Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÖLDI farþega Flugfélags Ís-
lands jókst um 14% á árinu 2007
miðað við árið 2006. Heildarfjöldi
farþega í áætlunarflugi var um
430 þúsund, þar af voru um 22
þúsund farþegar í millilandaflugi
til Færeyja og Grænlands. Er
þetta metár í 10 ára sögu félags-
ins.
Mesta aukning farþega var á
leiðinni milli Reykjavíkur og
Akureyrar eða um 12%, á leiðinni
til Ísafjarðar var aukningin um
9% og til Egilsstaða 5%. Þetta
eru jafnframt stærstu áfanga-
staðir félagsins. Til og frá Ak-
ureyri voru fluttir um 200 þúsund
farþegar og til og frá Egils-
stöðum um 134 þúsund farþegar
en til og frá Ísafirði um 47 þús-
und.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Metár hjá
Flugfélaginu
UM áramótin
var veðrið ekki
alveg upp á það
besta og má því
búast við að á
mörgum heim-
ilum sé mikið
eftir af flug-
eldavörum sem
eftir er að skjóta
upp.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
hvetur alla foreldra og for-
ráðamenn til að gæta þess að börn
þeirra meðhöndli ekki þessar
vörur nema undir eftirliti fullorð-
inna.
Slys sem hafa orðið vegna fikts
með flugeldavörur hafa oft orðið
alvarleg og einstaklingar hlotið
varanlegan skaða af.
Tölfræði sýnir að börn og ung-
lingar slasast helst dagana fyrir og
eftir áramótin sjálf og er því ljóst
að hættulegur tími fer í hönd í
þessum efnum.
Einnig vill félagið minna fólk á
að ekki er æskilegt að geyma flug-
elda milli ára.
Ekkert fikt
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu handtók tvo karlmenn á þrí-
tugsaldri snemma á nýársmorgun
vegna gruns um fíkninefnamisferli.
Mennirnir voru handteknir í íbúð í
Hafnarfirði þar sem stóð yfir gleð-
skapur. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu duttu pokar með ætl-
uðum fíkniefnum út um glugga
íbúðarinnar um leið og lögregla
knúði dyra. Auk þess fannst meira
af efnum í íbúðinni.
Annar hinna handteknu var einn-
ig eftirlýstur fyrir aðrar sakir.
Þeim var sleppt að lokinni skýrslu-
töku.
Hentu efnum út
VEGNA endurskipulagningar hjá
Íslandspósti á póstkössum á höf-
uðborgarsvæðinu munu póstkassar
á nokkrum stöðum verða teknir
niður og hefur einhver hluti nú
þegar verið fjarlægður.
Þeir póstkassar sem verða teknir
eru kassar sem hafa verið í mjög lít-
illi notkun og sumir eru teknir nið-
ur vegna ítrekaðra skemmdar-
verka. Þar sem póstkassarnir voru
áður eru nú skilti sem vísa á næsta
póstkassa eða pósthús. Nánari upp-
lýsingar um póstkassa og pósthús
er að finna á www.postur.is eða
þjónustusíma Íslandspósts.
Póstkassar á brott
STUTT
GANGAGERÐARMENN við Héð-
insfjarðargöng frá Siglufirði slá lík-
lega í gegn Héðinsfjarðarmegin eftir
um tvo mánuði, að sögn Guðmundar
Þ. Björnssonar, verkefnisstjóra
Metrostav-Háfells.
„Það eru vonir um að það geti
gerst nálægt mánaðamótunum febr-
úar/mars,“ sagði Guðmundur. Um
leið og gangagerðarmenn komast í
Héðinsfjörð fara þeir að grafa göng-
in til Ólafsfjarðar þeim megin frá.
Búið er að leggja vegarslóða í veg-
stæðinu yfir Héðinsfjörð og undir-
búa gangastafnana.
Starfsmenn fóru í jólafrí 19. des-
ember og tékkneskir starfsmenn
Metrostav-Háfells fóru heim yfir há-
tíðirnar. Síðasta vinnuvika fyrir jól
var stutt og voru þá sprengdir 20
metrar Siglufjarðarmegin en Ólafs-
fjarðarmegin var unnið við bergþétt-
ingu og bergstyrkingar. Þá voru
göngin orðin 3.109 metra löng Siglu-
fjarðarmegin en sá leggur verður
alls um 3.700 metra langur. Ólafs-
fjarðarmegin voru göngin orðin
2.139 metrar en sá leggur verður um
6.900 metrar. Við árslok var búið að
grafa 5.248 metra sem eru 49,6% af
endanlegri lengd ganganna. Vinna
við gangagerðina hefst aftur 7. jan-
úar. Um 100 starfsmenn eru skráðir
á verkið, mest karlar, og eru 70-80
þeirra að störfum á hverjum tíma, að
sögn Guðmundar.
