Morgunblaðið - 03.01.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.01.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Er Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra kominn í einhver vandræði vegna skipunar í embætti orkumálastjóra? Hann virðist hafa gengið fram hjá konu, sem hefur starfað sem aðstoðarorkumála- stjóri og gegnt starfi orkumála- stjóra um skeið.     Þrátt fyrir þaðgetur varla verið að Össur hafi gert ein- hverja vitleysu.     Hann er ráð-herra fyrir Samfylkinguna, sem leggur áherzlu á jafnrétti eins og allir vita.     Hann er ráðherra fyrir Samfylk-inguna, sem leggur áherzlu á að konur njóti jafnræðis á við karla.     Hann er ráðherra fyrir Samfylk-inguna, sem hefur lýðræðið í hávegum skv. eigin orðum forystu- manna flokksins.     Hann er ráðherra fyrir Samfylk-inguna, sem níðist ekki á fólki í embættaveitingum.     Og auðvitað getur ekki verið aðflokkur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og kvennanna, sem mynda skjaldborg í kringum hana geri neinar vitleysur í embættaveit- ingum.     Að öllu þessu samanlögðu er auð-vitað ljóst, að Össur Skarphéðinsson getur ekki verið í neinum vandræðum með að rök- styðja ákvörðun sína.     Er það ekki alveg víst – Össur?     Er nokkuð kusk að falla á hvít-flibba Samfylkingarinnar?! STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Össur í vandræðum?                      ! " #$  $ %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -                    ! "#$ $ 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 # % &%% '%  ' ! "#$   $ !# $ !# :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '(   '  ('  '  '  ('   '  '  '   '                        *$BC %%%%                    !   "  "  # $  %  *! $$ B *! ) *+%#  %* %# $ "#  ," <2 <! <2 <! <2 ) $#+ %-   .%/! " 0  D2 E                *  & '  ( )     *  !    *   +'         * /    &       )     &  &  #    <7  & '      % $        )   &   !   #    1& %%"22 "#%%3" !"%-   VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Svavar Alfreð Jónsson | 2. janúar Vel sóttar kirkjur Í rógsherferð síðustu mánaða gegn kirkju og kristni er því stundum haldið fram að kirkjur landsins standi meira og minna tómar. Auðvitað á það ekki við rök að styðjast fremur en margt annað í þeim áróðri. Á nýársdag sýndi Sveinn kirkjuvörð- ur mér tölur um aðsókn að Akureyrar- kirkju síðasta mánuð. Hvorki fleiri né færri en sexþúsund manns komu í kirkjuna í desember. ... Meira: svavaralfred.blog.is Baldur Kristjánsson | 2. janúar Kristinfræði- mannréttindi? Þá er komin á stilla - eins og ekkert hafi gerst. Samt hafa farið fram með miklum látum bæði jól (næstum liðin) og áramót. Hvort tveggja tilbúin tímamót. (Jesúbarnið fæddist vissulega en ekki endilega í desember). Það eina náttúrulega sem hefur skeð fyrir utan veðrabrigði síðasta hálfa mánuðinn eru vetrarsólstöðurnar. ... Meira: baldurkr.blog.is Gunnlaugur B. Ólafsson | 2. janúar Heiðra skaltu afa þinn og ömmu Oftast gildir sú regla að þeir sem látnir eru fá að njóta hvíldarinnar og samferðamenn fyrirgefa það sem borið hefur á milli í skoðunum. Jafna ágreining og ná sátt í huganum þegar árin færast yfir. Þann- ig fær fortíð mildara yfirbragð og þá verður allt betra „í gamla daga“. Þeg- ar leikarar í atburðarás liðins tíma eru allir fallnir frá er það erfitt að setja samræður og ... Meira: gbo.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 2. janúar Er Áramótaskaupið orðið úrelt sjónvarpsefni? Ég er enn að melta ára- mótaskaupið sem okk- ur landsmönnum var boðið upp á í gærkvöldi. Varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum, enda átti ég von á meiru miðað við þann mannskap sem hélt utan um efnið. Reyndar er áramóta- skaupið eitt umdeildasta sjónvarps- efnið á hverju ári og erfitt að gera öll- um til hæfis. Þetta er kannski vanþakklátasta verkefni leikstjórans á hverju ári. Mér fannst mörg atriði svosem al- veg ágæt. Það sem mér fannst hins- vegar verst af öllu var uppbygging skaupsins og Lost-þemað sem var beinagrind þess. Það var sá þáttur sem mér fannst ekki hitta í mark og hann skemmdi fyrir heildarmyndinni allnokkuð. Mér fannst skaupið vera alllengi að komast af stað og fannst fyrstu mínúturnar hreinlega hundleið- inlegar og þetta varð ekki sá þétti pakki sem ég bjóst við frá Ragnari Bragasyni, sem átti besta leikna sjón- varpsefni ársins 2007, hina frábæru Næturvakt. Þegar það komst loks af stað voru atriði sem mér fannst sum hver ansi fyndin. Nægir þar að nefna grínið með tjaldsvæðamálin á Akureyri um versl- unarmannahelgina, Steingrím J., Árna Johnsen, Randver og vinslitin í Spaug- stofunni, hundinn Lúkas, okkur blogg- arana, Bubba Morthens, svo dæmi sé nefnt. Þarna var greinilega mun meiri þjóðfélagsádeila en hefur verið í skaupum á síðustu árum og stjórn- málamenn fengu tiltölulega mikinn frið frá rætnu gríni. Við bloggarar feng- um okkar sneið, sem var svolítið súr- sæt en kómísk innst inni. Það var skautað að mestu yfir hitamál á borð við REI og pólitísk örlög eftir kosning- arnar, sem var miður. En heildarpakkinn var ekkert meist- araverk að mínu mati. Það var of lengi af stað og ég varð fyrir vonbrigðum. Átti einfaldlega von á betra efni og þéttari pakka, miðað við mannskap- inn sem stóð að skaupinu. Það er þó fjarri því að það hafi verið dautt í gegn, þarna voru ágætispunktar en það var samt verulega gloppótt. Var svolítið hugsi yfir útkomunni og eig- inlega þurfti að sjá það aftur til ... Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS SIÐFRÆÐISTOFNUN stendur fyrir málþingi föstudaginn 4. janúar nk. um ábyrgð foreldra og fjöl- skyldulíf. Málþingið hefst kl. 15 og verður haldið í Norræna húsinu. Á málþinginu verða haldin þrjú er- indi: Vilhjálmur Árnason, prófessor í HÍ, heldur erindi sem nefnist Upp- eldi til frelsis í neyslusamfélagi, Baldur Kristjánsson, dósent í KHÍ, nefnir erindi sitt Hvernig fer fjöl- skyldulíf og foreldraábyrgð saman í nútímasamfélagi? og Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, fjallar um Foreldraábyrgð og barnasáttmála SÞ. Að erindum loknum verða stuttar pallborðsumræður og þar taka þátt þau Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Sigrún Aðal- bjarnardóttir, prófessor við HÍ og séra Sigurður Pálsson, fyrrv. sókn- arprestur. Boðið er uppá kaffiveit- ingar í anddyri Norræna hússins að málþingi loknu. Fundarstjóri er Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Málþingið er hluti af verkefninu Gildismat og velferð barna í neyslu- samfélagi nútímans sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði. Málþingið er öllum opið, segir í fréttatilkynningu. Málþing um ábyrgð foreldra og fjölskyldulíf Morgunblaðið/Sverrir KARLAKÓRINN Heimir, tónlistar- hátíðin Aldrei fór ég suður og Safnasafnið eru tilnefnd til Eyrar- rósarinnar í ár. Eyrarrósin er sér- stök viðurkenning fyrir framúr- skarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og verður hún af- hent á Bessastöðum fimmtudaginn 10. janúar. Eitt verkefnanna þriggja hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð 1,5 milljónir króna og verðlauna- grip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Hin tvö hljóta 200 þús- und króna framlag, að því er segir í tilkynningu. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Ís- lands. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.