Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 15
AKUREYRI
ÓÐINN Ásgeirsson körfuknatt-
leiksmaður var kjörinn íþróttamað-
ur Þórs 2007. Óðinn, sem er 28 ára,
hefur um árabil verið í fararbroddi
í Þórsliðinu. Á dögunum var hann
valinn í fimm manna úrvalslið skip-
að erlendum og innlendum leik-
mönnum, eftir fyrstu átta umferðir
Íslandsmótsins, Iceland Express-
deildarinnar. Þegar framlag leik-
manna er metið er stuðst við svo-
kallaða framlagsjöfnu sem gefur
þversnið af flestöllum tölfræðiþátt-
um íþróttarinnar. Í fyrstu átta um-
ferðunum var hann efstur allra ís-
lenskra leikmanna í þremur þeirra
þegar litið var til þessarar jöfnu.
Það sem af er keppnistímabilinu
er Óðinn næststigahæstur íslenskra
leikmanna deildarinnar, er í fjórða
sæti á lista þeirra sem taka flest
fráköst, í þriðja sæti yfir þá sem
verja flest skot og á lista yfir þá
sem „stela“ boltanum oftast af mót-
herja í leik er hann í sjötta sæti.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Óðinn kjörinn
íþróttamaður
Þórs 2007
ÁHERSLA er lögð á það, í nýjum
þjónustusamningi Akureyrarbæjar
og heilbrigðisráðuneytisins, að gefa
öldruðum kost á því að dvelja eins
lengi heima hjá sér og kostur er og
fólkið sjálft kýs.
Þjónustusamningur um rekstur
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
og stofnanaþjónustu fyrir aldraða
var undirritaður um síðustu helgi af
Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigð-
isráðherra og bæjarstjóranum á Ak-
ureyri, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur.
Á heimasíðu bæjarins segir að sér-
stök áhersla sé lögð á að samþætta
þjónustuna sem veitt er, laga hana
að þörfum þeirra sem fá hana og
gera hana sveigjanlega.
„Með samþættingu þessarar þjón-
ustu og sérþjónustu fatlaðra við aðra
félagslega þjónustu Akureyrarbæjar
fá íbúarnir áfram mjög góða og
heildstæða félags- og heilbrigðis-
þjónustu þar sem ábyrgð sveitarfé-
lagsins er ótvíræð,“ segir á heima-
síðu bæjarins.
Akureyrarbær hefur haft rekstur
heilsugæslunnar með höndum frá
1997 og stofnanaþjónustu fyrir aldr-
aða mun lengur. „Í samningnum
endurspeglast áhersla á nærþjón-
ustuna og sameiginlegt markmið að-
ila er að flytja málefni aldraðra alfar-
ið til sveitarfélaganna innan fárra
ára.“
Húsnæðismál aldraðra ásamt
rekstri dvalarrýma og dagvistar-
rýma munu flytjast til félagsmála-
ráðuneytisins á árinu 2008 og vænt-
anlega verður næsti samningur um
þau mál við það ráðuneyti. Akureyr-
arbær leggur áherslu á, skv. frétt-
inni, að reka heilsugæsluna áfram
þrátt fyrir að ekki standi til að flytja
þann málaflokk til sveitarfélaganna
að svo stöddu.
Einnig var undirritaður samning-
ur milli ráðuneytisins og Akureyr-
arbæjar um aukna heilsugæsluþjón-
ustu við fangelsið á Akureyri en sá
samningur er til sex ára. Heilsu-
gæslustöðin hefur samkvæmt hon-
um umsjón með almennri heilbrigð-
isþjónustu við fanga í fangelsinu á
Akureyri með reglulegri heilbrigðis-
þjónustu heilsugæslulækna og
hjúkrunarþjónustu sem felst í mót-
töku, forvörnum og fræðslu. Samn-
ingurinn er til sex ára og samnings-
fjárhæðin er tæpar tvær milljónir
króna á ári.
Að mati þeirra sem að málum
koma er samvinna heilsugæslunnar
við grunnþjónustu sveitarfélagsins
til fyrirmyndar og skilar sér í betri
úrræðum fyrir íbúa. Mikið álag hef-
ur verið á heimahjúkrun en með nýja
samningnum verður hægt að efla
hana enn frekar og starfsfólki verður
fjölgað á dag- og kvöldvöktum.
Fólk geti búið heima
eins lengi og kostur er
Ánægð Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Guðlaugur Þór Þórð-
arson heilbrigðisráðherra voru bæði hæstánægð með nýja samninginn.
Í HNOTSKURN
»Vegna fyrirhugaðs flutningsá verkefnum milli heilbrigð-
isráðuneytis og félagsmálaráðu-
neytis, um rekstur Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri og
stofnanaþjónustu fyrir aldraða,
gildir samningurinn aðeins út
þetta ár. Samningsfjárhæð fyrir
árið er um 1,6 milljarðar.
AXEL, flutn-
ingaskipið sem
skemmdist á
dögunum þegar
það strandaði við
Hornafjörð,
sigldi í gær frá
Akureyri áleiðis
til Klaipeda í
Litháen. Gert var
við skipið til
bráðabirgða í Slippnum Akureyri
en fullnaðarviðgerð fer fram ytra.
Bjarni Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Dregg Shipping sem
gerir Axel út, segir viðgerð von-
andi ljúka í lok þessa mánaðar eða í
byrjun febrúar. Dregg hefur leigt
skip í stað Axels, verið er að lesta
það í Riga í Lettlandi og þaðan
kemur það beint til Akureyrar.
Kemur síðan við á fleiri höfnum
hérlendis og svo aftur út. „Axel
verður vonandi tilbúinn eftir þann
túr, ef ekki tökum við annan hring
með leiguskipinu.“
Tjónið á Axel er á annað hundrað
milljóna króna, að sögn Bjarna.
Axel er farinn
til Litháens
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Egilsstaðir | „Vetrarskemmdir á
plöntum vegna frosta eru eitt af því
sem hefur verið vandamál í skóg-
ræktinni á Íslandi“ sagði Jón Lofts-
son skógræktarstjóri þegar fyrstu
plönturnar frá skógræktarstöðinni
Barra hf. fóru í nýja og fullkomna
frystigeymslu fyrirtækisins á Val-
gerðarstöðum við Fellabæ fyrir
skemmstu.
„Þegar plönturnar verða teknar
úr frystigeymslunni næsta vor, eiga
þær að vera jafngóðar og í haust og
tilbúnar til að taka við sér. Stundum
hefur það verið vandamál á Austur-
landi að plöntur hafa farið af stað hjá
gróðrarstöðinni áður en mitt fólk í
skógræktinni hefur fengið þær í
hendur og byrjað að planta út. Núna
vakna þær úr dvala daginn sem við
fáum þær til gróðursetningar. Vor-
hret munu því engin áhrif hafa þar
sem engin brum verða komin. Ég á
þannig von á að vorskemmdir af
völdum frosta eða veðra séu úr sög-
unni hér á Austurlandi.“
Jón telur að sé vel að verki staðið
og plöntunum úr frystigeymslunni
komið niður á réttum tíma, muni
þær verða þroskabetri um haustið
þegar þær þurfa að leggjast í sinn
vetrardvala. „Við vonum að þetta
skili sér alla leið, afföll verði minni,
sérstaklega fyrsta sumarið og síðan,
ef rétt er af staðið, muni þetta hjálpa
plöntunum fyrstu árin.“
Barri hf. er nú stærsti söluaðili
skógarplantna í landinu. Fyrirtækið
byggði fyrir skömmu upp nýja og
myndarlega aðstöðu sem er með því
besta sem gerist á alþjóðavísu.
Barri var stofnaður árið 1990 á
sama tíma og Héraðsskógaverkefn-
inu var hleypt af stokkunum. Fyr-
irtækið leigir einnig gróðrarstöð
Skógræktar ríkisins á Tumastöðum í
Fljótshlíð og er ræktun plantna fyrir
viðskiptavini á Suðurlandi meg-
inverkefni þar.
Árið 2006 var rúmlega 5,8 millj-
ónum trjáa plantað í landinu öllu og
einum rúmlega 6 milljónum á síðasta
ári. Skógræktarstjóri segist vilja sjá
að á allra næstu árum fari sú tala
upp í 10 milljónir plantna.
Mest er plantað af lerki og ís-
lenska birkinu. Ástæða þess að lerki
er svo hátt hlutfall af útplöntun er að
stærsta skógræktarátakið á Austur-
landi og Norðurlandi er enn í fullum
gangi, en á Suðurlandi er lerki
naumast plantað. Þar er sitkagreni
hins vegar í meirihluta. Birkið er
stór þáttur í gróðursetningunni á
landsvísu vegna landgræðsluskóga-
átaksins. Hlutur birkis mun aukast
mjög á næstu árum með tilkomu
Hekluskóga. Þar verður t.d. um hálf
milljón birkiplanta sett niður á
þessu ári. Hlutur íslenska birkisins
verður því stærstur í gróðursetn-
ingu á landsvísu frá og með þessu
ári.
Vetrarfrysting trjáplantna á
Austurlandi skiptir sköpum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Sumarskógur Ný tækni í geymslu græðlinga mun hafa úrslitaáhrif á afkomu nýgróðursettra trjá á Austurlandi.
Plöntuskemmdir
vegna vorhreta og
veðurs úr sögunni
Egilsstaðir | Úttekt á lifun trjá-
plantna á Austurlandi, þ.e. á svæði
Héraðs- og Austurlandsskóga, gef-
ur góðar niðurstöður og vonir um
gott framhald í plöntuvexti.
Héraðs- og Austurlandsskógar
réðust sl. sumar í það verkefni að
kanna lifun trjáplantna á Austur-
landi. Var það gert í kjölfar þess að
Arnór Snorrason kynnti í mars sl. á
fagráðstefnu skógræktarinnar út-
reikninga um lifun trjáa á lands-
vísu, en þar kom fram að lifun á Ís-
landi væri aðeins um 50%. Valdimar
Reynisson skógfræðingur var ráð-
inn til þess að vinna rannsókn á
Austurlandi og kynnti hann niður-
stöður úttektarinnar í nóvember sl.
Helstu niðurstöður eru þær að
lifun á starfssvæði Héraðs- og
Austurlandsskóga var 73.1% sam-
kvæmt úttektinni og þykir það góð
útkoma. Ekki var marktækur mun-
ur á lifun á milli starfssvæða Hér-
aðsskóga og Austurlandsskóga.
Mælingar fóru þannig fram að
farið var á fyrirfram ákveðna
punkta, tekinn 100m2 hringur þar
sem lifandi og dauðar trjáplöntur
voru taldar. Ef dauðu plönturnar
fundust ekki voru þær áætlaðar út
frá þéttleika svæðisins. Alls var
mælt í 132 mæliflötum og jafnframt
því að skoða lifun plantna var þétt-
leiki lifandi trjáa skoðaður.
Niðurstaða þeirrar skoðunar var
ekki síður góð, en meðalþéttleiki lif-
andi trjáa á svæði Héraðs- og Aust-
urlandsskóga reyndist 3005
plöntur.
Lofa þessar niðurstöður góðu hjá
skógarbændum og gefa von um
mikið úrval trjáa í fyrstu grisjun.
Skýrslu Kjartans má finna í heild á
vefnum www.heradsskogar.is.
Afkoma
austfirskra
trjáa vænleg
AUSTURLAND
UM hundrað manns tóku þátt í
gamlárshlaupi UFA, fleiri en
nokkru sinni, 61 hljóp 10 kílómetra,
28 hlupu 4 km og 10 manns gengu
10 km. Sigurbjörn Árni Arn-
grímsson (35,48 mín.) og Rannveig
Oddsdóttir (43,12 mín) sigruðu í 10
km. Í 2. sæti urðu Bjartmar Örnu-
son og Sigríður Einarsdóttir og
þriðju þau Sveinn Margeirsson og
Ólöf. G. Ólafsdóttir. Jakob Haf-
steinsson og Halldóra S. Halldórs-
dóttir sigruðu í 4 km. Þess má geta
að Hafsteinn Jakobsson, faðir Jak-
obs, varð í öðru sæti í 4 km.
Metþátttaka á
gamlársdag