Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 60

Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 60
Tónlistarlega gróskan í Brook-lynhverfi New York borgarvirðist seint ætla að dala, en þar hafa menn og konur verið lús- iðin við hvers kyns nýsköpun í dæg- urtónlistinni. Framsýnin er mikil; enginn afsláttur er veittur hvað list- ræn heilindi varðar og víruð að- ferðafræðin hefur stundum náð að spillast yfir til listamanna sem svamla um í meginstraumnum. Ekki er hægt að tala um einhverja ákveðna senu, eða pinna þetta „ástand“ á einhverja tónlistarstefnu, miklu frekar er um að ræða ákveðið viðhorf og hugmyndaauðgi í garð þess hvernig best sé að hátta hlut- um. Fjölskrúðugt T.a.m. hefur talsvert verið unniðmeð raf- og danstónlist, henni er ýmist skeytt við popp- og rokk- tónlist eða krukkað er í hana sem slíka. Ýmist er hún uppfærð með áð- ur óþekktum kryddum og þannig teygð enn lengra áfram eða að eldri, ráðsettir geirar eru dregnir fram og þeir pússaðir til, líkt og er með um- fjöllunarefni þessarar greinar, „verkefnisins“ Hercules and Love Affair en þar er diskó og house meg- inuppistaðan í gjörningnum. Hercules and Love Affair snýst fyrst og síðast um listræna sýn eins manns, upptökustjórans og plötusnúðarins Andrew Butler. Fyrir tveimur árum ákvað Butler að taka tón- list sína lengra og sirk- aði (skynsamlega) New York út sem vænsta hreiður fyrir þá starf- semi. Butler, sem hefur þrá- hyggju gagnvart grískri goðafræði, fékk til liðs við sig upptökustjórann Tim Goldsworthy sem hefur allnokkra vigt í þess- um bransa. Goldsworthy, sem er breskur en búsettur í New York, var upp- runalega trymbill fyrir UNKLE og stofnsetti á sínum tíma Mo’Wax útgáfuna ásamt James Lavelle. Síðar kom hann öðru útgáfufyrirtæki á lagg- irnar, í þetta skiptið DFA Records ásamt James Murphy, leiðtoga LCD Soundsystem, en útgáfan sú er einkar móðins nú um stundir. Goldsworthy hefur upptökustýrt danspönkböndum eins og The Rapture og Cut Copy og þá vél- aði hann um á meistarastykki David Holmes, Let’s Get Killed (1997). Butler fékk svo til liðs við sig fjölskrúðugan hóp af hjálparkokkum, sá þekktasti Antony Hegarty (Antony and The Johnsons) en hann syngur í fimm lögum plötunnar. Þá leggur söngkonan Nomi (plata Diskódraumar TÓNLIST Á SUNNUDEGI Arnar Eggert Thoroddsen Hercules and Love Affair Diskó og hús- tónlist er meginuppi- staðan í gjörningnum. 60 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.