Morgunblaðið - 28.02.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 35
mennskunnar í Mosfellsbæ.
Við hjónin og börnin okkar þökk-
um samfylgdina. Loucky og systk-
inum Friðþjófs sendum við sam-
úðarkveðjur.
Sigurður R. Ragnarsson og
Ragnheiður Hall.
Það streyma fram margar góðar
minningar frá samveru okkar Frið-
þjófs í hesthúsi okkar í Mosfellsbæ.
Fyrir rúmlega tuttugu árum
keyptum við hjónin helmingshlut í
hesthúsi því sem Friðþjófur og fað-
ir hans höfðu byggt. Friðþjófur
vildi allt fyrir okkur gera og var
umhugað um að vel færi um okkur
og hestana í húsinu og á milli okkar
ríkti alla tíð góður andi og gagn-
kvæmt traust. Mörg handtökin
unnum við saman og margt spjöll-
uðum við í hesthústestofunni í
gegnum árin, gjarnan yfir bolla af
bragðbættu tei sem var drykkur
hússins.
Friðþjófur var glaðlyndur og
spaugsamur og ríkti jafnan glað-
værð í testofunni, þar sem oft var
gestkvæmt enda maðurinn vin-
margur. Ótal skemmtilega útreiðar-
túra fórum við saman, og sérstak-
lega er minnisstætt hve Friðþjófur
var duglegur að hóa saman kunn-
ingjum og skipuleggja útreiðar með
uppákomu á áfangastað. Var hann
þá gjarnan búinn að koma þar fyrir
bálkesti eða undirbúa grillveislu
fyrir hópinn. Taldi hann aldrei eftir
sér framlög af þessu tagi. Af ein-
stakri gestrisni naut Friðþjófur
þess að veita vel hvort sem var í te-
stofunni, í útreiðartúrum eða
heima. Minningar um ljúfar stundir
í yndislegum garði þeirra hjóna,
þar sem hrossin hvíldust í rétt,
munu seint gleymast.
Með söknuði kveðjum við Frið-
þjóf, þennan góða dreng, þakklát
fyrir árin sem við vorum honum
samferða. Líf sitt helgaði hann
hestum og margþættum verkefnum
þeim tengdum og vonum við að
vistaskiptin færi honum endurfundi
við hans föllnu gæðinga þar sem
taktföst hófaslög dynja á grænum
grundum er hann tekur þá til kost-
anna.
Við vottum Loekie og öðrum að-
standendum innilega samúð.
Þorleikur og Áslaug.
Nú þegar Friðþjófur vinur minn
er látinn hvarflar hugurinn aftur til
ársins 1984 þegar við Helga fluttum
austan af fjörðum í Mosfellssveit-
ina. Sigurður Ragnarsson, sem nú
er prestur í Neskaupstað, var með
mér í hesthúsi og hann var góður
vinur Friðþjófs. Þannig kynntist ég
honum og tókst með okkur vinátta,
sem hefur haldist alla tíð síðan.
Hann var góður vinur vina sinna og
hafði gott lag á því að láta þá njóta
vináttunnar. Friðþjófur var mikill
persónuleiki og mér varð snemma
ljóst, að hann bjó yfir mikilli þekk-
ingu um allt sem laut að hesta-
mennsku og hrossarækt, enda
óspart leitað í smiðju til hans þegar
þess þurfti með.
Mér er í minni þegar á fyrstu ár-
um hestamennsku minnar hann
sagði mér rækilega til syndanna,
þegar honum líkaði ekki er ég í
fyrstu ferð minni eftir að ég tók
hesta á hús reið í kringum Helga-
fell. Oft söfnuðust vinirnir saman í
litlu kaffistofunni hans í tesopa, þar
sem hann var í essinu sínu og oft
glatt á hjalla, og á ég eftir að sakna
mjög þessara stunda. Friðþjófur
var upphafsmaður að Leirugleðinni
og varðeldum og stóð fyrir ýmsum
minnisstæðum uppákomum bæði
innan vinahópsins og hestamanna-
félagsins. Hestamenn á Varmár-
bökkum og víðar sjá á eftir góðum
dreng sem setti svip sinn á sam-
félagið. Friðþjófur hafði fastmótað-
ar skoðanir á lífinu og tilverunni og
hafði mörg áhugamál sem hann
fylgdi eftir af mikilli þrautseigju.
