Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 18
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hönnuðurinn Chuck Mack.
ÍSLENSK-bandaríski trélistamað-
urinn og hönnuðurinn Chuck Mack
hlýtur hin alþjóðlegu Red Dot-
hönnunarverðlaun að þessu sinni
fyrir borð sem hann kallar Table
29. Borðið mun vera umhverfisvæn
hönnun og tæknileg nýjung í hús-
gagnasmíðinni. Nánari upplýsingar
um borðið má finna á heimasíðunni
chuckmackdesign.com.
Red Dot-verðlaunin hafa verið
veitt á hverju ári frá 1955, en að
þessu sinni bárust 3.203 hugmyndir
frá 51 landi í keppnina. Verðlaunin
verða veitt í Essen í Þýskalandi
hinn 23. júní í sumar.
Hönnunar-
verðlaun til
Íslands
Chuck Mack hlýtur
Red Dot-verðlaunin
18 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
PÓLSK menning verður í
öndvegi í Reykjanesbæ í dag.
Kl. 11 hefst dagskrá í Heið-
arskóla, en það er hópur
pólskra íbúa í bænum sem sér
um hana.
Í frétt um menningarhátíð-
ina segir: „Pólland hefur vakið
athygli fyrir fallegt landslag,
ríka menningu og spennandi
matarhefð,“ og matur og
drykkur er einmitt það sem í boði verður. Þetta er
sjötta kynningin á vegum Fjölmenningarnefndar
Reykjanesbæjar og önnur kynningin á tilteknu
landi. Gert er ráð fyrir að dagskráin standi frá kl.
11 til 13 og allir eru velkomnir.
Menning
Pólland í máli,
mat og myndum
Frá Reykjanesbæ.
JÓHANNES Dagsson opnar
myndlistarsýninguna Stöðu-
myndir í DaLí galleríinu á
Akureyri í dag kl. 17. Efnivið
sinn sækir Jóhannes í tvö af
fyrirferðarmeiri menningar-
fyrirbærum liðinnar aldar,
módernisma og fótbolta.
Stöðumyndir er ellefta einka-
sýning Jóhannesar og á hann
einnig að baki þátttöku í fjöl-
mörgum samsýningum. Jóhannes lauk
myndlistarnámi frá Myndlistaskólanum á Ak-
ureyri 1997 og námi í heimspeki og bókmenntum
frá Háskóla Íslands 2000. Hann lauk myndlistar-
prófi frá Edinburgh College of Art árið 2002.
Myndlist
Heimspekilegur
fótbolti á striga
Jóhannes Dagsson:
Miðjuspil.
ÞJÓÐLEGU heimstón-
listarmennirnir og slagverks-
kóngarnir Steingrímur Guð-
mundsson og Sigtryggur
Baldursson mynda saman
hljómskrímslið Steintrygg.
Steintryggur verður í versl-
unum Eymundssonar í dag,
með trumbur og gjöll, og
bregður á leik fyrir gesti og
gangandi. Steintryggur var að
gefa út nýja plötu, Tröppu, sem skartar að sögn
Steintryggs „skrýtnasta plötuumslagi samtím-
ans“. Uppákomur Steintryggs steinliggja sem hér
segir: kl. 15 í Austurstræti, kl. 16 í Kringlu og kl.
17 í Holtagörðum.
Tónlist
Hljómskrímslið
Steintryggur ýlfrar
Steintryggur
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÉG hef eilífðina fyrir mér,“ segir Jón Stef-
ánsson kórstjóri hróðugur þegar blaðamaður
hringir til að forvitnast um tónleika og nýja
plötu eins af mörgum kórum Langholtskirkju,
Graduale Nobili. „Ég sit uppi á Stíflisdalsvatni
í glampandi sól og er að dorga gegnum ís. Ég
er kominn með í soðið – þriggja punda urriða.
Þetta er góð útivist og fer mjög vel með kór-
stjórn,“ segir Jón. „Hér getur maður setið og
íhugað, þetta er paradís í svona góðu veðri.“
Og Paradís er einmitt það sem við vildum
ræða við Jón; nánar tiltekið nýja platan sem
heitir In Paradisum. Þar er að vísu ekki átt við
fegurðina við Stíflisdalsvatn heldur heitir plat-
an eftir síðasta verkinu; lokaþætti Sálumessu
eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. „Nafnið gefur
svolítið tóninn; þetta eru mestmegnis andleg
verk,“ segir hinn íhugandi veiðimaður. „Til
Paradísar leiði þig kór englanna.“
Miklar tónlistarkonur í kórnum
Englakór sá sem syngur í Langholtskirkju á
morgun, Graduale Nobili, var stofnaður haustið
2000. Hann er skipaður ungum stúlkum,
völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með
Gradualekór Langholtskirkju. Flestar þessara
stúlkna eru og hafa verið í öðru tónlistarnámi.
