Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Tökum við umsóknum núna
Kynntu þér námið á www.hr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
Eftir Andra Karl og Ásgeir Ingvarsson
KARLMAÐUR á sjötugsaldri beið
bana í umferðarslysi á Suðurlands-
vegi í Ölfusi, á móts við Hvammsveg
við Gljúfurárholt, á áttunda tímanum
í gærmorgun. Á rétt rúmu ári hafa
orðið þrjú banaslys á vegarkaflanum
milli Hveragerðis og Selfoss. Í öllum
tilvikum var um framanákeyrslu að
ræða. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar
telur raunhæft að ætla að tvöföldun
vegarkaflans hefjist í fyrsta lagi eftir
tvö ár.
Slysið varð með þeim hætti að pall-
bifreið sem ekið var vestur Suður-
landsveg fór yfir á rangan vegarhelm-
ing og framan á vinstra horn vöru-
bifreiðar sem kom á móti. Ökumanni
vörubílsins tókst að beygja frá og
lenti pallbifreiðin á litlum sendibíl
sem ekið var á eftir vörubifreiðinni.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
Biður Lögreglan á Selfossi alla þá
sem vitni urðu að slysinu að hafa sam-
band í síma 480-1010.
Hættulegur vegarkafli
Frá árinu 2002 hafa þrír látist í um-
ferðarslysum á veginum milli Hvera-
gerðis og Selfoss og sjö slasast alvar-
lega. Lengi hefur verið kallað eftir
tvöföldun vegarins en einhver bið
verður á því. Fyrsti áfangi tvöföldun-
ar er nefnilega frá Litlu kaffistofunni
að Hveragerði. Þykir mörgum það
skjóta skökku við, þar sem fleiri slys
verða á vegarkaflanum frá Rauða-
vatni og upp að Litlu kaffistofunni
sem og á milli Hveragerðis og Selfoss.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
hefur þá mælst til þess að aksturs-
stefnur verði aðskildar en samkvæmt
upplýsingum frá Vegagerðinni er
vegurinn of mjór til þess, auk þess
sem vegtengingar eru of margar.
Engin tvöföldun í bráð
Karlmaður lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi, milli Hveragerðis og Selfoss
Þrír hafa látist og sjö slasast alvarlega í slysum á vegarkaflanum frá árinu 2002
!
"#
"
$"#
%"
&
&
!
'
!
"
(
!
))
' "#
& (" ) *
!
"
#
$
%
&
"
'
(
"
%
%%
#
$
!
)
*
$%
+
, (-
.'
/%
$
+"" & 01
)
) (
!% (
2
&'()' &' (&' &' ' ins er grunur um að ökumaður pall-
bílsins hafi sofnað undir stýri.
Áreksturinn var mjög harður og
kastaðist sendibifreiðin út fyrir veg.
Ökumaður hennar var fluttur með
þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa-
deild Landspítalans þar sem hann var
úrskurðaður látinn.
ANDRÉS Magn-
ússon hefur ákveð-
ið að láta af störf-
um sem fram-
kvæmdastjóri FÍS,
Félags íslenskra
stórkaupmanna.
Tilkynning þess
efnis hefur verið
send félagsmönn-
um.
Andrés segir í
samtali við Morgunblaðið að það hafi
alltaf legið fyrir af hans hálfu að
hann myndi láta af störfum eftir að
aðalfundur FÍS ákvað að samþykkja
ekki að ganga til sameiningarvið-
ræna við Samtök verslunar og þjón-
ustu. Hann segir breytinguna vera
gerða í friði og sátt og að hann muni
láta af störfum í lok maí.
Andrés segist munu hafa starfað
hjá FÍS í 61⁄2 ár þegar hann lætur af
störfum.
Andrés
hættir
hjá FÍS
Andrés
Magnússon
„Breytingin var gerð
í friði og sátt“
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
FÆREYSKUR dómstóll dæmdi
Birgi Pál Marteinsson í gærkvöldi til
sjö ára fangelsisvistar fyrir vörslu
fíkniefna.
Jafnframt verður honum vísað úr
landi að lokinni afplánun og bannað
að snúa aftur til Færeyja.
Birgir Páll var dæmdur fyrir aðild
sína að Pólstjörnumálinu sem fólst í
smygli á um 40 kg af sterkum fíkni-
efnum til Íslands með viðkomu í Fær-
eyjum. Einnig var hann dæmdur fyr-
ir vörslu fíkniefna en við húsleit hjá
honum höfðu fundist 782 grömm af
amfetamíni og 982 grömm af
e-töflum, en fíkniefnin voru hluti af
farmi skútunnar, að sögn Dimma-
lætting.
Birgir Páll hefur setið í gæsluvarð-
haldi í rúma 200 daga, þar af 170 daga
í einangrun.
