Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
er afkvæmi Almannatrygginga sem
komið var á stofn á fjórða áratug síð-
ustu aldar. Tilgangurinn var að bæta
hag þeirra sem fóru
halloka í lífsgæðakapp-
hlaupinu sem einkennt
hefur mannkynið frá
örófi alda.
Svo lengi sem sögur
greina hafa verið uppi
hópar manna sem sýnt
hafa af sér græðgi í auð
og völd og haft það eitt
að markmiði að hafa af
öðrum gæði jarð-
arinnar til að þeir fái
notið meiri lífsgæða en
aðrir. Í ljósi þessara
sögufrægu staðreynda
komu upp baráttumenn er sáu hinn
augljósa mismun á lífsgæðum lands-
manna og töldu rétt að breyta því og
bæta hag þeirra sem halloka fóru í
lífsbaráttunni. Margar breytingar
hafa verið gerðar á lögum er varða
stofnunina og sumar hverjar er þess
eðlis að þær virðast sniðnar fyrir
sérhannaða pólitíska hagsmuni.
Forstjórinn sem er að hætta hefur
lýst yfir að starfsreglur stofnunar-
innar séu slík ormagryfja að ill-
mögulegt sé að vinna eftir þeim
reglum sem í gildi eru.
Svo virðist vera að fram á sjón-
arsviðið í starfi hjá Tryggingastofn-
un ríkisins hafi komið allnokkrir
svíðingar sem kallaðir eru lögfræð-
ingar og læknar. Þessir aðilar sem
hafa verið kostaðir til náms af skatt-
peningum þegna þessa þjóðfélags
hafa launað skattborgurum með því
að gera allt til að hafa af þeim það
sem löggjafinn hefur samþykkt að
þegnarnir sem minna mega sín eigi
rétt á.
Nærtækasta dæmið er konan sem
átti að fá tiltekin lyf sér að kostn-
aðarlausu en hún hafði orðið fyrir
líkamlegum skaða vegna mistaka við
læknisaðgerð.
Vegna þess að konan hafði ekki
próf úr Háskóla Íslands í lögfræði né
taldi sér fært að túlka gildandi lög
þvert á úrskurði lögfræðingastóðs
Tryggingastofnunar hafði hún greitt
fyrir lífsnauðsynleg lyf
úr eigin vasa þrátt fyrir
að gildandi lög kvæðu á
um annað.
Umræddir há-
skólaborgarar í þjón-
ustu Tryggingastofn-
unar hæla sér síðan af
óhæfuverkum sínum að
hafa haft mikla fjár-
muni af konunni með
því að gera grín að
henni og segja að hún
hefði getað kært úr-
skurð þeirra til æðra
stjórnvalds.
Þessi framkoma sýnir í hnotskurn
hvaða viðhorf ríkir hjá stjórnendum
þessarar stofnunar. Þessir starfs-
menn eru ekki að vinna að því sem lá
til grundvallar að stofnun Almanna-
trygginga. Þessir svíðingar sem
starfa hjá stofnuninni eru þar gagn-
gert til að hafa af fólki, sem á í erf-
iðleikum, lögvarin réttindi til að-
stoðar samfélagsins. Þeir hæla sér
síðan af óhæfuverkum sínum sem
sýnir hvert innræti ráðamanna hjá
Tryggingastofnuninni er.
Dæmi er um það að fólk sem hefur
verið ráðlagt af heiðursmönnum í
læknastétt eins og Snorra heitnum
Hallgrímssyni lækni og Páli Gísla-
syni lækni að reyna ekki að vinna
vegna slæms líkamslegs ástands; og
mátu þeir manneskjuna 100% ör-
yrkja.
Þessi manneskja leitaði á náðir
Tryggingastofnunar ríkisins og fékk
þar svo kallað örorkumat sem var á
allt annan veg en áður hafði komið
fram. Eftir rannsóknir sem fólust í
að lítillækka sjúklinginn á alla lund
varð niðurstaða starfsmanna Trygg-
ingastofnunar á allt annan veg en
læknanna tveggja, Snorra og Páls.
Var henni úrskurðaður smán-
arstyrkur frá stofnuninni og hún tal-
in vinnufær.
Þessi manneskja reyndi að fá sér
vinnu þrisvar sinnum en eftir
skamma viðdvöl við vinnu lenti hún
inni á sjúkrahúsi vegna sinna veik-
inda. Hún þoldi ekki neina áreynslu.
Var sjúklingnum bent á að fara
aftur í örorkumat en sagðist ekki
telja sig hafa þrek í að ganga í gegn-
um þá svívirðilegu framkomu af
hálfu þeirra sem önnuðust matið fyr-
ir hönd Tryggingastofnunar.
Þessi veika manneskja sagði að
eftir sín kynni af stofnuninni og
þingmönnum þá væri það meira
sæmandi fyrir ráðamenn stofnunar-
innar og alþingismenn að bera á sér
banvænar eitursprautur. Þegar þeir
mættu sjúkum og farlama mann-
eskjum ættu þeir að gefa hinn ban-
væna eiturskammt heldur en að
þykjast vera að sýna mannkærleika
með orðaleik og loddaraskap við
lagasetningar og framkvæmd laga.
Það væri verðugt rannsóknarefni
fyrir eina þingnefndina í viðbót við
allar hinar að rannsaka hversu mikla
fjármuni stofnunin hefur haft ólög-
lega af sjúkum og öldruðum frá upp-
hafi.
Spyrja má hvort ekki sé kominn
tími til að gera lögfræði að skyldu-
námi? Skyldunámi í þeim tilgangi að
þegnarnir komist hjá því að líða fyrir
ólöglega starfsemi lögfræð-
ingastóðsins og annarra há-
skólaborgara hjá Tryggingastofnun
ríkisins sem kerfisbundið reyna að
hafa lífsgæði af þegnum landsins
sem minna mega sín.
Tryggingastofnun
og tilgangur hennar
Kristján Guðmundsson er
ósáttur við vinnubrögð Trygg-
ingastofnunar
» Spyrja má hvort ekkisé kominn tími til að
gera lögfræði að skyldu-
námi?
Kristján Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
TIL stendur að breyta fyr-
irkomulaginu kringum neyðarbíl
höfuðborgarsvæðisins.
Í umræðum sem
spunnist hafa kringum
þá ákvörðun hafa
margar rangar stað-
hæfingar um menntun
og reynslu sjúkra-
flutningamanna og
neyðarbílslækna kom-
ið fram. Ég fagna því
grein skólastjóra
Sjúkraflutningaskól-
ans þar sem hún lýsir
menntun og reynslu
sjúkraflutningamanna.
Gæði sjúkraflutninga-
námskeiða hérlendis og sú reynsla
sem sjúkraflutningamenn hérlendis
hafa eru á heimsmælikvarða. Þar
að auki hafa hátt í tuttugu ein-
staklingar sótt tveggja anna verk-
nám, aðallega í Pennsylvaniufylki í
BNA og er það nám tengt háskóla í
því fylki. Að því námi loknu hafa
þeir hlotið starfsheitið bráðatæknar
og er það hæsta menntunarstig
sjúkraflutningamanna hérlendis.
Þeir sem stunda sjúkraflutninga
og bráðalækningar utan sjúkrahúsa
hérlendis eru á þeirri skoðun að
þrátt fyrir hátt þjónustustig sjúkra-
flutninga séu þekking og stuðn-
ingur læknis á vettvangi við störf
sjúkraflutningamanna ómetanleg
þegar mannslífum er ógnað. Neyð-
arbílar eru starfræktir víða í Evr-
ópu með góðum árangri og bæta
þeir meðhöndlun sjúklinga utan
sjúkrahúsa. Sem dæmi má taka að
fjöldi þeirra sem útskrifuðust lif-
andi eftir að hafa farið í hjarta-
stopp utan sjúkrahúsa
tvöfaldaðist með til-
komu neyðarbíls fyrir
30 árum síðan og hef-
ur sá árangur smám
saman aukist síðan þá.
Í dag er árangurinn
hér á höfuðborg-
arsvæðinu með því
besta sem fyrirfinnst
og er hann til að
mynda tæplega tvisvar
sinnum betri en í Pitt-
sburgh, einni af stærri
borgum Pennsylv-
aniufylkis. Einnig
dróst fjöldi þeirra sem útskrifuðust
lifandi eftir endurlífgun utan
sjúkrahúsa saman um þriðjung í
Helsinki í Finnlandi þegar neyð-
arbílsfyrirkomulagi þar var breytt
á sama hátt og nú stendur til hér-
lendis. Út frá áðurnefndum rann-
sóknum auk annarra má álykta að
með því að leggja neyðarbílinn nið-
ur, tapist 7 til 10 mannslíf árlega
sem hægt hefði verið að bjarga og í
því samhengi verða þær 30 millj-
ónir sem eiga að sparast í þessum
aðgerðum lítilvægar í samanburði.
Áðurnefnd dæmi taka eingöngu til
endurlífgana utan sjúkrahúsa en
þær eru innan við 5% af starfsemi
neyðarbílsins. Lítið er til af heim-
ildum sem skoða aðra þætti starf-
seminar. Þess vegna viljum við
neyðarbílslæknar, eins og skóla-
stjóri Sjúkraflutningaskólans í ný-
legri grein sinni, hvetja unglækna
til að koma fram með fleiri greinar
sem sýna fram á ágæti þeirrar
starfsemi sem nú er viðhöfð hér-
lendis.
Einnig hafa rangmæli verið
nefnd varðandi getu neyðarbíls-
lækna. Haft var ranglega eftir
starfandi lækningaforstjóra í
Fréttablaðinu fyrir stuttu að á
neyðarbílnum störfuðu óreyndir
námslæknar. Læknakandidatar
hafa ekki staðið vaktir á neyð-
arbílnum a.m.k. síðastliðin 7 ár og
eru þeim sérfræðingum og ung-
læknum sem nú starfa á bílnum
settar mjög strangar kröfur um
þjálfun, reynslu og menntun áður
en þeir geta hafið störf á bílnum.
T.a.m. er gerð krafa um ótakmark-
að lækningaleyfi og reynslu af
störfum á bráðamóttöku sem úti-
lokar reynslulitla námslækna.
Hlutverk neyðarbíls í bráða-
þjónustu höfuðborgarsvæðisins
Álykta má að með því að leggja
neyðarbílinn niður tapist 7 til
10 mannslíf árlega segir Gísli
E. Haraldsson
» Gæði sjúkraflutn-inganámskeiða hér-
lendis og sú reynsla sem
sjúkraflutningamenn
hérlendis hafa eru á
heimsmælikvarða.
Gísli E. Haraldsson
Höfundur er sjúkraflutningamaður
og læknir á neyðarbíl höfuðborg-
arsvæðisins.
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að
húsnæðismarkaðurinn á Íslandi
hafi harðnað undanfarin ár, með
hækkandi íbúðaverði og þar með
hækkandi skuldabyrði
af íbúðarlánum. Þó
aðgengi að fjármagni
sé enn gott hefur
Íbúðalánasjóður
hækkað vexti í 5,3%
og bankarnir meira.
Miðað við fast-
eignaverð í dag þykir
það vel sloppið að
finna góða 3ja her-
bergja íbúð á 20
milljónir króna. Fyrir
vel launaðan ein-
stakling er möguleiki
að safna fyrir 20% út-
borgun en fæstir eru
væntanlega þó svo vel
settir og þurfa þá að
brúa bilið frá 80%
láni með viðbótar-
lánum af einhverju
tagi. Greiðslubyrði af
16 milljóna húsnæð-
isláni er um 100 þús-
und kr. á mánuði eða
meira, eftir því hver
lánar, svo ekki sé tal-
að um lánshlutfall yf-
ir 80%.
Á 10 ára tímabili
minnkaði stuðningur vaxtabóta-
kerfisins verulega á sama tíma og
vaxtabyrði heimilanna jókst um-
talsvert. Það sést best á því að
vaxtabætur til þeirra sem greiða
vexti af húsnæðislánum hafa rýrn-
að verulega síðustu ár. Á tíma-
bilinu frá 1994 til 2005 hækkuðu
vaxtabætur um 4,7% miðað við fast
verðlag, þ.e. að raungildi, á meðan
vaxtabyrði lána óx um 125%. Þann-
ig voru vaxtabætur 26,3% af
greiddum vöxtum árið 1994 en ein-
ungis 12,2% árið 2005. Vextir af
húsnæðislánum lækkuðu umtals-
vert árið 2004 og 2005 þannig að
auknar vaxtagreiðslur heimilanna
eru væntanlega til komnar vegna
aukinnar skuldsetningar í kjölfar
hærra fasteignaverðs og/eða skuld-
breytingum.
Það er að koma í ljós að tekju-
lágir einstaklingar eiga í erf-
iðleikum með að fjármagna eigið
húsnæði og þá jafnvel líka að
standa undir því að greiða leigu.
Leigusalar verða að hækka leiguna
til samræmis við hækkandi fast-
eignaverð og hærri íbúðalán til að
standa straum af vaxandi fjár-
magnskostnaði. Leiguform á Ís-
landi hefur auk þess aldrei náð að
vera ríkjandi eignarform og enn er
algengt að íbúðir sem eru til leigu
á hinum almenna markaði séu ein-
ungis leigðar til tiltölulega skamms
tíma.
Hluti þeirra sem eru á leigu-
markaðinum býr við uppsprengt
leiguverð því á tímum mikillar eft-
irspurnar freistast leigusalar til
þess að krefjast hærri leigu. Þá
gætir einnig í vaxandi mæli að inn
á leigumarkaðinn komi ýmsir að-
ilar sem beita mjög vafasömum að-
ferðum í starfsemi sinni. Farið er
að bjóða til leigu húsnæði, sem
vart getur talist boðlegt, ólöglegt
eða ósamþykkt og hafa ítrekað ver-
ið á borði heilbrigðisnefndar Kópa-
vogs svokallaðar óleyf-
isíbúðir, en þá er verið
að leigja út iðn-
aðarhúsnæði til búsetu
sem stenst ekki reglu-
gerðir.
Því eru teikn á lofti
um að á næstu miss-
erum muni fleiri leita
á náðir félagslega hús-
næðiskerfisins þegar
fjárhagurinn leyfir
hvorki leigu á hinum
almenna markaði né
íbúðakaup. Það er
mikilvægt fyrir bæj-
arstjórn Kópavogs að
bregðast við yfirvof-
andi húsnæðisvanda en
nú þegar eru tæplega
160 manns á biðlistum
eftir félagslegu hús-
næði í Kópavogi.
Í könnun félags-
málaráðuneytisins frá
því í nóvember kom í
ljós að flestir sem eru
á biðlistum eftir fé-
lagslegu húsnæði eru
með afar lágar tekjur
og flestir einhleypir og
barnlausir. Fjöldi einstaklinga yfir
65 ára vekur sérstaka athygli.
Ótrúlega margir búa hjá vinum eða
vandamönnum, eða um 40% af
þeim sem eru á biðlistunum. Það
hlýtur að lýsa brýnni þörf.
Kópavogsbær á um 320 fé-
lagslegar íbúðir en þar af eru 85
sérstakar þjónustuíbúðir fyrir aldr-
aða. Það þýðir um 11,3 félagslegar
íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Meðaltal
fyrir landið allt er 14,6 íbúðir á
hverja 1.000 íbúa en í Reykjavík er
hlutfallið 16,9. Ef félagslegum
íbúðum í Kópavogi myndi fjölga
um 80 á næsta ári yrðu þær ríflega
400, sem myndi hækka hlutfall fé-
lagslegs húsnæðis í 14,6 íbúðir á
hverja 1000 íbúa og þá værum við
á pari við landsmeðaltalið.
Hreinn hagnaður af lóðaúthlut-
unum í Kópavogi á árinu 2008 er
áætlaður 1.600 milljónir. Þetta er
fé sem fellur til frá rekstri þegar
tíðin er góð. Þetta er ekki fé til að
binda í árlegan rekstur heldur,
eins og bæjarstjóri Kópavogs orð-
aði svo réttilega við gerð fjárhags-
áætlunar: „til að treysta innviði
samfélagsins í Kópavogi með fjár-
festingum“. Og hvernig getum við
treyst innviðina betur en einmitt
með því að bjóða þeim sem þurfa
öruggt húsaskjól? 80 nýjar fé-
lagslegar íbúðir myndu saxa veru-
lega á langa biðlista sem fyrir eru í
Kópavogi.
Sveitarfélögin í landinu geta nýtt
sér niðurgreidd lán til húsnæðis-
kaupa og borgað þannig 3,5% vexti
af lánum til kaupa á félagslegu
húsnæði í stað 5,3%, Ríkissjóður
brúar bilið. En í góðærinu vill svo
til að sveitarfélögin hafa ekki verið
að nýta sér þessa heimild, að
Reykjavík undanskilinni og standa
14 milljarðar eftir ónotaðir af
þessu fé eða um helmingur þeirra
heimilda.
Tveggja ára og jafnvel lengri bið
fólks eftir félagslegu húsnæði sem
hefur engin önnur úrræði er óvið-
unandi hjá bæjarfélagi sem státar
af góðri afkomu bæjarsjóðs. Í
Kópavogi er borð fyrir báru, við
ættum að nýta það í þágu þeirra
Kópavogsbúa sem þurfa mest á því
að halda.
Hver er ábyrgð
sveitarfélaganna
í húsnæðismálum?
80 nýjar félagslegar íbúðir
myndu saxa á langa biðlista
segir Guðríður Arnardóttir
Guðríður Arnardóttir
» Í Kópavogier borð fyrir
báru og hvernig
getum við treyst
innviðina betur
en einmitt með
því að bjóða
þeim sem þurfa
öruggt húsa-
skjól?
Höfundur er oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
Ýmislegt áhugavert fyrir safnara
Borðstofuhús ögn
Stakir skápar
Fréttir á SMS