Morgunblaðið - 23.03.2008, Page 14
14 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
TÖLVULEIKIR
fyrir utan hvað gerist þegar búið er
að hanna leikinn. Ef við hefðum ráðið
allt starfsfólkið á Íslandi, byggt upp
stóra starfsstöð, þá værum við í vand-
ræðum með að finna aðra vinnu fyrir
þetta fólk. Svo er það starfs-
mannastefna að ráða sérfræðinga í
sérfræðistörf, en úthýsa handa-
vinnu.“
4-5 ár í framleiðslu
Sá fjölspilunarleikur sem er í þró-
un hjá White Wolf í Atlanta, sem
sameinaðist CCP fyrir nokkrum
misserum, byggist á World of Dark-
ness, heimi sem búinn var til hjá
White Wolf. Ekkert er gefið út varð-
andi dagsetningar og fram-
leiðsluáætlanir, en almennt taka
svona leikir fjögur til fimm ár í fram-
leiðslu og kostnaður er á bilinu 50 til
100 milljónir dollara.
„Leikurinn gerist í nútímanum,
stórborgum um allan heim,“ segir
Halldór Fannar. „Vampírur og var-
úlfar blanda sér í samfélagið og fara
huldu höfði. Framtíðin er því sögu-
sviðið í EVE Online og þarna verður
það nútíminn. Það er að mörgu leyti
erfiðari glíma, fólk þekkir það um-
hverfi og veit hvernig hlutirnir líta út.
Það er auðveldara að búa til leik sem
gerist í geimnum, þar sem hann er
fyrst og fremst tómarúm og hug-
myndir eru sóttar í bíómyndir og vís-
indaskáldsögur. Nú þurfum við að
búa til borgir sem eru sannfærandi á
annan hátt.“
– Verða staðarheiti raunveruleg?
„Það á eftir að svara því. Enn er á
umræðustigi hvort þetta verði Lond-
on, París og New York. En ég held
ekki. Við munum búa til borgir sem
eru innblásnar af borgum sem við
þekkjum. En við erum með arkitekta
og skipulagsfræðinga í því að búa til
borgirnar fyrir okkur. Það er nauð-
synlegt að kalla til fagmenn, þannig
að þetta líti sannfærandi út.“
Krafa um hið áþreifanlega
Það stendur ekki aðeins til að búa
til föt úr leiknum EVE Online í raun-
veruleikanum heldur er einnig seldur
ýmis varningur tengdur leiknum.
„Það er til dæmis krafa leikmanna að
fá að kaupa eftirlíkingar af geimskip-
unum og vonandi getum við bráðum
haft þær á boðstólum,“ segir Halldór
Fannar. „Þetta gerist gjarnan í svona
hugverkasmíði að til verða óáþreif-
anleg verk, sem fólk vill eignast með
áþreifanlegum hætti. Hönnunin er
það góð að hún höfðar til fólks. Þetta
tengist viðbót sem við erum að vinna
fyrir EVE Online þar sem boðið er
upp á alls konar búninga og fatnað.
Sterkar raddir eru hér innanhúss um
að fólk eigi að geta keypt og gengið í
þeim, enda eru fötin það flott að skilin
eru að sumu leyti óljós. Og raunar
mæta fleiri og fleiri í búningum á
„fanfest“ sem þeir hafa setið heima
og saumað. Og það fyndna er að
kostnaðurinn við að láta sníða svona
búning í sýndarveruleikanum er eig-
inlega nákvæmlega sá sami og að
sauma raunverulegan búning úr al-
vöru efni. Við sæjum fyrir okkur að
það væri sniðugt að framleiða bún-
inga, halda tískusýningu og gera
skilin enn óljósari.
– Nú gildir það um sumar vinsæl-
ar kvikmyndir, til dæmis Stjörnu-
stríð, að helsti ágóðinn er af leik-
fangasölu? Eru ekki mikil tækifæri í
svona framleiðslu?
„Jú, ef hugverk nær vinsældum,
þá opnast markaður sem getur verið
töluverður hagnaður af. Við höfum
verið að leika okkur með það hjá
EVE Online að búa til ýmsan varn-
ing, en markmiðið hefur alltaf verið
að auglýsa EVE-leikinn, svo sem með
því að bjóða EVE-lyklakippur, -boli
og -penna. Við höfum litið svo á að við
værum að breiða út hugverkið, þann-
ig að fólk fari að spila leikinn. En það
hefur alltaf verið ágætis hagnaður af
þessu markaðsfikti, sem átti að vera
auglýsing umfram annað. Og með því
að renna saman við White Wolf, þar
sem er fyrir hendi mjög víðtæk þekk-
ing á þessu sviði, þá myndast ákveðið
tækifæri.
– Hvað er það sem fær fólk til að
spila tölvuleiki af þessum toga – fara í
annan heim?
