Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
NÝR búnaður frá Véltaki bætir
starfsaðstöðu vélstjóra og eykur
sparnað við keyrslu skipsvéla.
Sýnt hefur verið fram á að krabba-
mein sé nokkuð algengt meðal vél-
stjóra og að það geti stafað af olíu-
gufum eins og benzene og heksan.
Með nýja búnaðinum er dregið
verulega úr þeirri hættu. Búnaður-
inn hefur verið til reynslu í togar-
anum Þór HF og segir Ágúst Sig-
urðsson, útgerðarmaður, að
reynslan sé mjög góð. Talið er að
búnaðurinn borgi sig upp á einu til
tveimur árum.
Vélarnar hætta
að leka smurolíu
„Búnaður okkar gerir það að
verkum að vélar hætta að leka
smurolíu, þannig að olían hættir að
gufa upp af heitum vélunum og
mynda olíugufur, sem skaða heilsu
manna. Olíulekinn eykur einnig
eyðileggingu á rafbúnaði og skap-
ar eldhættu. Með þessum búnaði
má spara töluvert fé vegna minni
smurolíunotkunar en helzti kost-
urinn er betra starfsumhverfi fyrir
vélstjóra,“ segir Guðbjartur Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Vél-
taks.
Áhugi í Noregi
og Danmörku
Véltak er að vinna að því að fá
einkaleyfi á búnaðinn. Áhugi er
bæði hjá norskum og dönskum út-
gerðum að taka búnaðinn um borð,
en umræða um heilsuvernd um
borð í skipum hefur farið vaxandi
að undanförnu og ræður hún jafn-
vel meira um áhuga manna á bún-
aðinum, heldur en sá sparnaður
við smurolíunotkun, sem búnaður-
inn hefur í för með sér. Það eru
því miklir möguleikar á verulegum
viðskiptum að sögn Guðbjarts.
Reynslan um borð í Þór er mjög
góð og eru vélstjórnarnir ánægðir
með bætt starfsskilyrði.
„Það hefur verið sýnt fram á að
krabbamein sé fylgifiskur vél-
stjóra, meðal annars í rannsókn
Vilhjálms Rafnssonar, læknis, og
sömuleiðis hefur krabbamein verið
algengt í olíuiðnaðinum í Norður-
sjónum.
Það er því vaxandi áhugi á því
að draga úr þessari hættu og bún-
aðurinn okkar er líklega eina
lausnin á því, enn sem komið er að
minnsta kosti,“ segir Guðbjartur.
Hreinsa vélarrúmið af
hættulegum olíugufum
Nýr búnaður frá Véltaki bætir starfsskilyrði vélstjóra til mik-
illa muna og dregur mikið úr kostnaði við smurolíunotkun
Tækni Ágúst Sigurðsson, útgerðarmaður Þórs, og Guðbjartur Einarssson,
framkvæmdastjóri Véltaks, við hreinsunarbúnaðinn um borð í Þór.
Í HNOTSKURN
»Búnaður okkar gerir það aðverkum að vélar hætta að
leka smurolíu, þannig að olían
hættir að gufa upp af heitum vél-
unum og mynda olíugufur, sem
skaða heilsu manna.
»Það hefur verið sýnt fram áað krabbamein sé fylgifiskur
vélstjóra, meðal annars í rann-
sókn Vilhjálms Rafnssonar,
læknis, og sömuleiðis hefur
krabbamein verið algengt í olíu-
iðnaðinum í Norðursjónum.
»Véltak er að vinna að því aðfá einkaleyfi á búnaðinn.
Áhugi er bæði hjá norskum og
dönskum útgerðum að taka bún-
aðinn um borð, en umræða um
heilsuvernd um borð í skipum
hefur farið vaxandi að und-
anförnu.
LEYNILEG framlög til danskra
stjórnmálamanna heyra brátt sög-
unni til því á danska Þjóðþinginu er
nú meirihluti fyrir því að breyta
reglum um fjárframlög, á þann veg
að stjórnmálamenn verða framvegis
að segja frá því hvaðan þeim berast
peningastyrkir, að því er segir í frétt
Berlingske Tidene.