Má í því sambandi nefna hesta-
myndir, plaköt og útgáfu bóka um
hestaliti og mun allt þetta halda
minningu hans á lofti.
Við Helga sendum eiginkonu
hans og ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Gunnarsson.
✝ Guðleif Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 16. júlí
1926. Hún lést á
Borgarspítalanum
að morgni 7. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Þor-
leifsson, af-
greiðslumaður hjá
Pípuverksmiðjunni
hf. í Reykjavík, f.
22.3. 1877, d. 3.8.
1947, og Hreiðars-
ína Hreiðarsdóttir
húsmóðir, f. 23.10. 1879, d. 13.1.
1973. Guðleif var yngst 7 systk-
ina, þeirra Ástu, f. 1921, Hreiðars,
f. 1917, d. 1979, Ólafs, f. 1912, d.
1930, Sigurbjargar, f. 1909, d.
1930, Ágústs, f. 1907, d. 1961, og
Guðjóns, f. 1903, d. 1985. Guðleif
giftist 1.12. 1950 Katli Jenssyni,
söngvara og fiskmatsmanni, Rvk.
f. 24.9. 1925, d. 12.6. 1994. Þau
skipstjóra í Reykjavík, f. 4. feb.
1923. Synir þeirra eru: 1) Guð-
mundur, f. 1960, sonur hans er
Ragnar, f. 1989, 2) Ágúst, f. 1961,
3) Ólafur, f. 1964, sambýliskona
Sólveig Róshildur Erlendsdóttir,
dætur þeirra eru Guðrún Hólm-
fríður, f. 1986, og Elín Rós, f.
1991, 3) Thelma Lind, f. 1995, og
4) Guðjón Óli, f. 1997. Guðleif
stundaði nám í gagnfræðaskóla
veturinn 1939-1940 og var í Hand-
íðaskólanum í 2 vetur. Hún lauk
námi úr Hjúkrunarskóla Íslands
vorið 1949. Hún var hjúkr-
unarkona á Landspítala, röntgen-
deild, á Kleppsspítala og Land-
spítala, fæðingardeild.,
slysavarðstofu, Rvk, og Landspít-
ala, barnadeild. Hún var yf-
irhjúkrunarkona við Hrafnistu
vorið 1957 til hausts 1959, hjúkr-
unarkona á Landspítala, kven-
sjúkdómadeild, á Borgarspítala
ýmsum deildum og lauk starfs-
ferlinum á Hrafnistu, sjúkradeild,
liðlega 70 ára að aldri.
Útför Guðleifar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
skildu. Dætur þeirra
eru: 1) Ásthildur, f.
1951, maður hennar
er Kristinn Björns-
son, f. 1952, d. 2006,
dætur þeirra eru: a)
Elísabet, f. 1973,
sambýlismaður Jón
Valgeir Björnsson,
dætur þeirra eru
Gabríela Ýr, f. 1992,
Hekla Sól, f. 2001,
Emilía Mjöll, f. 2003,
Kría Rán, f. 2004. b)
Ásta Sigríður Kort,
f. 1975, sonur henn-
ar: Benedikt Már, f. 1995. 2) Sig-
ríður, f. 1955, fyrrverandi maður
hennar John B. Quirk, dætur
þeirra eru E. Jane Yvonne, f.
1975, og Sigríður Júlía, f. 1976,
sambýlismaður Steingrímur Birg-
isson, dætur þeirra eru Júlía Nótt,
f. 2004, og Indíana Líf, f. 2006.
Guðleif giftist öðru sinni 29.
okt. 1960 Júlíusi Helga Helgasyni,
Elsku Gulla mín, í dag kveðjum
við þig í hinsta sinn. Þó svo að þú haf-
ir farið svona snögglega fengum
samt tækifæri til að kveðja þig, og
ekki vantaði eftirtektina og húmor-
inn þessa síðustu daga á spítalanum.
Þú dáðist að barnabörnunum þínum,
sagðir þeim hvað þau væru sæt, vild-
ir láta passa langömmubarnið fyrir
snúrum og tækjum sem þú varst
tengd í og dáðist að góðum rakspíra-
ilmi af sonum þínum, glottir út í ann-
að og vildir fara heim.