„Þetta er afþreying sem felst í að
upplifa annað en hversdagsleikann í
kringum okkur. Og það merkilega er
að fólk gerir meiri og meiri kröfur um
að upplifa veruleika, sem er líkur
þess eigin veruleika, en þar sem eng-
ar afleiðingar eru af gjörðum þess. Ef
vatn sést renna, þá á það að líta út
eins og alvöru vatn, og eðlilegt sam-
band á að vera milli orsakar og afleið-
ingar. Þetta er merkileg þróun, en ég
hef oft sagt að ekki megi ganga of
langt, því þá verði leikurinn jafnleið-
inlegur og raunveruleikinn. Það á
ekki að neyða leikmenn til að taka til í
herberginu sínu, því það nennir því
enginn. Ég vann að Sims-leikjunum
hjá Electronic Arts, sem ganga út á
daglegt líf. Þar fer karlinn reglulega
á klósettið til að gera þarfir sínar og
fara í sturtu. Við reyndum að gera
góðlátlegt grín að því ferli, en fólki
fannst það samt leiðinlegt, og við
leystum það þannig að þetta gerðist á
leifturhraða. Það verður að gæta þess
að íþyngja fólki ekki of mikið.“
Sumir smíða glæsilega sandkastala
á meðan aðrir sparka þá niður
F
jölbreyttur bakgrunnur Íslendinga er
ein af lykilástæðum fyrir því að CCP
náði fótfestu með EVE Online, að
mati starfsmannastjórans Helga Más
Þórðarsonar. „Við höfum skilgreint okkur
þannig að við séum ekki í samkeppni við
aðra tölvuleiki heldur afþreyingariðnaðinn í
heild,“ segir hann.
„Ástæðan er sú að við höfum skapað nýjan
heim, þar sem spilarar byrja með hreint borð
og möguleikarnir eru óendanlegir. Til þess
að skapa heilan heim sem gengur upp þarf
að hafa innsýn í ólík svið mannlífsins. Og það
hjálpar Íslendingum hversu víðtæka reynslu
þeir hafa af atvinnulífinu, flestir hafa af-
greitt í verslunum eða flakað fisk. Ef við lít-
um til Bandaríkjanna, þá hafa margir sem
eru að ljúka langskólanámi jafnvel aldrei
verið í vinnu eða aðeins verið í einu starfi.“
Af 330 starfsmönnum CCP vinna um 200 á
Íslandi, þar af koma um 60 frá öðrum lönd-
um. Það tekur allt að sex mánuði að fá fólk til
landsins, að sögn Helga Más. „Eins og staðan
er núna fáum við erlenda sérfræðinga til
landsins sem eiga maka og börn. Börnin fá
inngöngu í skóla, en makarnir mega ekki
búa hér lengur en í þrjá mánuði í senn! Eig-
um við að stía fjölskyldum í sundur af því að
snillingur fær stöðu á Íslandi? Þó að hann sé
kominn með atvinnuleyfi, þá eru makarnir
flokkaðir með ferðamönnum. Hvernig má
það vera?“
Helgi tekur undir að starfsumhverfið í
CCP sé óhefðbundið miðað við það sem geng-
ur og gerist. „Við erum að búa til ákveðna af-
þreyingu og skemmtun. Ef það er skemmti-
legt í vinnunni er líklegra að fólk geri
skemmtilega hluti, sem þýðir að við-
skiptavinir verða ánægðir og greiða fúslega
fyrir þjónustuna. Þetta snýst bara um virð-
ingu fyrir fólki. Liður í því er að létta
áhyggjum af því með því að veita helstu þjón-
ustu í vinnunni, til dæmis bjóða starfsfólki
upp á að koma með föt hingað á mánudags-
morgni, sem send eru í fatahreinsun, fá bíla-
verkstæði í Vesturbænum til að sjá um olíu-
smurningu og
dekkjaskiptingu, og fá
nuddara, lækni eða hjúkr-
unarfólk til að mæta reglu-
lega. Það getur verið ómet-
anlegt fyrir erlendu
sérfræðingana, sem eru
nýkomnir og ekki komnir
með heimilislækni, að fá
öruggan aðgang að lækn-
isþjónustu. Svo fær starfs-
fólk bólusetningu sem er á
leið til Kína. Loks er gaman að geta þess að
Hólmfríður í bókhaldinu er lærð hár-
greiðslukona og klippir okkur einu sinni í
viku.
Það er í anda þessarar stefnu, að und-
irbúningur stendur yfir að stofnun leikskóla
fyrir börn starfsmanna á aldrinum sex mán-
aða til tveggja ára. „Foreldrar eru í vand-
ræðum með að fá pláss fyrir greyin á leik-
skólum,“ segir Helgi Már. „Við erum með
leikskólakennara í þeirri vinnu núna að
kanna hvort þetta sé raunhæfur möguleiki.
Meðalaldur starfsmanna er lágur og margir
eiga því ung börn. Það hefur reynst erfitt að
fá dagmömmu fyrir börn starfsmanna, ekki
síst þá sem koma að utan.“
Og svo er það félagsmiðstöðin! „Við erum
að vinna í því að koma félagsmiðstöð í gagn-
ið fyrir starfsmenn. Hún verður 80 fermetr-
ar með borðtennisborði, ballskákarborði,
trommusetti, þythokkíi og tölvuleikjum.“
– Þú ert púlari!
„Ég mæti alltaf í þessari Liverpool-peysu
daginn eftir sigurleiki, ekki í deildinni, en
Evrópukeppninni,“ segir Helgi kampakátur.
– Er það ekki langt frá veruleikanum á
Vopnafirði að hafa lifibrauð sitt af tölvu-
leikjum?
„Ég hugsa það. Fólk fyrir austan áttar sig
ekki alltaf á því í hverju starf mitt felst þeg-
ar ég segist vinna hjá CCP. En ótrúlega
margir sem vinna hjá CCP hafa hins vegar
unnið í fiski, þannig að tengslin eru kannski
meiri en margur áttar sig á í fljótu bragði.“
BÚUM TIL
AFÞREYINGU
OG SKEMMTUN
Helgi Már
Þórðarson
Þ
að spila nú ekki allir Eve Online inn-
an fyrirtækisins,“ segir Kristján Val-
ur Jónsson sem er í kjarnaforritun
hjá CCP. „Ég prófaði leikinn fyrir
fimm árum og sá fyrir mér að það tæki svo
langan tíma að verða góður. Svo er þetta
ekki eins spennandi þegar maður er hinu-
megin við borðið líka, þekkir töfrabrögðin á
bak við leikinn og veit á hverju er von.“
Kristján lýsir starfi sínu þannig, að ef CCP
væri gufuskip, þá væri hann í vélarrúminu
að moka kolum. „Ég þyrfti ekkert að vita
hvert við værum að fara, aðeins hvort við
ættum að sigla aftur á bak eða áfram. Ég er
í hugbúnaði, því sem kallað er kerfishönnun,
einn tíu forritara sem þróa gangverkið í
leiknum á meðan aðrir ákveða hvað gert er
við það. Það er til dæmis leikur í þróun núna
í Atlanta sem mun notast við sama gangverk
og Eve en er allt annars eðlis.“
Kristján flutti til landsins árið 2003 frá
Berlín, þar sem hann hafði unnið í fimm ár
hjá tölvufyrirtæki. „Ég tilheyri gamla hópn-
um úr Oz, vann þar nánast frá upphafi. Þeg-
ar það færði út kvíarnar árið 1998, fór að
vinna að farsímum fyrir Ericsson og réð
fleiri hundruð manns, hætti ég ásamt stofn-
endum CCP.“
– Er CCP ólíkt Oz sem vinnustaður?
„Já og nei, þetta er eiginlega Oz sem er
orðið fullorðið. Unggæðingshátturinn er
ekki jafn mikill, þó að við höfum gaman af
starfinu og skipulagið sé ekki hefðbundið,
flatur strúktúr þar sem menn valsa inn og út
af skrifstofum hvers annars. Vissulega eru
haldin partí og fólk fær sér bjór eftir vinnu.
En það er ekki sama geðveikin og einkenndi
netbóluna, þar sem allir voru með fulla vasa
fjár og áttu helst að eyða því í vitleysu. Nú
erum við agaðri í okkar störfum, í stað þess
að stökkva sífellt á eftir nýjum tækifærum,
þá vinnum við að sama tölvuleiknum ár eftir
ár og það er aldrei leiðinlegt. Eitt af því sem
fór úrskeiðis hjá Oz var að enginn vissi leng-
ur hvað fyrirtækið var – við vitum nákvæm-
lega hvað CCP er.“
Kristján segir fólk ekkert hissa á því að
hann hafi lífsviðurværi sitt af tölvuleik, jafn-
vel ekki eldra fólk. „Heimurinn er orðinn
svo skrítinn og margt sem eldra fólk skilur
ekki. Þróunin er svo hröð að mér líður
stundum eins og gömlum karli. Ekki akkúrat
í þeim bransa sem ég hrærist í, því þar fylg-
ist ég með, en margt af því sem krakkarnir
fást við á netinu er ofvaxið mínum skiln-
ingi.“
Hann verður íbygginn á svip.
„Afi minn Kristján og nafni hefði reyndar
áreiðanlega fussað og sveiað og spurt hvort
þetta væri ekki leikaraskapur. Þegar ég var
12 ára var ég hjá þeim fyrir páska, foreldrar
mínir voru erlendis, og ég tók tölvuna mína
með mér. Þá áttu ekki margir tölvur og það
mætti ekki miklum skilningi þegar ég hékk
inni í herbergi að forrita og leika mér í
tölvuleikjum.“
– Þau hafa ekki skilið að þú værir að búa
þig undir framtíðina?
„Ég vissi það náttúrlega ekki sjálfur!“
– Hversu öflugur er tölvubúnaðurinn?
„Það hefur verið takmark hjá Hilmari að
koma Eve á lista yfir 100 öflugustu tölvu-
klasa í heimi en alltaf þegar við uppfærum
okkur, þá gera hinir það líka. Hver og ein
tölva er á stærð við venjulega heimilistölvu,
en þegar hundruð koma saman eru þær nátt-
úrlega margfalt öflugri.“
TÖFRABRÖGÐIN Á
BAK VIÐ LEIKINN
Kjarnaforritun Kristján Valur Jónsson segist
vera sá sem mokar kolum í vélarrúminu.