Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 24
Þessi efsta hæð hér í húsinuvar ekki íbúðarhúsnæðiupphaflega. Um 1980 varannað hvort prentsmiðja hérna eða bókaforlag,“ segir Kol- brún Silja Ásgeirsdóttir sem keypti sér sérlega bjarta og fallega íbúð fyrir þremur árum í Vesturbænum. „Mér fannst húsnæðið mjög óspennandi utan frá séð en um leið og ég kom hingað inn þá vissi ég að þetta var það sem ég vildi. Þá var þegar komið kauptilboð svo ég hafði snarar hendur og yfirbauð til að fá hana og sé ekki eftir því. Hún var í mjög góðu ástandi og ég þurfti ekki að gera mikið eða breyta. Reyndar var engin eldhús- innrétting heldur lausir skápar, svo ég skellti mér í þær framkvæmdir og eins setti ég parket á svefn- herbergið og loftlista. Ég ætlaði að kaupa mér stærri íbúð en ég kolféll bara fyrir þessari. Hún er ynd- islega opin og björt og útsýnið héð- an er stórkostlegt. Ekki nóg með að ég sjái Snæfellsjökul, Akrafjall og Skarðsheiðina heldur sé ég líka til hafs á þremur stöðum, yfir Sel- tjarnarnesið og til fjalla í suðri.“ Ætlar til Asíu og Suður-Afríku Kolla bjó áður í Teigahverfinu á jarðhæð og fannst það hið besta mál, þar til hún fór til náms í Hol- landi þar sem hún bjó á 17. og síð- ar á fjórðu hæð. „Þá fann ég hvað það átti rosalega vel við mig að vera svona hátt uppi og þegar ég kom heim seldi ég íbúðina í Teig- unum og leitaði eingöngu að íbúð- um sem voru ofarlega í húsum, helst yfir fjórðu hæð.“ Kolla er heilluð af Hollandi og hefur búið þar tvisvar, í bæði skiptin í námi en hún er líka flakkari. „Mér finnst gaman að koma á nýja staði og nú þegar ég hef farið víða um Evrópu þá er Japan og Suður-Afríka næst á dagskránni. Mér fannst mjög gaman að koma til Kúbu þegar ég fór þangað, þar er mikil litadýrð og fjölbreytt mannlíf,“ segir Kolla sem kann vel við sig í Vesturbænum. khk@mbl.is Jöklar og fjöll Kolla sér til hafs á þremur stöðum og til Snæfellsjökuls og margra fjalla af svölunum sínum sem og út um stofu- og eldhúsgluggana. Brjálað útsýni á Bræðró Hún vildi búa hátt uppi eftir að hún kynntist því í Hollandi. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti unga konu á fjórðu hæð með glugga sem færa henni himin og haf í fangið. Kúbustemning Málverkið frá Havana sem Kolla keypti í heimsókn sinni þar setur svip á eldhúsið. Rauða rusla- fatan og kaffikannan minna á laumu-kommann sem býr í Kollu. Hún er sérlega hrifin af stóra eldhúsborðinu sínu. Mömmur og ömmur Móðir Kollu málaði blómamyndirnar en amma hennar saumaði út stólinn og skemilinn. „Um leið og ég kom hing- að inn þá vissi ég að þetta var það sem ég vildi.“ lifun 24 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Umsóknarfrestur: 5. júní 2008 Í samstarfi við: Lj ós m yn d: Á gú st G . A tl as on dvalizt fyrir skömmu. Það hlýtur að vera erfitt að halda uppi þessu þjónustustigi í slíkri einangrun sem hótelið er starfrækt í. Það tekur töluverðan tíma að aka frá Reykjavík til Hótel Búða enda er Snæ- fellsnesið mikið land- svæði og yfir því meiri reisn en fyrirfram má ætla. Það er því ekki átakalaust að keyra vestur að Búðum. Í ljósi fjarlægðar frá helztu þéttbýlisstöðum hljóta umsvifin við að- drætti til hótelrekstursins að vera töluverð og þess vegna þeim mun merkilegra hversu hátt þjónustu- stigið er. Það er ekki ódýrt að gista á Búð- um en ef taka á mið af húsnæðinu annars vegar og almennri þjónustu hins vegar væri hægt að færa rök fyrir meiri verðmun en er á Búðum og ýmsum öðrum gististöðum á landsbyggðinni. Ekki þarf að lýsa umhverfi Búða fyrir þeim sem ferðast hafa um Snæfellsnes en að mörgu leyti er þetta landsvæði býsna ósnortið af „menningunni“ og í sjálfu sér um- hugsunarvert hvers vegna það er. Fólk virðist sækja meira á norð- anvert Snæfellsnesið og þess vegna hefur sunnanvert Snæfellsnesið ekki orðið illa úti af ágangi ferða- manna, þótt umferð á Jökulinn sé auðvitað töluverð. Það er ástæða til að óska þeim sem standa að rekstri Hótel Búða til hamingju með þann árangur sem þar hefur náðst. Hann er til fyrir- myndar og aðrir geta margt af því lært sem þar er gert. Það hefur tekiztótrúlega vel til um uppbyggingu Hót- el Búða á Snæfellsnesi eftir brunann þar fyrir nokkrum árum og endurbyggingu hótels- ins. Í raun og veru má segja að þetta hótel sé til fyrirmyndar, þegar horft er til slíkra staða á landsbyggðinni, og raunar stenzt hótelið samanburð við flest af því bezta sem finna má á höfuðborgar- svæðinu. Hönnun hótelsins hefur tekizt einstak- lega vel. Það er nútímalegt en um leið hlýlegt sem ekki fer alltaf sam- an. Þjónustan er góð og Víkverji gat ekki betur séð en hótelið væri nánast fullt þá helgi sem þar var     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.