Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is BÆRINN er auðvitað ekki sáttur við úrskurðinn. Við höfum lækkað gjöld á borgara sem búa í stórum húsum og gerum þetta með ákveðin sjón- armið í huga. Þau eru að létta þessu fólki lífið og gera því jafnvel kleift að vera lengur heima,“ segir Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari Garða- bæjar, um nýlegan úrskurð samgönguráðuneyt- isins vegna fasteignaskatta í bæjarfélaginu. Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að regl- ur Garðabæjar um fastan afslátt fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega óháð tekjum séu ólögmætar, en slíkur afsláttur hefur verið veittur frá árinu 2003. Að auki hafa tekjulágir einstakling- ar fengið 80-100% afslátt af sköttunum, en kveðið er á um að slíkan afslátt megi veita í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í úrskurði ráðuneytisins segir að bærinn skuli auglýsa nýjar reglur vegna álagningar fasteigna- skatts 2008. Í kæru vegna flata afsláttarins fór kærandi fram á að afslættinum yrði breytt aft- urvirkt en því var hafnað. „Með því að ráðuneytið hafnar afturvirkninni er verið að segja að ekki megi breyta þessu með íþyngjandi hætti,“ segir Guðjón. Þegar hafi verið send út loforð til fólks um afslátt af gjöldunum í ár. „Endurálagning mun þýða það að við þurfum að krefja þessa aðila um endurgreiðslu.“ Því hafi Garðabær ákveðið að leita eftir upplýsingum frá samgönguráðuneytinu um hvort það geti talist íþyngjandi að breyta gjöldunum fyrir árið 2008. Sveitarfélögin hafa frjálst mat um það hver þau telja að viðmiðunarmörkin eigi að vera þegar þau veita tekjulágum afslátt af fasteignasköttum. Guðjón segir bæinn hafa metið það svo að fólk sem hafi allar tekjur sínar úr almannatrygginga- kerfinu sé tekjulágt. „Svo höfum við verið með við- bót við það og skilgreint það sem 100% hópinn.“ Bærinn hafi m.a. horft á málið út frá sjálfsforræði sveitarfélaganna. Sveitarstjórnarlögin heimili að veita tekjulágum afslátt „en sveitarfélögin hljóta að hafa frelsi til þess að taka sínar pólitísku ákvarðanir“. Bærinn hafi komist að þeirri niður- stöðu að í lagi væri að veita flatan afslátt, enda hafi það verið tryggt að tekjulágir fengju 100% lækkun í hinu tvöfalda kerfi. Guðjón segir að líklega verði tekjuviðmiðið end- urskoðað í framhaldinu. Garðabær veitti ólögmætan afslátt á fasteignaskatti Í HNOTSKURN »Viðmið Garðabæjar vegna 100% afsláttarhjá einstaklingum eru í ár 1.730.000 í árs- tekjur og 2.650.000 hjá hjónum. Fasti afslátt- urinn nemur 47.400 krónum hjá öllum elli- og örorkulífeyrisþegum og 94.800 hjá 70 ára og eldri. »Kærandi bendir á að tekjuviðmið vegnatekjutengingar afsláttar frá 2003 hafi ver- ið svo lág að mjög fáir hafi notið hans. ÚTFÖR Geirs Gunnarssonar, aðstoðarríkissáttasemjara og fyrrverandi alþingismanns, var gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju í gær. Sr. Þórhallur Heimisson jarðsöng. Líkmenn voru átta barnabörn Geirs, aftari röð frá vinstri: Esther Ösp Gunnarsdóttir, Lárus Lúðvíksson, Geir Guðbrandsson og Snorri Þór Gunnarsson. Fremri röð frá vinstri: Kolbrún Silja Harðardóttir, Brynjar Hans Lúðvíksson, Sigurberg Guðbrandsson og Vignir Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Útför Geirs Gunnarssonar LANDSSAMTÖK sauðfjárbænda samþykktu á aðalfundi sínum í gær að hækka viðmiðunarverð á dilka- kjöti fyrir árið 2008 um u.þ.b. 27%. Vegið meðalverð á dilkakjöti inn- anlands er þá 461 kr./kg. Að sögn Jóhannesar Sigfússon- ar, formanns landssamtakanna, er hækkuninni ætlað að standa straum af dýrari áburði, olíu og fjármagnskostnaði. Hefði hærri launakostnaður og almennar verð- lagshækkanir einnig verið metin hefði hækkunin orðið mun meiri. Jóhannes segir breytinguna geta þýtt um 18-20% hækkun á heildsöluverði sláturleyfishafa, en hækkun á útsöluverði til neytenda verði eitthvað lægri. Viðmiðunarverð á dilkjakjöti til útflutnings var ákvarðað 335 kr./ kg, og dregur með hækkun gær- dagsins hlutfallslega saman með verði á kjöti til sölu erlendis og inn- anlands. Dilkakjöt 27% dýrara frá bónda Vænta má minni hækkunar í smásölu TVEIR fangar á Litla-Hrauni voru í gær dæmdir til refsingar vegna hrottafenginnar líkamsárásar á samfanga í júlí á sl. ári. Mennirnir voru einnig dæmdir til að greiða fórnarlambi sínu – sem fótbrotnaði í atlögunni – miskabætur, alls 600 þúsund krónur. Fangarnir tveir, sem báðir eru á þrítugsaldri, fengu skilorðsbundna dóma; annar þriggja mánaða dóm en hinn tólf mánuði – þar sem níu mánuðir voru bundnir skilorði. Við ákvörðun refsingar var meðal ann- ars litið til þess að báðir fangarnir hafa tekið sig verulega á. Í framburði ákærðu og vitna kom fram að árásin átti sér stað í kjölfar þess að nokkrir fangar sátu saman að drykkju í klefa eins þeirra. Ekki bar mönnum saman um hvað ná- kvæmlega gerðist, en ljóst er að árásarmennirnir fóru fram á að fórnarlambið gæfi þeim áfengi. Þegar það gekk ekki eftir hófust barsmíðarnar. Mennirnir neituðu báðir sök en annar þeirra við- urkenndi að hafa kýlt fórnarlambið einu sinni í kviðinn. Dæmdir fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni sem réðst á öryggisvörð verslunar 10-11 í Austurstræti um síðustu helgi. Varðhaldið rennur út 23. apríl nk. Í greinargerð lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins kemur fram að upptaka sé til af árás mannsins. Á henni má sjá manninn standa nokkra stund fyrir utan verslunina og fylgjast með því sem þar gerist. Einnig sést þegar hann tekur upp glerflösku og bíður færist. Mað- urinn réðst svo á öryggisvörðinn að óvörum þegar hann gekk út úr versluninni í eftirliti sínu. Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um batahorfur öryggisvarðarins. Tók upp flösku og beið færis Morgunblaðið/ÞÖK Ö gmundur Jónasson sagði mér skemmtilega sögu í gær. Sagan er af móður Teresu og manni sem átti ekki orð yfir fórnfýsi hennar og góð- mennsku. „Ég mundi ekki gera það sem þú gerir þótt ég fengi heila milljón doll- ara fyrir!“ sagði maðurinn. „Ekki ég heldur,“ sagði móðir Ter- esa. Sagan er búin. Er þetta ekki dálít- ið góð hugsun fyrir okkar tíma? Ég var spurð að því um daginn á fundi með ungu fólki hver væri mín fyrirmynd í stjórnmálum. Ég sagði að sjálfsögðu Emma Goldman og lýsti henni af þeirri ástríðu sem mér er tamt. En ég hefði auðvitað rétt eins getað nefnt Þorbjörgu Sveins- dóttur ljósmóður eða langömmu Mál- fríðar Sigurðardóttur sem giftist Jóni eða Emily Dickinson sem bjargaði fugli eða Vilborgu prjónakonu Hall- dórs sem var kátastur maður í sveit eða móður Teresu. Eru þær ekki all- ar verðugar fyrirmyndir?! Einhver sniðugur maður – ég man ekki hver – sagði einhvern tímann að dagblöðin væru ólesandi en bók- menntirnar ólesnar. Í stað þess að vera hver annar dagblaðapenni í dag ætla ég því að vitna í bækur sem segja sögur af þessum ágætu konum. Innihald pistilsins verður því án efa það sem kalla mætti „endasleppt“, en svo sannarlega fullt af eftirtektar- verðum karakterum. Við byrjum á langömmu Málfríðar Sigurðardóttur: „Langamma mín giftist nauðug. Tvennt var það sem henni brá verst við um ævidagana: þegar hún sá auga sitt, sem hún hafði óvart stung- ið úr sér með skærum, koma ofan í kjöltu sína, og þegar Jón langafi minn bað hennar.“ Aumingja Jón! Og aumingja lang- amman. Og aumingja líka hann Jón- assen í þessari frásögn Laxness af Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður: „Af öðrum frægðarverkum frá þessum tímum vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að minnast þess að daginn sem ég fæddist sprændi ég beint uppí andlitið á ljósu minni Þor- björgu Sveinsdóttur sem þá var mestur kvenskörúngur á Íslandi. Konunni varð þó ekki meira um en svo að hún sagði brosandi: Hann verður sómamaður í sinni sveit. Þessi kona var slíkur stjórnmálaskörúngur að hún sagði svo um andstæðíng sinn í alþíngiskosningum: Ég vildi heldur sjá fleytifullan hlandkopp færðan inná alþíngi en helvítið hann Jón- assen.“ Sumir segja að það sé mikill ókost- ur að vilja vera málefnalegur, nær- gætinn og sanngjarn í pólitík. Í anda Þorbjargar Sveinsdóttur mesta kven- skörungs á Íslandi ætti maður því náttúrulega ekki að tvínóna við að segja hlutina beint út: „Út af með ríkisstjórnina – inn á með hlandkopp- ana.“ Enn önnur kona sem hægt væri að taka sér til fyrirmyndar er hún Vil- borg. Um hana segir Laxness svo: „Halldór var kátastur maður í sveit, en Vilborg hans talin vitur kona. Hún var slík kona að þó hún geingi prjónandi lángar bæarleiðir yfir holt og hæðir og jafnvel vatns- föll, stórgrýti og þýfi þá varð aldrei hjá henni lykkjufall.“ Ég ímynda mér að Vilborg hafi verið kona sem tók öllu með stóískri ró – eða í það minnsta tók hún öllu þannig að hún hélt áfram að prjóna, sama hvað var. Þetta lýsir nátt- úrulega miklum innri styrk út af fyr- ir sig og er til eftirbreytni – að halda alltaf áfram að prjóna sama hvað á dynur. Að lokum er það svo Emily Dick- inson, ljóðskáldið. Ég get ekki bein- línis sagt að mig langi til að líkjast PISTILL » „Ég ímynda mér að Vilborg hafi verið kona sem tók öllu með stóískri ró – eða í það minnsta tók hún öllu þannig að hún hélt áfram að prjóna, sama hvað var.“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Fyrirmyndir, tilvitnanir og ein milljón dollara henni sem persónu en þegar ég var lítil ætlaði ég að verða ljóðskáld og fyllti allar stílabækur af ljóðum, og hví þá ekki að taka Emily Dickinson sér til eftirbreytni? „Ef við getum bjargað einum smá- fugli aftur í hreiðrið sitt, þá hefur líf okkar ekki verið til einskis,“ sagði Emily. Er ekki málið að drekka morg- unkaffið í ró og næði og ganga svo glaðbeitt út í daginn með þessa kennisetningu að vopni? Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.