Morgunblaðið - 28.02.2008, Side 17

Morgunblaðið - 28.02.2008, Side 17
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA eru sennilega mestu út- flutnings- og þýðingarmöguleikar sem íslenskum bókmenntum hefur nokkurn tímann gefist kostur á,“ segir Halldór Guðmundsson sem hefur verið skipaður verkefnastjóri vegna þátttöku Íslands í bóka- kaupstefnunni í Frankfurt árið 2011, en stjórn stefnunnar hefur ákveðið að bjóða Íslandi að verða heiðursgestur það árið. „Síðan 1988 hafa þeir alltaf haft eitt land sem sérstakan heiðursgest og þá er lögð sérstök áhersla á það land og það fær sérstaka sýning- arhöll,“ útskýrir Halldór. Bókakaupstefnan í Frankfurt (Frankfurter Buchmesse) er haldin í október á hverju ári og að sögn Halldórs er hún sú langstærsta í heimi. „Ég held að á síðustu messu hafi verið þátttakendur frá 110 löndum og um það bil 7.000 sýning- arbásar,“ segir hann. „Þetta er kaupstefna þar sem allir helstu út- gefendur heims reyna að kynna vöru sína og um leið kynnast því sem aðrir eru að gera. Þarna eru líka kynntar um það bil 300.000 nýjar bækur sem koma út í heim- inum á hverju ári.“ Ekki bara bókmenntir Aðspurður segir Halldór þetta einstakt tækifæri til þess að kynna íslenskar bókmenntir fyrir heims- byggðinni. „Og fyrir utan þetta al- þjóðlega hlutverk hefur þessi messa einnig mjög sterkt hlutverk í Þýskalandi því heiðursgesturinn fær mjög mikla fjölmiðlaathygli og allt það ár eru hinir og þessir menningarviðburðir um allt Þýska- land, myndlistarsýningar, tónleikar og fleira. Fólk notar bara tækifærið og þar með má segja að landið sé í brennidepli á þýskum menning- arvettvangi allt þetta ár.“ Að sögn Halldórs sóttist Ísland ekki sérstaklega eftir því upp- haflega að verða heiðursgestur. „Í raun og veru var það kaupstefnan sem byrjaði á að kanna hug Íslend- inga. Þeim þótti landið forvitnilegt því íslenskir höfundar hafa margir hverjir verið þýddir á þýsku við góðan orðstír. Þannig að þeir höfðu áhuga á okkur en þetta gat þó ekki orðið að veruleika fyrr en rík- isstjórnin samþykkti að sækjast eftir þessu því þetta er af þeirri stærðargráðu að ríkisstjórn við- komandi lands verður að styðja við þetta,“ segir Halldór en í sept- ember á síðasta ári samþykkti rík- isstjórnin að sækjast eftir því að Ís- land hlyti þennan sess, fyrst Norðurlanda. Frá Agli til Arnaldar Halldór segir að nú fari und- irbúningur í hönd og að mikil vinna sé framundan til að gera framlag Íslands sem best úr garði. „Sú vinna mun snúast um að vinna sem allra best að þýðingum og bók- menntakynningum á þýska mark- aðinn, og jafnframt að nota hann sem stökkpall til annarra málsvæða þar sem við stöndum ekki eins vel að vígi,“ segir Halldór og bætir því við að áherslan verði á allt frá Ís- lendingasögunum til Arnaldar Indriðasonar. „Það væri til dæmis mikill ávinningur af því að koma til leiðar nýrri útgáfu af Íslendinga- sögunum í Þýskalandi í nútíma- legum bókmenntaþýðingum. En svo væri einnig gott að koma ís- lenskum samtímabókmenntum á framfæri, bæði í Þýskalandi og á öðrum málsvæðum,“ segir Halldór sem á þar við rithöfunda á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunn- arsson, en einnig núlifandi höf- unda. „Laxness hefur til dæmis komið út á þýsku nú þegar en við munum hins vegar reyna að fylla inn í eyð- urnar. Hvorki Gunnar né Þórberg- ur hafa til dæmis komið út í lengri tíma.