Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 13
FRÉTTIR
Glæn‡ verslun á Íslandi me› innanstokksmuni og fleira fyrir falleg krakkaherbergi.
OPNUM Í DAG Í HOLTAGÖR‹UM
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
2
8
2
9
Komdu og upplif›u ævint‡ri innandyra!
Opi› frá kl. 10 - 18.
Klukkan 14 s‡na hressir
stubbar flottan fatna› og
húsgögn úr vörulínu
Stubbasmi›junnar. Eftir fla›
tökum vi› svo sérstakt
stubbatjútt í tilefni dagsins.
HÚLLUMHÆ
Te & Kaffi í Holtagör›um
kynnir einstakt frambo› á
girnilegum og ljúffengum mat-
og drykkjarvörum fyrir börn.
BARNVÆNT
KAFFIHÚS
Á AÐALFUNDI
UMFR nýlega
var samþykkt til-
laga þess efnis að
þriggja og sex
tíma hlaupið sem
félagið hefur
staðið fyrir um
tveggja ára skeið
muni héðan í frá
verða nefnt í höf-
uðið á Jóni H. Sigurðssyni lang-
hlaupara.
Jón var einn af fremstu lang-
hlaupurum Íslands á árunum fyrir
og eftir 1970 og keppti þá margoft
fyrir Íslands hönd í 5.000 og 10.000
metra hlaupum. Hann slasaðist illa í
vinnuslysi árið 1977 og var bundinn
hjólastól það sem eftir var ævinnar.
Jón lést fyrir aldur fram í febrúar
sl., þá 64 ára gamall.
Minningar-
hlaup um Jón
Jón Sigurðsson
Í DAG, laugardag, fer fram
kokkakeppni grunnskóla Íslands.
Fulltrúar 16 grunnskóla hefja
keppni í Menntaskólanum í Kópa-
vogi klukkan 11 og 11.20 og dóm-
arar dæma framlag skólanna kl.
12 og 12.20.
Nemendur, sem eru 2-4 í hverju
liði, elda aðalrétt á 60 mínútum og
hráefnið má ekki kosta meira en
1.000 kr. Koma má með tvö hrá-
efni aukalega, greidd úr vasa
keppenda, sem teljast ekki með í
verði og allan þann borðbúnað og
borðskraut sem keppendur vilja
nota. Verðlaunaafhending fer
fram í beinu framhaldi eða um kl.
13.15.
Kokkakeppni
grunnskóla
NIÐURSTÖÐUR liggja fyrir í
blaðberakapphlaupi marsmán-
aðar meðal blaðbera Morgun-
blaðsins.
Að þessu sinni varð Árni Heiðar
Geirsson hlutskarpastur og hlaut
hann ferðaúttekt að upphæð kr.
25.000 frá Heimsferðum í við-
urkenningarskyni fyrir fram-
úrskarandi blaðburð í mars.
Árni Heiðar ber út í Blönduhlíð
og Drápuhlíð í Reykjavík og þótti
hann standa sig afburðavel við
erfiðar aðstæður, eins og reyndin
var í mars.
Á myndinni er Árni Heiðar með
verðlaun sín.
Blaðberi
marsmánaðar
Í DAG, laugardag, klukkan 13 hefur
verið boðað til mótmæla fyrir utan
kínverska sendiráðið við Víðimel í
Reykjavík.
Tilgangur mótmælanna er tvíþætt-
ur samkvæmt tilkynningu frá fund-
arboðendum; að þrýsta á kínversk yf-
irvöld um að virða mannréttindi
Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mann-
réttindasamtökum inn í landið, og að
sýna Tíbetum stuðning í baráttu
þeirra fyrir frelsi í sínu eigin landi.
Mótmæli við
sendiráð í dag
STUTT
NIÐURRIF húsa við Mýrargötu 10-12 í Reykjavík er hafið og er
það hluti undirbúnings vegna þróunar og enduruppbyggingar
svæðisins.
Framkvæmdirnar hófust í lok mars og segir Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna, að gert sé ráð fyrir að þessum hluta
verksins ljúki í vor. Næst á dagskrá sé niðurrif húsa við Mýr-
argötu 22, þar sem smiðjustarfsemi Stálsmiðjunnar sé til húsa,
en sá hluti fari eftir því hvernig standi á verkum hjá Stál-
smiðjunni.
Gísli segir að búið sé að gera samning við verktaka um götur
og lagnir á Slippasvæðinu og á dagskrá sé að auglýsa bygging-
arréttinn á fyrsta hluta Mýrargötusvæðisins næst Sjóminjasafn-
inu til sölu.
Morgunblaðið/Kristinn
Niðurrif Miklar framkvæmdir eru á Slippasvæðinu við Mýrargötu.
Niðurrif
við Mýrargötu