Ég kynntist ykkur Júlla fyrir 26
árum, þegar ég fór að vera með syni
ykkar, honum Óla. Það var strax eins
og ég hefði alltaf þekkt ykkur, svo
vel tókuð þið á móti mér í fjölskyldu
ykkar. Mér fannst þú, Gulla mín, al-
veg einstök, á heimilinu bjuggu 3
synir á aldrinum 18-22 ára og hlust-
aðir þú á þeirra tónlist og hafðir
gaman af, horfðir á boltann með
þeim og vinum þeirra og þekktir
meira að segja nöfnin á leikmönnum.
Þetta fannst mér sérstakt.
Gulla var hreinskilin og eftirtekt-
arsöm, dáðist að því sem henni
fannst vel fara, en sagðir líka stund-
um: Í hverju ertu eiginlega mann-
eskja eða ertu nokkuð að fitna? og
kímdir svo.
Gulla var listakona og málaði
margar fallegar myndir og erum við
stolt af að sýna þær á veggjum heim-
ila okkar. Þú varst fagurkeri og mjög
smekkleg kona. Það voru ófáar ferð-
irnar farnar í leit að fallegum slæð-
um, töskum, kápum og höttum. Þú
kenndir okkur Óla svo margt um
blóm og garðrækt enda var garður-
inn ykkar Júlla á Sogaveginum fal-
legur, og hvað þú varst stolt þegar
gullregnið var í blóma.
Gulla mín, þú varst snillingur í að
búa til hreiður fyrir fjölskylduna,
enda fannst barnabörnunum svo
notalegt að fara til ömmu Gullu og
afa Júlla í pössun og hjúfra sig í hlýj-
unni, og ef þau voru veik var enginn
betri en amma Gulla, því hún var
besta hjúkrunarkonan, plástraði,
batt um og gaf svo rjúkandi bolla-
súpu sem var allra meina bót. Og það
sem börnin höfðu gaman af að ræða
við ömmu Gullu. Hún ræddi við þau
sem jafnoka og hlustaði á þau og
sýndi öllu því sem þau höfðu áhuga á
mikinn áhuga. Gulla var ekki bara
mamma, amma og tengdamamma,
hún var líka góð vinkona sem dæmdi
engan.
Gulla mín, ég þakka þér alla hjálp-
ina og góðvildina í gegnum árin og
kveð þig í bili í þeirri trú að leiðir
okkar muni liggja saman síðar.
Þín tengdadóttir,
Rósa.
Elsku amma.
Það er svo margs að minnast núna
þegar við kveðjum þig í síðasta sinn.
Söknuðurinn er yfirþyrmandi og erf-
itt að trúa því að við sjáum þig aldrei
aftur.
Þú varst besta amma í heimi. Ef
mamma var ekki heima vildum við
alltaf vera hjá þér. Þú gættir okkar
þegar við vorum lasnar og einu sinni
lágum við fjórar frænkurnar veikar í
rúminu þínu. Við máttum alltaf koma
til þín, jafnvel þegar þú varst að fara
að vinna, þú tókst okkur bara með.
Hvað það var gaman að spjalla við
þig, amma, þú vissir svo margt. Og
kunnir svo margt. Þú áttir líka fullt
af fallegum fötum og hlutum sem við
máttum máta, skoða og leika okkur
með. Þú leyfðir okkur alltaf að hjálpa
til og vera með í öllu, þótt við værum
klaufalegar. Þú áttir yndislegan
garð, amma, sem þú ræktaðir upp og
þar var einhvern veginn alltaf besta
veðrið, sól og logn og dýrlegt að vera
í sólbaði og leika sér. Öll fjölskyldan
kom saman í garðinum á sólardögum
og þá var nú gaman. Fallega góða
amma! Það sem þú lést eftir okkur.
Við þökkum þér umburðarlyndið og
þolinmæðina sem þú ætíð sýndir
okkur. Við erum líka þakklátar fyrir
allar gleðistundirnar sem við áttum
saman. Við þökkum þér, amma, fyrir
að hugga okkur og hughreysta þegar
við þurftum á að halda. Þú kenndir
okkur að gefast ekki upp, alveg sama
hvað á gekk. Langömmustelpurnar
þínar báru gæfu til að kynnast þér
og þér fannst þær svo duglegar og
skemmtilegar. Við biðjum góðan
Guð að taka vel á móti þér í eilífð-
arlandinu. Við eigum dásamlegar
minningar um þig, amma, sem við
geymum í hjörtum okkar um alla
framtíð.
Guð geymi þig, englarnir vaki yfir
þér.
Jane og Sigríður Júlía.
Við viljum kveðja þig, amma, með
ljúfri bæn:
Í faðmi hennar ömmu
þar bestan fékk ég blund,
sem blóm und skógarrunni
um hljóða næturstund.
Við hennar söng ég undi,
sem ljúfrar lindar klið,
er líður hægt um grundu,
og blómin sofna við.
Og söknuður mig sækir
og sorgarblandin þrá.
Hvort á ég ættarlandið
aftur fá að sjá?
Því þar er elsku amma
í aftanroðans glóð,
og þar er mér hver minning
svo mæt og hlý og góð.
(Eva Hjálmarsdóttir)
Þín barnabörn
Elín Rós, Thelma Lind og
Guðjón Óli Ólafsbörn.
Elsku amma mín.
Þetta gerðist svo hratt, ekki óraði
okkur fyrir því að þú værir að fara
frá okkur. Þú varst svo spennt að
koma í bollukaffi til okkar á sunnu-
deginum og við spennt að fá þig. Við
fengum þó smátíma með þér á spít-
alanum þar sem við spjölluðum við
þig og þú gantaðist og gerðir grín, þú
vildir bara fá húfuna þína og komast
heim sem fyrst og á tímabili var ég
alveg viss um að þú mundir rífa þig
upp úr þessu, þú varst svo sterk og
ákveðin, en að lokum var líkaminn
þinn orðinn of þreyttur til að berjast
lengur. Nú stendur stóllinn þinn á
Sogaveginum auður en minningarn-
ar um þig munum við alltaf geyma.
Hún amma var alltaf hreinskilin
og sagði það sem henni fannst, ég
fékk iðulega hrós frá henni hvað ég
væri með fínt hár, hún var þó ekki al-
veg jafnánægð með mig þegar ég tók
upp á því að lita á mér hárið dökkt,
það fannst henni ekki nógu gott,
stelpan hennar átti að vera ljóshærð.
Það seinasta sem amma sagði svo við
mig var þegar ég og Jane vorum hjá
henni uppi á spítala, þá horfði hún á
okkur og sagði: „Mikið eruð þið sæt-
ar og fínar,“ – svo fengum við fallegt
bros.
Í veikindum og skólafríum fórum
við systkinin oft í pössun til ömmu og
afa, þar var gott að kúra í sófanum
og horfa á sjónvarpið, við fengum
alltaf að taka með okkur teiknimynd
eða þá að afi labbaði með okkur í
Kúluna þar sem við fengum að velja
mynd og amma horfði alltaf með
okkur og var jafnspennt og við yfir
þeim, svo seinnipartinn horfðum við
saman á Glæstar vonir og Nágranna.
Það skipti engu máli hvort amma
ætlaði bara að vera heima yfir dag-
inn eða væri að fara eitthvað út, hún
var alltaf vel puntuð, hún setti í sig
rúllur, varalit og ilmvatn þegar hún
vaknaði og það var alltaf svo gaman
að fylgjast með henni. Amma átti
líka svo mikið af skemmtilegum hlut-
um sem hægt var að skoða, alls kon-
ar slæður, skartgripi og snyrtidót.
Þegar ég var yngri fannst mér
alltaf stórskrítið hvernig hún amma
nennti eiginlega að horfa á fótbolta
með strákunum, en nú finnst mér
það ekkert skrítið. Amma var alltaf
til í að gera hvað sem er, hún tók þátt
í áhugamálum annarra og naut þess
bara að vera samvistum við þá sem
henni þótti vænt um, alveg eins og
þegar hún horfði á teiknimyndir með
mér.
Einn skemmtilegasti dagur sem
ég átti með henni ömmu var þegar
ég fór með henni í vinnuna á Hrafn-
istu, þar fékk ég að hjálpa ömmu
með ýmis verkefni og mér fannst ég
agalega heppin að eiga svona ömmu
sem ég gæti farið með í vinnuna. Í
hádeginu fórum við svo inn í matsal
þar sem amma sýndi öllum mig, ég
var ekkert smástolt.
Ég gæti skrifað margar blaðsíður
um allar minningarnar sem ég á um
þig og með þér en ég þarf þess ekki,
ég geymi þær í hjartanu og ég veit að
þú gerir það sama svo við skulum
bara eiga þær fyrir okkur.
Elsku amma mín nú ertu komin á
annan stað, ég veit að þú og amma
Munda mín eruð saman og passið
okkur hin.
Ég kveð þig nú í bili, við hittumst í
draumi.
Þín
Guðrún Hólmfríður.
Látin er í Reykjavík föðursystir
mín Guðleif Ólafsdóttir. Hún var
yngst sjö systkina, barna afa míns,
Ólafs Þorleifssonar og ömmu, Hreið-
arsínu Hreiðarsdóttur. Er nú aðeins
Ásta, ein systkinanna sjö, eftirlif-
andi.
Því miður voru fjölskyldutengsl
okkar alltof skammvinn. Það helg-
aðist af skilnaði foreldra minna árið
1953. Á þeim árum voru hjónaskiln-
aðir ekki eins algengir og auðveldir
og nú tíðkast. Var konum oft gert
erfitt fyrir þegar þær vildu losa sig
úr óbærilegri lífskreppu. Kostuðu
slíkar ákvarðanir gjarnan reiði og
ásökun í hópi aðstandenda beggja
aðila og skildu eftir sár sem seint eða
aldrei greru.
Guðleif, eða Gulla frænka, var allt-
af í huga mínum glæsileg og elskuleg
kona. Í kringum hana unga leiftraði
lífsgleði og heimsborgarabragur. Á
árunum sem hún var gift Katli Jens-
syni óperusöngvara var eins og
Ítalía væri komin inn á hæðina á
Grettisgötu 61. Þá gall við hlátur og
gleði og samtöl krydduð með ítölsk-
um orðum og setningum. Talað var
um heimsfræga einsöngvara eins og
þeir ættu heima í næsta húsi og óp-
erur og söngafrek þeirra rædd yfir
kaffi og kleinum. Og við börnin
horfðum á fullorðna fólkið og hlust-
uðum á það með takmarkalausri að-
dáun. Þegar fjölskyldan á Grettis-
götu 61 kom í heimsókn til foreldra
minna að Bjargi, sungu þeir gjarnan
einn eða tvo takta úr Hamraborginni
og Áfram veginn í vagninum ek ég,
Ketill og pabbi.
Þá fannst mér að enginn í heim-
inum stæði þeim á sporði í söng og
glæsileika. Og Gulla hló og trúði á líf-
ið eins og ungt fólk gerir og fannst
eins og hamingjan væri bjargföst og
óhagganleg. Ég minnist þess hvað
hún var góð við mig, lagði hönd mína
í lófa sinn og strauk blíðlega yfir og
sagði: „Þú hefur píanófingur.“ Svo
tók hún grip á gítar og mér fannst
hún svo flott. Þannig er hún í minn-
ingu minni. Gulla frænka.
En það urðu vinslit eins og fyrr
getur og það er sorglegt þegar þann-
ig fer. Fjölskyldutengsl rofna, til-
finningar vináttu, frændsemi og reiði
blandast í huga fólks og til verður vík
sem erfitt er að brúa. En þrátt fyrir
víkina býr í hjartanu hlý endurminn-
ing um elsku og söknuður.
Kveð ég frænku mína með þessum
fátæklegu minningarorðum og votta
eftirlifandi eiginmanni hennar, börn-
um og öðrum ástvinum, einlæga
samúð og hluttekningu við fráfall
hennar.
Óli Ágústsson.
Guðleif Ólafsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
LEIFUR SVEINBJÖRNSSON
frá Hnausum,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
22. febrúar.
Útförin verður föstudaginn 29. febrúar frá
Þingeyrarkirkju kl. 14.00.
Elna Thomsen,
Tómas Ólafsson,
Kristrún Þórisdóttir,
Anna Kristín Thomsen, Gunnar Helgi Emilsson,
Andrés Ingiberg Leifsson, Margrét Arndís Kjartansdóttir,
Kristín Björk Leifsdóttir, Ragnar Haukur Högnason,
afabörn og langafabörn.