Morgunblaðið - 12.04.2008, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÁHYGGJUR ALMENNINGS
Almenningur á Íslandi hefurskyndilega fengið miklaráhyggjur af efnahagslegri
framtíð sinni. Umræður um stöðu
bankanna og einstakra stórfyrirtækja
í kjölfarið á falli hlutabréfamarkaðar-
ins á undanförnum mánuðum hafa
vissulega orðið til þess að fólk hefur
staldrað við. En sennilega hefur fátt
ef nokkuð orðið til þess að skapa
raunverulegar áhyggjur hjá fólki í
jafn ríkum mæli og spá Seðlabankans
um 30% lækkun íbúðaverðs að raun-
virði til ársloka 2010.
Ekki má gleyma því að þetta er spá
og hún er ekki orðin að veruleika og
spádómar opinberra aðila bæði hér
og annars staðar verða ekki alltaf að
veruleika. Hins vegar er ekkert að
því að fólk átti sig rækilega á því að
veizlan mikla, sem staðið hefur í
nokkur undanfarin ár, er búin. Henni
hlaut að ljúka.
Við Íslendingar höfum oft áður
staðið frammi fyrir vandamálum í
efnahagsmálum okkar og alltaf náð
okkur upp úr þeim. Í lok níunda ára-
tugarins skall á samdráttur í efna-
hagsmálum sem stóð fram á miðjan
tíunda áratuginn. Í kjölfar þess sam-
dráttarskeiðs gekk í garð tímabil
mikillar velgengni sem er að ljúka nú
rúmum áratug síðar.
Upp úr miðjum Viðreisnaráratugn-
um skall á alvarleg kreppa sem stóð í
um þrjú ár en ástæður hennar voru
aflabrestur og verðfall á afurðum
okkar á erlendum mörkuðum. Við
náðum okkur upp úr þeirri kreppu.
Þess vegna er engin ástæða til að
láta svartsýni ná tökum á sér. Hins
vegar er mikilvægt að fólk átti sig á
því að uppsveiflunni miklu er lokið
bæði hér og annars staðar.
Þótt einhver verðlækkun verði á
fasteignum um skeið má ekki gleyma
því að gífurleg verðhækkun hefur
orðið á þeim eignum undanfarin ár
og kannski ekki við öðru að búast en
eitthvað af þeirri verðhækkun gangi
til baka.
Grundvallarþættir íslenzks þjóð-
arbúskapar eru í góðu lagi. Þótt mik-
ill samdráttur hafi orðið í þorskafla
ganga sjávarútvegsfyrirtækin vel
enda hefur mikil hagræðing orðið í
sjávarútvegi á mörgum undanförn-
um árum. Áliðnaðurinn er orðinn
mjög öflugur og mun skila þjóðar-
búinu miklum tekjum á þessu ári.
Allir helztu atvinnuvegir þjóðarinnar
standa vel.
Undirstöðurnar eru í lagi og það
skiptir mestu máli. Velmegunin er
svo mikil á Íslandi að það skaðar
engan þótt einhver samdráttur verði
í neyzlu hér. Var hún ekki orðin of
mikil? Er ekki bara heilbrigt að hún
dragizt eitthvað saman? Höfum við
ekki verið að segja hvert við annað á
undanförnum misserum að neyzlu-
æðið væri komið úr böndum?
Það er allt í lagi að fólk hrökkvi
við en það er engin ástæða til að
ætla að einhver stórfelld ógn steðji
að íslenzkum þjóðarbúskap. Efna-
hagur okkar stendur traustum fót-
um.
LÍFSGÆÐI OG LEIKGLEÐI Í MIÐBORG
Raskið í götumynd Laugavegar hef-ur ekki farið framhjá neinum
undanfarin misseri. Umræðan um nið-
urrifið og uppbygginguna sem á að
koma í kjölfarið ekki heldur. Á und-
anförnum dögum hafa birst í fjölmiðl-
um myndir af fyrirhugaðri uppbygg-
ingu bæði við Lækjartorg og á
Vegamótastíg sem vakið hafa umtal –
þær fyrrnefndu m.a. vegna þess að þar
kemur Nýja bíó aftur fram á sjónar-
sviðið eins og fólk man það frá því fyrir
bruna þess en þær síðarnefndu vegna
þess að þar er annars konar vísun í
gamla tímann: gömlu húsi er lyft upp á
þak á nýbyggingu.
Myndir af reitnum á horni Lauga-
vegar og Klapparstígs vekja ekki síður
umtal. Þar er lítið og lágreist timbur-
hús sem margir þekkja undir heiti
kaffihússins Hljómalindar, í faðmi
nýrrar byggingar er teygir sig út í ystu
mörk lóðanna, bæði við Laugaveg og
Klapparstíg. Gamla húsið og stóra fal-
lega tréð við hlið þess eru smættuð í
þessu þrönga faðmlagi svo myndir
kalla óneitanlega fram þá spurningu
hvort hámörkun byggingarmassa
þurfi ætíð að vera raunin.
