Morgunblaðið - 28.02.2008, Síða 25
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 25
Bónus
Gildir 28. feb.-2. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Ali ferskur svínabógur................. 498 598 498 kr. kg
Ali ferskar svínakótilettur ............ 1.019 1.528 1.019 kr. kg
Ali ferskur svínahn. í sneiðum ..... 1.259 1.618 1.259 kr. kg
Ali ferskt svínahakk.................... 589 757 589 kr. kg
Óðals úrb. svínahn., helgarsteik .. 1.019 1.528 1.019 kr. kg
KF lambakótilettur í raspi............ 1.198 1.798 1.198 kr. kg
KF kryddaður hrossavöðvi ........... 1.298 0 1.298 kr. kg
Óðals nautafillet krydd., helgarst. 1.998 0 1.998 kr. kg
KS frosinn lambahryggur ............ 1.039 1.298 1.039 kr. kg
Móa steiktur kjúkl., 1/1, 1.100 g 479 747 435 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 28. feb.-1. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
FK hamborgarhryggur................. 998 1.498 998 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.398 1.595 1.398 kr. kg
Nauta-Rib-eye úr kjötborði.......... 2.298 2.998 2.298 kr. kg
Ali Cordon Bleu forsteikt............. 1.184 1.579 1.184 kr. kg
Ali snitsel, forsteikt .................... 1.184 1.579 1.184 kr. kg
Móa kjúklingaleggir .................... 454 699 454 kr. kg
Móa kjúklingavængir.................. 191 319 191 kr. kg
Emmess skafís, 3 teg. ................ 429 490 429 kr. ltr
FK ís vanillu og súkkul. ............... 139 199 139 kr. ltr
Krónan
Gildir 28. feb.-2. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Ungnautahakk........................... 799 1.389 799 kr. kg
Grísasnitsel ............................... 998 1.594 998 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar.................. 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Goða grísalærvöðvar, Piri Piri....... 1.250 1.785 1.250 kr. kg
Móa kjúklingur ferskur, 1/1 ........ 479 799 479 kr. kg
Lamba framhryggjarsneiðar ........ 1.248 1.798 1.248 kr. kg
SS kæfur, 5 teg., 200 g.............. 199 260 995 kr. kg
Panesco baguette, 220 g ........... 79 119 359 kr. ltr
Krónu ferskur appelsínusafi ........ 169 193 169 kr. ltr
Maryland kex, 4 tegundir, 150 g.. 49 57 327 kr. kg
Nóatún
Gildir 28. feb.-2. mar. verð nú verð
áður
mælie. verð
Ungnautagúllas ......................... 998 1.998 998 kr. kg
Ungnautahamborgari, 120 g ...... 129 199 129 kr. stk.
Móa kjúklingabringur ................. 1.398 2.799 1.398 kr. kg
Gourmet ofnsteik, villikrydduð..... 1.298 1.862 1.298 kr. kg
Ýsa í indversku karrí&kóríander ... 998 1.269 998 kr. kg
Sprite/Sprite Zero, 2 l ................ 119 189 60 kr. ltr
Líf appelsínusafi/eplasafi, 1 l ..... 89 109 89 kr. ltr
GM Cocoa Puffs, 465 g .............. 299 325 643 kr. kg
Ariel Future Color fljótandi, 1,5 l.. 699 989 466 kr. kg
Nóa súperegg nr.1, 240 g .......... 579 659 579 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 28. feb.-1. mars verð nú verð
áður
mælie. verð
Goði pítub./brauð, 6 stk. /sósa .. 878 998 878 kr. pk.
Ekta london lamb ...................... 998 1.695 998 kr. kg
Kjötborð svínalundir ................... 1.998 2.750 1.998 kr. kg
Goði skinka, 216 g .................... 298 415 298 kr. pk.
Matf. kjúklingalæri ..................... 454 699 454 kr. kg
Ísfugl kjúlli, ferskur, 1/1 ............. 499 740 499 kr. kg
Quaker guldkorn, 500 g ............. 378 505 378 kr. pk.
Pot núðlur Chick/Mushr., 94 g .... 98 139 98 kr. pk.
Kell. Just Right, 500 g ................ 349 459 349 kr. pk.
Vínber, rauð .............................. 299 579 299 kr. kg
helgartilboð
Kjúklingur og nautakjöt
Árvakur/Ásdís
MANNSKEPNAN fylgir flokknum
og getur því fljótt komist í aðstæður
sem hún hafði ekki hug á að lenda í.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rann-
sóknar sem forskning.no greinir frá.
Við erum víst ekki eins sjálfstæð
og við höldum. Þvert á móti virðast
flest okkar elta uppi þá fáu sem hafa
einhverja hugmynd um hvert þeir
ætla. Við einfaldlega fylgjum hópn-
um, rétt eins og rollur og hópfuglar,
ef marka má vísindamenn við Há-
skólann í Leeds í Bretlandi. Þetta
getur auðveldlega leitt til þess að
manneskjan kemst í aðstæður sem
hún ætlaði sér ekki að lenda í, nán-
ast án þess að átta sig á því.
Prófessor Jens Krause og
doktorsneminn John Dyer við Há-
skólann í Leeds stóðu að baki rann-
sókninni á sauðseðli manneskj-
unnar. Þeir efndu til fjölda tilrauna
sem hópur fólks fékk skilaboð um að
gera í stórri skemmu, án þess að það
ætti að gera þær í ákveðinni röð.
Þátttakendur fengu ekki að tala
hver við annan en urðu að halda sér í
seilingarfjarlægð frá næsta manni.
Því stærri hópur,
því færri leiðtogar
Fólkið var þó ekki allt jafn óvisst
um hvert það ætti að stefna við lausn
tilraunanna. Örfáir þátttakendur
fengu nefnilega leiðbeiningar um að
fikra sig í ákveðna átt.
Niðurstöður allra tilraunanna
sýndu það sama: Við erum algjörir
sauðir. Öll hjörðin elti nefnilega þá
fáu sem höfðu fengið upplýsingar
fyrirfram og hlykkjaðist í óreglu-
legri röð fram og til baka um salinn.
Og eftir því sem hópurinn var
stærri, því færri leiðtoga þurfti til.
Væru 200 þátttakendur í tilrauninni
nægði að fimm prósent þeirra vissu
hvert þeir áttu að fara. „Í lang-
flestum tilfellum höfðu þátttakend-
urnir ekki hugmynd um að þeir
væru leiddir af öðrum,“ segir
Krause sem telur niðurstöðurnar
geta nýst þeim sem vinna við að
stjórna stórum hópum.
Fyrir okkur hina sauðina geta
þær verið ágætis afsökun þegar við
„lendum“ í einhverju óvæntu.
Árvakur/Rax
Forystusauðir Mannskepnan er víst ekki eins sjálfstæð og hún telur. Þvert
á móti fylgja flestir hópnum, rétt eins og rollur og hópfuglar.
Þú ert nú meiri sauðurinn
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans síðastliðið starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til
staðfestingar.
3. Tillaga um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur um eftirfarandi breytingar á samþykktum:
a. Að 4. gr., 1. mgr., verði breytt þannig að stjórn bankans verði heimilt að
ákveða að hlutafé bankans verði skráð í evrum í stað íslenskra króna og gera
nauðsynlegar samþykktarbreytingar í tengslum við það.
b. Að bætt verði við nýrri málsgrein í 4. gr., sem yrði 5. mgr., þar sem stjórninni
verði gefin heimild til að gefa út breytanleg skuldabréf að hámarki að fjárhæð
sem jafngildir EUR 1.500.000.000, eða, eftir aðstæðum, að ábyrgjast útgáfu
og greiðslu slíkra breytanlegra skuldabréfa, sem gefin yrðu út af einhverju
dótturfélaga félagsins, með þeim skilmálum að hægt yrði að breyta slíkri skuld í
hluti í Kaupþingi banka hf. Stjórninni verði ennfremur heimilt, eftir því sem þörf
krefur, að hækka hlutafé félagsins um allt að 1.750.000.000 kr. að nafnverði, með
áskrift allt að 175.000.000 nýrra hluta til að uppfylla skuldbindingar félagsins
samkvæmt breytanlegu skuldabréfunum. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum
vegna nýju hlutanna. Stjórnin skal að öðru leyti taka ákvörðun um skilmála útgáfu
breytanlegu skuldabréfanna og um hækkun hlutafjárins, og ennfremur um það
í hvaða áföngum heimildin verður nýtt. Stjórninni verður ennfremur heimilt að
gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við útgáfu
breytanlegu skuldabréfanna eða hlutafjárhækkunina í kjölfar hennar.
5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
6. Kjör stjórnar til eins árs.
7. Ákvörðun stjórnarlauna.
Aðalfundur Kaupþings banka hf. verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica,
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, föstudaginn 7. mars 2008 og hefst klukkan 17.00.
AÐALFUNDUR KAUPÞINGS BANKA HF.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins:
8. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags fyrir næsta reikningsár.
9. Tillaga um að endurnýja heimild bankans til að kaupa eigin hluti eða taka þá að veði.
10. Önnur mál.
Fundarstörf fara fram á ensku.
Frestur til að lýsa yfir framboði til stjórnar rennur út föstudaginn 29. febrúar 2008
klukkan 12 á hádegi. Framboð skulu berast skriflega til stjórnarformanns Kaupþings
banka hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík, fyrir þann tíma. Þar skulu koma fram þær
upplýsingar um viðkomandi frambjóðanda sem íslensk hlutafélagalög gera ráð fyrir.
Hluthafar sem eru með hluti skráða í sænska VP-kerfinu á safnreikningi gegnum
vörsludeild banka eða svipaðrar stofnunar, þurfa að fara fram á það að hlutirnir
verði tímabundið endurskráðir á nafn viðkomandi hluthafa í hluthafaskrá sem VPC
heldur utan um, til þess að hluthafinn geti tekið þátt í fundinum. Slík skráning verður
að hafa tekið gildi miðvikudaginn 5. mars 2008. Hluthafar eru beðnir um að láta
viðkomandi umsjónaraðila safnreiknings vita með góðum fyrirvara fyrir þann dag.
Hluthafar sem geta ekki mætt á fundinn geta greitt atkvæði með rafrænum hætti. Frekari
upplýsingar um rafræna atkvæðagreiðslu eru á vefsíðu bankans, www.kaupthing.com/ir
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn fyrir upphaf fundarins.
Stjórn Kaupþings banka hf.