Uni Birgir Páll ekki niðurstöðu
færeyska dómstólsins getur hann
áfrýjað til Hæstaréttar í Kaup-
mannahöfn. Höfðu aðstandendur
Birgis Páls búist við mun vægari
dómi. Í Færeyjum eru ströng viður-
lög við fíkniefnabrotum og þykja
dómar í sambærilegum málum iðu-
lega vægari í Danmörku.
Birgir Páll hefur verið látinn hefja
afplánun án tafar.
Harðast að yfirgefa eyjarnar
Eftir dómsúrskurðinn sagði Birgir
Páll við blaðamenn að sér þætti harð-
asta refsingin að þurfa að yfirgefa
Færeyjar þar sem honum þætti hann
eiga heima og ætti sitt skyldfólk.
Sá sem þyngstan dóm hlaut í Pól-
stjörnumálinu á Íslandi hlaut 9½ árs
fangelsisdóm, fyrir að skipuleggja
flutninginn og skipta verkum með
sökunautum sínum sem hlutu 7 og 7½
árs dóma.
Hlýtur sjö ára fang-
elsi í Færeyjum
„ÉG HEF sagt
það í fjöldamörg
ár, að löngu tíma-
bært sé að leggja
fjórar akreinar á
milli Selfoss og
Hveragerðis. Að
hluta til er veg-
urinn að verða
eins og Mikla-
braut á góðum
degi,“ segir Ólaf-
ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á
Selfossi. Hann telur að skoða eigi al-
varlega að grípa til bráðabirgða-
aðgerða á vegarkaflanum.
Ólafur segir brýnast að byrja að
laga vegarkaflann á milli Hvera-
gerðis og Selfoss og því næst frá
Rauðavatni og upp að Litlu kaffi-
stofunni. Að endingu má svo laga
veginn þar á milli. „Mín skoðun hef-
ur ekki breyst við þetta slys og ef
vandamálið er að leysa þurfi skipu-
lagsmál, þá setur þetta slys og tvö
alvarleg slys á síðasta ári vonandi
aukinn þrýsting á sveitarstjórnir og
skipulagsyfirvöld.“
Löngu orðið
tímabært
Ólafur Helgi
Kjartansson
VÖRUBÍLSTJÓRAR hafa rætt um
að loka höfuðborgarsvæðið af, fái
þeir ekki skýr svör á fundi sínum
með fulltrúum fjármálaráðherra
næstkomandi þriðjudag. Aðgerðin
gengur undir nafninu „stóra stopp“
og felst m.a. í því að loka aðalsam-
gönguæðum til og frá höfuðborg-
arsvæðinu, auk einhverra gatna-
móta. Er þá ekki rætt um tíma-
bundna lokun, líkt og áður.
Aðgerðir fara eftir svörum
Spurður um aðgerðina segir
Sturla Jónsson, talsmaður vörubíl-
stjóra, að hún hafi vissulega verið
rædd innan hópsins en engin tíma-
setning eða eiginleg útfærsla hafi
verið ákveðin. „Menn vilja fá svör
og svo verður séð til hvað verður
gert. Það fer eftir því hvernig svör-
in verða,“ segir Sturla sem vill fá
tímasetningar á aðgerðir stjórn-
valda.
Bílstjórar
ræða um
„stórt stopp“
SLÖKKVILIÐSMENN í Flóahreppi þurftu í gær að fást
við erfiðan sinubruna. Eldurinn hafði verið kveiktur á
bænum Gerðum síðdegis og fengin til þess tilskilin
leyfi. Vindátt var hins vegar sterk svo eldurinn barst
yfir skurði og breiddi úr sér. Um tíma var hætta á að
eldur bærist í íbúðarhús í nágrenni Lækjarbakka og
var eldurinn í aðeins 30 metra fjarlægð.
Bændur aðstoðuðu með mykjuvélum við slökkvistörf
en hægt gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem
svæðið er illa aðgengilegt.
Morgunblaðið/Guðmundur Karl
Mátti litlu muna
TALIÐ er að um þúsund lítrar af
dísilolíu hafi farið í sjóinn í Sunda-
höfn í gær. Olían kom úr flutninga-
skipinu Laxfossi og myndaðist um
800 fermetra olíuflekkur.
Sérstakir gámar með mengunar-
varnabúnaði voru færðir á staðinn og
dælur notaðar, auk bíla frá Hreinsi-
tækni, til að ná upp olíumenguðum
sjó.
Þá var báti hafnsögumanns siglt
um svæðið og dreift úr honum nið-
urbrotsefnum á smærri olíuflekki.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu virðist sem fuglalíf á
svæðinu hafi ekki orðið fyrir skaða af
lekanum.
Olíulekinn mun hafa stafað af bil-
un í búnaði og hafði tekist að stöðva
lekann þegar slökkvilið kom á vett-
vang en tilkynning barst kl. 14.34.
Þúsund
lítrar af
olíu láku í
Sundahöfn
Hreinsunarstörf
gengu fljótt og vel