Í allri umræðunni um endurnýjun
miðborgarinnar hafa húsbyggingar
verið þungamiðjan. Aldrei hefur verið
minnst á það að við þessa aðalversl-
unargötu miðborgarinnar er ekki einn
einasti leikvöllur fyrir börn verslandi
fólks. Þaðan af síður sérhannað úti-
kaffihús. Samt hefur reynslan sýnt að
veitingaborð úti, bæði við Austurvöll
og Vegamótastíg eru þéttsetin mun
oftar en flestir telja veður leyfa. Þarf
að fylla alla verðmæta reiti miðborg-
arinnar af húsbyggingum? Má ekki
nota einhverja þeirra reita sem losnar
um í allri þessari uppbyggingu til að
gleðja sjálfa borgarbúana – stóra sem
smáa – með því að skapa þeim um-
hverfi þar sem hægt er að gera eitt-
hvað annað en að versla? Svo sem með
kaffihúsi þar sem fullorðnir njóta veit-
inga á meðan börnin leika sér eins og
vinsæl fordæmi eru fyrir erlendis.
Reiturinn í kringum Hljómalind þar
sem nú á að fara að byggja er sólríkur
og þar var alltaf fólk að sjá. Stundum
var flóamarkaður í portinu á bak við
húsið eða götusala í jaðri lóðarinnar.
Þarna sat líka fólk og spjallaði, eða
spilaði á hljóðfæri líkt og gerist á
göngugötum í erlendum borgum. Það
er eftirsjá að þessu götulífi og áleitin
spurning hvort ekki eigi að gera mark-
visst átak í því að minnka bygginga-
massa og auka möguleika á fjölbreyti-
leika í nýtingu lóðanna í miðborginni
áður en það er orðið of seint. Slíkt kann
að kosta borgina eitthvað svo sem ef
nauðsynlegt er að kaupa lóðir í þessum
tilgangi en auðvitað færi best á stefnu-
mótandi aðhaldi er leiddi til samstarfs
við lóðareigendur um þá nýtingu sem
kemur til greina á hverjum reit fyrir
sig. Ef fjárfesting af þessu tagi reynist
ekki nýtast almenningi nægilega vel er
aldrei of seint að byggja. Tap yrði því
aldrei á svona stefnumótun en hugs-
anlega mikill gróði í lífsgæðum.
Eftirfarandi spádóm má lesa íPeningamálum Seðlabanka Ís-lands frá apríl 2008: „Kólnun áhúsnæðismarkaði hefur þegar
komið fram í því að verðhækkun íbúðar-
húsnæðis hefur u.þ.b. stöðvast, þrátt fyrir
umtalsverða hækkun byggingarkostn-
aðar, og velta hefur minnkað hratt. Horf-
ur eru á að lækkun ráðstöfunartekna,
þrengingar á lánamörkuðum og aukið
framboð íbúðarhúsnæðis leiði til umtals-
verðrar verðlækkunar. Gert er ráð fyrir
að húsnæðisverð lækki um u.þ.b. 30% að
raunvirði á spátímabilinu. Gangi það eftir
mun hækkun íbúðaverðs umfram al-
mennt verðlag undanfarin fimm ár ganga
að mestu leyti til baka. Verðið yrði eftir
sem áður ekki lágt í sögulegu samhengi.
Gríðarleg óvissa er um þessa þróun, m.a.
vegna þess að hún kann að hafa umtals-
verð áhrif á útlánagetu fjármálakerfisins.
Ekki er því hægt að útiloka enn meiri
samdrátt á fasteignamarkaði.“
Hræðsluáróður Seðlabanka Íslands
Á mannamáli þýðir þetta: Aleiga al-
mennings er að stærstum hluta bundin í
fasteignum þeim, sem menn búa í og telj-
ast að stórum hluta til þjóðarauðs okkar.
Ekki er raunhæft að gera sömu kröfur til
ávöxtunar slíkra eigna eins og um væri að
ræða fé sem hægt er að senda úr landi þar
sem skjól er að finna frá þeim helj-
ardýfum sem krónan okkar hefur verið að
steypast í að undanförnu. Þetta eru ekki
gamanmál, um heill og öryggi heimilanna
í landinu er að ræða. Með slíkri óábyrgri
framsetningu Seðlabanka Íslands er verið
að vega að einum af hornsteinum þjóð-
félagsins, þ.e. húsnæðismálunum.
Er það virkilega ætlan þeirra, er halda
um stjórnartaumana hér á landi, og
þeirra er stýra peningamálastefnunni að
húsnæðismál þjóðarinnar lendi í þeim
öldudal sem spáin telur? Hvers vegna er
ekki búið svo um hnúta að húsnæðislán
séu með þeim hætti að almenningur geti
eignast og átt þak yfir höfuðið, án þess að
eiga allt sitt undir því að spákaup-
mennska innlendra og erlendra aðila
kippi undan þeim fótunum án þess að fólk
fái rönd við reist?
næðis e.t.v. í eig
banka? Þarf þjó
strit þess og spa
bólgu og spákau
þessum þar sem
peningamálunu
gegn íslensku k
hefur lækkað um
sl. haust, þá er v
hagnist í þessum
málanna.
