Morgunblaðið - 12.04.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 17
ERLENT
Aðalfundur
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári
4. Ákvörðun um lækkun hlutafjár með niðurfellingu eigin bréfa
5. Ákvörðun um hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa
6. Kosning bankaráðs
7. Kosning endurskoðenda
8. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði
allt að 10% af eigin bréfum
9. Tillögur um breytingar á samþykktum
10. Tillaga um Starfskjarastefnu Landsbanka Íslands hf.
lögð fram til endurstaðfestingar
11. Tillaga bankaráðs um framlag í Menningarsjóð Landsbanka Íslands hf.
fyrir árið 2008 og um breytta skipulagsskrá Menningarsjóðs
Landsbanka Íslands hf. lögð fram til samþykktar
12. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil
13. Önnur mál, löglega fram borin
Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38,
105 Reykjavík, miðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 16.00
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
41
97
5
04
/0
8
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur
stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal
skriflega um framboð til bankaráðs eigi síðar föstudaginn 18. apríl kl. 16. Dagskrá,
endanlegar tillögur, skýrsla bankaráðs, ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endur-
skoðenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hlut-
höfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Á sama stað munu upplýsingar um framboð til
bankaráðs liggja frammi tveimur dögum fyrir aðalfund. Einnig er hægt að nálgast
þessi gögn á www.landsbanki.is
Gerð er tillaga um að aðalfundur samþykki lækkun hlutafjár Landsbankans um kr.
300.000.000.- að nafnvirði með niðurfellingu á eigin hlutum Landsbankans. Jafnframt
er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunar-
hluta um kr. 300.000.000.- að nafnvirði. Gerðar eru eftirfarandi tillögur um breyt-
ingar á samþykktum félagsins; að aðalfundur samþykki heimild til hækkunar hlutafjár
Landsbankans um allt að kr. 1.200.000.000, með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar falla frá
forgangsrétti sínum vegna nýju hlutanna, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Gerð er tillaga um orðalagsbreytingu í 2. máls. 4. mgr. 7. gr. samþykktanna, að arður
skuli greiddur þeim sem skráðir verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta við lok
aðalfundardags hefur farið fram. Þá er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki heimild
til útgáfu breytanlegra skuldabréfa um allt að kr. 60.000.000.000.- og jafnframt hækk-
un hlutafjár um allt að kr. 1.500.000.000.- að nafnverði í tengslum við slíka útgáfu.
Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta vegna breytanlegra skuldabréfa,
skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Loks er gerð tillaga um að ný málsgrein bæt-
ist við 11. gr. samþykktanna um heimild til rafrænna samskipta við hluthafa.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar.
Hluthöfum er gefinn kostur á að greiða atkvæði um tillögur á dagskrá aðalfundar
með rafrænum hætti, sjá nánar á heimasíðu Landsbankans, www.landsbanki.is
Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.
Nánari upplýsingar gefur Gunnar Viðar, forstöðumaður Lögfræðiráðgjafar, í síma
410-7740.
HÆTTA er á, að fæðuframboð
hundraða milljóna manna víða um
heim sé í voða vegna mikillar ofveiði,
loftslagsbreytinga og mengunar.
Kom það fram á ráðstefnu um þá vá,
sem steðjar að heimshöfunum, en í
sjóinn sækja menn fimmtung alls
próteins, sem þeir þurfa.
Á ráðstefnunni, sem lauk í gær í
Hanoi í Víetnam, kom fram, að 75%
allra fiskstofna væru ýmist ofveiddir
eða hefðu orðið fyrir rányrkju.
„Sóknin í fiskinn er mikil og mis-
kunnarlaus en heimsaflinn getur
ekki aukist meira,“ sagði Steven
Murawski hjá bandarísku haffræði-
og loftslagsstofnuninni en heimsafl-
inn hefur nú um nokkurt skeið verið
óbreyttur eða um 100 milljónir tonna
á ári.
Fiskinum sópað upp
Fram kom, að fjöldi fiskiskipa
væri alltof mikill en vegna þess, að
64% heimshafanna eru utan lögsögu
einstakra ríkja,
væri erfitt að ná
alþjóðlegu sam-
komulagi um að
stöðva ólöglegar
veiðar.
„Þetta er eins
og í villta vestr-
inu. Þótt fjöldi
þessara „sjóræn-
ingjaskipa“ sé
ekki mjög mikill,
þá geta þau í krafti tækninnar sópað
upp fiskinum,“ sagði einn þátttak-
endanna. „Aðeins verðmætasti fisk-
urinn er hirtur, öðru kastað aftur í
sjóinn. Sóunin er óskapleg.“
Það er ekki aðeins ofveiði, sem
ógnar sjónum, heldur einnig gífurleg
mengun, sem berst í hann með ám og
fljótum. Eru margir svartsýnir á
framtíðina og telja, að fátt geti kom-
ið í veg fyrir, að heimshöfin „deyi“.
Það muni síðan kippa fótunum und-
an okkar eigin tilveru.
Framtíð heims-
hafanna í óvissu
Fimmtungur pró-
teinsins er fiskur.
Hætta á að fæðuframboð stórminnki
YFIRVÖLD á Norður-Indlandi hafa
bannað sölu á ódýrum hárlit-
unarvökva vegna þess, að mörg
dæmi eru um, að skuldugir bændur
hafi stytt sér aldur með því að
drekka hann.
Á Indlandi býr 1,1 milljarður
manna og tveir þriðju þeirra lifa af
landbúnaði. Hafa þeir fæstir notið
góðs af uppganginum í efnahagslíf-
inu og síðan hafa bæst við nátt-
úruhamfarir, til dæmis miklir þurrk-
ar í ríkinu Uttar Pradesh. Þar hafa
monsúnrigningarnar brugðist að
mestu í fjögur ár samfleytt. Í ör-
væntingu sinni hafa ófáir bændur
fyrirfarið sér með áðurnefndum hár-
litunarvökva. Ef hann er drukkinn
veldur hann bráðri nýrnabilun og
dauða.
„Landið er eins og eyðimörk yfir
að líta. Fólk er farið að flýja héðan í
stórum stíl, einkum unga fólkið en
eftir sitja börn, konur og gam-
almenni,“ sagði Rajiv Agarwal,
háttsettur embættismaður í Uttar
Pradesh.
Banvænn
hárlitur
FUNDIST hefur á Borneó í Indó-
nesíu áður óþekkt froskategund og
það, sem mesta athygli vekur, er,
að hún er lungnalaus.
Lungun þróuðust eftir að sjáv-
ardýrin skriðu á land en talið er, að
froskurinn nýfundni hafi snúið þró-
uninni við vegna þess, að hann lifir í
köldum ám og lækjum. Kalt vatn er
súrefnisríkara en heitt og í því er
auðveldara að anda með húðinni.
AP
Nýlundan Froskurinn er lungna-
laus og líka flatur eins og smákaka.
Lungnalausi
froskurinn
SABEEL Ahmed, indverskur lækn-
ir sem starfaði í Bretlandi, var í gær
dæmdur i 18 mánaða fangelsi fyrir
að hylma yfir samsæri sem endaði
með misheppnaðri sjálfsvígsárás á
Glasgow-flugvelli í fyrra, að sögn
The Guardian.
Ahmed fékk rétt fyrir árásina
sms-skeyti frá bróður sínum, Kafeel
Ahmed, sem sagðist ætla að fórna lífi
sínu í sjálfsvígsárás en bað Sabeel að
þegja um málið. Hann ætti að segja
öllum að Kafeel væri „á Íslandi þar
sem hann ynni að verkefni er snerti
hlýnun loftslagsins“. Einnig vissi
Sabeel Ahmed hverjir myndu taka
þátt í árásinni en skýrði ekki yfir-
völdum frá vitneskju sinni. Kafeel
Ahmed ók bíl með sprengiefni inn í
flugstöðina en sprengjan sprakk
ekki. Bíllinn brann og lést Kafeel
Ahmed síðar af völdum brunasára.
Reuters
Hylmdi yfir hryðju-
verki í Glasgow
Rannsókn Breskir lögreglumenn með brunnið flak Cherokee-jeppa
Kafeels Ahmeds eftir tilræðið misheppnaða í Glasgow í fyrra.