Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTLA AÐ SENDA LÍSU
TÖLVUPÓST... VILTU BÆTA
EINHVERJU VIÐ HANN?
ÞÚ ERT FREKAR
ÖFUNDSJÚKUR,
ER ÞAÐ EKKI?
ÞAÐ ER
HUNDAVIKA
NÚNA...
ÆTLI ÞAÐ SÉ TIL ALÞJÓÐLEG
KATTAVIKA LÍKA?
ALÞJÓÐLEG
KATTAVIKA?!?
ÞESSIR KETTIR
FÁ ALLTAF ALLT SEM
ÞEIR VILJA
HVAÐ EIGUM VIÐ
AÐ GERA? VIÐ
NÁUM BÍLNUM
ALDREI UPP ÚR
ÞESSUM SKURÐI
EIGUM VIÐ KANNSKI BARA
AÐ ÞYKJAST VERA HISSA...
OG LÁTA EINS OG BÍLLINN
HAFI BARA RÚLLAÐ
HINGAÐ SJÁLFUR?
KANNSKI TAKA ÞAU EKKI
EINU SINNI EFTIR ÞESSU
EF VIÐ SEGJUM EKKI NEITT
ÉG ÆTTI AÐ
FARA AÐ
PAKKA
ALLT Í
LAGI... ÉG
SKAL NÁ
KORTUNUM
ÚR HANSKA-
HÓLFINU
HÉRNA ER
SULLIÐ YKKAR!
ÆTTI ÉG AÐ SEGJA HONUM AÐ ÉG SÉ EKKI HRIFINN AF SÖLTUM
MAT?
REX VILDI
EKKI SELJA
EIGNINA
SÍNA
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ
VIÐ SÉUM AÐ FARA Í
ÓKEYPIS FRÍ Á FÍNU
HÓTELI!
VIÐ ÞURFUM
SAMT AÐ KOMAST
Í GEGNUM SÖLU-
FYRIRLESTURINN
ÞAÐ GÆTI
ORÐIÐ ERFITT
AÐ KOMAST
ÚT ÁN ÞESS
AÐ KAUPA
NEITT
ENGAR
ÁHYGGJUR. ÉG
KAUPI ALDREI
NEITT SEM ÉG
HEF EKKI EFNI Á
ÞVÍ AÐ KAUPA
AF HVERJU
ERUM VIÐ ÞÁ
MEÐ SVONA
MÖRG
KREDITKORT?
VIÐ FÁUM ALLS
KONAR FRÍÐINDI
MEÐ HVERJU
EINASTA KORTI!
ÉG GET
EKKI
HALDIÐ
MÉR...
AAAHH! NÁÐI ÞÉR! PETER!
dagbók|velvakandi
Ekki í boði að velja sæti
í Flugleiðavélum
Fyrir skömmu keypti ég tvo miða
frá Baltimore til Keflavíkur hjá
Flugleiðum. Ég hafði ekki þann kost
að bóka sæti í tölvunni. Loksins þeg-
ar við tengdasonur minn náðum
sambandi við Flugleiðir ætluðu þeir
að láta okkur sitja sinn hvorum meg-
in við gang. Eftir að ég kom heim hef
ég hitt fullt af fólki sem hefur lent í
allskonar hremmingum vegna þess
að það getur ekki bókað sæti í vél-
unum. Fjölskylda sem fór til Evrópu
var sett á fjóra staði í flugvélinni,
yngsta barnið sjö ára. Ég þekki fólk
sem hefur þurft að svífa á fólk í flug-
vélinni og fá það til að skipta um
sæti við sig. Mér finnst full ástæða
til að Flugleiðir endurskoði þetta
skipulag.
Hilmar Hákonarson
Af síðdegisdansi, söngvöku ofl.
Það er fjölbreytt og gefandi fé-
lagsstarfið sem Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni stendur fyrir
í glæsilegu félagsheimili sínu að
Stangarhyl 4. Auðvitað er misjöfn
aðsókn að því sem þar er á boð-
stólum, en ágæt telst hún í ljósi þess
mikla framboðs sem víða er til stað-
ar fyrir eldri borgara. Það er afar
ánægjulegt hversu vel fólk nýtir
þessi tækifæri allt frá skák, briddsi
og félagsvist yfir í dansleiki, fjörugt
kórstarf og leikstarfsemi. Menning-
arhátíð í Borgarleikhúsinu sem
tókst framúrskarandi, fjölsótt kvöld-
vaka með fjölbreyttri dagskrá
heimafenginna hollra bagga, lífleg
árshátíð þar sem dansinn dunaði,
yndisleg aðventustund þar sem kór-
inn okkar og félagar Snúðs og
Snældu settu á sinn góða svip, að
ógleymdum biskupnum okkar, Karli
Sigurbjörnssyni, allt ber þetta blóm-
legu starfi gott vitni. Og fleira skal
vissulega nefnt sem gleður hug og
hjarta. Vaxandi fjöldi sækir bók-
menntastundir Sigurjóns Björns-
sonar prófessors enda vel til vandað
um efni. Við Sigurður Jónsson sem
stýrum söngvökunni getum líka ver-
ið himinsáttir við það hversu margir
sækja þessar söngstundir okkar þar
sem sönggleðin er ríkjandi umfram
allt og sönggæðin ágæt. Söngvakan
hefst á nýju ári 9. janúar. Einkar
skemmtilegur er síðdegisdansinn
sem þau hjón Matthildur Guð-
mundsdóttir og Jón Freyr Þór-
arinsson stjórna af listagóðri rögg
með dyggu liðsinni Árna Norðfjörð,
en ennþá fleiri mættu nýta sér þessa
ágætu skemmtan og heilsusamlegu
um leið, ekki sízt karlpeningurinn.
Það er mín áskorun að enn fleiri
megi njóta og tala þar af dýrmætri
reynslu. Dansinn hefst að nýju 16.
janúar. Við sem þarna ömlum erum
ákaflega þakklát öllu því ljómandi
góða fólki sem tekur í hinu marg-
þætta félagsstarfi svo gjöfulan þátt.
Gleðilegt nýtt ár.
Helgi Seljan
Varaformaður FEB
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞEGAR flestir flugeldar þagna á nýársdag getur verið gott að fá sér
göngutúr eins og þessi unga dama. E.t.v. hefur hún verið að virða fyrir sér
ljósadýrðina, sem senn fer að líða að lokum þegar hátíðarnar eru að baki.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýársgöngutúr