Morgunblaðið - 28.02.2008, Síða 22
- kemur þér við
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Foreldrar segja að
börn fái áfengi
á Teknó-böllum
Sex stóriðjuver
enn á kortinu
Ungir kennarar
eru sjaldgæfir
Björn Bjarnason ekki
hissa á meiðyrðadómi
Til Edinborgar til
að meika það.
Felix kynnir
tónlistarverðlaunin
daglegt líf
22 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Viðunandi lausn er fundin í deilu
siglingaklúbbsins Nökkva við bæj-
aryfirvöld á Akureyri vegna fyr-
irhugaðra framkvæmda klúbbsins á
Leirunni. Þetta segir Rúnar Þór
Björnsson, formaður Nökkva.
Eftir fund formanns Nökkva í vik-
unni með skipulagsstjóra og for-
manni bæjarráðs, Hermanni Tóm-
assyni, er ljóst að ekki er
grundvöllur fyrir framkvæmdum á
þessu ári, „eins og bæjarstjóri Sig-
rún Björk hefur réttilega bent á í
bréfum til formanns Nökkva og
annara,“ segir í tilkynningu frá
Rúnari fyrir hönd stjórnar sigl-
ingaklúbbsins. Fjallað var um málið
í Morgunblaðinu í síðustu viku.
„Þær upplýsingar sem klúbburinn
lagði til grundvallar bentu til þess
að hægt væri með góðum vilja að
byrja framkvæmdir á haustdögum
og stefndum við á að hefja fram-
kvæmdir á 45 ára afmæli klúbbsins
11. sept. Stjórn Nökkva mun sætt-
ast á þessa niðurstöðu á þeim for-
sendum að þegar verði hafist handa
við að koma hugmyndum okkar í
réttan farveg hjá skipulags-
yfirvöldum og framkvæmdasýslu.
Einnig skal þess getið að þær
fjárveitingar sem fyrirhugaðar voru
til framkvæmda hjá Nökkva í ár
falla niður, en klúbburinn heldur
fjárveitingu á árinu 2009 og þá og
ekki seinna en þá, verður hafist
handa.“
Stjórn Nökkva segir að viðbrögð
klúbbsins á dögunum (við þeim tíð-
indum að Akureyrarbær ákvað að
fella niður fjárframlag sem fyr-
irhugað var á þessu ári) verði að
skoða í því ljósi að í tugi ára hafi
klúbburinn barist fyrir bættri að-
stöðu og enn standi sú barátta yfir
fyrir klúbbinn og fyrir betri aðstöðu
fyrir sportbátaeigendur í bænum.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
Tignarleg Samkomuhúsið og Akureyrarkirkja eru sannarlega tilkomu-
mikil á brekkubrúninni, ekki síst upplýst á dimmu vetrarkvöldi.
úr bæjarlífinu
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Meginhugmyndin á bak viðÖðruvísi daga er að opnadeildirnar svo allir geti
prófað og kynnt sér hvað hinir eru
að gera í skólanum,“ segir Sigurjóna
Jónsdóttir námsráðgjafi. En hún er
ein þeirra sem hafa umsjón með
skipulagningu Öðruvísi daga sem
byrjuðu í gær í Iðnskólanum í
Reykjavík og enda í dag.
„Þetta er auðvitað líka gert til að
breyta til eins og nafnið gefur til
kynna, og þó svo að mest af því sem
er um að vera komi frá nemend-
unum sjálfum fáum við líka gesti til
okkar með fyrirlestra og kynningar.
Fjölbreytileikinn er svo mikill í Iðn-
skólanum að það er af nógu að taka
til að gera eitthvað skemmtilegt, við
erum til dæmis bæði með útvarps-
stöð og sjónvarpsstöð hér í gangi á
meðan á þessu stendur. Við erum
líka með tvö kaffihús sem sett voru
Árvakur/Frikki
Skreytilist málarans Í málaradeildinni mættu vel flestir þátttakendur í hvítum málaragöllum og með hatta.
Drengirnir á myndinni eru að vinna að munsturgerð með aðstoð skapalóna.
Útvarp Iðnskóli Þeir voru í góðum gír strákarnir sem héldu uppi beinum
útsendingum frá Öðruvísi dögum er ljósmyndari leit inn.
Keppt í dúkaskurði og