Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Kristinn
Snarfarahöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði svæðinu í kringum Snarfarahöfn í gærkvöldi á meðan á vinnu rannsóknarlögreglunnar stóð.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UMFANGSMIKILLI leit að 19
ára pilti lauk í gærkvöldi en hún
hafði staðið yfir síðan um kvöld-
matarleytið á þriðjudag. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
fannst lík piltsins í Elliðavogi, rétt
við smábátahöfn Snarfara. Piltur-
inn hét Jakob Hrafn Höskuldsson,
til heimilis að Bröndukvísl 14 í
Reykjavík. Jakob Hrafn var nítján
ára, fæddur 1. desember 1988.
Tilkynnt var um hvarf piltsins
síðdegis á þriðjudag en þá hafði
hann ekki sést síðan kl. 5.30 á ný-
ársdagsmorgun, skammt frá
skemmtistaðnum Broadway í Ár-
múla. Umfangsmikil leit var þegar
sett af stað og að sögn björgunar-
sveitar var talið að pilturinn hefði
ætlað að ganga til síns heima í Ár-
túnsholti.
Leitað í kringum Elliðaár
Á annað hundrað björgunar-
sveitarmenn tóku þátt í leitinni
sem beindist einna helst að svæð-
inu í kringum Elliðaár og hverfum
þar í kring. Fjörur voru gengnar,
bátar notaðir og leitarhundar auk
þess sem kafarar frá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg tóku þátt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
GNA, var einnig notuð á meðan
birta leyfði.
Á níunda tímanum bárust svo
fregnir af því að pilturinn hefði
fundist í Elliðavogi. Upplýsingar
um málið fengust hins vegar ekki
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að rannsókn lögreglu sé á
byrjunarstigi og líkast til þurfi að
bíða krufningar til að ákvarða í
hvaða farveg hún fari.
Pilturinn fannst látinn
!
"
Á annað hundrað björgunarsveitar-
manna tók þátt í leit að 19 ára pilti
STOFNAÐ 1913 2. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ÁFENG OG ELEGANT
SUMIR ERU LÉTT FORDÓMAFULLIR GAGNVART
VÍNARTÓNLIST EN AÐRIR FÁ ALDREI NÓG >> 14
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„NÚ verður snúið í gang og haldið áfram
þar til samningar nást,“ segir forystumaður
á vinnumarkaði um framhald kjara-
viðræðna eftir jólahléið. Forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar segjast bíða eftir
svörum ríkisstjórnarinnar við áherslum
hreyfingarinnar, sem geti haft úrslitaáhrif
á niðurstöðuna. Einhver óformleg sam-
skipti hafa þó átt sér stað að undanförnu á
milli fulltrúa launþegahreyfingarinnar,
Samtaka atvinnulífs og ríkisins um mögu-
legt innlegg ríkisins en engin svör hafa enn
borist frá ríkisstjórninni við þeim áherslum
sem verkalýðshreyfingin kynnti ráðherrum
12. desember sl.
Einnig hafa einstakir vinnuhópar komið
saman þó viðræður um launalið hafi legið
niðri. Fundað verður fram að helgi í und-
irhópum en ekki hefur enn verið boðað til
formlegs samningafundar viðsemjenda.
,,Við erum að bíða eftir því að heyra í rík-
isstjórninni,“ segir Kristján Gunnarsson,
formaður Starfsgreinasambandsins.
„Framhaldið ræðst mjög mikið af því hver
aðkoma hennar verður. Við þurfum að fá
einhverjar undirtektir og þá snúum við
okkur að atvinnurekendum. Það er ágætur
samhljómur á milli landssambandanna,“
segir Kristján. „Við viljum sjá meira á spil-
in. Það er það mikil óvissa í kringum þetta.
Við núverandi aðstæður er erfitt að sjá að
viðræður við atvinnurekendur um launalið-
inn nái þroska, fyrr en við sjáum hvað
stjórnvöld eru til í að gera,“ segir forystu-
maður í launþegahreyfingunni. Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, sér ekki að það þjóni miklum
tilgangi að ríkið komi með útspil á þessu
stigi málsins. ,,Það þarf að liggja fyrir hvað
verið er að semja um og það eru ýmis atriði,
sem við eigum eftir að ljúka.“
Mörg mál og ólík eru undir í viðræðun-
um. Boðað hefur verið til fundar ASÍ og SA
á morgun um sameiginlegar áherslur sem
ASÍ hefur kynnt atvinnurekendum. Boðað
hefur verið til formannafundar í Starfs-
greinasambandinu eftir helgina og eru
flestir á þeirri skoðun að fljótlega upp úr
því fari kjaraviðræðurnar á flug. Flestir eru
enn bjartsýnir á að ná megi skynsamlegri
lendingu kjaraviðræðna.
Beðið eft-
ir útspili
ríkisins
Kjaraviðræður gætu
farið á flug eftir helgi
Morgunblaðið/Golli
Spilin lögð ASÍ kynnti ráðherrum
áherslur vegna kjarasamninga 12. des.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
BREYTINGA er þörf á rekstri fiskverkunar-
fyrirtækisins Krækis á Dalvík vegna rekstr-
arerfiðleika. Ákveðið hefur verið að segja öllu
starfsfólki upp, en þar voru alls 32 stöðugildi.
Breytt rekstrarform og aðkoma annarra fyr-
irtækja er til skoðunar. Bæjarstjóri Dalvíkur
segir ávallt slæmt þegar störf hverfa úr sveitar-
félaginu en merkir ekki uppgjafartón í íbúum.
Krækir var stofnað árið 2006 og sérhæfði fyr-
irtækið sig í framleiðslu á ferskum, frosnum og
söltuðum fiski til útflutnings. Að sögn Hennings
Jóhannessonar, stjórnarformanns og eiganda
fyrirtækisins, gekk reksturinn vel framan af en
breytt rekstrarskilyrði undanfarið ár hafi sett
strik í reikninginn. Hann segir að rekja megi
ákvörðunina til slæmrar stöðu krónunnar, fisk-
verðs og hráefnisskorts. Þá hafi mikill niður-
skurður á kvóta ennfremur bitnað harkalega á
fyrirtækinu. Ekki hafi því verið rekstrargrund-
völlur fyrir starfseminni, en ákvörðun um fram-
haldið verður tekin að lokinni gaumgæfilegri
skoðun á ýmsum möguleikum.
Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dal-
víkur, segir menn hafa haft ákveðnar áhyggjur
af rekstrarumhverfi fiskvinnslunnar, sér í lagi
þar sem sveitarfélagið byggi allt sitt á fisk-
vinnslu. „Við erum hins vegar svo heppin að hér
eru nokkur önnur fiskvinnslufyrirtæki, sem
standa á gömlum merg og eru að gera mjög
góða hluti.“
Öllu starfsfólki hjá Kræki fiskverkun sagt upp vegna mikilla erfiðleika í rekstri
Enginn uppgjafartónn á Dalvík
Höll ævintýranna >> 37
Magnaðar stundir í leihúsinu
Leikhúsin í landinu