Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Ljósmynd/Víkurfréttir Viðurkenning Nokkuð bættist í verðlaunasafn Erlu Daggar Haraldsdóttur sundkonu á verðlaunahátíð ÍRB og var þó mikið fyrir í safninu. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Það eru öll Ís- landsmetin og ekki síður að komast undir eina mínútu og tíu sekúndur í 100 metra bringusundi, fyrst ís- lenskra sundkvenna,“ segir Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar þegar hún er spurð að því hvað sé eftirminnilegast frá síðasta ári. Hún tók við útnefningunni Íþróttamaður Reykjanesbæjar við hátíðlega at- höfn í Íþróttahúsi Njarðvíkur á gamlársdag. Hún varð einnig þessa heiðurs aðnjótandi fyrir tveimur ár- um. Erla Dögg hefur æft sund frá tíu ára aldri en áður hafði hún verið í fimleikum um tíma. Frá því hún hóf að keppa hefur hún unnið ýmis afrek í íþrótt sinni en árið 2007 er það besta til þessa. Hún vann fjölda Ís- landsmeistaratitla og setti mörg met. Meðal annars setti hún fjögur Íslandsmet á sama mótinu og sló á árinu tvö átján ára gömul Íslands- met og eitt fimmtán ára gamalt. Bjartsýn fyrir komandi ár Árangurinn hefur ekki náðst þrautalaust. Erla Dögg átti við veik- indi að stríða um tíma og gat ekki beitt sér að fullu en hún er bjartsýn fyrir komandi ár og hefur sett sér ýmis markmið. „Maður þarf að halda áfram en gefast ekki upp þegar svona tímabil koma,“ segir hún. Erla Dögg verður tvítug í apríl og stefnir að því að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor. Ekki er útlit fyrir annað en það takist því hún hefur staðið sig vel í námi þótt mikill tími fari í æfingar og keppnisferðir. Draumurinn er að komast í háskóla til Bandaríkjanna í haust til þess að geta stundað nám og æfingar við góðar aðstæður. Erla Dögg er þegar byrjuð að undirbúa það mál. Ekki þarf að spyrja að markmið- inu á íþróttasviðinu, það er að kom- ast á Ólympíuleikana í Peking í Kína. Erlu Dögg vantar nú sekúndu upp á lágmarkið. Hún hefur sett stefnuna á 200 metra fjórsund. Hún hefur ágætan tíma til þess að ná lágmörk- unum, fram á vor. „Ég æfi á fullu og einbeiti mér að því að ná þessu sem fyrst. Það er mikilvægt,“ segir hún. Yfir 200 Íslandsmeistarar Jóhann Rúnar Kristjánsson, íþróttamaður fatlaðra, varð í öðru sæti í kjöri Íþróttamanns Reykja- nesbæjar og Brenton Birmingham, körfuknattleiksmaður úr UMFN, varð í þriðja sæti. Þá voru útnefndir íþróttamenn einstakra íþróttagreina í Reykjanesbæ og Íslandsmeistarar heiðraðir. Liðlega 200 íþróttamenn úr Reykjanesbæ náðu Íslandsmeistara- titli í flokka- og einstaklingsíþróttum á síðasta ári. Eru það fleiri en áður hefur þekkst. Má ekki gefast upp Í HNOTSKURN »Erla Dögg Haraldsdóttirvann átta Íslandsmeist- aratitla í fullorðinsflokki á síð- asta ári og setti tíu Íslandsmet. Er það einstakt afrek í íslenskri sundsögu. »Afrek hennar í bringusundiog fjórsundi skipa henni í fremstu röð í Evrópu. »Erla Dögg er í ólympíuhópiSundsambands Íslands og ætlar sér að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Kína. Erla Dögg Har- aldsdóttir Íþrótta- maður Reykjanes- bæjar 2007 Sandgerði | Nýr hraðbjörgunar- bátur fyrir Björgunarsveitina Sig- urvon í Sandgerði er í smíðum í Noregi. Hann er væntanlegur til landsins á vormánuðum. Sveitin er að safna fé til kaupanna. Sandgerð- isbær tilkynnti nýlega fimm millj- óna króna styrk til bátakaupanna, auk þess sem bærinn gerði þjón- ustusamning við björgunarsveitina um ýmis föst verkefni sem hún vinn- ur að fyrir bæjarfélagið og vegna reksturs hennar og unglingasveitar. Björgunarbátur Sigurvonar, Kiddi Lár, hefur þjónað sveitinni í þrjátíu ár og var kominn tími til að fá nýjan og öflugri bát til að auka öryggi á starfssvæði Sigurvonar, að sögn Guðlaugs Ottesen gjaldkera Sigurvonar. Samið var við norskt fyrirtæki um smíði á tæplega níu metra löngum báti með tveimur vél- um og þrýstiloftsbúnaði. Báturinn er mun þyngri og öflugri en sá gamli og á að þola betur sjólag við Reykjanes. Guðlaugur segir áætlað að bát- urinn kosti með öllum búnaði yfir tuttugu milljónir kr. Þegar hafa safnast um ellefu milljónir í björg- unarbátasjóð og er því enn verið að leita eftir stuðningi. Björgunarsveitin er einnig að undirbúa byggingu nýs björg- unarsveitarhúss við höfnina í Sand- gerði. „Þetta er fyrst og fremst sjó- björgunarsveit, þótt við sinnum öllum verkefnum sem upp koma á svæði okkar, og því er mikilvægt að komast nær höfninni með bát okkar og búnað,“ segir Guðlaugur. Sveitin seldi Sandgerðisbæ hús sitt við Strandgötu og hefur fengið lóð á nýjum stað, án