Þær eru farnar að sjást víðar í tónlistarlífinu,
með fiðlu við vanga; og jafnvel á sviði Íslensku
óperunnar, vaxnar upp úr kórstarfinu. „Ég
man ekki hve margar af stelpunum eru nú í
tónlistarnámi erlendis, en þar af eru fimm eða
sex í söngnámi.“
Öll verkin á Paradísarplötunni eru íslensk,
og sum þeirra samin fyrir kórinn. Eitt er sam-
ið sérstaklega fyrir þetta tilefni. „Við frum-
flytjum verk eftir Mamiko Dís Ragnarsdóttur,
en það er jafnframt lokaverkefni hennar úr
tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Þetta er
spennandi og skemmtilegt verk, Japönsk sálu-
messa, sem hún semur við texta afa síns, og
þar leikur tíu manna hljómsveit með okkur,“
segir Jón. Verkin sem ekki eru kirkjuleg eru
Barnagæla eftir Hjálmar H. Ragnarsson og
Vókalísa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. „Það
hefur margt verið samið fyrir okkur, en við er-
um ekkert að drukkna í nýjum verkum. Þetta
kemur reglulega, og stundum berum við okkur
eftir björginni. Stærsta verkið núna er Vesper
eftir Tryggva M. Baldvinsson og tekur næstum
40 mínútur í flutningi.“
Jón segir að efni plötunnar og tónleikanna
gefi góðan þverskurð af því sem Graduale no-
bili hafi sungið á síðustu árum. Á tónleikunum
verði þó ekki allt sungið sem á plötunni er.
Graduale nobili var tilnefndur til Íslensku tón-
listarverðlaunanna fyrr á árinu.
Graduale Nobili syngur í Langholtskirkju á morgun kl. 17 í tilefni af plötuútgáfu
Kórstjóri á ís býður til Paradísar
Graduale Nobili Með verki Mamiko Dísar Ragnarsdóttur leikur tíu manna hljómsveit.
Morgunblaðið/Ómar
BÚIST er við því að metfé muni fást
fyrir málverk eftir breska lista-
manninn Lucian Freud á uppboði í
New York í maí. Talið er að á bilinu
25 til 35 milljónir dollara muni fást
fyrir verkið, sem nemur frá 1,8 til
2,6 milljarða íslenskra króna, en
það yrði hæsta verð sem nokkurn
tímann hefur verið greitt fyrir verk
eftir núlifandi listamann. Verkið er
frá árinu 1995 og nefnist Benefits
Supervisor Sleeping. Fyrra metið í
þessum „flokki“ á verkið Hanging
Heart eftir Jeff Koons sem seldist á
23,6 milljónir dollara í fyrra.
Metfé fyrir
mynd Freuds?
ÓLAFUR Lárusson myndlistar-
maður opnar í dag sýningu í
Reykjavík Art Gallery. Þar sýnir
hann verk unnin með akrýl- og
vatnslitum á pappír sem hann
flokkar sem abstrakt expressjón-
isma.
„Ég get kannski orðað það þann-
ig að þetta séu djass- eða blúsmel-
ódíur. Ég hlusta mikið á tónlist á
meðan ég vinn,“ segir Ólafur. Þetta
er fyrsta stóra sýning hans í þó
nokkurn tíma, en á sýningunni
verða myndir sem hann hefur unnið
síðustu tvö árin.
Hefur komið víða við
Ólafur lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskóla Íslands árið 1974
og Atelier ’63 í Hollandi tveimur
árum síðar. Hann kenndi við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands á ár-
unum 1976 til 1980 og starfaði mik-
ið að félagsmálum listamanna og
var til dæmis einn af stofnfélögum
Nýlistasafnsins.
Sýningin verður opnuð klukkan
tvö í Reykjavík Art Gallery á
Skúlagötu 28 og eru allir boðnir
velkomnir.
Ólafur Lárusson sýnir í Reykjavík Art Gallery
Djass og blús á pappír
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Músíkalskur „Ég hlusta mikið á tónlist á meðan ég vinn,“ segir Ólafur.
EINAR Hákonarson listmálari opn-
ar málverkasýninguna Vegferð í
Sætúni 8, þar sem kaffibrennslan Ó.
Johnson og Kaaber var áður til
húsa, kl. 14 í dag.
Löngum hefur verið sagt að lista-
menn spegli tíma sinn með einum
eða öðrum hætti og atburðir í þjóð-
lífinu, samferðafólk og ekki síst
náttúran í sinni margbreytilegu
mynd er efniviður sýningar Einars
sem verður opin daglega frá kl.
12.00 – 18.00 til 28. apríl næstkom-
andi. Aðgangur er ókeypis.
Málsvari málverksins
„Einar Hákonarson hefur verið
einn af okkar fremstu listmálurum í
yfir 40 ár,“ segir í fréttatilkynn-
ingu. „Líf hans og list eru samofin
íslenskri listasögu. Hann hefur
ávallt verið kraftmikill málsvari
málverksins í menningarmálum á
Íslandi. Nægir að nefna störf hans
sem skólastjóra MHÍ, listráðunauts
Kjarvalsstaða og einkaframtakið
með Listaskálanum í Hveragerði,
sem var hvatinn að menningar-
húsum á landsbyggðinni.
List Einars hefur ávallt verið
fígúratíf og hlaðin tilfinningu (ex-
pressjónisma). Teikning og mynd-
bygging, eitt aðalsmerki lista-
mannsins, kallast á við lausari form
og litagleði í verkum hans,“ segir
ennfremur.
Frekari upplýsingar um lista-
manninn má finna á heimasíðu hans
á netinu: www.einarhakonar-
son.com.
Vegferð málara
Einar Hákonarson opnar sýningu í
húsi Ó. Johnson og Kaaber í Sætúni
Fundurinn Eitt verka Einars.
♦♦♦