Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 25
MARGIR viðskiptavina Sjóvár
hafa haft samband við félagið og
spurst fyrir um það hvort þeir séu
tryggðir fyrir tjónum
sem orðið hafa í
óveðrinu sem gengið
hefur yfir landið að
undanförnu. Án efa
eru viðskiptavinir
annarra trygginga-
félaga að spyrja sig
þessarar sömu spurn-
ingar og því er
ástæða til þess að
fjalla í stuttu máli um
það hvernig unnt er
að tryggja sig fyrir
foktjónum. Ýmsar
eignatryggingar bæta
foktjón á fasteignum og lausa-
fjármunum og ábyrgðartryggingar
bæta tjón þegar skaðabótaskylda
stofnast á hendur einstaklingi eða
fyrirtæki vegna foktjóns. Við-
lagatrygging bætir hins vegar
ekki tjón af völdum óveðurs þann-
ig að einstaklingar og fyrirtæki
verða sjálf að sýna fyrirhyggju í
þessum efnum.
Í óveðri getur orðið tjón á ýms-
um hlutum en algengust eru tjón
á fasteignum og bílum. Óveður er
oftast skilgreint þannig í skil-
málum að vindhraði hafi náð
a.m.k. 28,5 metrum á sekúndu.
Fasteignatrygging
Fasteignatrygging bætir tjón
sem verður á fasteigninni af völd-
um ofsaveðurs þegar vindur nær
að rjúfa þak, glugga eða veggi, og
eins þegar hlutir fjúka á fasteign-
ina og valda þannig tjóni, t.d. þeg-
ar hlutir fjúka á rúður og brjóta
þær eða skemma klæðningar.
Fasteignatrygging nær einnig til
fylgifés sem fellur undir lögboðna
brunatryggingu húseignarinnar,
svo sem skjólveggja og sólpalla,
en því aðeins að slíkar viðbætur
hafi verið metnar inn í brunabóta-
mat. Mikilvægt er því fyrir fólk að
láta endurmeta húseign til bruna-
bótamats eftir slíkar viðbygg-
ingar.
Fjölskyldutrygging
Fjölskyldutrygging bætir tjón á
innbúi. Ef tjón verður t.d. með
þeim hætti að vindur nær að rjúfa
glugga og tjón verður á hús-
gögnum og lausafjármunum inn-
andyra af völdum vinds og vatns,
bætir tryggingin það tjón. Tjón á
munum sem eru utandyra t.d.
útigrilli á svölum er hins vegar
ekki bætt, þannig að best er að
koma slíkum hlutum í skjól inn-
andyra yfir vetrartímann eða
þegar spáð er vondu
veðri.
Kaskótrygging
Bílar verða oft
fyrir talsverðu tjóni
í óveðri. Bílar geta
hreinlega fokið á
hliðina eða á aðra
bíla eða hluti, sér-
staklega ef einnig er
hálka. Kaskótrygg-
ing bætir slík tjón á
bílum og einnig tjón
sem verða þegar
aðrir hlutir fjúka á
bíla og skemma þá. Einnig eru
bætt tjón þegar hurðir fjúka
upp.
Ábyrgðartrygging
Ábyrgðartrygging er m.a. inni-
falin í fasteigna- og fjöl-
skyldutryggingum og í ýmsum
tryggingum fyrir atvinnurekstur.
Ábyrgðartrygging bætir tjón
þegar sá sem er tryggður er
gerður skaðabótaskyldur vegna
tjóns sem þriðji aðili verður fyrir
af hans völdum. Í sumum til-
vikum stofnast skaðabótaréttur
þess sem verður fyrir tjóni á
hendur þeim sem ábyrgð ber á
því að t.d. laus hlutur fauk af
stað og olli tjóni á mönnum eða
munum. Ef eignatrygging er fyr-
ir hendi á fasteign eða lausafé
stofnast þó ekki skaðabótaréttur
á hendur þriðja aðila samkvæmt
reglu skaðabótalaga heldur bæt-
ist tjónið þá úr eignatrygging-
unni. Dæmi um foktjón sem geta
verið bótaskyld úr ábyrgðartrygg-
ingum er þegar húseigandi er
gerður ábyrgur fyrir því að þak-
plata fýkur af húsi hans og veldur
tjóni á bíl eða jafnvel slysi á fólki,
þá myndi fasteignatrygging hans
bæta tjónið. Jafnframt geta fyr-
irtæki orðið bótaskyld, t.d. bygg-
ingarverktaki sem skilur eftir
muni sem svo fjúka af bygging-
arlóð og valda tjóni. Ólíkt því sem
gildir um eignatryggingarnar þá
eru minni líkur á skaðabótaábyrgð
og þar með bótaskyldu úr ábyrgð-
artryggingu þegar vindur nær
vindstyrk sem telst til óveðurs,
þar sem þá koma til sjónarmið um
óviðráðanleg ytri atvik. Ef við-
komandi hefur hins vegar sýnt
vanrækslu með því að aðhafast
ekkert til að koma í veg fyrir tjón
þrátt fyrir að spáð hafi verið
óveðri, getur stofnast skaðabóta-
skylda og bótaréttur þess sem
verður fyrir tjóni.
Það er mikilvægt fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki að huga
reglulega að tryggingum sínum og
skoða hvort þær nái yfir tjón m.a.
af því tagi sem hér um ræðir.
Upplagt er að nota tækifærið við
áramót og hafa samband við
tryggingafélagið og fá upplýsingar
um tryggingavernd. Vertu viss um
tryggingavernd þína því þú trygg-
ir ekki eftir á!
Allt á fleygiferð –
um óveður og tryggingar
Hvernig er tryggingum þínum
háttað spyr Rúrik Vatnarsson
eftir að gustað hefir á landann
að undanförnu
» Ýmsar eignatrygg-ingar bæta foktjón á
fasteignum og lausa-
fjármunum og ábyrgð-
artryggingar bæta tjón
þriðja aðila.
Rúrik Vatnarson
Höfundur er forstöðumaður
vöruþróunar hjá Sjóvá.
SUNNUDAGINN
30. desember mætti
Kristinn H. Gunn-
arsson í sjónvarps-
þáttinn Silfur Egils.
Fyrstu orð Egils
Helgasonar við Krist-
in voru: ,,Frjálslyndi
flokkurinn virðist vera
að breytast með þér
innanborðs, til að
mynda hefur hann
snúið frá þessu út-
lendingatali sínu og
allt í einu ætlar hann
að fara að styðja
kirkjuna.“
Kristinn H. Gunn-
arsson sá ekki þörf á
því að leiðrétta Egil í
þessari djörfu stað-
hæfingu enda virðist
sem Kristinn H.
Gunnarsson reyni sitt
besta að draga úr
þeim grundvallarbar-
áttumálum sem
Frjálslyndi flokkurinn
boðaði í kosningabaráttunni.
Af mínum kynnum virðist Krist-
inn H. Gunnarsson ala af sér
stefnuleysi, magnleysi og ósam-
heldni innan flokksins.
Kristinn virðist halda að flokk-
urinn eigi að aðlagast sér en hann
ekki flokknum.
Á einhvern dæma-
lausan hátt fær hann
fólk upp á móti sér og
sýnir afar slakan vilja
til samstarfs.
Það eru lítið annað
en svik við kjósendur
Frjálslynda flokksins
ef einstaka þingmenn
flokksins standa ekki
við gefin kosningalof-
orð og ætti Kristinn H.
Gunnarsson alvarlega
að íhuga framgöngu
sína í garð þeirra sem
komu honum á þing,
þeirra sem kusu hann,
þeirra sem börðust
með honum og þeirra
sem börðust fyrir
hann.
Ég sem formaður
Félags ungra frjáls-
lyndra krefst þess að
Kristinn H. Gunn-
arsson standi við gefin
loforð og berjist fyrir
því að flæði innflytj-
enda til Íslands verði
takmarkað.
Kristinn H. Gunnarsson
veldur vonbrigðum í
Frjálslynda flokknum
Viðar H. Guðjohnsen segir
Kristin H. hafa slakan vilja til
samstarfs
Viðar H. Guðjohnsen
» Af mínumkynnum
virðist Kristinn
H. Gunnarsson
ala af sér
stefnuleysi,
magnleysi og
ósamheldni inn-
an flokksins.
Höfundur situr í miðstjórn Frjáls-
lynda flokksins og er formaður Fé-
lags ungra frjálslyndra.
ÉG hef undanfarið á heimasíðu
minni (kiddip.blog.is) verið að reyna
að upplýsa þjóðina um að húsnæðis-
kaup sé fjárfest-
ing en ekki
neysla og eigi því
ekki að vera
skráð í neyslu-
vísitölu, sem lögð
er til grundvallar
verðbólguþró-
uninni á hverjum
tíma. Íbúðir eru
fjárfesting, sem
greiddir eru ár-
lega skattar af og eiga því enga sam-
leið með neysluvörum vísitölunnar.
Samkv. upplýsingum Hagstofunnar
er verðbólga nú 5,2% og hefur
hækkað um 0,65 % frá síðasta mán-
uði. Væri húsnæðiskosnaðurinn
EKKI skráður í neysluvísitölu væri
verðbólgan 1,9% eða hliðstæð þeirri
verðbólgu, sem er nú er í flestum
ESB löndum. Hér er því um mikið
hagsmunamál að ræða fyrir kaup-
endur íbúða, reyndar skiptir það
hundruðum þúsunda á hverju ári. Í
dag eru t.d. greiddar af 14 millj. kr.
íbúðarláni banka um 75 þúsund kr. á
mánuði í vexti og afborganir, en
verðbólgan hækkar hins vegar höf-
uðstól lánsins mánaðarlega á sama
tíma um rúmar 70 þúsund kr. Þessar
verðbólguverðbætur á höfuðstól lán-
anna eru siðlaus og glæpsamleg
upptaka á fjármunum fólks, sem
fyrrverandi ríkisstjórnir og bank-
arnir bera fulla ábyrgð á. Þúsundir,
einkanlega ungt fólk, eru í miklum
fjárhagslegum vandræðum og eru
að missa íbúðir sínar í gjaldþrot.
Íbúðarkaupendur verða að taka á
sig alla verðbólguna, meðan bankar
og ríkissjóður sigla sléttan sjó, sem
bera þó alla ábyrgð á háum vöxtum
og verðbólgunni.
Með einu pennastriki gæti rík-
isstjórnin og aðilar vinnumarkaðar-
ins fellt húsnæðiskostnaðinn út úr
neysluvísitölunni og 1,9% verðbólga
yrði staðreynd í stað 5,2% verð-
bólgu. Þetta væri stærsta kjarabót
,sem kaupendur íbúða gætu fengið.
Á sama tíma á náttúrlega að vinna
að því að leggja niður verðtrygg-
ingar á lánum,en slíkt er óþekkt inn-
an ESB landa eins og kunnugt er.
Miðað við núverandi vexti bankanna
og verðbóta (verðbólga) eru lán til
íbúðarkaupa hér á landi meira en
helmingi hærri en í ESB ríkjum.
Undanfarnar ríkisstjórnir, og
reyndar sú sem nú situr, virðast all-
ar óhæfar að leysa þennan þjóð-
arvanda. Lausnin er einföld, það
þarf bara vilja, kjark og réttsýni til
að koma þessum málum á réttan
kjöl. Þinn tími er kominn, Jóhanna,
sýndu nú hvað í þér býr.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fv. deildarstjóri
Ef húsnæði er tekið úr
neysluvísitölu fer verð-
bólgan úr 5,2% í 1,9%.
Frá Kristjáni Péturssyni
Kristján Pétursson
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík