Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 50
HANN Ísak ýtti þessari heimatilbúnu kerru um Seltjarnarnesið. Hann er í páskafríi í skólanum og hjálpar til sem „aðstoðardagmamma“ á meðan og ferst starfið vel úr hendi. Morgunblaðið/Golli Heimatilbúin kerra 50 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan MAÐUR VEIT ALDREI... EINN DAGINN ER MAÐUR BARA FARINN ER VERIÐ AÐ FÆRA ÞIG TIL Í STARFI? ÉG ER AÐ TALA UM LÍFIÐ! ÉG ER AÐ TALA UM HIÐ ÓÞEKKTA ER VERIÐ AÐ SENDA ÞIG TIL ALASKA? ÞÚ VEIST AÐ ÞÚ ERT KOMINN Á MIÐJAN ALDUR ÞEGAR ÞÉR FER AÐ VAXA HÁR Á ÓVIÐEIGANDI STÖÐUM VARÚÐ! BROT- HÆTT RÉTTU MÉR KYLFU NÚMER SEX... ÉG SAGÐI ALDREI AÐ ÞETTA VÆRI SLÆM HUGMYND... ÉG VEIT BARA EKKI HVERNIG ÞÚ ÆTLAR AÐ FARA AÐ ÞVÍ AÐ SELJA FÓLKI LÓÐIR HÉRNA TENNISOLNBOGINN HANS DAVÍÐS KOM Í VEG FYRIR AÐ HANN YRÐI GÓÐUR Í KRIKKET dagbók|velvakandi Kærumál í íþróttum HSÍ hefur nú vísað frá kæru Hauka vegna úrslita deildarbikarsins þar sem Fram sigraði Hauka naumlega og eitt mark var ofskráð á Fram. En Frammarar skoruðu þó einu marki meira en Haukar. HSÍ kemst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi verið um dómaramistök að ræða en ekki er hægt að breyta úrslitum leikja vegna þess. Nú er ég ekki nógu vel að mér í dómgæslunni og get því ekki dregið niðurstöðu HSÍ í efa. En Haukar telja að þarna hafi orðið mistök á framkvæmd leiksins og það séu starfsmenn framkvæmdaaðila sem beri ábyrgð á þeim hluta ásamt eftirlitsdómara. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka segir í Fréttablaðinu í fyrir skömmu að leikurinn sé orð- inn svo hraður að dómarar eigi orðið í erfiðleikum með að fylgjast með. Það þurfi því hlutlausa aðila á ritara- borðið til að gæta jafnræðis. Það getur nokkuð verið til í þessu hjá Aroni en það gæti þó orðið erfitt að finna þessa „hlutlausu“ aðila. Hugs- anlegt er að Haukar fari áfram með málið. Sjálfum finnst mér að Haukar eigi að láta kyrrt liggja. Frammarar voru bara betri en við í þessum leik og áttu sigurinn skilið. Mér finnst líka nóg komið af hremmingum hjá Frömmurum: sviknir um bikar fyrir tíu árum síðan í úrslitaleik gegn Val þar sem Valur skoraði ólöglegt mark, og Íslandsbikarnum „stolið“ af þeim í úrslitarimmu gegn Hauk- um árið 2000 þar sem Fram átti heimaleikjarétt og vann fyrsta leik- inn með 10 marka mun í Safamýr- inni, en tapaði svo næstu þremur. Haukar! Sýnið reisn. Hættið þessu þrasi. Haukamaður af lífi og sál. Hermann Þórðarson . Olíustöð á Vestfjörðum? Það er merkilegt hvað hugmyndin um olíuhreinsunarstöð á Vest- fjörðum hefur gengið langt, því Ís- land hlýtur að vera einn allra versti staður í heimi fyrir slíka stöð. Válynd veður og stríðir haf- straumar kalla beinlínis á meng- unarslys. Ef hingað eiga að koma 160 olíu- drekar á hverju ári, hljóta einhverjir þeirra að stranda í íslenskum ill- viðrum, og þarf reyndar ekki illviðri til. Frekar ættum við að gera allt til að halda olíudrekunum sem lengst frá landinu, en ekki að laða þá upp að ströndum. Talað hefur verið um 600 störf sem þessi olíuhreinsunarstöð myndi kalla eftir. Trúlega yrðu þau mun fleiri, því heilan her þyrfti til að hreinsa fjörurnar eftir að olían hefði gossað þar niður. Íslendingar eru fiskveiðiþjóð, og eiga að einbeita sér að því sem þeir gera öðrum þjóðum betur, veiða og verka fisk, en ekki að sulla í olíu. Jóhann Sigurjónsson Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÁRBORG - LAND VIÐ SELFOSS 44 ha land við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið liggur að Björk, sem er í eigu Árborgar og er framtíðar byggingarland Selfoss. Þetta land er í landbúnaðarnotkun og er hægt að sækja um lögbýlisrétt eða skipuleggja hluta eða allt til íbúðabyggðar. Land sem eykur verðgildi sitt. Allar nánari upplýsingar gefur Andri Sig., sölustjóri DP FASTEIGNA í síma 561 7765 eða andri@dp.is. ATH. Grunnskóli og leikskóli innan um 1 km fjarlægðar. Flugvöllur er í um 1,5 km fjarlægð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.