Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 22

Morgunblaðið - 23.03.2008, Side 22
|sunnudagur|23. 3. 2008| mbl.is S ænskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir eru næsta fáséðar hér á landi. Það er helst að berist hingað ein og ein mynd um lögregluforingjann Wall- ander. En sá sem fer örlítið út fyrir þann þrönga ramma kann að rekast fljótt á nafn Sverris Guðna- sonar. Sverrir er ungur Íslend- ingur sem hefur á síðustu árum borið æ meira á sem leikara í Sví- þjóð, jafnt í kvikmyndum og sjón- varpsmyndum sem og á leiksviði. Hann hefur nú þegar komið sér upp dágóðri ferilskrá í faginu. Þessa dagana er verið að sýna í Sænska ríkissjónvarpinu þættina Konungsmorðið (Kungamordet) sem gerðir eru eftir sögu danska spennusagnahöfundarins Hanne- Vibeke Holst. Sögurnar gerast í nútímanum og hefjast á kosn- inganótt í Svíþjóð þar sem sósíal- demókratar eru að missa völdin til borgaraflokkanna eftir 12 ára stjórnarsetu. Þar leikur Sverrir ungan mann á uppleið í sósíal- demókrataflokknum, „praktikant“ eins og Sverrir kallar það. (Hægt er að horfa á þættina á vef sænska ríkissjónvarpsins: svt.se.) Frelsun að geta leikið Sverrir Guðnason er fæddur ár- ið 1978 og ólst upp á Íslandi fram á unglingsár. Hann tók þátt í leik- starfsemi í skólum en fékk eldsk- írn í faginu þegar Kjartan Ragn- arsson fékk hann til að leika Ólaf Kárason ungan í opnunarsýningu Borgarleikhússins árið 1989. Árið eftir fluttist Sverrir með for- eldrum sínum til Svíþjóðar. „Það var dýrmæt reynsla að leika í Ljósi heimsins á sínum tíma,“ segir Sverrir. „Ég hafði leikið svolítið í skólaleikritum en þarna kynntist ég lífinu í leikhúsi fyrir alvöru.“ Svo ferðu svo að segja með Ólaf Kárason volgan í farteskinu til Svíþjóðar? „Já, og ég held að ég sé enn með hann í mér. Það er svona með hlutverk sem hafa þýtt mikið fyrir mann að þau fara aldrei al- veg úr líkamanum. Ég skil líka fólk eins og Ólaf Kárason frekar vel.“ Áttu þá kannski eitthvað sam- eiginlegt með honum? „Að minnsta kosti það að þegar ég flutti til Svíþjóðar á þessum aldri var ég svolítið í sömu stöðu og Ólafur Kárason gagnvart heim- inum.“ Sverrir segir það hafa verið svo- lítið strembið í fyrstu að fóta sig í nýju umhverfi. „Það tók mig reyndar ekki nema mánuð að læra sænskuna þegar ég var fluttur hingað. Ég var 12 ára og á þeim aldri er enn hægt að móta mann aðeins. Það var verra að hinir krakkarnir vildu heldur tala við mig ensku. Það er kannski líka erfiður tími að flytja frá Íslandi þegar maður er 12 ára, það er ekki eins og að flytja til dæmis fjögurra ára, mað- ur missir svo mikið í vinatengslum og öðru. Þegar ég var að klára gaggó í Stokkhólmi frétti ég að hægt væri að fara á sérstaka leiklistarbraut í menntaskóla. Ég skellti mér strax á hana. Ég vissi alltaf að ég vildi gera þetta. Ég hafði farið í ein- hverjar prufur vegna sjónvarps- verkefna en þá var ég ekki orðinn nógu góður í sænsku. Ég var svo í mikilli leiklist í menntaskóla, marga tíma í viku þar sem bæði var unnið með líkamann, settar upp sýningar og allt mögulegt. Ég fór ekki í eiginlegan leiklist- arskóla heldur fór bara að vinna við leiklist upp úr þessu. Mér fór að líða miklu betur í Svíþjóð eftir að ég byrjaði að leika. Í gaggó vissi ég ekki alveg hvað ég var að gera hér. Ég fór hægt í gegnum lífið og var ekkert sérstakt að gera, en með leiklist- inni var ég kominn með markmið. Og það er náttúrulega bara það eina sem maður þarf.