Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 2008næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 03.01.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 03.01.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLDI farþega Flugfélags Ís- lands jókst um 14% á árinu 2007 miðað við árið 2006. Heildarfjöldi farþega í áætlunarflugi var um 430 þúsund, þar af voru um 22 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. Er þetta metár í 10 ára sögu félags- ins. Mesta aukning farþega var á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eða um 12%, á leiðinni til Ísafjarðar var aukningin um 9% og til Egilsstaða 5%. Þetta eru jafnframt stærstu áfanga- staðir félagsins. Til og frá Ak- ureyri voru fluttir um 200 þúsund farþegar og til og frá Egils- stöðum um 134 þúsund farþegar en til og frá Ísafirði um 47 þús- und. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Metár hjá Flugfélaginu UM áramótin var veðrið ekki alveg upp á það besta og má því búast við að á mörgum heim- ilum sé mikið eftir af flug- eldavörum sem eftir er að skjóta upp. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur alla foreldra og for- ráðamenn til að gæta þess að börn þeirra meðhöndli ekki þessar vörur nema undir eftirliti fullorð- inna. Slys sem hafa orðið vegna fikts með flugeldavörur hafa oft orðið alvarleg og einstaklingar hlotið varanlegan skaða af. Tölfræði sýnir að börn og ung- lingar slasast helst dagana fyrir og eftir áramótin sjálf og er því ljóst að hættulegur tími fer í hönd í þessum efnum. Einnig vill félagið minna fólk á að ekki er æskilegt að geyma flug- elda milli ára. Ekkert fikt LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók tvo karlmenn á þrí- tugsaldri snemma á nýársmorgun vegna gruns um fíkninefnamisferli. Mennirnir voru handteknir í íbúð í Hafnarfirði þar sem stóð yfir gleð- skapur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu duttu pokar með ætl- uðum fíkniefnum út um glugga íbúðarinnar um leið og lögregla knúði dyra. Auk þess fannst meira af efnum í íbúðinni. Annar hinna handteknu var einn- ig eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Þeim var sleppt að lokinni skýrslu- töku. Hentu efnum út VEGNA endurskipulagningar hjá Íslandspósti á póstkössum á höf- uðborgarsvæðinu munu póstkassar á nokkrum stöðum verða teknir niður og hefur einhver hluti nú þegar verið fjarlægður. Þeir póstkassar sem verða teknir eru kassar sem hafa verið í mjög lít- illi notkun og sumir eru teknir nið- ur vegna ítrekaðra skemmdar- verka. Þar sem póstkassarnir voru áður eru nú skilti sem vísa á næsta póstkassa eða pósthús. Nánari upp- lýsingar um póstkassa og pósthús er að finna á www.postur.is eða þjónustusíma Íslandspósts. Póstkassar á brott STUTT GANGAGERÐARMENN við Héð- insfjarðargöng frá Siglufirði slá lík- lega í gegn Héðinsfjarðarmegin eftir um tvo mánuði, að sögn Guðmundar Þ. Björnssonar, verkefnisstjóra Metrostav-Háfells. „Það eru vonir um að það geti gerst nálægt mánaðamótunum febr- úar/mars,“ sagði Guðmundur. Um leið og gangagerðarmenn komast í Héðinsfjörð fara þeir að grafa göng- in til Ólafsfjarðar þeim megin frá. Búið er að leggja vegarslóða í veg- stæðinu yfir Héðinsfjörð og undir- búa gangastafnana. Starfsmenn fóru í jólafrí 19. des- ember og tékkneskir starfsmenn Metrostav-Háfells fóru heim yfir há- tíðirnar. Síðasta vinnuvika fyrir jól var stutt og voru þá sprengdir 20 metrar Siglufjarðarmegin en Ólafs- fjarðarmegin var unnið við bergþétt- ingu og bergstyrkingar. Þá voru göngin orðin 3.109 metra löng Siglu- fjarðarmegin en sá leggur verður alls um 3.700 metra langur. Ólafs- fjarðarmegin voru göngin orðin 2.139 metrar