Morgunblaðið - 28.02.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 43
Krossgáta
Lárétt | 1 ónauðsynleg, 4
skinnpoka, 7 súrefnið, 8
megnar, 9 rödd, 11
nöldra, 13 sjávargróður,
14 púsluspil, 15 drepa, 17
góðgæti, 20 snjó, 22
snauð,
23 loðskinns, 24 glerið, 25
minnka.
Lóðrétt | 1 gildir ekki, 2
dáin, 3 matur, 4 vað á
vatnsfalli, 5 ljúka, 6
harmi, 10 álút,
12 keyra, 13 á húsi, 15
haggar, 16 líðandi stund,
18 röltir, 19 fást við, 20
birta,
21 öskuvondur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bjúgaldin, 8 sýpur, 9 sunna, 10 agn, 11 arinn, 13
arður, 15 matts,
18 hamar, 21 tía, 22 rolla, 23 kurri, 24 fiðringur.
Lóðrétt: 2 jeppi, 3 gáran, 4 losna, 5 iðnað, 6 usla, 7 maur,
12 nýt, 14 róa,
15 mæra, 15 tældi, 17 staur, 18 hakan, 19 mörðu, 20 reið.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Njóttu þess þegar allt leikur í
lyndi. Þú getur auðvitað notað hugann til
að skapa vandamál, en sá skapandi þáttur
má svo sannarlega missa sín.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það sem við lærum af galdrakarlin-
um í Oz er að stundum þarf fólk að fara að
heiman til að kunna að meta heimili sitt.
Þetta er fullkominn dagur til að kaupa sér
flugmiða.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Gáfulegar ákvarðanir sem þú
tókst fyrir löngu halda áfram að hjálpa
þér. Þetta á sérstaklega við um viðskipti.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú tekur fullkomna ábyrgð á því
hvernig þú kemur fyrir augu annarra.
Vittu hvað þú vilt segja og hvernig þú vilt
sýna þig. Þú munt eignast marga aðdá-
endur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert það sem þú segir. Svo hvað
um aðstæðurnar þar sem þú sagðir ekk-
ert beint út, ýjaðir bara að hlutunum?
Vertu skýrari og fólki mun líka betur við
þig.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Sambandið styrkist milli þín og
þess sem fær þig til að hlæja. (Líklega
naut eða steingeit). Saman finnið þið
lausnir á vandamálum dagsins.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Viðhorf þitt til líkama þíns hefur
sterk áhrif á hann. Horfðu á þig í spegli
og blikkaðu sjálfan þig. Vertu uppbyggj-
andi við sjálfan þig, það bætir heilsuna.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Allt er auðveldara og betra
að nálgast fólk. Hjól uppgötvana og fram-
kvæmda snúast ögn hraðar. Einhvern
veginn skilur fólk þig bara. Í því felst
tækifæri.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert gjafmildur í dag.
Kannski einum of við þína nánustu. Ekki
gefa býlið að kindunum og hænunum for-
spurðum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú prófar að tjá þig á marga
mismunandi máta. Stjörnurnar segja að
þú hafir tækifæri til að vera klikkaður.
Vertu skrítinn. Settu allt í uppnám!
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Verk þitt er ósnertanlegt. Í
gegnum símann og netið breiðir þú góð-
um straumum út um allan heiminn – eða
alla vega allt land. Ekki halda aftur af
þér.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Veistu ekki í hvorn fótinn þú átt að
stíga? Reyndu að hugsa eins og vatns-
dropi. Hvort sem vatnið er frosið, fljót-
andi eða gufa, getur það alltaf aðlagað sig.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 f5 2. Bg5 g6 3. Rc3 Bh6 4. h4 Bxg5
5. hxg5 e6 6. Dd2 Re7 7. 0–0–0 Rd5 8.
Rxd5 exd5 9. De3+ Kf7 10. g4 fxg4 11.
Df4+ Kg8 12. Bg2 c6 13. Dxg4 d6 14.
Dg3 Rd7 15. Rh3 Rf8 16. Rf4 Re6 17.
Rxe6 Bxe6 18. e4 dxe4 19. Bxe4 d5
Staðan kom upp í stórmeistaraflokki
á Fyrsta-laugardagsmótinu sem lauk
fyrir skömmu í Búdapest. Hin pólska
Iweta Rajlich (2.437) hafði hvítt gegn
serbneska stórmeistaranum Zlatko Il-
incic (2.561). 20. Bxg6! Dd7 svartur
hefði staðið illa eftir 20. … hxg6 21.
Hxh8+ Kxh8 22. De5+. 21. Bd3 Bf5
22. g6 hxg6 23. Hxh8+ Kxh8 24. Hh1+
Kg8 25. Dh2 Hf8 26. Bxf5 gxf5 27.
Dh8+ Kf7 28. Hh7+ Kg6 29. Hh6+ og
svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Einlita þvingun.
Norður
♠ÁKG75
♥Á
♦ÁG74
♣Á54
Vestur Austur
♠8 ♠642
♥DG10962 ♥K743
♦83 ♦10962
♣KG106 ♣97
Suður
♠D1093
♥85
♦KD5
♣D832
Suður spilar 6♠.
Vestur opnar á 2♥ og norður doblar
til úttektar. Austur hækkar í 3♥, suður
segir 3♠ og norður stekkur beint í
slemmu. Útspilið er hjartadrottning.
Spilið spilar sig sjálft til að byrja
með: sagnhafi aftrompar vörnina,
stingur hjarta og tekur fjóra tígulslagi.
Þá sannast að vestur á fjórlit í laufi. Ef
sagnhafi reiknar með ♣K hjá opn-
aranum verður einhvern veginn að
dúkka lauf til vesturs og neyða hann til
að spila frá kóngum. En hér á austur
níuna og mun stinga henni upp.
Gerum ráð fyrir að vestur haldi eftir
fjórum laufum í lokastöðunni. Sagnhafi
tekur þá síðasta trompið og þvingar
vestur í einum lit. Ef vestur losar sig
við ♣6 verður einfalt að spila honum
inn, svo líklega kastar hann millispili.
En það dugir ekki. Sagnhafi spilar laufi
úr borði undan Áxx að D8x. Austur
gerir sitt með því að fara upp með
níuna, suður lætur ♣D og vestur drep-
ur. En nú er ♣8 orðin stórveldi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1. Hvað gerir Verne Holdings ráð fyrir að heildarfjárfest-ingin við gagnaver á Keflavíkurflugvelli verði mikil?
2. Hvað heitir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands?
3. Hver er skattrannsóknarstjóri?
4. Hvaðan er fyrsti útlendingurinn sem sest hér í stjórnverkalýðsfélagsins Eflingar?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Ákveðið hefur verið hjá Kaupþingi í Lond-
on að leggja niður og selja starfsemi sem
ekki tengist kjarnastarfsemi. Hver er for-
stjóri bankans í London? Svar: Ármann Þor-
valdsson. 2. Guðmundur Bjarnason, fyrrum
bæjarstjóri, hefur verið skipaður formaður
ráðagjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga. Hvar var Guðmundur áður bæj-
arstjóri? Svar: Í Fjarðabyggð. 3. Forstjóri
Glitnis hefur ákveðið að lækka laun sín um
helming. Hver er hann? Svar: Lárus Weld-
ing. 4. Tvísýnt er að bók Stefáns Mána,
Skipið, nái inn í samkeppnina um bestu
glæpasögu Norðurlanda þar sem þýðingin
er ekki tilbúin. Hvað kallast verðlaunin?
Scar: Glerlykillinn.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
ÓMAR Stefánsson, formaður bæjarráðs í Kópa-
vogi, afhenti nýlega MS-félagi Íslands fyrir
hönd bæjaryfirvalda 2 milljóna króna styrk til
stækkunar á húsnæði fyrir dagvist félagsins.
Styrkurinn var afhentur í húsnæði Dagvistar-
og endurhæfingarmiðstöðvar MS-sjúklinga á
Sléttuvegi 5 í Reykjavík.
MS-félagið hefur rekið dagvistina í meira en
20 ár en hún var stofnuð í þeim tilgangi að veita
MS-sjúklingum umönnun og endurhæfingu sem
vegna fötlunar sinnar þurftu á aðstoð við dag-
legar athafnir að halda. Til dagvistarinnar hafa
MS-sjúklingar búsettir í Kópavogi getað sótt
enda er þjónustan veitt óháð búsetu. Dagvistin
getur tekið á móti 40 manns á dag en þar sem
skjólstæðingarnir koma ekki allir dag hvern
njóta um 70 þjónustunnar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Upplýsingar um MS-félagið má fá á heima-
síðu félagsins á vefslóðinni www.msfelag.is
Afhending Berglind Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Ármannsdóttir frá dagvist MS-sjúklinga,
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs.
Kópavogsbær styrkir MS-félagið
LEIKSKÓLAR Félagsstofnunar stúdenta standa
fyrir opnu málþingi í Háskólatorginu, Sæmund-
argötu 4, föstudaginn 29. febrúar kl. 14-17. Þar
mun Shelley Nemeth, frá High/Scope Educational
Research Foundation, meðal annarra fjalla um
virkt nám.
Í fréttatilkynningu kemur m.a. fram að um nokk-
urt skeið hafi umræða verið í samfélaginu um þörf
á lausn í skólamálum barna á aldrinum sex mánaða
til tveggja ára. Krafa samfélagsins hafi valdið auk-
inni umræðu og ljóst að þörf sé á fjölgun deilda og
leikskóla fyrir ungbörn.
High/Scope stefnan leggi áherslu á virkt nám,
persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti full-
orðins og barns. Virkt námsumhverfi bjóði börnum
upp á val og svigrúm til sjálfstæðrar ákvarð-
anatöku.
Þeir sem flytja erindi eru Margrét Pála Ólafs-
dóttir, formaður sjálfstæðra skóla, Shelley Nemeth,
Guðrún Bjarnadóttir, lektor við Kennaraháskóla
Íslands, Sigþrúður Erla Arnardóttir, sviðsstjóri
sérfræðisviðs í Vesturgarði, og Íris Dögg Jóhann-
esdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Mánagarði.
Málþingsstjóri verður Rebekka Sigurðardóttir,
upplýsingafulltrúi FS. Málþingið er öllum opið.
Þáttökugjald er 4.500 kr. og 2.500 kr. fyrir nema.
Skráning fer fram á vefsíðunni www.congress.is.
Málþing á
Háskólatorgi