gatnagerðargjalda. Bygging hússins hefur verið boðin út og verða tilboð opnuð á næstunni. Það ræðst af samningum við verktaka hvenær húsið verður tekið í notkun en Guðlaugur segir að það sé draumurinn að flytja inn í nýtt hús á 80 ára afmæli björgunarsveit- arinnar í lok júní. Ofar öldum Nýr hraðbjörgunarbátur Sigurvonar er mun öflugri en eldri bátur sveitarinnar. Hér sést sams konar bátur á fljúgandi ferð. Safna fyrir nýjum hraðbjörgunarbáti Keflavík | Ungur sundmaður, Guðni Emilsson, var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur 2007 í hófi sem stjórn Keflavíkur, ung- menna- og íþróttafélags, efndi nýlega til af þessu tilefni. Guðni er sérstaklega efnilegur og duglegur sundmaður, að því er segir í rökstuðningi sem fluttur var þegar tilkynnt var um valið. Hann á nokkur met í yngri aldursflokkum og á síðasta ári vann hann til verð- launa á Norðurlandameistaramóti unglinga. Ungur sundmaður heiðraður Guðni Emilsson LANDIÐ Akranes | Sig- rún Ósk Krist- jánsdóttir hefur tekið við starfi ritstjóra miðla Skessuhorns á Vesturlandi. Hún tekur við starf- inu af Magnúsi Magnússyni út- gefanda sem verður aðstoðar- ritstjóri og mun áfram sinna skrif- um og verkefnum við rekstur fyrir- tækisins. Sigrún er uppalin á Akranesi og hóf blaðamannsferil sinn hjá Skessuhorni árið 1999. Hún hefur meðal annars unnið við dagskrár- gerð hjá Sjónvarpinu og blaða- mennsku á Fréttablaðinu auk náms við Háskólann á Bifröst. Nýr ritstjóri Skessuhorns Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Eftir Kára Jónsson Laugarvatn | Verslunin Samkaup – Strax á Laugarvatni hefur veitt björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni styrk til kaupa á þremur Tetra talstöðvum fyrir sveitina. Styrkurinn var afhentur við athöfn sem forsvarsmenn Sam- kaupa efndu til í versluninni á dög- unum. Björgunarsveitin Ingunn er lítil sveit staðsett í jaðri hálendisins sunnan Langjökuls þar sem er vin- sælt svæði til útivistar. Sveitin er að sögn Bjarna Daníelssonar, for- manns Ingunnar, því æði oft kölluð út til að aðstoða ferðafólk og aðra sem lenda í vandræðum af völdum ófærðar eða veðurs. Kærkomnar gjafir Hafa útköll verið tíð að undan- förnu og það sýnir mikilvægi starf- semi sveitarinnar á þessu svæði. Tekjumöguleikar sveitarinnar til að standa undir rekstri björgunar- tækja eru litlir. Því eru gjafir sem þessar kærkomnar til að bæta tækjakostinn, að sögn Bjarna Daníelssonar, formanns björgunar- sveitarinnar Ingunnar. Morgunblaðið/Kári Jónsson Stuðningur Smári Stefánsson og Bjarni Daníelsson taka við styrk til björg- unarsveitarinnar úr hendi Kjartans Más Kjartanssonar hjá Samkaupum. Með þeim eru Benedikt Kristjánsson og Rut Guðmundsdóttir verslunarstjóri. Tíð útköll staðfesta mikilvægi sveitarinnar Selfoss | Metfjöldi fæðinga var á síðasta ári á fæðingardeild Heil- brigðisstofnunar Suðurlands á Sel- fossi . Alls fæddust 177 börn á deild- inni en á árinu 2006 voru börnin 152. Fædd börn eru því 25 fleiri en árið áður. Fleiri stelpur fæddust en drengir á árinu. Í hópnum sem fæddist á árinu 2007 eru 94 stelpur og 83 drengir. Álag í upphafi árs Fyrsti Sunnlendingurinn kom síð- an í heiminn að morgni nýársdags, 20 marka stúlka úr Þorlákshöfn. Reiknað er með miklu álagi á fæð- ingardeildinni í upphafi árs enda margar konur skráðar á fæðingar- deild í janúar, febrúar og mars, samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá Heilbrigðisstofnun Suður- lands. 25 fleiri börn komu í heiminn á Selfossi Fjölgun Svanborg Egilsdóttir yfir- ljósmóðir með eitt af börnunum sem fæddust á milli jóla og nýárs. Borgarnes | Stéttarfélag Vestur- lands hefur greitt út áheit sem gefið var um stuðning við bygg- ingu og endurbætur húsnæðis Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi. Frá því er sagt á vef Skessu- horns. Verkalýðsfélag Borgarness til- kynnti á 75 ára afmæli sínu í mars 2006 að það myndi gefa 5 milljónir til Dvalarheimilisins, þegar fram- kvæmdir hæfust, en það þyrfti þá að gerast fyrir lok árs 2007. Á gamlársdag var undirrituð yfirlýs- ing um aðkomu Sparisjóðs Mýra- sýslu og Borgarbyggðar að fram- kvæmdum. Jafnframt var staða hönnunar kynnt forsvarsmönnum verkalýðsfélagsins sem töldu end- anlega ljóst að af þessum fram- kvæmdum yrði og greiddu út stuðning sinn. Upphæðin var þá orðin liðlega 6 milljónir kr. með vöxtum og verðbótum. Áheit vegna byggingar dvalarheimilis greitt út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2008)
https://timarit.is/issue/286198

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2008)

Aðgerðir: