Morgunblaðið - 28.02.2008, Síða 1
360° HÁTÍÐ
ÍMARK, BLAÐ UM MARKAÐS- OG AUGLÝS-
INGAMÁL Á 24 SÍÐUM, MEÐ BLAÐINU Í DAG
STOFNAÐ 1913 58. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
fyrir valinu árið
2011. „Það kitlar
alltaf svolítið að
vinna, eins og
gagnvart Finn-
um. Það sem
maður les í
finnsku blöðunum
undirstrikar hvað
þetta er gríðar-
lega stórt og mik-
ið.“ Í finnska dag-
blaðinu Helsingin Salomat var í gær
lýst vonbrigðum Finna með valið og
fullyrt að þetta hefði orðið stærsta
átak sem ráðist hefði verið í til þess
að flytja út finnska menningu.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur og
Jóhann Bjarna Kolbeinsson
ÍSLENSKAR bókmenntir verða í
brennidepli á bókastefnunni í Frank-
furt árið 2011 sem er stærsta bók-
menntakaupstefna heims. „Þetta er
stór og mikil áskorun fyrir okkur,“
sagði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra. „Ég get
sagt það eftir að hafa staðið að
nokkrum menningarkynningum, að
þetta verður viðamesta verkefnið
sem við höfum ráðist í.“
Ísland er fyrst Norðurlandaþjóða
til þess að hljóta þennan heiður, en
Finnar sóttust líka eftir því að verða
Þorgerður segir margt liggja að
baki þess að Ísland varð fyrir valinu.
„Fyrst og fremst er það grundvöllur
okkar sem bókmenntaþjóð. Velvild
Þjóðverja í okkar garð er mjög mikil
og við erum að njóta góðs af því.“
Leggja verður í miklar þýðingar á
íslenskum bókmenntum til þess að
hægt sé að nýta þetta sóknarfæri
sem best. „Tækifærið felst í því að
við munum kynna okkar bókmennta-
arf enn frekar, en ekki síður að koma
á framfæri nútímabókmenntum.“
Ríkisstjórnin ákvað í september
að sækjast eftir þessu verkefni. Þor-
gerður segir að áætlaður kostnaður
við þetta sé um 300 milljónir. | 17
Stærsta Íslandskynningin
Íslendingar verða heiðursgestir á bókastefnunni í Frankfurt í Þýskalandi
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÞÖRF fyrir gagnaver hefur aukist
mikið á nýliðnum árum og virðist
ekkert lát vera á, en sagt hefur verið
að markaðurinn tvöfaldist á þriggja
til fimm ára
fresti. Erlend
stórfyrirtæki eins
og Microsoft,
IBM og Yahoo
hafa sett sig í
samband við ís-
lensk stjórnvöld í
þessu sambandi
og er gert ráð
fyrir auknum
áhuga á gagna-
verum á Íslandi
eftir að Verne Holdings ehf. hefur
hafið rekstur á Keflavíkurflugvelli á
næsta ári.
Byggingar Verne Holdings eru
10.000 og 13.000 fermetrar að stærð
en auk þeirra er gert ráð fyrir að
hægt verði að bæta við tveimur nýj-
um byggingum af svipaðri stærð á
aðliggjandi lóð. Gagnaverið kemur
til með að hýsa tölvubúnað, netþjóna
og gagnageymslur fyrir alþjóðlega
stórnotendur og útvega þeim örugga
aðstöðu, orku og nettengingar.
Vilja stórfyrirtæki
Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórn-
arformaður Verne Holdings, segir
að hugmyndin sé að sækjast eftir
öflugum viðskiptavinum með það að
markmiði að vera frekar með færri
og stærri viðskiptavini en fleiri og
smærri. Í því sambandi vísar hann
til þess að gert sé ráð fyrir að hver
viðskiptavinur þurfi á miklu rými að
halda, frá nokkrum hundruðum fer-
metra upp í nokkur þúsund fer-
metra.
Þeir sem þurfa einna helst á
gagnaveitum að halda eru alls konar
netveitur, fjármálafyrirtæki, smá-
sölufyrirtæki, erfðatæknifyrirtæki,
stafræn kvikmyndaver og aðrir sem
þurfa mikla reiknigetu, geymslu-
rými fyrir gögn og öflugar netteng-
ingar. Samtals mun Verne hafa að-
gang að 160 gígabitum á sekúndu en
heildarnotkun á Íslandi nú er tæp 4
gígabit á sekúndu.
Í einhverjum tilvikum koma við-
skiptavinir Verne til með að flytja
starfsemi sína til Íslands og í sumum
tilvikum verður um viðbót að ræða.
Samkeppnin er fyrst og fremst við
Bandaríkin, Bretland og meginland
Evrópu.
Ísland er talinn aðlaðandi kostur
vegna aðgangs að stöðugri, end-
urnýjanlegri orku á stöðugu verði,
góðs netsambands og góðrar þjón-
ustu. Þegar til lengri tíma er litið er
það endurnýjanlega og mengunar-
lausa orkan sem virðist skipta mestu
máli.
