Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 36
… hér væri cannibal chic og allir væru dauðadrukknir með rauða trefla … 41 » reykjavíkreykjavík VON er á rokkaranum Tommy Lee til Íslands í lok janúarmánaðar. Er- indi hans er að troða upp sem plötu- snúður á skemmtistaðnum Nasa ásamt DJ Aero í sérstöku Burn- partíi. „Ég býst ekkert frekar við að hitta hann, það yrði samt mjög gam- an enda Tommy skemmtilegur strákur,“ segir Magni Ásgeirsson, spurður hvort hann ætli að hitta Lee þegar hann kemur til landsins. Magni kynntist Lee árið 2006 þeg- ar hann tók þátt í bandaríska raun- veruleikaþættinum Rock Star: Su- pernova þar sem söngvarar kepptu um hylli Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted í von um að enda í hljómsveit með þeim. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og gerðist söngvari í hljómsveitinni Rock Star Supernova. Að sögn Magna hætti það band fyrir um tíu mánuðum síðan. „Þeir hættu í mars í fyrra, kláruðu tónleikaferðalagið sem var búið að bóka meðan þætt- irnir stóðu yfir. Þeir gáfu út eina plötu sem seldist lítið og ekki seldist betur á tónleikana þannig að hljóm- sveitin hætti þegar hún var búin með sínar skuldbindingar.“ Það hlakkar lítillega í Magna þeg- ar koma Tommy Lees til landsins er rædd. „Ef að Tommy verður í sínu besta formi verður staðurinn aldrei samur aftur, hann er rosalega hress. Hann er nú líka frægasti kvennabósi í heimi svo það ætti eitthvað að gerast þegar hann mætir.“ „Frægasti kvennabósi í heimi“ Gæjar Tommy Lee fyrir miðju með bandinu Rock Star Supernova sem lagði upp laupana að lokinni einni plötu og misheppnaðri tónleikaferð.  Auglýsing- arofið í miðju ára- mótaskaupinu virðist ekki hafa valdið lands- mönnum jafn- miklum sál- arkvölum og áður hafði verið spáð. Auglýsing Re/Max reyndist vera ósköp hefðbundin fasteignaauglýs- ing og líklega verður erfitt að meta hvort hún hafi borið tilskilinn ár- angur. Auglýsing Kaupþings með þeim John Cleese og Randveri Þorláks- syni í aðalhlutverkum olli hins veg- ar þónokkrum vonbrigðum, sér- staklega fyrir þær sakir hversu klaufalega nafni fyrirtækisins var komið að í stuttu og frekar inni- haldslausu samtali þeirra Cleese og Randvers. Að vísu má búast við framhaldi á næstu dögum og þá kann eitthvað að skýrast. Misgóðar áramóta- auglýsingar  Þeir Quentin Tarantino, Eli Roth og Eyþór Guðjónsson fóru mikinn yfir hátíðirnar og fyrir utan að þræða hvern skemmtistaðinn á fætur öðrum þáðu þeir m.a. hádeg- ismat hjá borgarstjóranum í Reykjavík þar sem hugmyndir að höfuðstaðnum sem kvikmyndaborg voru ræddar. Hápunktur ferðarinnar átti að vera áramótapartí á skemmtistaðn- um Rex á gamlárskvöld sem tókst að vísu með ágætum en einhverjir höfðu þó á orði að þegar á hólminn var komið hefði Tarantino reynst með öllu orkulaus eftir allt djamm- ið sem á undan hafði gengið. Svo bregðast krosstré … Orkulaus áramót Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MEÐLIMIR Bermuda sammæltust um að halda frumburði sínum í plötuútgáfu fjarri jólaflóð- inu, forða honum semsagt frá óþarfa drukkn- un. Platan var klár í byrjun desember en kom þó ekki opinberlega út fyrr en eina mínútu í miðnætti, hinn 31. sama mánaðar. Bermuda var stofnsett haustið 2004 en hefur starfað í