“ Það eru ekki allir á þeim aldri svo heppnir? „Nei, og svo var ég mjög hepp- inn að koma strax fæti inn fyrir dyrnar í faginu, þá verður strax léttara að fá meira að gera. Í öðrum bekk í menntó fór ég að taka þátt í leiklist með leikhópi sem heitir Ung utan pung. Þetta er unglingaleikhópur sem ferðast um og sýnir. Við vorum unglingar að leika fyrir unglinga um málefni sem unglingar höfðu áhuga á. Í þriðja bekk fór ég svo að vinna í leikhúsi hjá pólskum manni sem heitir Jurek Sawka. Hann rekur leikhús í Stokkhólmi sem heitir Replika. Hann var áður kennari í leiklistarháskólanum og hann er eiginlega minn lærifaðir í faginu og hefur kennt mér meira en aðr- ir. Þetta var tilraunaleikhús upp á pólskan máta. Þar var unnið með leiklist dálítið eins og Pina Bausch vinnur með dans. Það var mjög áhugavert, maður fékk aðra sýn á leiklist. Hann var mjög góð- ur leikstjóri. Við fórum tvisvar til Póllands með sýningar, unnum Gombrowich-hátíðina þar. Ég hélt áfram að vinna með Replika í mörg ár en svo fór ég líka að leika í bíómyndum og sjónvarpi.“ Fyrsta stóra aðalhlutverk Sverris var í sjónvarpsmynd hjá sænska sjónvarpinu eftir handriti Stig Larssons. Það heitir Jesus le- ver. Þar kveðst Sverrir hafa leikið prestsson. Prestsson í uppreisn, þá? „Já, prestsson í uppreisn.“ Af hverju dettur manni það í hug? „Örugglega af því að Stig Lars- son skrifaði það. Hvað annað á líka prestssonur að gera í leikriti? Vill maður sjá prestsson sem er ekki í uppreisn?“ Engill eða ungur maður á leið í ræsið Sverrir var fljótur að ná góðum tökum á sænskunni og hefur hann síðan alltaf leikið Svía en ekki til að mynda innflytjanda af óljósum uppruna. Hefur honum alltaf þótt það eðlilegt? „Já, ég lærði sænskuna það vel fljótt. Svo að þegar ég leik á sænsku er ég ekkert að hugsa um það að ég sé Íslendingur að leika í Svíþjóð. Ég leik bara karakterinn og svo vill svo vel til að ég er góð- ur í sænsku.“ Annars virðistu mikið hafa verið settur í fremur „rokkuð“ hlutverk. „Það er reyndar mismunandi, segir Sverrir, „annað hvort er ég voða góður gæi eða dópisti. Ég er oft svona „ung kille pa glid“ eins og Svíarnir segja.“ Hvernig eigum við að þýða það? Ungur maður á leið í ræsið? „Já, eitthvað þannig. En ég fæ alltaf ólík hlutverk sitt á hvað. Ég er mjög ánægður með það.“ Finnst þér þessi hlutverk þá virkja mismunandi hliðar á þér – skilja þau kannski ólíka tilfinningu eftir? „Allir hafa mismunandi hliðar og það er bara miklu skemmti- legra sem leikari að fá að gera ólíka hluti. Ég vona bara að hlut- Rósturtímar í Svíþjóð Sverrir Guðnason í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Upp til kamp sem lýsa rósturtímum og verkalýðsbaráttu í Gautaborg. Góði gæinn eða dópistinn Sverrir Guðnason fluttist barnungur til Svíþjóðar þar sem hann hefur hasl- að sér völl sem leikari. Hann hefur leikið bæði á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi, t.d. í þáttunum Konungsmorðið, sem þessa dagana eru sýndir í sænska ríkissjónvarpinu. Hallgrímur Helgi Helga- son hafði upp á þessum unga leikara sem fyrir níu árum steig sín fyrstu spor á leikfjölunum sem Ólafur Kárason Ljósvík- ingur í sýningu Borg- arleikhússins. daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.