Samkvæmt núgildandi reglum
þurfa hvorki einstakir frambjóðend-
ur né flokksdeildir stjórnmálaflokka í
Danmörku að greina frá því hverjir
styrkja kosningabaráttu þeirra.
Stjórnmálaflokkarnir (þ.e. þær ein-
ingar sem starfa á landsvísu) þurfa á
hinn bóginn að greina opinberlega
frá fjárframlögum sem eru hærri en
20.000 danskar krónur, um 250.000
íslenskar krónur.
Þetta gæti breyst fljótlega því
Danski þjóðarflokkurinn, sem styður
ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Ven-
stre á þingi, er tilbúinn að vinna með
stjórnarandstöðunni og breyta lög-
unum um framlög til stjórnmála-
flokka þannig að kjósendur geti
framvegis séð hvaða fyrirtæki og
samtök leggja fram fé til stuðnings
einstökum frambjóðendum. Þar með
er kominn þingmeirihluti, utan
stjórnarinnar, að auka upplýsingar
um framlög til stjórnmálamanna.
Í kosningabaráttunni fyrir þing-
kosningarnar í fyrra sagði formaður
Danska þjóðarflokksins, Kristian
Thulesen Dahl, að það væri frábært,
ef reglunum yrði breytt, þannig að
það yrði betur ljóst, hver styður
hvern. „Og þetta stöndum við að
sjálfsögðu við,“ sagði varaformaður
Danska þjóðarflokksins Peter Skaa-
rup, í samtali við Berlingske Tid-
ende.
19.999 króna styrkir?
Jafnaðarmenn hyggjast á næst-
unni kalla saman fund með forsvars-
mönnum þeirra flokka sem eru til-
búnir að styðja breytingar á
reglunum. Talsmaður flokksins,
Henrik Sass Larsen, segir að meðal
þess rætt verði um sé hvort hætt
verði að miða upplýsingaskylduna við
styrki sem eru hærri en 20.000 krón-
ur. „Að öðrum kosti er hugsanlegt, að
fyrirtæki styrki flokka eða frambjóð-
endur um 19.999 krónur til þess að
sleppa undan upplýsingaskyldunni,“
segir hann.
Ole K. Pedersen, prófessor við Við-
skiptaháskólann í Kaupmannahöfn
(CBS), segir að í kosningabaráttunni
fyrir þingkosningarnar í fyrra hafi
ýmsum aðferðum verið beitt til að
styðja við bakið á frambjóðendum í
baráttunni sem fór fram í kjördæm-
unum, en eins og fyrr segir ná regl-
urnar aðeins til flokkanna á lands-
vísu. „Þess vegna er mikilvægasta
áskorunin sú að einnig fáist upplýs-
ingar um hvað er á seyði í einstökum
landshlutum og kjördæmum,“ segir
hann. Þá sé ekki síður mikilvægt að
koma böndum yfir alls kyns aðra
styrki, s.s. þegar fyrirtæki borga
prentun á kosningabæklingum eða
leggja til hópferðabíla fyrir fram-
bjóðendur og flokka. „Í staðinn fyrir
að ræða um hvert hámark styrkja á
að vera er nær að kanna til hlítar
hvað á sér stað í raun og veru, í hvað
peningarnir fara – og hvaðan pening-
arnir koma,“ segir Ole.
Hulunni svipt af
dönskum styrkjum
Styrktir Þeir sem vilja sæti á Þjóðþinginu gætu þurft að segja frá því hver styrkti þá í kosningabaráttunni.
RÚMLEGA ár er síðan Alþingi Ís-
lendinga setti lög um fjármál stjórn-
málasamtaka og frambjóðenda og
upplýsingaskyldu þeirra en fram að
því hafði engin löggjöf gilt um þetta
efni. Íslensku lögin ganga töluvert
lengra en núgildandi reglur í Dan-
mörku.
Lögin voru samþykkt samhljóða á
Alþingi skömmu fyrir áramótin 2006
og 2007. Í þeim er kveðið á um að
stjórnmálaflokkar sem eiga menn á
þingi eða í sveitarstjórn, eða hafa
hlotið tiltekið lágmark atkvæða, fái
styrki frá ríki eða sveitarstjórn.
Jafnframt eru lagðar verulegar
skorður við framlögum frá einkaað-
ilum. Þannig er stjórnmála-
samtökum og frambjóðendum
óheimilt að taka á móti hærri fram-
lögum en sem nemur 300.000 krón-
um á ári, hvort sem er frá lögaðilum
eða frá einstaklingum. Þegar styrkir
berast frá lögaðila (s.s. fyrirtækjum)
skal telja saman framlög tengdra að-
ila eftir sérstökum reglum.
Til framlaga teljast ekki einungis
bein fjárframlög heldur öll gæði sem
meta má til fjár, s.s. afslættir, eftir-
gjöf skulda eða lán á búnaði.
Þótt í lögunum sé kveðið á um
upplýsingaskyldu er það ekki svo að
bókhaldið sé öllum opið. Flokkum er
aftur á móti skylt að skila reikn-
ingum sínum til Ríkisendurskoðunar
og í kjölfarið á Ríkisendurskoðun að
birta útdrátt úr ársreikningum
þeirra. Þar skal m.a. greina á milli
framlaga frá ríkissjóði, frá sveit-
arfélögum, framlaga frá lögaðilum,
félagsgjalda og framlaga frá ein-
staklingum. Þá skal birta nöfn allra
lögaðila sem veita framlög til stjórn-
málastarfsemi.
Sambærilegar reglur gilda um
bókhald frambjóðenda í prófkjöri.
Íslensku lögin
ganga lengra
Í FRUMVARPI til laga um fram-
lög til stjórnmálaflokka og fram-
bjóðenda sem samþykkt voru árið
2006 voru ákvæði um framlög úr
ríkissjóði og um framlög frambjóð-
enda í forsetakjöri. Ákvæði þessi
voru síðan felld úr frumvarpinu.
Samkvæmt frumvarpinu áttu
ákvæði sem náðu yfir frambjóð-
endur í prófkjörum og í persónu-
kjöri til sveitarstjórna einnig að ná
til forsetaframbjóðenda. Þá átti á
fjárlögum að veita fé til að styrkja
forsetaframbjóðendur. Þeirri fjár-
hæð átti að úthluta að kosningum
loknum til þeirra frambjóðenda
sem hefðu hlotið a.m.k. 10% at-
kvæða og í réttu hlutfalli við at-
kvæðamagn. Framlagið gæti þó
aldrei numið hærri fjárhæð en sem
svaraði kostnaði, að frádregnum
öðrum framlögum. Þegar á hólm-
inn var komið taldi allsherj-
arnefnd Alþingis rétt að íhuga bet-
ur hvernig staðið skyldi að
framlögum til forsetaframbjóð-
enda og lagði því til, samhljóma,
að öll ákvæði sem snertu forseta-
frambjóðendur yrðu felld úr frum-
varpinu. Um leið beindi nefndin
því eindregið til forsætisráðherra
að hafa forgöngu um tillögugerð
sem lyti að því að um framlög og
fjármálalega umgjörð framboða til
forseta giltu sömu meginreglur og
um aðra frambjóðendur í persónu-
kjöri.
Nú, rúmlega ári síðar, er engin
vinna hafin við slíka tillögugerð í
forsætisráðuneytinu, samkvæmt
upplýsingum þaðan.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Birgir Ármannsson, formaður alls-
herjarnefndar, að engin umræða
hefði farið fram í nefndinni um
framlög til forsetaframbjóðenda
frá því lögin voru sett. „Ástæða
þess að þetta var tekið út fyrir
sviga og ekki afgreitt um leið og
frumvarpið í heild á síðasta vetri,
var ekki sú að mönnum þætti ekki
tilefni til að setja reglur, heldur að
það voru skiptar skoðanir um ein-
stök atriði í útfærslunni sem menn
töldu rétt að leiða til lykta,“ sagði
hann. Eðlilegt væri að frumkvæði
að lagasetningu um framlög til
forsetaframbjóðenda kæmi frá
forsætisráðuneytinu, líkt og rætt
hefði verið um í áliti nefndarinnar.
Engar reglur um
forsetaframboð