Skapa
alþjóðlegt
umhverfi
Verne Holdings
ryður brautina
Vilhjálmur
Þorsteinsson
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
og Silju Björk Huldudóttur
JOSÉ Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, sagði á blaðamannafundi með
Geir H. Haarde í gær að upptaka evru
kæmi því aðeins til greina að Ísland
gengi í Evrópusambandið.
„Okkar skilningur, ekki aðeins
varðandi Ísland, heldur sérhvert svip-
að tilfelli, er að myntsamruni við
evrusvæðið til lengri tíma litið komi
aðeins til greina innan hins stærri
ramma aðildar að Evrópusamband-
inu,“ sagði Barroso og bætti við að að-
ildarríki yrði að ganga í gegnum hið
formlega ferli og uppfylla skilyrði
sambandsins fyrir upptöku evru.
Hann tók sömuleiðis skýrt fram að
hann vildi ekki hafa nein áhrif á af-
stöðu Íslands til þess hvort sækja ætti
um aðild að Evrópusambandinu.
Gott að myndin sé að skýrast
Í samtali við Morgunblaðið segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanrík-
isráðherra, gott að myndin sé að skýr-
ast. „Það þarf svo sem ekki að koma
neinum á óvart að því fylgir bæði
efnahagsleg og pólitísk áhætta að
velta fyrir sér einhliða upptöku evr-
unnar. Vilji maður hins vegar gerast
aðili að evrusvæðinu þá er leiðin til
þess í gegnum aðild að Evrópusam-
bandinu.“
Að mati Ingibjargar eiga íslensk
stjórnvöld að kappkosta að haga mál-
um á þann hátt að Ísland uppfylli öll
skilyrði ef og þegar til þess komi að
stjórnvöld velji að stíga það skref að
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu. „Vandamál okkar í dag er að við
uppfyllum ekki þau skilyrði sem gerð
er krafa um við aðild að myntbanda-
laginu. Til þess er verðbólgan of mikil,
vextirnir of háir og viðskiptahallinn of
mikill. Við eigum því að kappkosta að
koma þessum hlutum í lag heima hjá
okkur og hafa svo hitt sem stefnumið
þegar til lengri tíma er litið,“ segir
Ingibjörg.
Getum lært af Íslendingum
Á blaðamannafundi að loknum há-
degisverðarfundi þeirra Geirs og Bar-
roso tók sá síðarnefndi fram að hann
vildi ekki hafa nein áhrif á afstöðu Ís-
lands til þess hvort sækja ætti um að-
ild að ESB. „Hins vegar er fram-
kvæmdastjórnin reiðubúin að efla
viðræður sínar um efnahagsmál við
Ísland,“ sagði Barroso.
Forsetinn gerði sjávarútvegsmálin
einnig að umtalsefni á blaðamanna-
fundinum og sagðist vilja fá hug-
myndir frá Íslendingum þegar sjáv-
arútvegsstefna ESB verður
endurskoðuð á næstu árum. „Ég verð
að segja að í því efni getum við lært
ýmislegt af Íslendingum.“
Barroso vill heyra | Miðopna
Upptaka evru aðeins
með aðild að ESB
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tók af skarið á fundi með Geir
H. Haarde í gær um að upptaka evru gæti aðeins gerst með beinni aðild að ESB
Í HNOTSKURN
»Geir H. Haarde, forsætisráð-herra, hefur undanfarna
daga heimsótt Lúxemborg og
Belgíu. Hann hefur m.a. átt við-
ræður við fulltrúa í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins og framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins.
»José Manuel Barroso, forsetiframkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, var um tíma
forsætisráðherra í Portúgal.
Árvakur/Ólafur Stephensen
Góð tengsl Geir H. Haarde og José Barroso á blaðamannafundi.
»Bókastefnan í Frankfurtá rætur að rekja aftur á
15. öld og Íslendingar hafa
sótt hana í áratugi.
»Á síðustu bókastefnutóku fulltrúar frá 108
löndum þátt, 400 þúsund nýj-
ar bækur voru kynntar og
280 þúsund gestir heimsóttu
sýninguna.
Stærsta bóka-
kaupstefna í heimi
Fló á skinni >> ??
Magnaðar stundir
í leikhúsinu
Leikhúsin í landinu
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
segir að það hafi komið fram á fund-
um hans með forystumönnum ESB í
gær að Ísland gæti lent í pólitískum
erfiðleikum, yrði upptaka evrunnar
reynd einhliða.
„Það er staðfest hér af öllum að
við gætum lent í verulegum pólitísk-
um vandræðum gagnvart Evrópu-
sambandinu ef okkur dytti í hug að
taka upp evruna einhliða,“ sagði
Geir. „Og hvað eru pólitísk vand-
ræði í því sambandi? Jú, það eru
auðvitað vandræði í kringum EES-
samninginn og Schengen-samstarfið
og fleira, þar sem þeir gætu þá lagt
steina í okkar götu.“
Geir sagði að það hefði komið til
tals að „sú krafa verði gerð til Svart-
fjallalands, sem hefur tekið upp evru
einhliða, að þeir köstuðu henni frá
sér og tækju upp einhvern annan
gjaldmiðil á meðan þeir væru að
uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir
upptöku evru innan þessa kerfis.“
Kallar á erfiðleika