“ Varanlegur landvinningur Hvað kostnað við svona verkefni varðar segir Halldór hann tölu- verðan. „Ríkisstjórnin er nú þegar búin að ábyrgjast 300 milljónir og það er það sem messan lítur á sem lágmarkskostnað við þetta,“ segir hann. „En nú gefst okkur loksins kost- ur á að mæta með íslenska lands- liðið á ólympíuleika bókmennta og þá er bara að standa sig. Og kost- urinn við þessa messu, umfram ýmsar aðrar menningarkynningar, er að bækur eru varanlegir hlutir. Þær verða áfram til þegar þessu lýkur og að því leyti getur þetta orðið að varanlegum landvinningi fyrir íslenskar bókmenntir erlend- is,“ segir Halldór að lokum. „Íslenska landsliðið á ólympíuleika bókmennta“  Ísland verður í brennidepli á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011  Einstakt tækifæri fyrir ís- lenskar bókmenntir að mati verkefnastjórans  Ljóst er að mikil vinna við þýðingar er framundan Tríó Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Halldór Guðmundsson verkefnastjóri og Arnaldur Indriðason rithöfundur skoða aðstæður á íslenska básnum á bókamessunni í október á síðasta ári. Stjórnandinn Jurgen Boss, forstjóri bókakaupstefnunnar, í hringiðunni á stefnunni í fyrra. Um 280.000 gestir komu á kaupstefnuna það árið. » Og kosturinn viðþessa messu, um- fram ýmsar aðrar menningarkynn- ingar, er að bækur eru varanlegir hlut- ir. Þær verða áfram til þegar þessu lýk- ur og að því leyti getur þetta orðið að varanlegum land- vinningi fyrir ís- lenskar bókmenntir erlendis. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 17 MENNING Hefur þú áhuga á kyrrð? Kyrrðardagur verður í Neskirkju laugardaginn 1. mars kl. 10-16 Íhugun: Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur Slökun: Ásta Böðvarsdóttir, jóga- og myndlistarkennari Helgihald: Dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju Umsjón: Ursula Árnadóttir, guðfræðingur Kyrrðardagur hentar öllum, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun og trú. Skráning er í Neskirkju við Hagatorg s. 511 1560 www.neskirkja.is HELGA Bryndís Magnúsdóttir blandaði í ríkum mæli djúphygli og næmi tilfinninga í leik sínum. Hún veitti okkur áheyrendum ríkulega af lagvísri hörpu sinni á þessum tónleikum. Henni tókst að láta glæsilega tækni þjóna fyrst og fremst þeim til- gangi að draga upp litauðgi vanda- samra tónverka og láta hvern lit njóta sín af mikilli smekkvísi. Í partítunni eftir Bach endurómaði píanóið í senn stutta tóna frá semb- alóuppruna sínum og syngjandi tón- hæfi arftaka þess, þar söng vinstri höndin fallega. Þessi einstaka sónata Beethovens, sem varð til sem forboði Eróíka- sinfóníunnar, er eins og íslensk veð- ursaga þar sem skammt er milli skins og skúra. Þessi magnþrungnu veðra- brigði náði Helga Bryndís sannarlega að sýna í áhrifamikilli túlkun. Rachmaninov, sem oft er litið á sem lokahlekkinn í hinni glæsilegu keðju rómantískra píanóverka, arf- taki Liszts og Chopins, samdi 23 pre- lúdíur í tveimur áföngum, 10 árin 1902-1903 og svo aðrar 13 um 1910. Helga Bryndís valdi að leika tvær prelúdíur úr hvorum flokki. Þær tvær úr seinni flokknum, þ.e. nr. 12 og nr. 5, eru einhver fallegasta píanótónlist sem heyrist. Sérstaklega er sú nr. 5 ótrúlega einlæg og blíð með sterkum einkennum impressjónisma. Helga Bryndís hefur trúlega með vali þessara prelúdía viljað draga fram sterkar andstæður í verkum höfundar og það tókst henni sann- arlega. Þrátt fyrir smáhnökra í g-moll- prelúdíunni op. 23 náði Helga Bryn- dís að gera þessum mikla píanójöfri góð skill. Scherzóið í b-moll er í raun sónötuígildi og eitt af mögnuðustu pí- anóverkum sögunnar. Það fór líka vel á því að Helga Bryndís lyki glæsilegum tónleikum á slíku verki. Það var augljóst á viðtökum vel setins tónleikasalarins að margir deildu hrifningunni með undirrit- uðum. Píanóblóm á konu- degi í Laugarborg TÓNLIST Tónleikar Tónleikar: í Tónlistarhúsinu Laugarborg sunnudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Tónlist: Partíta nr. 1 eftir J.S. Bach, Sónata nr. 8 í c- moll (Pathetique) eftir Beethoven, fjórar prelúdíur eftir Rachmaninov og Scherzo í b- moll op. 13 eftir Chopin. Einleikari á píanó: Helga Bryndís Magnúsdóttir. bbbbn Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.