Morgunblaðið - 12.04.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.04.2008, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KÍNVERSKIR ráðamenn lýstu í gær yfir vanþóknun sinni á sam- þykkt fulltrúadeildar Bandaríkja- þings á miðvikudag þar sem stjórn- völd í Beijing voru hvött til að stöðva ofsóknir gegn Tíbetum. Í samþykktinni er rætt um „frið- sama mótmælendur“ í Tíbet sem sæti árásum kínverskra stjórnvalda er einnig beiti Tíbeta kúgun varð- andi menningu, trú, efnahag og notkun tungumálsins. Óeðlilegri hörku hafi verið beitt og hundruð manna látið lífið. Hvatt er til þess að Kínverjar hefji þegar viðræður við Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta í stjórnmálum og trúarefnum. Ekki eigi að setja nein skilyrði fyrir þeim viðræðum. Jiang Yu, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði að í samþykkt fulltrúadeildarinnar væri „saga Tíbets og raunveruleg nútímavæðing afskræmd … með þessu eru tilfinningar kínversku þjóðarinnar særðar djúpt“. „Tilfinningar kínversku þjóð- arinnar særðar djúpt“ Reuters Reiði Stuðningsmenn Kínastjórnar mæta tíbeskum mótmælendum í Buenos Aires, Argentínu, í gær. FYRIRTÆKIÐ Lappland Goldminers AB segist hafa fundið „mjög spennandi“ gullæðar með borunum ná- lægt þorpinu Tjålmträsk við Helsingjabotn milli Norð- ur-Svíþjóðar og Finnlands. Hafnar voru rannsóknir á sínum tíma þegar verulegt magn af gulli fannst í stór- grýti á svæðinu og nú gera menn sér vonir um arðbæra vinnslu. Forstjóri fyrirtækisins, Karl-Åke Johansson, segir í yfirlýsingu í kauphöllinni í Ósló, en þar er fyrirtækið skráð, að mikið hafi fundist af gulliblönduðu grjóti á svæðinu. Gullið fannst á 35–43 metra dýpi. Forstjórinn segir í viðtali við norska blaðið Dagens Industri að um óvenjulegan fund sé að ræða en leitað hefur verið um langt skeið á svæði sem nefnt er Gold Line við Helsingjabotn. Ekki er þó enn hægt að full- yrða að magnið sé nógu mikið til að vinnsla geti borið sig, fyrst þarf að gera frekari rannsóknir. Verðið á hlutabréfum í Lappland Goldminers AB hækkaði um 5% á verðbréfamörkuðum við tíðindin af gullfundinum. Gullfundur á svæði við Hels- ingjabotn talinn lofa góðu Indianapolis. AP. | Barack Obama, sem keppir að því að verða forseta- efni bandarískra demókrata, vill að hluthafar geti haft hönd í bagga um launakjör stjórnenda hlutafélaga. Hann vill að þingið skyldi hluta- félög til að láta fara fram atkvæða- greiðslu um kaupauka en hún skuli þó ekki vera bindandi. „Þetta snýst ekki bara um að láta í ljós reiði sína,“ sagði Obama. „Þetta snýst um að breyta kerfi þar sem slæm hegðun er verðlaunuð, að við getum látið stjórnendur standa reikningsskap gerða sinna og tryggt að þeir vinni með hag fyr- irtækisins að leiðarljósi, hafi efna- hag okkar í huga, hag Bandaríkj- anna en ekki bara eiginhagsmuni.“ Reuters Fagnað Barack Obama á kosn- ingafundi í ríkinu Indiana. Hluthafarnir ráði meira ÁHRIFAMIKILL sheikh í Persaflóaríkinu Katar, Yusuf al-Qaradawi, hefur valdið ringulreið og reiði með því að gefa út trúarlega yfirlýsingu, fatwa, um að múslímar megi drekka áfengi – en bara í algeru hófi, segir í danska blaðinu Jyllandsposten. Yfirlýsingin birtist í blaðinu Al-Arab í Katar. Al-Qaradawi segir að í lagi sé að drekka dálítið af mjög veiku áfengi sem bú- ið sé til „með náttúrulegum hætti við gerjun“ og alkóhólstyrkleikinn sé ekki yfir 0,5%. Það stríði ekki gegn siðareglum íslams sem leggja annars bann við allri áfengisnotkun. Ritstjóri Al-Arab, Abdullatif al-Mahmud, segir að yfirlýsingin, sem var svar við fyrirspurn um orkudrykk á markaði í Katar, hafi vissulega ruglað marga í ríminu. Al-Qaradawi hefur síðar sagt að menn hafi misskilið sig. Bara örlítið og ekkert sterkt ÞRÝSTINGUR eykst nú á bresku stjórnina um að hefja aftur rann- sókn á því hvort lög hafi verið brot- in þegar vopnaverksmiðjurnar BAE greiddu ráðamönnum í Sádi- Arabíu mútur til að liðka fyrir vopnasölusamningum, að sögn blaðsins The Guardian. Niðurstaða lávarðadeildarinnar, sem gegnir hlutverki hæstaréttar Breta, var að ekki hefði átt að stöðva glæparann- sókn sem hafin var á málinu. Stjórn Tonys Blairs, þáverandi forsætisráðherra, fullyrti á sínum tíma að mannslíf væru í hættu ef rannsókninni yrði haldið áfram. Sádi-Arabar voru í gögnum frá stjórn Blairs sagðir beita hótunum til að koma í veg fyrir að ljóstrað yrði upp um mútuþægnina. „Við óttumst um orðspor emb- ætta dómsmála í landinu ef hægt er að kveða þau í kútinn með ógn- unum … Enginn, hvort sem hann býr í þessu landi eða utan þess, hef- ur rétt til þess að skipta sér af rétt- arfari okkar. Réttarríkið er einskis virði ef það hefur ekki hemil á mis- beitingu valds,“ sögðu lávarðarnir. Þeir bentu á að ramakvein hefði heyrst ef Bretar hefðu skipt sér af réttarfari Sádi-Araba með svip- uðum hótunum. Um var að ræða sölusamning upp á milljarða punda en hátæknirisinn BAE er eitt af öflugustu fyrir- tækjum heims á sínu sviði. Rannsaki mútuþægni STUTT Harare. AP, AFP. | Robert Mugabe, for- seti Zimbabwe, hætti í gær við þátt- töku í fyrirhuguðu þingi nokkurra Afríkuríkja í Sambíu, þar sem til stendur að ræða þá stöðu sem komin er upp í Zimbabwe eftir forsetakosn- ingarnar fyrr í mánuðinum. Mugabe hefur jafnframt bannað öll mótmæli og pólitískar samkomur og fyrirskipað óeirðalögreglu að vakta göturnar í höfuðborginni Harare. Engin skýring hefur verið gefin á banninu sem lagt var á tveimur dög- um áður en boðað hafði verið til fjöl- mennra mótmæla í Harare á morgun og er uppi orðrómur um að skýringin sé mannekla lögreglunnar. Fylgismenn Lýðræðishreyfingar- innar, flokks Morgans Tsvangirais, höfuðandstæðings Mugabes, hvöttu í gær landsmenn til að efna til verkfalls í höfuðborginni á þriðjudag og fella niður störf þar til greint verður frá úrslitum kosninganna. Samhliða því að kosið var um for- seta var efnt til þingkosninga, en sam- kvæmt opinberum kjörtölum fékk stjórnarandstaðan alls 109 sæti í neðri deildinni, stjórnarflokkurinn 97. Stuðningsmenn Tsvangirais úti- loka þátttöku frambjóðandans í ann- arri umferð forsetakosninga, með þeim orðum að Mugabe hafi hafið herferð til að hafa áhrif á útkomuna. Hafa sumir gengið svo langt að lýsa slíkum hugmyndum sem ígildi valda- ráns, enda hafi Tsvangirai hlotið yfir helming atkvæða í fyrstu umferðinni. Niðurstöður eftirlitsaðila benda hins vegar til að Tsvangirai hafi ekki fengið yfir 50% atkvæðanna. Ganga fram af hörku Óeirðalögregla hefur gengið hart fram gegn andstæðingum forsetans og borið eld að heimilum bænda. „Mugabe hefur sent herinn í hér- uðin […] Fólkið er beitt barsmíðum,“ sagði Tsvangirai í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær. Þá er forsetinn sakaður um að hafa fyrirskipað handtökur á starfsfólki kjörstjórnar landsins, en á mánudag er þess vænst að hæstiréttur landsins muni greina frá úrslitum forsetakosn- inganna, eftir málarekstur af hálfu andstæðinga Mugabes. Tsvangirai hefur verið á ferð um nágrannaríki Zimbabwe á undanförn- um dögum og í gær lýsti hann því yfir í heimsókn sinni til Botsvana að hann óttaðist að snúa heim sökum þess að hann væri aðalskotmark öryggis- sveita landsins. AP Á vaktinni Óeirðalögregla tekur vegfarendur tali við verslun í Harare í gær. Öll mótmæli hafa verið bönnuð. Mugabe herðir tökin Í HNOTSKURN »Í dag munu fulltrúar 14 S-Afríkuríkja (SADC) hittast í Lusaka, Sambíu, til að ræða framhaldið í Zimbabwe. »Samkvæmt ríkisútvarpinu íZimbabwe hyggst Robert Mugabe forseti sniðganga þing- ið, en í staðinn senda þrjá ráð- herra sína. »Fylgismenn Mugabes telja aðefna þurfi til annarrar um- ferðar forsetakosninganna til að skera úr um sigurvegarann, fyrri umferðin fór fram 29. mars sl. »Stuðningsmenn forseta-frambjóðandans Morgans Tsvangirais telja hann hafa náð nauðsynlegum fjölda atkvæða.  Mótmæli bönnuð  Óeirðalögreglan sögð ganga fram af hörku  Andstæðingar forsetans boða verkfall á þriðjudag ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.