Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SKYNSAMLEGAR HUGMYNDIR
Hugmyndir Steingríms J. Sig-fússonar, formanns Vinstrigrænna, um lengingu á kjör-
tímabili forseta úr fjórum árum í sex,
og að hver einstaklingur geti ekki
setið lengur í því embætti en tvö kjör-
tímabil eða tólf ár, eru skynsamlegar.
Það er augljóst að tímabært er orð-
ið að ræða slíkar breytingar. Lýð-
veldið hefur slitið barnsskónum og
forsetaembættið hefur smátt og
smátt mótazt á þann veg að eðlilegt
er að ræða þessar breytingar og aðr-
ar, sem varða embættið.
Í tíð núverandi forseta hefur emb-
ættið orðið pólitískara en það var og
um leið verða störf forseta umdeil-
anlegri en ella. Ákveðinn hluti þjóð-
arinnar getur verið mjög ánægður
með þá breytingu en annar hluti
hennar mjög óánægður. Forsetinn er
þá ekki lengur það sameiningartákn
sem menn töldu í árdaga að hann ætti
að vera. Það getur valdið vandkvæð-
um þegar til lengri tíma er litið. Sá
hluti þjóðarinnar, sem er ósáttur við
embættisfærslu forseta hverju sinni,
sættir sig betur við þann sem emb-
ættinu gegnir þá stundina ef ljóst er
að sá hinn sami situr í því einungis í
takmarkaðan tíma.
Það er líka í meira samræmi við
eðli íslenzks samfélags að sami mað-
ur sitji ekki of lengi í þessu æðsta
embætti þjóðarinnar. Það er einfald-
lega lýðræðislegra.
Steingrímur J. Sigfússon nefnir
tvö sex ára kjörtímabil. Í forystu-
grein Morgunblaðsins í gær, þar sem
þetta mál var til umfjöllunar, voru
nefnd tvö kjörtímabil og þá miðað við
núverandi lengd kjörtímabils. Hvort
árin eru átta eða tólf skiptir ekki höf-
uðmáli heldur hitt, að það séu sett
takmörk.
Svo vill til að núverandi forseti,
Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sjálf-
ur lýst skoðunum sínum á þessu máli.
Á fundi, sem haldinn var á Hótel
Sögu þriðjudaginn 11. júní árið 1996,
í aðdraganda forsetakosninganna það
ár, lét Ólafur Ragnar orð falla um
þetta efni. Í frásögn Morgunblaðsins
af fundinum daginn eftir, eða hinn 12.
júní 1996, sagði m.a. af ummælum
Ólafs Ragnars: „Sjálfur telji hann tvö
til þrjú kjörtímabil hæfilegri tíma
fyrir setu forseta í heimi hraðra
breytinga, njóti forseti stuðnings til
þeirrar setu í embætti í samræmi við
hefð.“
Þessi orð féllu í framhaldi af þeim
ummælum Ólafs Ragnars að hann
teldi það „langan tíma fyrir forseta að
sitja sextán ár í embætti“, þó svo að
bæði Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís
Finnbogadóttir hefðu gegnt forseta-
embætti svo lengi.
Þetta er ekki rifjað upp til þess að
gagnrýna forseta Íslands fyrir þá
ákvörðun hans að leita nú eftir kjöri
til forseta fjórða kjörtímabilið í röð,
þótt hann hefði áður gefið til kynna
að hugmyndir hans væru aðrar.
Þetta er rifjað upp til þess að
minna á, að fleiri hafa verið þessarar
skoðunar en Steingrímur J. Sigfús-
son og Morgunblaðið.
BJÖRGUM FJÁRSJÓÐI
NÝLISTASAFNSINS
Eins og fram kom í Morgunblaðinusl. sunnudag verður Nýlista-
safnið 30 ára á þessu ári. Í tilefni af
því verður efnt til sleitulauss mara-
þons á safninu með það að markmiði
að gera úttekt á safneigninni og skrá
öll gögn þess. Eða: „varpa ljósi á,
hreyfa við, rannsaka, sýna og kynna
Núylistasafnið og sögu þess fyrir al-
menningi svo safnið getið vaxið og
fest sig enn betur í sessi sem sam-
tímalistamiðstöð þjóðarinnar“. Allt á
þetta að fara fram fyrir opnum tjöld-
um með aðstoð fræðimanna og í gegn-
um kennslu, auk þess sem sýningar
verða unnar út frá sögu safnsins.
