Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 60
Tónlistarlega gróskan í Brook-lynhverfi New York borgarvirðist seint ætla að dala, en þar hafa menn og konur verið lús- iðin við hvers kyns nýsköpun í dæg- urtónlistinni. Framsýnin er mikil; enginn afsláttur er veittur hvað list- ræn heilindi varðar og víruð að- ferðafræðin hefur stundum náð að spillast yfir til listamanna sem svamla um í meginstraumnum. Ekki er hægt að tala um einhverja ákveðna senu, eða pinna þetta „ástand“ á einhverja tónlistarstefnu, miklu frekar er um að ræða ákveðið viðhorf og hugmyndaauðgi í garð þess hvernig best sé að hátta hlut- um. Fjölskrúðugt T.a.m. hefur talsvert verið unniðmeð raf- og danstónlist, henni er ýmist skeytt við popp- og rokk- tónlist eða krukkað er í hana sem slíka. Ýmist er hún uppfærð með áð- ur óþekktum kryddum og þannig teygð enn lengra áfram eða að eldri, ráðsettir geirar eru dregnir fram og þeir pússaðir til, líkt og er með um- fjöllunarefni þessarar greinar, „verkefnisins“ Hercules and Love Affair en þar er diskó og house meg- inuppistaðan í gjörningnum. Hercules and Love Affair snýst fyrst og síðast um listræna sýn eins manns, upptökustjórans og plötusnúðarins Andrew Butler. Fyrir tveimur árum ákvað Butler að taka tón- list sína lengra og sirk- aði (skynsamlega) New York út sem vænsta hreiður fyrir þá starf- semi. Butler, sem hefur þrá- hyggju gagnvart grískri goðafræði, fékk til liðs við sig upptökustjórann Tim Goldsworthy sem hefur allnokkra vigt í þess- um bransa. Goldsworthy, sem er breskur en búsettur í New York, var upp- runalega trymbill fyrir UNKLE og stofnsetti á sínum tíma Mo’Wax útgáfuna ásamt James Lavelle. Síðar kom hann öðru útgáfufyrirtæki á lagg- irnar, í þetta skiptið DFA Records ásamt James Murphy, leiðtoga LCD Soundsystem, en útgáfan sú er einkar móðins nú um stundir. Goldsworthy hefur upptökustýrt danspönkböndum eins og The Rapture og Cut Copy og þá vél- aði hann um á meistarastykki David Holmes, Let’s Get Killed (1997). Butler fékk svo til liðs við sig fjölskrúðugan hóp af hjálparkokkum, sá þekktasti Antony Hegarty (Antony and The Johnsons) en hann syngur í fimm lögum plötunnar. Þá leggur söngkonan Nomi (plata Diskódraumar TÓNLIST Á SUNNUDEGI Arnar Eggert Thoroddsen Hercules and Love Affair Diskó og hús- tónlist er meginuppi- staðan í gjörningnum. 60 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.