Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 13
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
STJÓRNIN á Sri Lanka rifti í gær
vopnahléssamkomulaginu frá árinu
2002, með þeim rökum að það væri
orðið merkingarlaust í ljósi vaxandi
ofbeldisverka. Skrifað var undir
samkomulagið í Ósló og höfðu Norð-
menn milligöngu um undirritunina.
Þeir hafa ásamt Íslendingum
starfrækt samnorrænu eftirlitssveit-
irnar, SLMM, frá árinu 2002 og
bendir nú flest til að því starfi verði
sjálfhætt. Finnar, Danir og Svíar
tóku þátt í starfi SLMM en hættu
þátttöku að kröfu tígranna.
Frá desembermánuði 2005 hefur
vopnahléið aðeins ríkt á blaði, hundr-
uð, ef ekki þúsundir, hafa fallið í
átökum stjórnarhersins og liðs-
manna Tamíl-tígranna, nú síðast
féllu fjórir og á þriðja tug særðist í
árás á herrútu í Colombo í gær.
Samkvæmt samkomulaginu hafa
stríðandi aðilar tvær vikur til að til-
kynna skriflega um að þeir hyggist
rifta því, en varnarmálaráðuneytið
hefur jafnframt gefið út að öllum
samningaviðræðum við fulltrúa tígr-
anna verði hætt.
Um aldarfjórðungur er liðinn frá
því átök brutust út og hafa yfir
70.000 manns látið lífið í árásum.
Reuters
Ólga Ummerki könnuð eftir árás
á herrútu í Colombo í gær.
Stjórnin á Sri Lanka
rýfur vopnahléið
Starfi íslenskra og norskra eftirlitsmanna SLMM sjálfhætt?
KJÖRSTJÓRN í Pakistan skýrði í
gær frá því að ákveðið hefði verið að
fresta fyrirhuguðum þingkosn-
ingum, sem áttu að vera 8. janúar, til
18. febrúar. Forseti landsins, Pervez
Musharraf, flutti sjónvarpsávarp og
sagði þar að „hryðjuverkamenn“
hefðu myrt leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar, Benazir Bhutto, en hún
féll fyrir hendi tilræðismanns 27.
desember.
„Að þjóðinni steðjar mikill harm-
ur. Benazir Bhutto hefur látið lífið
fyrir tilverknað hryðjuverkamanna.
Ég bið Guð almáttugan um að veita
sál Benazir Bhutto frið,“ sagði for-
setinn.
Minnst 47 manns hafa fallið í átök-
um síðan Bhutto lét lífið. Musharraf
sagði að bæði glæpamenn og stjórn-
málaöfl hefðu reynt að nýta dauða
Bhutto sér til hagsbóta og óhjá-
kvæmilegt hefði verið að fresta
kosningunum. Yfirmaður kjör-
stjórnarinnar sagði að fjöldi kjör-
stöðva hefði verið brenndur til
grunna, einkum í heimahéraði
Bhutto, Sindh, og mikið af kjör-
gögnum eyðilagst auk þess sem
óeirðirnar hefðu tafið fyrir prentun
kjörseðla.
Talsmenn flokks Bhutto, Þjóð-
arhreyfingar Pakistans (PPP), for-
dæmdu ákvörðunina og sögðu að um
væri að ræða örvæntingarfulla til-
raun til að komast hjá ósigri stjórn-
málamanna sem styðja Musharraf.
„Það er ekki nokkur ástæða til að
fresta kosningunum,“ sagði Raza
Rabbani, aðstoðarframkvæmda-
stjóri PPP, og bætti við að ákvörð-
unin hefði verið þjónkun við helsta
stuðningsflokk Musharrafs á
þinginu í Islamabad, Múslím-
afylkingu Pakistans (PML-Q).
Chris Morris, fréttamaður breska
útvarpsins, BBC, í Pakistan, segir
að PPP hafi viljað að upprunalegur
kjördagur yrði óbreyttur vegna þess
að flokkurinn hafi gert sér vonir um
að fá mikið af samúðarfylgi svo
skömmu eftir morðið. Eiginmaður
hennar og ungur sonur hjónanna
stýra nú PPP í sameiningu.
Fresta þingkosningum
Flokkur Bhutto mótmælir og segir að verið sé að reyna að
hindra kosningaósigur stjórnarsinna í Pakistan
Í HNOTSKURN
»Bhutto-ættin er ein af fáein-um tugum ætta sem ráða nær
öllu í Pakistan og eiga þar mest-
allt jarðnæði.
»Hinn 19 ára gamli sonurhjónanna, Bilawal Bhutto, er
of ungur til að bjóða sig fram til
þings.
GOSMÖKKUR stígur upp af eldfjallinu Llaima, um 650
kílómetra sunnan við Santiago í Chile, í gær. Um 150
manns, sem voru á ferð í Conguillio-þjóðgarðinum við
fjallið, voru flutt á brott en ekki er vitað til að nokkur
hafi slasast eða tjón orðið á eignum. Yfirvöld eru þó við
öllu búin og munu flytja á brott íbúa í næstu þorpum ef
þörf krefur. Llaima er eitt virkasta eldfjall landsins og
gaus síðast stóru gosi árið 1994.
Reuters
Llaima minnir á sig ÞEGAR fólki er umbunað fyrir aðléttast er líklegra en ella að því tak-
ist að ráða bug á bumbunni.
Þetta segja vísindamenn við
Chapel Hill-háskólann í Norður-
Karólínu en þeir fengu um 200 of
feita Bandaríkjamenn til að taka
þátt í tilraun þar sem áhrif fjár-
hagslegs hvata voru könnuð.
Þriðjungi þátttakenda var ekki
heitið neinni umbun, þriðjungi sjö
dölum fyrir að léttast um sem nem-
ur hundraðshluta líkamsþyngdar,
þriðjungi helmingi hærri upphæð
fyrir sama árangur.
Áhrif umbunarinnar eru ótvíræð.
Þeir sem fengu ekkert léttust að
meðaltali um eitt kíló, annar hóp-
urinn um eitt og hálft kíló og sá sem
fékk 14 dali tvö og hálft kíló.
Telja rannsakendur að fólk erfiði
meira séu peningar í spilinu.
Umbun vinnur á offitunni
REYKINGABANN á veitingastöðum tók gildi í Frakk-
landi í gær og þeir sem brjóta bannið verða að greiða 63
evrur, nær sex þúsund krónur, í sekt. Veitingahúseig-
andi sem ekki framfylgir banninu borgar rösklega tvö-
falda sekt. Talsmenn heilbrigðismálaráðuneytisins segja
að annar hver franskur reykingamaður deyi á endanum
úr sjúkdómum sem tengist neyslunni. Byrjað var að
vinna gegn reykingum í landinu fyrir 15 árum með því
að hækka verð á sígarettum og setja kröfur um sérstök
rými fyrir reykingafólk á veitingastöðum.
Reykingabann af sama tagi tók einnig gildi í átta af 16 ríkjum Þýska-
lands á nýársdag en stefnt er að því að bannið nái til alls landsins í árslok.
Samband aðila í hótela- og veitingahúsarekstri hefur höfðað mál fyrir
stjórnlagadómstóli landsins og segir bannið hindra fyrirtækin í að bjóða
þjónustu sína. Bretar og Írar hafa þegar bannað reykingar á veit-
ingastöðum í löndum sínum.
Drepið í sígarettum á kránum
SÁDI-arabískar kvenrétt-
indakonur vonast til, að þetta ár
verði þeim gæfuríkt og færi kon-
um réttindi til að aka bíl. Hafa
þær skorað á konung landsins að
afnema misréttið.
Vilja ökuréttindi
BRETAR eru háðastir óhollustunni,
skyndibitanum, að því er fram kem-
ur í könnun, sem gerð var í 13 lönd-
um. Næstir koma Bandaríkjamenn.
Um 45% kváðust ekki treysta sér til
að hætta skyndibitaáti.
Skyndibitafíkn
ÓHÁÐ samtök, IBC, sem fylgst
hafa með mannfalli í Írak, sögðu í
gær, að þar hefðu um 24.000 manns
týnt lífi á nýliðnu ári. Áætla þau
mannfallið frá innrás nærri 90.000.
24.000 féllu
BRESKIR sérfræðingar spá því, að
persónuleg gjaldþrot verði fleiri í
Bretlandi á þessu ári en áður. Talið
er, að níu milljónir manna eigi í
miklum erfiðleikum vegna skulda.
Skuldafen
STUTT
„EINS og staðan
er núna heyrum
við frá mörgum
hliðum að þetta
sé eitthvað sem
sé að fara að ger-
ast. Á meðan við
höfum ekki feng-
ið það staðfest
getum við ekki
tjáð okkur um
það,“ sagði Pia Hansson, fjölmiðla-
fulltrúi samnorrænu eftirlitssveit-
anna, SLMM, um tíðindin í gær.
Að hennar sögn eru nú níu Ís-
lendingar á vegum SLMM í landinu,
Norðmenn telja á þriðja tuginn.
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu í gærkvöldi var ákvörðunin
hörmuð, beðið væri tilkynningar.
Riftunin
ekki staðfest
Pia Hansson
París. AFP. | Hin mikla bráðnun ís-
brynjunnar á norðurpólnum und-
anfarinn aldarfjórðung kann að
eiga upptök sín í breytingum á veð-
urkerfum í veðrahvolfinu.
Hingað til hefur hop íssins eink-
um verið skýrt með minna end-
urvarpi sólarljóss frá ísnum, sem
þess í stað hiti upp vatnsmassann.
Þetta kemur fram í nýrri sænskri
rannsókn sem fjallað er um í tíma-
ritinu Nature í dag, þar sem reynt
er að skýra hvers vegna sjórinn við
norðurpólinn hafi hlýnað um tvær
gráður á Celsíus á síðustu öld, eða
helmingi meira en heimsmeðaltalið.
Telja vísindamennirnir, undir
forystu Rune Graversen við Stokk-
hólmsháskóla, að hið mikla hop
megi rekja til breytts flutnings-
mynsturs misheits loftmassa í miðju
veðrahvolfinu, sem nær allt upp í 10
km hæð yfir jörðu.
Að mati Graversen hefur orðið
breyting á þessari hringrás á síð-
ustu tveimur áratugum, með þeim
afleiðingum að hiti og raki hafi bor-
ist til frerabrynjunnar á pólnum.
Rakinn er sagður skipta máli,
hann eigi þátt í skýjamyndun yfir
pólnum sem hiti upp yfirborðið.
Á sama tíma birtist rannsókn í
Nature, þar sem segir að geta gróð-
urs á norðurhveli til að binda kol-
efni virðist vera að minnka, ferli
sem hlýrri haust kunni að örva.
Ný kenning um bráðnunina
Morgunblaðið/Einar Falur
Bráðnun Ísinn á pólnum hopar.
borg í borginni, 450 metra há og
hefur hlotið nafnið „Kristaleyjan“
og arkitektinn Norman Foster.
TIL stendur að reisa stærstu bygg-
ingu í heimi í Moskvu, 2,5 millj.
rúmmetra. Verður um að ræða
Risahús í Moskvu