Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús ÓlafurJónsson fæddist
á Kollafjarðarnesi í
Strandasýslu 24.
september 1913.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Eiri
20. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Jón Brandsson og
Guðný Magnús-
dóttir, Systkini
Magnúsar eru:
Ragnheiður, f.
1909, d. 2003,
Hjálmar, f. 1910, d. 1993, Brand-
ur, f. 1911, d. 1982, Matthías, f.
1917, d. 1996, Valgerður, f. 1918,
d. 1993, Georg Valdimar, f. 1920,
d. 1920, Guðbjörg f. 1921, Sig-
urður, f. 1924, d. 1991. Uppeld-
issystir þeirra er Vigdís Runólfs-
dóttir, f. 1928. Árið 1942
kvæntist Magnús Ágústu Eiríks-
dóttir f. 17.11 1921. Hún er dóttir
hjónanna Eiríks Guðmundssonar
Magnús ólst upp á Kolla-
fjarðarnesi og tók síðan þar við
búskap ásamt Ágústu. Á yngri
árum lék hann í mörg ár fyrir
dansi á harmonikku og ferðaðist
þá eingöngu á hestum. Menntun
var grunnskólamenntun þess
tíma. Lærði snemma á orgel og
sá eftir það um orgelleik í
Kollafjarðarneskirkju. Árið 1954
fluttu þau hjónin suður á Akra-
nes, og fór Magnús í Kennara-
skólann og starfaði við kórstjórn
og tónlistarkennslu þau 17 ár
sem þau bjuggu þar, auk ýmissa
annarra starfa, s.s. kirkjuvörður
og organisti. Árið 1972 fluttu þau
til Reykjavíkur og enn var tón-
listin stór hluti af lífinu. Hann
stjórnaði kór Átthagafélags
Strandamanna í mörg ár. Um
árabil starfaði hann sem org-
anisti í öldrunarþjónustu með
Séra Guðlaugu Helgu Ásgeirs-
dóttur. Síðast starfaði hann sem
gangavörður í Breiðholtsskóla og
var af mörgum börnum kallaður
afi.
Magnús verður jarðsunginn frá
Fella- og Hólakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
og Ragnheiðar Pét-
ursdóttur á Dröng-
um. Börn Magnúsar
og Ágústu eru: a)
Ragnheiður Eyrún,
gift Sverri Þórð-
arsyni, þau eiga 2
börn, Guðnýju og
Magnús. b) Guðný
Margrét, gift Pétri
Rúnari Sigurodds-
syni, þau eiga 2
börn, Sigurodd og
Önnu Sólveigu. c)
Ingibjörg Guðrún,
gift Einari Péturs-
soni, þau eiga 3 börn, Ágústu,
Pétur Óla og Helga Pál. d) Jón
Gunnar, var kvæntur Sigríði
Jónu Jónsdóttur og eiga þau 2
börn Mikael Jón og Elínborgu
Jónu. Þau skildu. Kvæntist Car-
men Magnússon og eiga þau 2
syni, Juan Thor og Hákon. Stjúp-
börn Jóns Gunnars og börn Car-
men eru Rishna og Rhalan.
Barnabarnabörnin eru nú 14.
Elsku pabbi,
þá er komið að kveðjustund í
bili.
Mig langar að þakka þér í
nokkrum orðum fyrir allt sem þú
hefur verið mér um ævina og er af
mörgu að taka.
Minningarnar hrannast upp í
huganum, ekki síst allar ferðirnar
okkar á Strandirnar, allar sam-
ræðurnar sem við áttum um alla
skapaða hluti, m.a. eilífðarmálin,
en nú ert þú eflaust farinn að fá
svör við ýmsu, sem við veltum fyr-
ir okkur.
Öll þín tilsvör og venjur ylja
okkur fjölskyldunni, við geymum
það með okkur.
Þessi síðustu ár þín hafa ekki
verið þér auðveld, en þú tókst því
með æðruleysi eins og öðru.
Ég er viss um að vel hefur verið
tekið á móti þér hinum megin, því
þú áttir bara vini.
Ég kveð þig með orðum sem
einhver sagði á kveðjustundinni,
,,þú varst ljúfastur allra“.
Þín dóttir,
Ragnheiður.
Þá er tengdafaðir minn farinn
yfir móðuna miklu, sáttur við Guð
og menn. Hann situr sjálfsagt við
orgel himinsins, horfir til okkar á
jörðinni og tekur lagið. Þegar ég
kom inn í fjölskylduna, var Magn-
ús á svipuðum aldri og ég er nú,
hann kom mér fyrir sjónir sem ró-
legur, þægilegur alþýðumaður sem
hentaði mér, feimnum fúlskeggj-
uðum og síðhærðum stráknum vel.
Ekki var Magnús að setja út á út-
lit mitt, að ég heyrði. Það eina sem
Magnúsi hefði þótt betra við að fá
þriðja tengdasoninn var að dreng-
urinn hefði mátt vera bifvélavirki,
en ekki trésmiður eins og tengda-
synirnir sem fyrir voru.
Ekki datt mér í hug, þegar ég
kom fyrst inn á notalegt heimili
tengdaforeldra minna, Ágústu lífs-
förunautar Magnúsar í 65 ár, og
góðrar tengdamóður minnar, að
þegar ég heilsaði hversdagsklædd-
um góðlegum manni með pípu við
hönd að þar færi tónlistarmaður af
Guðs náð. Listamaður frá barns-
aldri, byrjaður að spila 12 ára
gamall undir jólamessu hjá pabba
sínum í Kollafjarðarneskirkju og
spilaði við messur meira og minna
í 73 ár eftir það. Spilandi á böllum
með Matta bróður sínum um allar
sveitir Stranda- og Dalasýslu í
gamla daga. Og Magnúsi þótti
þetta svo sem ekkert merkilegt,
þetta var honum bara svo einfalt.
Er nokkuð skrýtið að ég hafi orðið
stoltari og stoltari með árunum að
eiga þennan mann fyrir tengda-
föður?
Magnús var heimakær maður og
yfirleitt var ekki langt um liðið í
veislum utan heimilis að hann var
farinn að ganga um gólf, láta
hringla í lyklunum sínum og
spyrja Gústu, hvort þetta væri nú
ekki ágætt. En í jóladagsveislum
þeirra hjóna sat Magnús hinn ró-
legasti, stóð upp eftir hangikjöts-
átið og náði í koníaksflösku til að
skenkja okkur tengdasonunum,
léttur í lund. Einstaka sinnum
tókst Ingu að fá pabba sinn til að
mæta á böll hjá Strandafélaginu í
Reykjavík ásamt Gústu. En í því
félagi var Magnús heiðursfélagi
eftir að hafa stjórnað kór félagsins
í 11 ár. En ánægður var hann nú
að komast heim aftur enda skilj-
anlega balláhugi hans löngu búinn.
Þegar ég hugsa til baka um
Magnús, kemur sterkt upp í huga
minn systkini hans en af þeim staf-
aði ávallt gleði og hjartahlýja. Mér
var heiður að yngsta barn okkar
Ingu skyldi fæðast á afmælisdegi
systur Magnúsar, Valgerði. Nú er
Guðbjörg ein alsystkina ásamt
Dísu uppeldissystir eftir af þessum
hópi. Ég minnist þín Magnús minn
síðustu mánuðina upp á Eiri,
strjúka Ingu þinni um vanga og
brosa við. Umhyggja þín og gleði í
fyrirrúmi. Blessuð sé minning þín.
Einar.
Það var mér mikils virði þegar
ég kynntist Magga fyrst, því ég
var ungur, þá rétt um tvítugt, og
átti margt ólært. Ekki lét hann
mig finna að hann vissi eitthvað
meira, eða allt sem ég segði væri
tóm vitleysa, því að hann kunni að
hlusta á aðra og gaf sér tíma til
þess. Því var oft setið á síðkvöld-
um á rökstólum, því að það gat
hann og var skemmtilegur viðmæl-
andi.
Það var gaman að hlusta á hann
rifja upp gamlar sögur úr sveit-
inni, því hún var honum hugleikin.
Þegar þau systkinin voru uppi á
Dal við heyannir og lágu við í
tjöldum, þar sem reitt var heim á
hestum, í blautbandi þar sem ekki
var hægt að þurrka heyið uppi á
Dal, þar sem hann var svo blautur.
Eða þegar þau hjónin heyjuðu
þetta bara tvö með einum strák,
þegar dráttarvélin var komin.
Einnig frásögnin þegar hann trú-
lofaðist henni Gústu sinni og ferð-
inni sem hann fór norður að
Dröngum til þess og spila í silfur-
brúðkaupi foreldra hennar. Allar
ferðirnar í Dalina, til þess að spila
á böllum með nikkuna sína, á hest-
unum sínum tveim.
Já Maggi var góður sögumaður
og kátur í samræðum. En eins og
hann sagði sjálfur, þá var það tón-
listin sem átti hug hans allan og
stjórnaði lífi hans, annað kom á
eftir, svo sem brauðstrit og þess
háttar. Maggi hafði einstaka hæfi-
leika í tónlist. Á yngri árum, þegar
hann hafði ekki lært nótur, gat
hann spilað fjögurra radda lag sem
hann hafði heyrt einu sinni spilað,
svo næmur var hann. Hann var
farinn að spila við messur með föð-
ur sínum strax þegar hann var
barn og hann hélt þeirri iðju alveg
fram á níræðisaldur bæði að spila
og syngja. Maður hefði haldið að
einhver sem væri búinn að sitja
messur í yfir áttatíu ár, nánast
hvern sunnudag, væri mikill trú-
maður. Ég spurði hann að þessu
einu sinni og svaraði hann svo, að
fyrst og fremst væri það tónlistin
sem drægi sig til kirkju, því tónlist
kirkjunnar væri svo falleg. Hins
vegar vissi ég að trú Magnúsar var
einföld og falleg. Hann sagði að
heimurinn hefði orðið betri, ef far-
ið hefði verið eftir því sem Kristur
kenndi í fjallræðu sinni. Þá hefði
ekki verið farið í öll þessi „stríð“. Í
sínum huga væri það hin gullna
regla sem öllu máli skipti, það er,
að það sem þú vilt að aðrir menn
geri þér, það skalt þú þeim gera.
Maggi var afskaplega góður
maður, hann hallmælti aldrei
nokkrum. Það var kærleikurinn
sem svo miklu máli skipti og hann
kunni að taka utan um fólk, svo
það fann fyrir kærleikanum. Það
að eiga vin er eitt það mikils-
verðasta sem maður á og nauðsyn-
legt að rækta vináttuna. Það var
þetta sem ég lærði í samskiptum
okkar Magga, ekki það að hann
væri að íþyngja mér með þessu,
heldur var hann svona. Já það var
mér sannarlega mikils virði að
vera tengdasonur hans, en hvernig
mér tekst að vinna úr því er önnur
saga.
Pétur R. Siguroddsson.
Þegar ég hugsa um afa minn á
ég eingöngu góðar minningar um
hann. Hann var maðurinn sem
hafði alltaf nóg af tíma og mikinn
kærleik að gefa.
Ég var svo lánsöm að hann
starfaði sem gangavörður í Breið-
holtsskóla sem var skólinn minn
og alltaf var jafngott að hitta hann
á hverjum degi. Þó að ég væri
barnabarnið hans gerði hann eng-
ar undantekningar með að ég fengi
að vera inni í frímínútum eins og
stóru krakkarnir. Í skólanum þótti
öllum vænt um hann og hann var
alltaf bara kallaður afi. Þegar
yngri krakkarnir biðu eftir að
komast inn úr frímínútum eða það
var vont veður úti hafði hann nóg-
an tíma til að tala við okkur og
sagði okkur margar sögur. Hann
var alltaf sá sem ég gat leitað til ef
eitthvað kom upp á eða bara til
þess að tala við.
Hann hafði alla þá þolinmæði
Magnús Jónsson
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
JÓNÍNA FRIÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR
frá Auðsholti,
Dalbraut 25,
Reykjavík,
lést að morgni aðfangadags á heimili sínu.
Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði föstudaginn 4. janúar kl. 13.00.
Stefán Jón Steinþórsson,
Steinþór Stefánsson, Hildur Pétursdóttir,
Friðberg Stefánsson, Áslaug Birna Ólafsdóttir
og barnabörnin,
Þórdís, Atli, Hrannar og Andrea.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA MAGNÚSDÓTTIR,
áður til heimilis að Rauðalæk 23,
Reykjavík,
lést aðfaranótt föstudagsins 21. desember á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
8. janúar kl. 13:00.
Jónas Valdimarsson,
Valdemar Jónasson, Unnur Kristinsdóttir,
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson,
Arndís Reynisdóttir,
Hrólfur Valdemarsson, Valdís Karen Smáradóttir,
Hilda Valdemarsdóttir,
Steinar Smári Hrólfsson.
✝
NINNA KRISTBJÖRG GESTSDÓTTIR
frá Múla,
Aðaldal,
Lagarási 2,
lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum á nýársdag.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, tengdasonur, bróðir og afi,
HILMAR KRISTJÁNSSON,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðju-
daginn 1. janúar.
Valdís Finnbogadóttir,
Finnbogi Hilmarsson, Jakobína Kristín Arnljótsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Sædís Gunnarsdóttir,
Valgerður Hilmarsdóttir, Þorgils Hallgrímsson,
Hulda Bjarnadóttir,
Þormar Kristjánsson, Stefanía Garðarsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Sigurlaug Þorsteinsdóttir
og afabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
ERLINGUR SIGURÐSSON,
Fjarðarseli 1,
Reykjavík,
lést laugardaginn 29. desember.
Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Vilborg Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
AÐALBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR KROGH,
Johan Scharffensbergsvei 43,
694 Oslo,
andaðist að heimili sínu 24. desember.
Bjarne Krogh,
Jan Haukur Krogh og fjölskyldur,
Geir Krogh og fjölskyldur,
Jóhanna, Soffía, Sigríður, Marsibil og Gígja Jóhannsdætur.
Elsku langafi.
Takk fyrir allt það sem þú
gerðir með mér á meðan þú
lifðir. Ég naut þess þegar þú
spilaðir fyrir mig á orgelið
inni í herbergi þegar ég var
hjá þér. Það var erfitt að fá
fréttir af andláti þínu, sér-
staklega rétt um jólin. En
núna ertu kominn á betri
stað og vona að þér líði vel
þar. Nú spilar þú á orgelið
hjá guði.
Kveðja,
Agla Sól.
HINSTA KVEÐJA