Morgunblaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 43
SJÓNVARP
Ríkissjónvarpið
Áramótaskaup 2007 Leikstjóri: Ragnar Bragason. Handrit: Jó-
hann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Bragi
Valdimar Skúlason, Guðmundur Pálsson,
Ragnar Bragason. Leikarar: Jón Gnarr,
Charlotte Böving, Dimitra Drakopoulou,
Þorsteinn Guðmundsson, Bendikt Erl-
ingsson o.fl. Ísland. 2007
RAMMI Skaupsins var skemmtileg
stæling á upphafi bandarísku vís-
indasápunnar Lífsháska (,,Lost“).
Það er svo sannarlega lífsháski að
vera útlendingur á Íslandi – hvort
sem maður er útlendur ferðamaður
að brölta um hálendið eða að reyna
að vinna hér. Reyndar líka ískyggi-
legt að skrölta um sem gangandi
vegfarandi. Nokkuð sem útlend-
ingar gera talsvert meira af en inn-
fæddir – enda þurfti hópurinn upp-
lýsta og hálf-misskilda
lögregluhjálp að lokum.
Innflytjendamál eru gegnum
gangandi í þættinum, eins konar
leiðarþema. Enda ekki furða eins
og staða mála er í þjóðfélaginu og
umræðan var árið 2007. Ragnar
Bragason hefur skapað sér orðstír
fyrir harðan húmor með Nætur-
vaktinni ásamt Jóni Gnarr, og með
þjóðfélagsádeilunni í Skaupinu
halda þeir áfram í góðum félags-
skap að benda á nýju fötin keis-
arans. Stíllinn að sjálfsögðu ekki
allra, en það er þá hressilegra að
hafa grín sem fólk getur talað (og
bloggað) um í stað útþynnts efnis
um ekki neitt.
Vísunin í háska og það að vera
týndur á ekki eingöngu við útlend-
ingana okkar, það á einnig við okk-
ur sjálf! Litlu ,,leitmótífin“: blogg-
ararnir með skoðun á öllu,
Lúkasar-málið kostulega og
óhuggulega, Árni Johnsen; skrat-
tast og draugast jafnframt um í
þættinum með góðum árangri. Á
meðan er annað afgreitt stutt og
vel eins og þegar álfar og Sigur
Rós renna saman í sælli klisju-
minningu hjá Jónsa flugþjóni rétt
áður en vélin hrapar ofan í hraunið.
Útlit Skaupsins er faglegt og
fjölþjóðlegt. Rammasagan leiðir
hópinn ofan í ,,byrgi“ sem hefur að
geyma skjái sem gefa tækifæri til
að gera sem flestum málum skil.
Sumt þarf samt ekki að endurgera
bara endursýna eins og þegar
kveikt var á friðarljósinu í Viðey.
Kómíkina í andartakinu er óþarfi
að endurskapa og nóg að klippa
það inn í hin leiknu atriðin. Í öðr-
um eru fyrirmyndir úr fjölmiðla-
heiminum og vinsælir miðlar not-
aðir til að snúa upp á menn og
málefni með sérlega góðum ár-
angri. Til dæmis Björn Ingi sem
stjórnandi þáttarins Tekinn, Stein-
grímur J. syngjandi James Blunt-
slagara, Bíllinn hans Bubba, Geir
Ólafs að auglýsa Leyndarmálið,
Samúelinn út af þingi og stétt-
arbarátta gleðikvenna í Silfri Egils.
Í öllum atriðunum hæfir útfærslan
inntakinu einstaklega vel, þannig
að orkan er grípandi. Leikarahóp-
urinn var mjög fjölbreyttur og
skemmtilega samsettur. Sá sem
kom mest á óvart var Þorsteinn
Guðmundsson. Það er greinilega
allt fertugum fært.
Annars er það Jón Gnarr sem
stendur upp úr fyrir að hoppa úr
einu gervi í annað. Hann var góður
í þeim öllum. Lýður lottó-vinnings-
hafi er verðugur talsmaður félags
auðmanna en fyndnastur var hann
sem faðirinn sem ryðst inn í Stund-
ina okkar til að vernda geðheilsu
barna sinna. Vel útfærð absúrd-
hugdetta, þó hún sé kannski ekki
ný af nálinni.
Þær tvær myndir sem sitja eftir
Skaupið eru andstæðurnar: að sýn-
ast eða vera. Annars vegar var það
sölumyndbandið þar sem reynt er
að halda fram ýktri hamingju ís-
lensku þjóðarinnar, og hins vegar
var það parið sem fer í útilegu á
húsvagninum. Háðið aðeins napurt
en besti húmorinn hefur alltaf að
geyma brodd í sér.
Anna Sveinbjarnardóttir
Að fanga þjóðarsálina
Týnd „Innflytjendamál eru gegnum gangandi í þættinum, eins konar
leiðarþema. Enda ekki furða eins og staða mála er í þjóðfélaginu.“
LEIKLIST
Austurbær
Fool 4 Love
Eftir Sam Shepard, í leikstjórn Jóns
Gunnars Þórðarsonar. Leikarar: Sveinn
Ólafur Gunnarsson, Þóra Karítas, Magn-
ús Guðmundsson og KK (Kristján Krist-
jánsson). Tónlistarstjórn: KK. Ljósahönn-
un: Jón Þorgeir Kristjánsson.
Leikmyndahönnun: Mekkín Ragn-
arsdóttir. Búningahönnun: Rannveig Eva
Karlsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Valdís
Arnardóttir. Hljóðhönnun: Sindri Þór-
arinsson. Hreyfihönnun: Hannes Þór Eg-
ilsson. Frumsýnt 29. desember.
FLESTIR aðdáendur Sam Shep-
ards muna eftir kvikmyndinni sem
gerð var eftir Fool for Love og leik-
stýrt af Robert Altman árið 1985.
Þótt Shepard hafi sjálfur leikið hlut-
verk Eddie á móti Kim Basinger í
hlutverki May olli kvikmyndin von-
brigðum. Altman virtist vera ákveð-
inn í að fjarlægja allt raunverulegt
drama úr framvindunni og yfirfærði
mjög fjörlegt leikrit í búning leið-
inlegrar og langdreginnar kvik-
myndar. Eddi í meðförum Shepards
var, jafn kaldhæðnislega og það
hljómar, ekki hálfdrættingur á við
Ed Harris sem lék hann á Broad-
way, né heldur Bruce Willis, sem tók
við hlutverkinu á sviði þegar Harris
hvarf úr því.
Það er jafnframt undarlegt, ekki
síst ef tekið er tillit til þess hversu
orðspor Shepards sem leikskálds er
glæsilegt á alþjóðavettvangi, hversu
fá leikrit hans hafa verið sýnd ís-
lenskum áhorfendum. Jón Gunnar,
leikstjóri sýningarinnar Fool 4 Love
sem nú er til sýnis í Austurbæ, segir
að leikritið sé uppáhaldsverk sitt eft-
ir Shepard og leikhópurinn Silf-
urtunglið hafi orðið til vegna þess.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að
Buried Child, The Tooth of Crime, A
Lie of the Mind og True West séu
mun betri leikrit og að svartur húm-
orinn í True West muni líklega höfða
mest til íslenskra áhorfenda en það
er vissulega nóg að gerast og nóg af
umhugsunarefnum í Fool 4 Love.
Sveinn Ólafur Gunnarsson er trú-
verðugur sem Eddie. Hann hefur
hljómmikla og sterka rödd, mikla
viðveru, sem hvorttveggja vinnur
með honum í þeim senum þar sem
Eddie sýnir ofbeldisfulla hlið á sér.
Það sama má segja um Þóru Kar-
ítas. Þótt hún sé mun lágvaxnari en
meðleikari hennar, er hún innblás-
inn í leik sínum í gegnum allt verkið
og sýnir fína svörun við Eddie. Góð-
ar hugmyndir birtust víða, svo sem
þegar May heldur áfram samtali
sínu við Eddie baksviðs og sömuleið-
is fimleikar hans á milli þess sem
hann kemur og fer með hávaða og
látum inn og út af sviðinu.
Magnús Guðmundsson sýnir frá-
bæran leik sem Martin (sú persóna
sem uppsker flest hlátrasköll) og
KK, sem var að vísu dálítið óöruggur
í opnunaratriði sínu, kemur fyrir
sem reyndur atvinnumaður þegar
hann er kominn á skrið. Það þarf
vart að taka það fram að söngur
hans og gítarspil gáfu kvöldinu öllu
aukna dýpt og urðu til þess að ljá
andrúmslofti kúrekalífsins meiri
trúverðugleika en ella. Ekki leikur
vafi á að lög KK eru stórum betri en
þau sem Sandy Rogers (systir Sam
Shepard) samdi fyrir mynd Alt-
mans.
Ég er ekki viss hvort raunveruleg
dýpt þessa verks komist til skila í
þessari uppsetningu. Það er til að
mynda erfitt að meðtaka sjokkið af
raunverulegu eðli sambands Eddie
og May, eða af vísunum gamla
mannsins (gamli karlinn leikinn af
KK) á íslensku í leikriti sem er sam-
ið í svo sértæku, bandarísku um-
hverfi. Ekki er þó við þýðandann að
sakast, sem fer framúrskarandi vel
með erfiðan texta, heldur vanda sem
þarf að horfast í augu við varðandi
allar „þýddar“ uppfærslur. Að þeim
orðum sögðum hef ég þó sterklega á
tilfinningunni að þessi uppsetning
hafi burði til að batna ef hún fær að
ganga og það eru fá verk á sviði í
bænum um þessar mundir sem
geisla af jafnmikilli ástríðu og þessi
uppfærsla af Fools for Love. Nú er
bara að vona að Silfurtunglið haldi
áfram að takast á við áskoranir af
þessu tagi.
Martin Regal
Fátt sem
geislar jafn-
mikilli ástríðu
á sviði núna
Frábær KK í hlutverki sínu í Austurbæ, en gagnrýnandi telur tónlist hans í
verkinu mun betri en tónlistina í kvikmyndaútgáfu Roberts Altmans.