Nöfn þeirra listamanna sem Ný-
listasafnið á verk eftir er bæði langur
og merkilegur – ekki einungis með
tilliti til íslenskrar myndlistarsögu
heldur einnig erlendrar. Magnús
Pálsson, Hreinn Friðfinnsson, Hörð-
ur Ágústsson, Jón Gunnar Árnason,
Kristján Guðmundsson, Magnús
Tómasson, Róska, Sigurður Guð-
mundsson, Steina Vasulka, Dieter
Roth, Joseph Beuys, Richard Hamil-
ton, Dorothy Iannone, Robert Fil-
liou, John Armleder, Matthew Bar-
ney – öll þessi nöfn (sem eru þó
einungis brot af þeim lista sem um er
að ræða) segja sína sögu um merki-
legt starf Nýlistasafnsins. En jafn-
framt sögu sem hæglega getur lent í
glatkistunni ef ekkert er að gert.
Nýlistasafnið hefur verið alla tíð
átt við fjárhagsvanda að stríða, en
haldið uppi öflugu starfi engu að síð-
ur. Nú er þó svo komið að ekki verður
lengur beðið með að sinna því mikil-
væga varðveisluhlutverki sem þarf að
inna af hendi eigi upplýsingar um
verk og sýningar ekki að glatast og
safngripirnir sjálfir að líða óbætan-
legt tjón. Gripirnir eru margir hverj-
ir ómetanlegir í menningarsöguleg-
um skilningi auk þess að vera afar
dýrmætir í veraldlegum skilningi.
Það er óforsvaranlegt að láta öll
þessi verk liggja í ófullkomnum
geymslum Nýlistasafnsins, óskráð og
í misjöfnu ástandi. Eins og fram kom
í ofangreindri grein í Morgunblaðinu
vantar enn nokkuð uppá að tekist hafi
að afla fjármagns til að þessi viða-
mikla björgunaraðgerð Nýlistasafns-
ins geti heppnast sem best. Því er
óhætt að hvetja jafnt opinbera aðila
sem einkaaðila til þessa að ljá safninu
lið við maraþonið – forvörsluna og
skráninguna. Það er verðugt verkefni
að koma gögnum þess í varðveislu í
Listasafni Íslands og Borgarskjala-
safni eins og stendur til að gera. En
til að það takist þar safnið liðsinni
sem öllum væri sómi af að veita því.
Saga safnsins má ekki vera byggð á
„munnmælum“ einum saman, eins og
Nína Magnúsdóttir, formaður stjórn-
ar þess, orðaði það, saga þess verður
að byggjast á góðum grunni og
öruggri safneign.
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ástandið hér er vægastsagt skelfilegt. Hundruðmanna hafa fallið í óeirð-um í landinu, hér er allt
að verða matarlaust og sums stað-
ar hótar lögreglan að skjóta þá,
sem voga sér út
úr húsi. Það
kemur þó eng-
um á óvart, að
upp úr skuli
hafa soðið. Fólk
batt svo miklar
vonir við kosn-
ingarnar og gat
alls ekki hugsað
sér að búa í önn-
ur fimm ár við
þá spillingu,
sem einkennt hefur núverandi
stjórn. Það bendir líka allt til, að
stjórnarandstaðan hafi sigrað en
stjórnvöld beitt brögðum og hag-
rætt úrslitunum sér í vil,“ sagði
Þórunn Helgadóttir í viðtali við
Morgunblaðið en hún rekur barna-
heimili í höfuðborg Kenía, Nairobi,
á vegum ABC-barnahjálparinnar.
Þórunn var á leið frá Tansaníu og
nýkominn inn í Kenía er samband
náðist við hana. Til Tansaníu hafði
hún farið til að kaupa mat fyrir
börnin, hrísgrjón, maís og aðrar
nauðsynjar, en hún segir, að mikill
matarskortur sé að verða í Kenía.
Að vísu hafi einhverjar verslanir
verið opnar á morgnana en í þeim
sé allt matarkyns uppurið.
Almenningur er ævareiður
„Það er óhætt að segja, að fólk
hér sé brjálað, svo reitt er það. Það
hafði bundið svo miklar vonir við,
að nú tækist að koma núverandi
stjórn Mwai Kibakis forseta frá og
allt benti til, að það myndi ganga
eftir, ekki síst eftir að sjálf taln-
ingin var hafin,“ segir Þórunn.
„Ég fylgdist með talningunni en
þegar þar var komið, að leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, Raila Od-
inga, var kominn með eina milljón
atkvæða umfram Kibaki, þá var
hætt að flytja fréttir af talning-
unni. Síðan liðu heilir tveir dagar
án þess að nokkuð fréttist en á
þriðja degi voru loks birtar nýjar
fréttir og þá hafði allt snúist við og
Kibaki forseti kominn með foryst-
una, jafnvel í kjördæmum þar sem
allir vissu, að hann átti ekki mikið
fylgi.“
Þórunn segir, að í Kenía sé mikil
fátækt, margir eigi þar hvo
hnífs né skeiðar og því ekk
legt, að mikil óánægja krau
ir niðri. Verst sé þó, að Kib
seti og tveir fyrrverandi for
þar á meðal Daniel arap M
stýrði Kenía sem einræðish
tæpan aldarfjórðung, séu s
um að hafa rúið sitt eigið la
að skinninu, stolið svo mikl
það dygði fyrir ríkisrekstri
tvö til þrjú ár.