Almenningur
þegar hann geri
um 40 ár fram í
hafa gert við sín
ur efnahagsmál
en svo að hann b
við fyrstu ágjöf
Hvað veldur svo óábyrgu
svartagallsrausi?
Við sem þekkjum húsnæðismarkaðinn
vitum betur og teljum að gjalda beri var-
hug við slíkum spádómum sem virðast
settir fram til stykrtar verðbólgu- og
vaxtastefnumarkmiðum Seðlabanka Ís-
lands. Við fasteignasalar þekkjum það að
almenningur hefur barist í sveita sín and-
litis fyrir húsnæði sínu og svik og prettir
sem náð hafa inn á lánamarkaðinn hafa
komið aftan að þessu fólki. Guð hjálpi
þjóðinni ef afturhvarf til fortíðar er það
sem forystumenn hennar sjá fyrir sér án
þess að rönd verði við reist. Er það fram-
tíð þorra Íslendinga að verða bón-
bjargafólk sem hrekst á milli leiguhús-
Sparifé almenning
spádómar Seðlaba
» Almenningur verður
að geta treyst því,
þegar hann gerir ráðstaf-
anir með lántökum 40 ár
fram í tímann, að grunnur
efnahagsmála þjóðarinnar
sé traustari en svo að
hann byrji ekki að molna
niður við fyrstu ágjöf
á þjóðarskútuna.
Eftir Ingibjörgu Þórðardóttur
og Höllu Unni Helgadóttur
Ingibjörg
Þórðardóttir
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
Er hægt að læra að vera forsætis-ráðherra?“ var titill ráðstefnusem haldin var í gær á vegumfélagsvísindadeildar Háskól-
ans á Bifröst.
Háskólar leggja í auknum mæli áherslu
á stjórnunar- og leiðtoganám og á ráð-
stefnunni var rætt hvort háskólar geti í
raun og veru búið leiðtoga fyrir verkefni
þeirra eða hvort slíkir hæfileikar séu með-
fæddir, það er ef slíkir hæfileikar eru til
yfirleitt.
Erindi fluttu Jón Baldvin Hannibals-
son, fyrrverandi utanríkisráðherra, Þór-
anna Jónsdóttir sem starfar hjá Auði
Capital og Magnús Árni Magnússon frá
Capacent og fyrrum aðstoðarrektor Há-
skólans á Bifröst.
Lýðræðið gerir kröfur
„Hvernig verða menn forsætisráðherrar
fyrst starfið er ekki auglýst og ekki er
hægt að sækja um?“ spurði Jón Baldvin
Hannibalsson í erindi sínu. Hann sagði
vissulega mikilvægt að „vinna sig upp í
flokknum“ en lýðræðið gerði kröfur og til-
vonandi leiðtogar yrðu að ná til fólksins.
„Þá skiptir minna máli hvað viðkomandi
hefur lært. Vill fólk leggja í hann með þér?
Hefurðu vit á verkinu? Veistu hvert þú vilt
halda? Viltu halda kyrru fyrir frekar en að
sækja á brattann? Er hægt að læra til for-
sætisráðherra? Ég held varla. En stund-
um lýsir þjóðfélagið eftir þeim leiðtoga
sem kall tímans krefst og spyr þá ekki um
prófgráður,“ sagði Jón Baldvin
Hann talaði um reynslu sína af ólíkum
háskólum á námsárum sínum og hvernig
veganesti þeirra hefði verið mismunandi.
„Góður“ háskóli eins og Harvard hefði
gefið honum minna en háskólinn í Ed-
inborg, þar hefði verið „meira andlegt líf,
eilífar rökræður og andleg gróska á með-
an dekurbörn á færibandi grúfðu sig yfir
bækurnar á bók
Jón Baldvin, vir
skiluðu því ekki
inu.
Hjálpar til að
Magnús Árni M
fangsefni háskó
stofnana svo og
einkamarkaði „a
leika í fólki því v
hæfileikum ef ve
Geta háskólar b
Jón Baldvin
Hannibalsson
Í HNOTSKURN
»Boðið er upp á stjórnunar- og leiðtoganám í sífellt mmæli í íslenskum háskólum.
»Háskólinn á Bifröst býður upp BA-gráðu í heimspekihagfræði og stjórnmálafræði (HHS) sem er leiðtogan
með áherslu á klassískar undirstöður háskólamenntunar
Magnús Árni
Magnússon
Þóranna
Jónsdóttir
Leiðtogamenntun var til umræðu á ráðstefnu sem H
rætt um hvort allir gætu orðið leiðtogar Eru leiðtog