Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 23
orki til
i óeðli-
umi und-
baki for-
rsetar,
oi, sem
herra í
sakaðir
and inn
lu fé, að
inum í
Odinga
ka á
angelsa
ra til að
nu svo
ð bæta
unn.
ður lög-
vegna
þess, að hann hafi ekki viljað verða
við skipun Kibakis um að skjóta
fólk til bana en framganga og
framferði lögreglunnar sé oft
hroðalegt. Segir hún, að á nokkr-
um tíma hafi fundist úti í skógi lík
500 manna, sem lögreglan hafi
drepið. Raunar sé ástandið í fá-
tækrahverfunum svoskelfilegt og
margir taki þannig til orða, að
heldur vilji þeir deyja en búa áfram
við örbirgðina og núverandi stjórn-
völd.
Mesti óttinn er
við ættbálkastríð
Þórunn er gift Keníamanni frá
vesturhluta landsins en þar hafa
óeirðirnar og mannfallið verið
mest. Segir hún, að fjölskylda
mannsins síns hafi flúið af heim-
ilinu og leitað skjóls í herstöð þar
sem búið sé að koma upp eins konar
flóttamannabúðum.
Þórunn segir, að í Kenía séu 42
ættbálkar og sé Kikuyu-ættbálk-
urinn, sem Kibaki forseti tilheyrir,
fjölmennastur. Odinga, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, er aftur í
Luo-ættbálkinum, sem er þriðji
stærstur, en menn úr honum hafa
haft sig mest í frammi í óeirðunum.
„Það er auðvitað hörmulegt, að
þetta skuli snúast upp í ættbálka-
átök og sorglegt, að það skuli vera
ráðist á Kikuyu-fólk. Því fer nefni-
lega fjarri, að allir Kikuyu-menn
hafi stutt Kibaki. Þeir, ekki síður en
aðrir, eru búnir að fá sig fullsadda
af spillingunni og bundu vonir við
betri tíð með nýjum stjórn-
arherrum,“ sagði Þórunn, sem ótt-
ast, að til enn alvarlegri tíðinda geti
dregið í dag eftir útifund, sem
stjórnarandstaðan hefur boðað til í
Nairobi.
elfilegt
m á óvart
AP
orgarinnar, Nairobi. Þar hefur verið kveikt í
ttbálkinum, sem Kibaki forseti tilheyrir. Verst
nna hafa fallið í kjölfar kosninganna.
svs@mbl.is
! "#!$
!
"# $
%& '((
) " %
!
"
*
!
"#
$% #&'#
+ , - .
,
aðra, gæti Kenía orðið nýtt átakasvæði þar
sem engin lausn virðist nothæf.
Fjölmiðlar í Kenía rifjuðu í gær upp
fjöldamorð Hútú-manna á Tútsum í Rúanda
1994 en þá er talið að um 800.000 manns
hafi á fáeinum mánuðum legið í valnum áð-
ur en yfir lauk. Og ekki var beitt háþró-
uðum vopnum, aðallega sveðjum. Alþjóða-
samfélagið horfði á þennan hrylling og
greip ekki inn í. Þessir atburðir eitra enn
samskipti ríkja og þjóða um miðbik Afríku.
Átökin í Lýðveldinu Kongó þar sem minnst
þrjár milljónir manna féllu á nokkrum ár-
um, áttu sér að talsverðu leyti rætur í fjölda-
morðunum 1994, vopnaðir flokkar Hútúa
flúðu margir þangað eftir að Tútsar náðu
völdum í Rúanda. Þar tóku Rúandamenn-
irnir þátt í blóðugum hráskinnsleik sem
snerist einkum um námur Kongómanna,
mörg grannríkin voru virk í þeim átökum
bak við tjöldin.
Átök í Kenía gætu auk þess lagt grunn að
einræði. Hagvöxtur hefur verið þar mikill á
síðari árum eins og í mörgum fleiri Afr-
íkuríkjum og bjartsýni farið vaxandi en
óstöðugleiki gæti kollvarpað öllu. Ástandið í
Simbabve sýnir að harðstjórar eins og Ro-
bert Mugabe, sem engu tauti er komandi
við, geta lagt í rúst blómleg samfélög á
skömmum tíma.
anaspjót. Verði gripið til þjóð-
nsana, þ.e. að þeir sem eru í meiri-
á hverju svæði flæmi burt eða myrði
rmi hyldýpis
NOTSKURN
Um 34 milljónir manna búa í Kenía,
landið er á stærð við Frakkland.
stir íbúanna eru kristnir. Yfir 40 þjóð-
rot byggja landið.
Kenía var lengi bresk nýlenda en varð
sjálfstætt ríki 1963. Fyrstu áratugina
sami flokkurinn ávallt við völd og
ir flokkar bannaðir.
Því skeiði lauk er Mwai Kibaki vann
yfirburðasigur í forsetakosningum
2 og varð þriðji forsetinn í sögu lands-
Kibaki hefur hins vegar brugðist von-
um þeirra sem héldu að hann myndi
ræta spillingu. Ráðherra sem fékk
hlutverk reyndist ekki nógu þægur
var þá rekinn.
Kenía hefur verið kallað vagga mann-
kynsins en þar hafa fundist leifar
u forfeðra manna.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Það er óhætt að segja að súákvörð Bjarna Þórs Erl-ingssonar að heimsækjabesta vin sinn til Ala-
bama í kirkjubelti Bandaríkjanna
fyrir sex árum þegar hann var 24
ára gamall hafi breytt lífi hans til
frambúðar. Þegar Bjarni Þór hélt
utan var fátt sem benti til þess að
hann myndi klára langskólapróf
enda hafði hann loks 18 ára gamall
verið greindur með mikla les-
blindu með tilheyrandi áhrifum á
námsgöngu hans, hann ætlaði að-
eins að dvelja úti í tvo til þrjá mán-
uði áður en hann hyggðist stofna
og reka sinn eiginn bar á Íslandi.
Í dag starfar Bjarni hins vegar
sem trúboði hjá Lincoln Village
Ministry í Huntsville í Alabama
þar sem hann vinnur með barna-
fjölskyldum í fátækrahverfi borg-
arinnar, hann hefur lokið háskóla-
prófi í mannauðsstjórnun frá
Faulkner University í Alabama
með toppeinkunn og hefur nokk-
urra ára reynslu af því að starfa
sem aðstoðarþjálfari í körfubolta
við University of Alabama.
„Þetta hefur í raun verið eitt
langt ævintýri síðan ég fór út og
ég hef orðið vitni að mörgum
kraftaverkum fyrir tilverknað
drottins,“ segir Bjarni Þór og
bendir á að líf hans hafi tekið mikl-
um jákvæðum breytingum síðan
hann ákvað snemma árs 2002 að
gefa líf sitt Jesú Kristi á vald og
skírast til kristinnar trúar hjá
hvítasunnusöfnuðu í Bandaríkj-
sem aðstoðarkörfuboltaþjálfari
við University of Alabama.
Að sögn Bjarna hefur hann búið
og starfað í fátækrahverfi í Hunts-
ville síðan 2006 þar sem hann
starfað með nokkrum barna-
fjölskyldum, hjálpar til við að
koma börnunum í skóla og íþrótta-
starf. Aðspurður segir hann starf-
ið vissulega ekki hættulaust, en
bráðnauðsynlegt og bendir á að
80% strákanna í hverfinu séu áður
en þeir ná 20 ára aldri ýmist komn-
ir bak við lás og slá eða hafa látið
lífið.
Kynnast aga og ástúð
En það er ekki bara Bjarni sem
vinnur með og hjálpar krökkunum
í hverfinu því foreldrar hans, Er-
lingur Bjarnason og Eygerður
Þórisdóttir, hafa einnig lagt sitt af
mörkum en síðasta sumar tóku
þau á móti þremur bræðrum 9, 11
og 14 ára sem bjuggu hjá þeim á
Eyrarbakka í nokkrar vikur, auk
þess sem 13 ára systir drengjanna
dvaldi hjá þeim nú yfir hátíðirnar.
„Ég held það hafi haft mikið að
segja fyrir krakkana að kynnast
bæði þeim aga og þeirri ástúð sem
foreldrar mínir hafa sýnt þeim,“
segir Bjarni og tekur fram að hann
sjái mikinn mun á krökkunum til
hins betra eftir veru þeirra hér-
lendis. Segist hann afar þakklátur
Kvenfélaginu á Eyrarbakka sem
styrkti börnin um fargjöldin. En
Bjarni lætur ekki staðar numið hér
því markmið hans er að veita fleiri
börnum tækifæri á að heimsækja
Ísland á næstu misserum og láta
þannig gott af sér leiða.
unum. Það var einmitt besti vinur
hans, Sævar Sigmundsson, sem
hann heimsótti til Bandaríkjanna
sem kynnti hann fyrir kirkju-
starfið.
Lauk háskólaprófi þrátt fyrir
að hafa fallið í 10. bekk
Fljótlega eftir skírnina bauðst
Bjarna að gerast aðstoðarkörfu-
boltaþjálfari hjá University of Ala-
bama. „Eina leiðin til að koma mér
út var að koma mér í skóla í
Bandaríkjunum. En það reyndist
nokkuð flókið þar sem ég féll í tí-
unda bekk hér heima sökum les-
blindunnar og á erfitt með að lesa
og skrifa,“ segir Bjarni, sem hafði
alltaf verið duglegur í íþróttum og
spilað bæði fótbolta og körfubolta
á skólaárum sínum. Um haustið
þegar hann snéri heim til Íslands
fékk hann hins vegar þær fréttir
að honum byðist að stunda nám við
Faulkner University, að því til-
skyldu að hann gæti greitt 500
þúsund krónur í skólagjöld við
komuna, næði hæstu einkunn í öll-
um fögum fyrsta misserið og stæð-
ist enskupróf sem útlendingum er
gert að taka.
„Ég hafði ekki hugmynd um
hvernig ég ætti að fjármagna nám-
ið, en tókst að fjármagna flugmið-
ann og hélt út. Þegar ég svo mætti
í skólann var mér tjáð að búið væri
að greiða fyrir mig skólagjöldin.
Þá hafði söfnuðurinn beðið fyrir
mér og fólk víða að sem ég þekkti
ekkert stutt mig með fjár-
framlögum,“ segir Bjarni sem lauk
háskólaprófi árið 2006 og vann
mestöll námsár sín með skólanum
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Lætur gott af sér leiða Bjarni Þór Erlingsson býr og starfar í fátækrahverfi í Huntsville í Alabama.
„Eitt langt ævintýri“
TVEIR tónlistarmenn hlutu í gær styrki úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar, þau Eva Þyrí Hilmarsdóttir
sem nýverið lauk einleikaraprófi í Danmörku og Hákon Bjarnason sem lýkur einleikaraprófi frá Listaháskóla
Íslands í vor. Styrkirnir nema samtals 400.000 krónum. Jakob Frímann Magnússon, einn stofnenda sjóðsins,
afhenti styrkina í gær en auk hans voru viðstödd þau Sigrún Karlsdóttir og Haukur Guðlaugsson sem sitja
bæði í sjóðsstjórninni. Sjóðurinn var stofnaður skömmu eftir að Karl lést af völdum bílslyss árið 1991.
Morgunblaðið/Golli
Styrkþegar Jakob Frímann Magnússon með styrkþegunum Evu Þyrí Hilmarsdóttur og Hákoni Bjarnasyni og
Sigrúnu Karlsdóttur og Hauki Guðlaugssyni sem sitja í sjóðsstjórn, eftir styrkveitinguna á Hótel Holti í gær.
Styrkir veittir úr Minningarsjóði Karls