en sá leggur verður um 6.900 metrar. Við árslok var búið að grafa 5.248 metra sem eru 49,6% af endanlegri lengd ganganna. Vinna við gangagerðina hefst aftur 7. jan- úar. Um 100 starfsmenn eru skráðir á verkið, mest karlar, og eru 70-80 þeirra að störfum á hverjum tíma, að sögn Guðmundar. Um einum kílómetra munar á lengd ganganna sem búið er að grafa frá Siglufirði og þeim hluta sem graf- inn er frá Ólafsfirði. Guðmundur sagði að frá því í september sl. og fram í nóvember hafi lítið gengið Ólafsfjarðarmegin vegna mikils inn- streymis ískalds vatns, sem stundum var ekki nema 2°C heitt. Á endanum komust menn framhjá því og er vatninu nú veitt út úr göngunum. Vel gekk frá því í nóvember og fram undir jól og unnið í þurru bergi. Rétt fyrir jólin voru menn komnir í heldur leiðinlegri jarðlög. Þar sem þeir eru staddir nú þarf mikið að styrkja bergið. Einnig þarf að bora festing- arbolta í bergið til að styrkja ásprautunina. Vegna kuldans í berg- inu og vatninu var ekki hægt að nota hefðbundin sementsþéttiefni. Þess í stað hefur verið notað kuldaþolið úreþanefni. Guðmundur sagði að bú- ast mætti við erfiðum jarðlögum á einum eða tveimur stöðum á kaflan- um sem eftir er að grafa. Um leið og búið verður að opna í gegn frá Siglufirði í Héðinsfjörð verður farið í að leggja leiðslur fyrir rafmagn og vatn. Guðmundur sagði að eftir það mætti búast við að farið yrði í að ganga frá sjálfri akbraut- inni. Samkvæmt áætlun á verkinu að ljúka 10. desember 2009. Hálfnað að grafa Héðinsfjarðargöng                                          !  "#$ $  % &$"'# ( "#$ $  % )$"&# (                        Útlit fyrir að opn- ist í Héðinsfjörð eftir tvo mánuði Morgunblaðið/Þorkell Eyðifjörður Nú styttist í að jarðgöng frá Siglufirði opnist inn í Héðinsfjörð. BLÓÐBANKINN var opinn í gær, ólíkt öðrum bönkum, og tók við innleggjum. Eins var opið yfir há- tíðirnar fyrir úttektir. Ína Björg Hjálmarsdóttir, gæðastjóri Blóð- bankans, segir mjög mikilvægt að blóðgjafar komi og gefi blóð næstu daga því að venju gekk tals- vert á blóðbirgð- ir bankans yfir hátíðarnar. Að jafnaði er þörf á um sjötíu blóðgjöfum á dag til að við- halda eðlilegum birgðum. „Þetta er alltaf erfiður tími hjá okkur, sérstaklega þegar koma svona margir frídagar í röð,“ sagði Ína Björg í samtali við Morg- unblaðið. Einnig setja jólaannirnar strik í reikninginn hjá blóðgjöfum líkt og öðrum og vilja ferðir í Blóð- bankann falla niður á þessum anna- sama árstíma. Því er oft erfitt að halda nægum blóðbirgðum frá því í lok nóvember og framyfir áramót, að sögn Ínu Bjargar. Hún sagði að stöðugt þyrfti að minna blóðgjafa á að koma og gefa blóð og væri aldr- ei hægt að slaka á í þeim efnum. Öllum fagnað Það hjálpar við birgðahald Blóð- bankans þessa daga að dregið er úr aðgerðum á sjúkrahúsum yfir há- tíðarnar. „Nú þarf að halda vel á spöðunum svo við lendum ekki í vandræðum þegar aðgerðir hefjast á nýju ári og til að við getum ann- ast eftirspurnina eftir blóði á næstu vikum. Við fögnum öllum sem koma inn, hvort sem þeir geta gefið blóð eða ekki,“ sagði Ína Björg. Hóglífi um hátíðarnar hefur yfir- leitt ekki áhrif á gæði blóðsins og kemur því ekki í veg fyrir blóð- gjafir, standist blóðgjafarnir heil- brigðiskröfur Blóðbankans. Í dag verður Blóðbankinn við Snorra- braut opinn frá klukkan 8 og verð- ur opið til kl. 19 í kvöld. Á morgun verður opið til hádegis. Blóðsöfn- unarbíllinn fer svo aftur af stað og safnar blóði í næstu viku. Nú vantar blóðgjafir Ína Björg Hjálmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (03.01.2008)
https://timarit.is/issue/286198

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (03.01.2008)

Gongd: