Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 17
daglegtlíf
Hugsandi fólk er tilbúið að
borga meira fyrir holla og
ferska matvöru enda umhugað
um eigin heilsu. »20
neytendur
Hanna Borg Jónsdóttir ferðað-
ist um Afríku og vann í átta vik-
ur á munaðarleysingjaheimili í
Höfðaborg. »18
ferðalög
Þ
að var nú meira konan
mín en ég sem var búin
að leita að samgöngu-
vænni ferðamáta því
hún hefur mikið velt um-
hverfismálum fyrir sér. Eitt af því
sem hún skoðaði voru metanbílar en
fram að þessu hefur það verið prin-
sippmál hjá okkur að kaupa litla,
ódýra og sparneytna bíla,“ segir
Ævar.
„Út frá hennar áhuga á þessum
málefnum fór ég að skoða þessi mál
líka,“ segir Ævar sem kynnti sér
metanbíla og tengd mál á Íslandi.
Upp úr því tók hann viðtal við þáver-
andi framkvæmdastjóra Metan,
Björn Halldórsson, sem í dag er for-
stjóri Sorpu. „Ég tók viðtal við
Björn og skoðaði bílinn sem hann ók
um á í leiðinni og það var þessi fíni
VW Golf-metanbíll.“ Þar sem metan
er 32 sinnum skaðlegra loftslaginu
en koltvísýringur er mjög mikilvægt
að brenna því og umbreyta áður en
því er hleypt út í andrúmsloftið.
Fólk sem lætur sig umhverfismál
varða ætti því hiklaust að skoða
þennan kost, en góð reynsla er af
metanbílum á meginlandinu þar sem
þeir hafa verið til í áratugi.
Bíllinn er 105 hestöfl á gasi og 115
á bensíni og verður ekki vart við
neinn mun á afli í akstri. Bíllinn
eyðir um 7 rúmmetrum af gasi og 1,5
l af bensíni á hundraðið t.d. yfir vetr-
artímann en bíllinn eyðir litlu bens-
íni af því hann startar aðeins á því og
skiptir svo fljótlega yfir á gas. Nýi
VW Touran-bíllinn startar hins veg-
ar alltaf á gasi.
Innlend framleiðsla,
stöðugt verð
Ævar bað Björn að láta sig vita
þegar Metan endurnýjaði for-
stjórabílinn. Ári síðar fékk Ævar svo
símtal þar sem Björn bauð honum
bílinn. „Við slógum til og keyptum
þá dýrasta bíl sem við höfum nokk-
urn tímann keypt þarna vorið 2005.“
Ævar segir bílinn hafa gengið
mjög vel og hann hafi ekkert upp á
hann að klaga. „Það er einna helst að
maður geti kvartað undan því að
geta ekki dregið meira frá skatti því
eldsneytisreikningarnir eru svo lág-
ir. Endurskoðandinn minn kvartaði
undan þessu því hann sagði að þetta
gæti ekki verið rétt að eldsneyt-
iskostnaðurinn væri svona lítill mið-
að við hve mikið við ökum á ári.“
Líklegast er mikil hjálp í því að elds-
neytið er innlent og því óháð verð-
sveiflum á eldsneyti á heimsmarkaði
sem eins og allir vita hefur farið
hækkandi. Ævar kaupir rúmmetr-
ann af gasi á 88 krónur og það sam-
svarar um 1,1 lítra af bensíni. Út frá
því er hægt að reikna út reksturinn
samanborðið við bensín- eða dísilbíl.
„Við ökum um 20-25 þúsund kíló-
metra á ári þar sem við búum í Mos-
fellsbæ og Sigrún vinnur í bænum.
Þetta hentar mjög vel þar sem við
getum tekið eldsneyti á Bílds-
höfðanum í leiðinni. Á þessum bíl
förum við um 210 km á gasinu en svo
er fullvaxinn bensíntankur. Í raun er
þessu öfugt farið í Touran því hann
er með stærri gastank en lítinn
bensíntank,“ segir Ævar en í nýj-
ustu kynslóð metanbíla eins og VW
Touran er hægt að aka um 400 kíló-
metra á einni gasáfyllingu.
Nóg metan fyrir
nokkur þúsund bíla
Af einhverjum ástæðum er ein-
hver tregða hjá fólki að kaupa svona
bíla að sögn Ævars. Vera má að það
henti mörgum illa að eingöngu sé
hægt að fylla á metan á einum stað,
en það stendur þó til bóta. Unnið er
að lagningu gasleiðslu frá Álfsnesi
að metanstöðinni á Bíldshöfða, og
þegar hún kemst í gagnið er stefnt
að því að setja núverandi áfylling-
arstöð niður í Hafnarfirði.
„Ég furða mig svolítið á því að
þetta skuli ekki freista fólks meira
en það gerir,“ heldur Ævar áfram.
„Fólk segir bara „Vá, frábært!“ en
lítur ekki á þetta sem raunverulegan
kost fyrir sig, heldur finnst þetta
bara fyrir einhverja sérvitringa.“
Metan verður til við niðurbrot líf-
rænna efna og þótt það hljómi fram-
andi að hægt sé að knýja bíl með
gasi frá ruslahaugum er það þó stað-
reynd á Íslandi í dag. Víða um heim
eru metanbílar taldir á meðal um-
hverfishæfustu bíla þar sem þeir
nýtast í raun sem úrvinnslustöð hins
skaðlega metans um leið og þeir
þjóna hlutverki sínu sem þarfasti
þjónninn. Á Íslandi eru aðeins
nokkrir tugir metanbíla í umferð,
þar af bara tveir í einkaeigu. Met-
anframleiðslan á Álfsnesi dugar hins
vegar til að knýja 4-5.000 bíla, þann-
ig að hagsýnum og umhverfisþenkj-
andi ökumönnum má fjölga töluvert
á höfuðborgarsvæðinu áður en
sneyðast fer um eldsneytið. Þangað
til nýtist metanið til rafmagnsfram-
leiðslu – því ekki má hleypa því
óunnu út í andrúmsloftið.
ingvarorn@mbl.is
Metanbílar eru
ekki bara fyrir
sérvitringa Morgunblaðið/FrikkiFyrir umhverfið Ævar Örn kemst rúmlega 200 kílómetra á metangasáfyllingunni en þá tekur bensínið við.
Morgunblaðið/Ómar
Metan Framleiðslan í Álfsnesi dugar til að knýja 4.000-5.000 metanbíla.
Ævar Örn Jósepsson og eiginkona hans Sigrún
Guðmundsdóttir hafa um langt skeið lagt nokkuð
á sig til þess að eiga sparneytna, nýlega og þar
með umhverfismildari bíla. Fyrir tveimur árum
áskotnaðist fjölskyldunni metanbíll. Ingvar Örn
Ingvarsson spjallaði við Ævar um metanbílinn og
vistvænni samgöngumáta.
Endurskoðandinn
minn kvartaði undan
þessu því hann
sagði að þetta gæti
ekki verið rétt að
eldsneytiskostn-
aðurinn væri svona
lítill.
SUMAR konur finna fyrir óbæri-
legri spennu áður en tíðir hefjast,
svokallaðri fyrirtíðaspennu. Á
norsku vefsíðunni forskning.no er
sagt frá japanskri rannsókn á fyr-
irtíðaspennu þar sem niðurstöður
benda til að lítil virkni tauga-
starfseminnar geti verið orsök ein-
kennanna.
Með léttvæg einkenni
eða alveg undirlögð
Flestar konur á barneignaraldri
finna fyrir einhverjum óþægindum
fyrir tíðir. Að vera niðurdregin,
kvíðin, uppstökk og orkulítil eru
dæmigerð sálræn einkenni fyr-
irtíðaspennu en líkamleg einkenni
eru verkir, þroti í brjóstum, ónot í
maga, svefnerfiðleikar og breytt
matarlyst.
Hjá sumum konum örlar stundum
á einhverjum þessara einkenna á
meðan aðrar eru að segja und-
irlagðar og þar á bæ er fyrirtíða-
spenna mánaðarlegur fylgifiskur
þess að vera af kvenkyni. Fyrirtíða-
spenna hjá þeim konum hefur meiri-
háttar áhrif á heilsufar þeirra og
vinnuafköst.
Ósjálfráða taugakerfið
og fyrirtíðaspenna
Rannsókn í Buddhist-háskóla í
Osaka tók til 62 kvenna og var tíða-
hringurinn og líðan kvennanna
skoðuð og athuguð virkni ósjálfráða
taugakerfisins, auk þess sem hjarta-
starfsemi og hormónabúskapurinn
var skoðaður. Konurnar þurftu líka
að svara ýmsum spurningum um
fyrirtíðaspennu.
Ósjálfráða taugakerfið ásamt
hormónum stýrir líffærum eins og
hjarta, lungum og lifur. Sem kunn-
ugt er getur virkni taugakerfisins
verið mismikil hjá einstaklingnum á
einstökum tímum og er breytileg
manna á milli.
Við rannsóknina kom í ljós að þær
konur sem höfðu litla virkni í ósjálf-
ráða taugakerfinu áður en blæð-
ingar hófust fundu einnig fyrir
mestu fyrirtíðaspennunni. Að sama
skapi var mikil virkni í taugakerfinu
og litlar breytingar á því allan tíða-
hringinn hjá þeim konum sem höfðu
léttvæg einkenni fyrirtíðaspennu.
Að þessu sögðu er þó ekki hægt
að slá því föstu að allar konur með
litla virkni í ósjálfráða taugakerfinu
þjáist af hinni lítt velkomnu fyr-
irtíðaspennu.
Fyrirtíðaspenna tekur þig á taugum
Kvalin Líkamleg sem andleg einkenni fyrirtíðaspennu eru óþolandi. Sýnt
hefur verið fram á tengsl virkni ósjálfráða taugakerfisins og fyrirtíðaspennu.
|fimmtudagur|3. 1. 2008| mbl.is