núverandi mynd í um tvö ár. Hún er skipuð „óþekktum reynsluboltum“ úr brans- anum, eins og Gunnar Reynir Þorsteinsson, trymbill sveitarinnar, orðar það, auk söngkon- unnar Ernu Hrannar Ólafsdóttur, sem er landsmönnum kunn fyrir þátttöku sína í Idol. Boltarnir eru svo auk Gunnars þeir Pétur Kol- beinsson (bassi), Ómar Örn Arnarson (gítar) og Ingvar Alfreðsson (hljómborð). „Það var í upphafi síðasta árs sem við ákváðum að kýla á plötu,“ útskýrir Gunnar fyrir blaðamanni. „Ég fór í það að leita að al- mennilegu húsnæði fyrir okkur og þegar það fannst byggðum við upp okkar eigið hljóðver sem við köllum Default Studios. Svo lokuðum við fyrir öll „gigg“ á meðan við kláruðum plöt- una. Það er nóg að gera á þeim vettvangi og það var nauðsynlegt að skrúfa fyrir það svo við gætum nýtt kraftana óskipta í að klára þetta.“ Tónlistinni allt En hvað er það sem knýr hljómsveit, sem hefur meira en nóg að gera í ballspiliríi, til að gefa út plötu með frumsömdu efni – á eigin kostnað og upp á von og óvon, sölulega séð? „Það er bara þessi tónlistarbaktería og sköp- unarþráin sem henni fylgir. Maður endar ein- hvern veginn á því að hnoða saman lagi, og í mínu tilfelli t.d. þá var ég það öruggur með mitt framlag að ég vildi… nei, segjum þorði að leyfa öðrum að heyra. Það lag, „Fyrstu skref- in“, kom svo út á endanum alveg eins og ég hafði ímyndað mér það í hausnum. Og svo vindur þetta bara upp á sig. Maður vill koma þessu út til fjöldans, einhverra hluta vegna.“ Gunnar segir mikinn hug í bandinu um þess- ar mundir, enn hafi þau alltaf jafn gaman af því að spila og metnaðurinn sé mikilli. Þau leiti t.a.m. víða fanga í tökulagaprógramminu, og leggi sig eftir því að setja heilnæma snún- inga á lögin. Þessi ástríða fyrir tónlistinni fluttist því eðlilega yfir á upptökuferli plöt- unnar og það er þegar farið að leggja drög að næstu plötu. „Þegar ég var í menntaskóla hætti ég að tromma um skeið,“ rifjar Gunnar upp. „En svo kom að því að ég gat ekki annað en byrjað aft- ur. Þetta er bara í manni. Ég mun aldrei hætta í tónlist – ég er löngu búinn að sætta mig við það. Og er ánægður með þau örlög. Enda er hættulegt að reyna að komast undan því sem maður er.“ Lag af plötunni, „Sem áður var“ er komið í spilun á útvarpsstöðvum. Áhugasamir geta svo barið sveitina augum á Players í Kópavogi á morgun en auk þess verður platan kynnt frek- ar um land allt á næstu vikum. Enginn flýr örlög sín Fyrsta plata Bermuda, Nýr dagur, kom út kl. 23.59 á gamlárskvöld Örlög Góður andi í herbúðum Bermuda leiddi óhjákvæmilega til breiðskífu og metnaðurinn er mikill. www.bermuda.is www.myspace.com/bandbermuda ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Í kvöld kl. 19.30 örfá sæti laus, á morgun kl. 19.30 örfá sæti laus lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, nokkur sæti laus. ■ Fim. 10. janúar kl. 19.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu- hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. ■ Fim. 17. janúar kl. 19.30 Söngvar ástar og trega Rannveig Fríða Bragadóttir syngur hina óviðjafnanlegu Rückert-söngva Mahlers. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2008)
https://timarit.is/issue/286198

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2008)

Aðgerðir: