Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÁTAKIÐ hefur gengið vel, það eru breyttir tímar og reykleysi þykir nú- orðið sjálfsagt mál. Vissulega er ein- hver hluti sjúk- linga og starfs- manna sem enn reykir, en það er mikill minni- hluti,“ segir Dóra Lúðvíksdóttir, sérfræðingur í lungna- og of- næmislækning- um og formaður starfshóps um reykingar sjúk- linga á Landspít- ala. Reykleysisá- tak hefur farið fram á Landspít- ala háskóla- sjúkrahúsi (LSH) frá árinu 2006. Frá 1. janúar 2007 hefur spítal- inn verið reyklaus vinnustaður. Sjúkrahúsið hefur haldið reykleys- isnámskeið og hefur fjöldi deilda fengið viðurkenningu reykleysinu til staðfestingar. Fræðsla og aðstoð Síðustu reykherbergjum sjúk- linga á LSH var lokað í gærmorgun á Grensási og Landakoti. Dóra segir að lokunum reykherbergja spítalans fylgi aukin fræðsla. „Í fyrra fengum við til okkar breskan hjúkrunarfræð- ing, sem er sérfræðingur í tóbaks- vörnum, og hann fræddi starfsfólk okkar um reykleysissamtöl við sjúk- linga.“ Einnig sé boðið upp á lyf til að draga úr nikótínfíkn meðan á sjúkra- húsdvölinni stendur. Dóra segir málefni geðdeilda spít- alans stærri og flóknari og þarfnist betri undirbúnings, ekki standi til að loka reykherbergjum þar í bráð. „Samkvæmt vinnuverndarlögum er okkur þó skylt að hafa hreint loft á vinnustaðnum og nú er unnið að því að koma upp reykingaaðstöðu á lóð- inni,“ segir Dóra og á þar sérstak- lega við Klepp. Sérúrræði á geðsviði Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrun- arfræðingur og verkefnastjóri á geðsviði LSH, er einnig í starfshópn- um. Hún segir að stofnuð hafi verið nefnd sem þegar hafi skilað áliti til sviðsstjóra vegna geðsviðsins. „80- 90% sjúklinga geðsviðs reykja og staðan þar er því allt önnur en ann- arra sviða spítalans. Sérstök með- ferðaráætlun verður notuð á geð- sviðinu og hægar farið í málin,“ segir Rakel. Hún segir nýja strauma í tóbaks- vörnum ráða ferðinni á LSH. Mark- miðið sé að upplýsa og hjálpa sjúk- lingunum. „Við bönnum ekki fólki að reykja heldur viljum upplýsa, fræða og hjálpa. Fólk tekur sjálft ákvörðun um hvort það vill hætta, en við veit- um aðstoð á meðan það liggur inni,“ segir Rakel. Hún segir viðbrögð sjúklinga við reykleysisátakinu misjöfn. „Fólk er yfirleitt mjög duglegt og sýnir þessu skilning, það er alltaf einn og einn sem þarf að fara út að reykja,“ segir Rakel. Fólki sé þá vísað út fyrir í hæfilega fjarlægð frá inngangi. Reykaðstöðu sjúk- linga á LSH lokað Geðsvið hlýtur sérmeðferð og þar verður lokað í áföngum Í HNOTSKURN »Á www.reyklaus.is er hægt að nálgast upplýsingar um leiðir til aðhætta að reykja eða nota annað tóbak. »Reyksíminn 8006030 veitir ókeypis aðstoð á milli 17 og 20 á virkumdögum. Hægt er að senda tölvupóst á 8006030@heilthing.is og panta persónulega símaráðgjöf. Morgunblaðið/ÞÖK Dóra Lúðvíksdóttir Rakel Valdimarsdóttir VINDHVIÐUR mældust 84 og 85 metrar á sek- úndu á endur- varpsstöðinni á Skálafelli 30. des- ember og 83 m/ sek. daginn eftir. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, segir að ekki sé að marka þessar mælingar, því rafmagnstrufl- anir hafi haft áhrif á þær. Nær 13 ára vindhviðumetið stendur því enn. Hvassast á Gagnheiðarhnjúki Mesta mælda vindhviða á landinu, 74,2 m/sek., mældist á Gagnheiðar- hnjúki 16. janúar 1995. Miklar hvið- ur voru í suðaustanáttinni skömmu fyrir áramót og víða hvasst. Tölur frá Skálafelli bentu til þess að vind- hviðumetið væri fallið en eins og Trausti bendir á truflaði ísing mæl- ingarnar og því hafi metið ekki fall- ið, þó tölurnar hafi í fyrstu bent til þess. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur segir á Veðurvaktinni, blogg- vef sínum, að suðaustanáttin sé al- ræmd á Skálafelli og lögun fjallsins eigi mikinn þátt í því. Skömmu eftir að fyrrnefndar mælingar birtust sagði Einar á vef sínum að þær væru ekki trúverð- ugar, sérstaklega ef litið væri til þess hvað vindáttarmælirinn „dans- aði“ mikið. Vindhviðu- metið stendur Trausti Jónsson Ísing truflaði mæl- ingar á Skálafelli GUFUSTREYMI hefur aukist á Reykjanesi og því hyggst Hitaveita Suðurnesja tappa gufunni af með því að stefnubora tvær gufuholur innan svæðisins. Með borununum er leitast við að hafa stjórn á yfirborðsvirkni gufusvæðisins þannig að eðlileg virkni þess og ásýnd verði sem næst því sem hún var áður en virkjun hófst, að sögn Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra HS. Skipulagsstofnun segir „að fyrir- hugaðar boranir séu líklegar til að hafa jákvæð áhrif á jarðhitasvæðið og komi til með að draga úr þeim nið- urdrætti sem hefur átt sér stað á svæðinu frá því að vinnsla hófst. Jafnframt telur Skipulagsstofnun já- kvætt að með þessu verði reynt að færa yfirborðsvirkni á svæðinu til fyrri vegar.“ Gufan nýtt Þegar orku er tappað af á háhita- svæðum lækkar þrýstingurinn. Minni þrýstingur veldur því að það verður meiri suða og þá streymir meiri gufa upp í áttina að yfirborð- inu. Hverasvæði á háhitasvæðum myndast yfirleitt þannig að gufa af miklu dýpi hitar upp grunnvatnið næst yfirborðinu. Það er vatnið sem sýður. Albert Albertsson áréttar að þegar þrýstingur lækki á svæðinu fari að sjóða í því og gufa myndist efst, rétt eins og hafi gerst í Svarts- engi. Þessi gufa leiti upp um glufur og veilur í efstu jarðlögunum og upp til yfirborðs. Gunnuhverssvæðið hafi orðið til vegna þessa og áður en virkjanir hófust á svæðinu. Albert Albertsson segir að fyrir- hugað sé að stefnubora tvær gufu- holur í átt að hverasvæðinu, sem kennt hefur verið við Gunnuhver. Við það aukist gufumyndunin á svæðinu og það verði því sprækara fyrir vikið. Við vinnslu jarðhitasvæð- isins vegna Reykjanesvirkjunar hafi yfirborðsvirkni hverasvæðisins auk- ist til muna og því sé gripið til þess ráðs að bora í átt að svæðinu og tappa af því hluta þeirra gufu, sem nú leiti til yfirborðs. Þannig megi reyna að halda svæðinu sem næst því horfi sem það hafi verið í fyrir virkj- un. Dregið úr heildarúttekt Albert bendir á að þar sem gufa sé mun orkuríkari en djúpvökvi jarð- hitageymisins þá megi með notkun hennar draga úr heildarupptekt svæðisins. Auðlindin sé betur nýtt með þessu og sé þetta fyrirkomulag það sama og hafi verið viðhaft í Svartsengi um áratuga skeið. Holurnar tvær verða stefnuborað- ar frá borplönum, sem til staðar eru og þeim stefnt í átt að gufusvæðinu. Fyrst verður farið um 400 m lóðrétt niður og síðan stefnt af leið og í átt að þessu meinta uppstreymi, um 1.000 m. Albert segir að athafnasvæði bors og holutoppar gufuholnanna verði á þegar röskuðu svæði, sem sé inni á skilgreindu og samþykktu iðnaðar- svæði. Jarðhitanýting á svæðinu hefur aukið gufuþrýstinginn og Guðmund- ur Friðleifsson, jarðfræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja, bendir einnig á að gufustreymi geti átt sér nátt- úrulegar orsakir. Í því sambandi nefnir hann að stóraukið gufuút- streymi á hverasvæðinu við Gunnu- hver hafi verið í kjölfarið á stórum jarðskjálftum. Stefnt að ásýnd fyrir virkjun með borunum SPRUNGUR sem eru skammt frá göngustíg á Þingvöllum geta verið mjög varasamar, sér- staklega þegar þær eru hálfhuldar af snjó. Þetta segir Jón Arnarsson, sem sendi Morgunblaðinu meðfylgjandi myndir af sprungu við göngustíginn skammt frá göngubrúnni við Peningagjána á Þingvöllum. Jón bendir á að ekkert hafi verið að- hafst á þessum stað til að koma í veg fyrir að fólk, sem þarna er á ferð, geti hrasað ofan í sprungu ef farið er út fyrir stíginn. Gjár og sprungur eru víða á svæðinu en Jón bendir á að þarna liggi göngustígurinn mjög ná- lægt djúpum sprungum sem séu sérstaklega vara- samar. Ef börn hlaupi þar um geti þau hæglega lent ofan í sprungu ef þau fara út af stígnum. Eng- inn búnaður sé til staðar sem hægt sé að grípa til svo að ná megi barni upp úr. Jón segist hafa verið þarna á ferð síðastliðið sumar og ákveðið að taka myndir af sprungunum og senda þær til starfsmanna þjóðgarðsins. Hann kveðst hafa fengið þau svör að það ætti að laga þetta en þegar hann hafi svo gengið þarna um á nýjan leik núna milli jóla og nýárs hafi hann ekki séð nein merki þess að eitthvað hafi verið bætt úr þessu. „Þetta er djúp sprunga og hvassar brúnir eru þarna en ekkert til staðar sem mætti grípa til ef ná þyrfti einhverjum þarna upp. Það mætti til dæmis setja grind yfir sprungurnar,“ segir Jón. Fyllt upp í sprungur og holur Sigurður K. Oddsson þjóðgarðsvörður segir að margvíslegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að auka öryggi á Þingvallasvæðinu og fylla upp í hol- ur og sprungur í hrauninu. Hann segist ekki hafa séð ábendingu um þessa sprungu en kveðst fagna öllum ábendingum af þessu tagi og þetta verði skoðað. Sennilega séu þessar sprungur á Spöng- inni. „Við höfum sett grjót í sprungur á þessu svæði,“ segir hann. Sigurður bendir á að eftir að smíðaður var pallur á Hakinu fari fólk síður út fyrir göngustígana, en sett voru upp handrið til að koma í veg fyrir að fólk færi út af merktri göngu- leið. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er sem kunnugt er einn fjölmennasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi og koma nú árlega allt að 400 þúsund manns á svæðið. Þrátt fyrir þennan fjölda er ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið á þessum stöðum. Víða leynast gjár og sprungur á svæðinu og gilda sérstakar umgengnisreglur fyrir þjóð- garðinn þar sem brýnt er fyrir gestum að fara ávallt varlega og gæta sérstaklega að börnum. Sprunga við göngustíg á Þing- völlum getur verið varasöm Nálægt 400 þúsund manns leggja leið sína um þjóðgarðinn á ári Ljósmynd/Jón Arnarsson Sprunga Jón tók myndir af sprungunni í sumar og sendi starfsmönnum þjóðgarðsins. Ljósmynd/Jón Arnarsson Vetrarríki Erfitt getur verið að sjá sprunguna þegar snjór umlykur hana að miklu leyti.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2008)
https://timarit.is/issue/286198

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2008)

Aðgerðir: