarkaðnum
fólust mikið í að starfa innan þessarar gras-
rótar. Ég held að það sé satt sem oft er
sagt, að ef maður fær einhvern tímann
nasasjón af því að starfa í ferðamálum, þá
er þetta grein sem sleppir manni ekki svo
auðveldlega,“ segir Ólöf. Þetta hafi verið
möguleiki til þess að komast aftur inn í
þennan geira, sem hún hafi ekki getað látið
fram hjá sér fara.
Ferðamálastofa starfrækir nokkrar skrif-
stofur, innan lands sem utan. Kveðst Ólöf
þurfa að viða að sér mikilli þekkingu á
næstu vikum til að setja sig inn í starfið, en
hún hlakki til samstarfsins við starfsfólk
stofnunarinnar og hyggist leita í þann þekk-
ingarbrunn sem það býr yfir.
Miklir möguleikar
í ferðamálunum
Ólöf Ýrr Atladóttir ráðin í starf ferðamálastjóra
Ferðamálastjóri Ólöf Ýrr Atladóttir hefur
verið formaður Vísindasiðanefndar í 5 ár.