Um einum kílómetra munar á
lengd ganganna sem búið er að grafa
frá Siglufirði og þeim hluta sem graf-
inn er frá Ólafsfirði. Guðmundur
sagði að frá því í september sl. og
fram í nóvember hafi lítið gengið
Ólafsfjarðarmegin vegna mikils inn-
streymis ískalds vatns, sem stundum
var ekki nema 2°C heitt. Á endanum
komust menn framhjá því og er
vatninu nú veitt út úr göngunum. Vel
gekk frá því í nóvember og fram
undir jól og unnið í þurru bergi. Rétt
fyrir jólin voru menn komnir í heldur
leiðinlegri jarðlög. Þar sem þeir eru
staddir nú þarf mikið að styrkja
bergið. Einnig þarf að bora festing-
arbolta í bergið til að styrkja
ásprautunina. Vegna kuldans í berg-
inu og vatninu var ekki hægt að nota
hefðbundin sementsþéttiefni. Þess í
stað hefur verið notað kuldaþolið
úreþanefni. Guðmundur sagði að bú-
ast mætti við erfiðum jarðlögum á
einum eða tveimur stöðum á kaflan-
um sem eftir er að grafa.
Um leið og búið verður að opna í
gegn frá Siglufirði í Héðinsfjörð
verður farið í að leggja leiðslur fyrir
rafmagn og vatn. Guðmundur sagði
að eftir það mætti búast við að farið
yrði í að ganga frá sjálfri akbraut-
inni. Samkvæmt áætlun á verkinu að
ljúka 10. desember 2009.
Hálfnað að grafa
Héðinsfjarðargöng
!
"#$ $
%
&$"'# (
"#$ $
%
)$"&# (
Útlit fyrir að opn-
ist í Héðinsfjörð
eftir tvo mánuði
Morgunblaðið/Þorkell
Eyðifjörður Nú styttist í að jarðgöng frá Siglufirði opnist inn í Héðinsfjörð.
BLÓÐBANKINN var opinn í gær,
ólíkt öðrum bönkum, og tók við
innleggjum. Eins var opið yfir há-
tíðirnar fyrir úttektir. Ína Björg
Hjálmarsdóttir, gæðastjóri Blóð-
bankans, segir mjög mikilvægt að
blóðgjafar komi og gefi blóð næstu
daga því að
venju gekk tals-
vert á blóðbirgð-
ir bankans yfir
hátíðarnar. Að
jafnaði er þörf á
um sjötíu
blóðgjöfum á
dag til að við-
halda eðlilegum
birgðum.
„Þetta er alltaf
erfiður tími hjá
okkur, sérstaklega þegar koma
svona margir frídagar í röð,“ sagði
Ína Björg í samtali við Morg-
unblaðið. Einnig setja jólaannirnar
strik í reikninginn hjá blóðgjöfum
líkt og öðrum og vilja ferðir í Blóð-
bankann falla niður á þessum anna-
sama árstíma. Því er oft erfitt að
halda nægum blóðbirgðum frá því í
lok nóvember og framyfir áramót,
að sögn Ínu Bjargar. Hún sagði að
stöðugt þyrfti að minna blóðgjafa á
að koma og gefa blóð og væri aldr-
ei hægt að slaka á í þeim efnum.
Öllum fagnað
Það hjálpar við birgðahald Blóð-
bankans þessa daga að dregið er úr
aðgerðum á sjúkrahúsum yfir há-
tíðarnar. „Nú þarf að halda vel á
spöðunum svo við lendum ekki í
vandræðum þegar aðgerðir hefjast
á nýju ári og til að við getum ann-
ast eftirspurnina eftir blóði á
næstu vikum. Við fögnum öllum
sem koma inn, hvort sem þeir geta
gefið blóð eða ekki,“ sagði Ína
Björg.
Hóglífi um hátíðarnar hefur yfir-
leitt ekki áhrif á gæði blóðsins og
kemur því ekki í veg fyrir blóð-
gjafir, standist blóðgjafarnir heil-
brigðiskröfur Blóðbankans. Í dag
verður Blóðbankinn við Snorra-
braut opinn frá klukkan 8 og verð-
ur opið til kl. 19 í kvöld. Á morgun
verður opið til hádegis. Blóðsöfn-
unarbíllinn fer svo aftur af stað og
safnar blóði í næstu viku.
Nú vantar
blóðgjafir
Ína Björg
Hjálmarsdóttir