„Stjórnarandstaðan og O
lofuðu landsmönnum að tak
þessu, ekki þó til þess að fa
Kibaki eða aðra, heldur bar
endurheimta eitthvað af fén
hægt væri að nota það til a
heilsugæsluna,“ sagði Þóru
Þórunn segir, að yfirmað
reglunnar hafi sagt af sér v
Ástandið er ske
en kemur fáum
Þórunn Helgadóttir,
sem rekur barnaheim-
ili í Nairobi, segir í við-
tali við Svein Sigurðs-
son, að margt hafi átt
þátt í því að hrinda af
stað óöldinni í Kenía.
Mikil fátækt og mikil
spilling séu samt meg-
inástæðan.
Ótti og skelfing Hermaður á verði í einu fátækrahverfi höfuðb
mörgum húsum, einkum þeim, sem eru í eigu fólks af Kikuyu-æ
er þó ástandið í vesturhluta Kenía þar sem nokkur hundruð man
Þórunn
Helgadóttir
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
KENÍA hefur um árabil verið eitt af fyr-
irmyndarríkjum Afríku í efnahagslegu og
stjórnmálalegu tilliti þótt fádæma spilling
og útbreidd fátækt hafi óneitanlega sett
svip sinn á samfélagið. Tekist hefur að
skipta öðru hverju um ráðamenn með frið-
samlegum hætti í kosningum en ekki með
byltingum. En nú syrtir í álinn.
Að þessu sinni virðast stórveldin og al-
þjóðasamfélagið ætla að læra af fyrri mis-
tökum og leggja sig fram um að stilla til
friðar áður en það er orðið of seint. Afríku-
sambandið, AU, er á nálum, afleiðingar af
hruni í Kenía gætu orðið miklar. Forseti
AU, John Kufuor, forseti Gana, hyggst taka
forystuna í friðarviðleitninni og vestræn
ríki og Kína eiga mikilla hagsmuna að gæta
vegna fjárfestinga og annarra viðskipta á
svæðinu. Kufuor hyggst að sögn Paul Rey-
nolds, fréttaskýranda breska útvarpsins,
BBC, fá keppinautana tvo, Mwai Kibaki,
sem heldur enn forsetatitlinum á vafasöm-
um forsendum, og stjórnarandstæðinginn
Raila Odinga til að hvetja stuðningsmenn
sína til að binda þegar enda á ofbeldið.
Einnig vill hann að þeir hefji viðræður um
myndun þjóðstjórnar til að sættir náist.
Bretar og Bandaríkjamenn sameinuðust í
gær um að senda frá sér yfirlýsingu þar sem
hvatt var til þjóðstjórnar keppinautanna
tveggja sem boða í reynd mjög svipaða efna-
hags- og utanríkisstefnu þótt Odinga eigi
sér rætur í vinstrihreyfingum liðins tíma.
Bandaríska utanríkisráðuneytið virðist hafa
verið lítt á varðbergi og sendi Kibaki áður
heillaóskir en nokkrum stundum síðar bár-
ust yfirlýsingar eftirlitshóps Evrópusam-
bandsins þar sem skýrt var frá kosninga-
svindli. Sneru þá Bandaríkjamenn við
blaðinu og sögðust ekki „óska neinum til
hamingju með sigur“. Yfirmaður kjör-
stjórnar í Kenía viðurkenndi í gær að hann
vissi ekki hver hefði sigrað, sagði stjórn-
arliða hafa beitt sig þrýstingi til að staðfesta
sigur Kibakis.
Breska tímaritið The Economist fjallaði
nýlega um væntanlegar forsetakosningar
og sagði afar brýnt að ef til valdaskipta
kæmi yrðu þau friðsamleg. Ef það tækist í
jafn flóknu samfélagi þjóðarbrota gætu aðr-
ar Afríkuþjóðir fetað sömu braut. En hundr-
uð manna eru þegar fallin og eins víst að
landlæg tortryggni breytist nú í hatur. Frá-
sagnir af því að tugir óbreyttra borgara séu
brenndir inni í kirkju minna óhugnanlega á
það sem gerst hefur í öðrum löndum þar
sem ólík þjóðarbrot og trúarhópar hafa bor-
ist á ba
arhrein
hluta á
Fyrirmyndarríki á bar
Í HN
»Ul
Fles
arbr
»Ks
var s
aðri
»Þy
2002
ins.
»Ku
uppr
það
og v
»Kk
elstu