Morgunblaðið - 12.04.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 37
Árni gat verið kröfuharður en
aldrei ætlaðist hann til meira af
öðrum en hann var sjálfur tilbúinn
að leggja á sig. Hann var hrein-
skiptinn og ekki vorum við alltaf
sammála, skárra væri það, en far-
sælt var samstarf okkar alla tíð.
Eljusemi Árna var viðbrugðið og
fyrir slíka einstaklinga er nauðsyn-
legt að eiga góðan stuðning. Þann
stuðning fékk hann hjá sínum
trausta lífsförunaut, sem alltaf var
til staðar eins og fjölskyldan öll sem
hann sýndi gagnkvæma ræktar-
semi. Til þeirra leitar nú hugurinn í
bæn um guðsblessun á kveðju-
stundu. Árni er af vandalausum
mesti áhrifavaldur á lífsbraut
minni. Við Ásta kveðjum vin okkar
með þakklæti en söknuði.
Albert Eymundsson.
Kæri Árni, mágur, samstarfs-
maður og vinur!
Nú er leiðir skilur og komin er
kveðjustund þá er efst í huga inni-
legt þakklæti fyrir gott samstarf og
vináttu þau 50 ár sem fjölskyldur
okkar hafa átt samleið og aldrei
orðið sá misskilningur sem ekki var
hægt að leysa.
Því segi ég: Far vel vinur.
„Fljúgðu á vængjum morgunroð-
ans, meira að starfa guðs um geim.“
Með innilegum kveðjum
Ólöf Sverrisdóttir og börn.
Okkur langar að minnast Árna
Stefánssonar í fáeinum orðum.
Fyrst kynntumst við Árna þegar
við gengum í barnaskólann. Þar tók
Árni skólastjóri á móti okkur, hlýr,
brosleitur og hjálpaði til við að
hengja upp yfirhafnir af unga fólk-
inu sem var að stíga sín fyrstu
skref á skólagöngunni.
Árin með Árna sem skólastjóra
og kennara var yndislegur tími og
fór hann yfirleitt með okkur út í frí-
mínútur og stjórnaði leiknum.
Hann hafði gaman af söng og
stjórnaði hann fjöldasöng á morgn-
ana og voru allir látnir syngja eitt
til tvö lög úr skólaljóðunum.
Það var eftir Árna tekið þar sem
hann fór, röggsamur og fasmikill,
hann var jú foringi þar sem hann
var.
Við vorum svo heppnar að fá
vinnu á hótelinu hjá þeim Árna,
Svövu og Ólöfu á unglingsárum
okkar.
Þau voru okkur góðir vinnuveit-
endur og eigum við þaðan margar
góðar og ógleymanlegar minningar.
Mikil vinna og mikið hlegið.
Einnig urðum við þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að hafa hann Gauta
litla mikið í kringum okkur á hans
fyrstu árum.
Það var stórt skarð höggvið í
barnahópinn þegar Árni Stefán féll
frá í ágúst 2006.
Það er með mikilli þökk og virð-
ingu sem við kveðjum Árna.
Svöfu, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum, barnabarnabarni og
öðrum ástvinum er vottuð einlæg
samúð.
Guðný og Laufey Helgadætur.
Við kveðjum nú Árna Stefánsson,
fyrrverandi hótelstjóra, ferðamála-
frömuð og frumkvöðul í ferðaþjón-
ustu á Íslandi.
Ég kynntist Árna fljótlega eftir
að ég flutti til Hornafjarðar síðla
árs 1978. Í fyrstu voru samskipti
okkar á sviði sveitarstjórnarmála en
Árni var þá í hreppsnefnd Hafnar
og ég nýráðinn sveitarstjóri Nesja-
hrepps. Það var svo í ársbyrjun
1982 að ég kom að máli við Árna og
spurði hvort hann sæi einhvern flöt
á að halda 4 daga 350-400 manna
þing á Höfn því að ég hafði hug á
að bjóðast til að halda Landsþing
Junior Chamber á Íslandi á Horna-
firði í maí 1983 en þá var ég forseti
félagsins á Höfn. Hann svaraði því
til að það yrði bara að ganga upp
enda kjörið tækifæri til að koma
Höfn á kortið sem funda- og ráð-
stefnustað. Þessi jákvæða afstaða
Árna um að halda svona stórt þing
segir allt sem segja þarf um áræði
hans og kjark. Flestum þótti þetta
ógjörningur á þessum tíma þar sem
hvorki var til gisting, fundarað-
staða, veitingaaðstaða eða annað
sem þurfti fyrir slíkan fjölda á
Hornafirði. Hann hófst þegar handa
við undirbúninginn. Breyta þurfti
fyrstu hæð hótelsins og gera þar
veitingasal.Útvega þurfti aukið
gistirými fyrir ca. 200 manns. Einn-
ig ráðstefnusal og sal fyrir um 400
manna lokahóf ásamt fjölmörgu
öðru. Við allan þennan undirbúning
og framkvæmd Landsþingsins sem
stóð yfir í um eitt og hálft ár var
Árna ekkert ómögulegt og metn-
aður hans var ótrúlegur. Allt var
gert af mikilli fagmensku og vand-
virkni og enn þann dag í dag minn-
ast gamlir JC félagar Landsþings-
ins á Höfn sem besta þings sem
þeir hafa verið á og lofa Árna og
starfsfólks hótelsins fyrir frammi-
stöðuna. Með þessu hófst 15 ára ná-
ið samstarf okkar í ferðaþjónustu.
Árin 1985-1996 voru miklir upp-
gangstímar í ferðaþjónustunni í
Austur-Skaftafellssýslu sem urðu
að stórum hluta fyrir frumkvæði og
tilstuðlan Árna.
Þar má nefna stofnun Ferða-
málafélags A-Skaftafellssýslu og
Ferðamálasamtaka Austurlands.
Stofnun hlutafélags um rekstur
Jöklaferða og uppbygginguna á
Vatnajökli. Uppbygging á nýju
tjaldstæði og þjónustumiðstöð á
Höfn. Þátttaka í Vestnorden ferða-
kaupstefnunum svo fátt eitt sé talið.
Ég lærði margt af Árna enda ráða-
góður, rökfastur, ákveðinn, hug-
myndaríkur og jákvæður. Við vor-
um ekki alltaf sammála en það risti
ekki djúpt og og spillti aldrei vinátt-
unni. Hann var einn besti sam-
starfsmaður og vinur sem ég hef
átt. Það var ekki einungis að Árni
væri áhrifavaldur varðandi störf
mín í ferðaþjónustu heldur einnig í
einkalífinu en konuna mína Elvu
hitti ég fyrst á Hótel Höfn síðla
sumars 1985. Hún var þá að heim-
sækja vinkonu sína, kennaraskóla-
nema sem Árni hafði ráðið í sum-
arvinnu á hótelið.
Það er sannarlega dýrmætt að
hafa átt vináttu Árna og Svövu sem
svo oft var sýnd í verki eins og þeg-
ar við fjölskyldan vorum að byggja
á Höfn og urðum húsnæðislaus í
nokkrar vikur og ekki var annað
tekið í mál en að við gistum á svít-
unni á Hótel Höfn á meðan.
Við Elva þökkum Árna samfylgd-
ina og sendum Svövu og fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Tryggvi Árnason.
Bekkjarbróðir okkar Árni Stef-
ánsson hefur kvatt þessa jarðvist.
Þeim fækkar sem útskrifuðust
kennarar frá Kennarskóla Íslands
vorið 1951. Árni var einn í þeim
glaðværa hópi. Bekkurinn sem í
voru 32 nemendur var saman settur
af nemendum á misjöfnum aldri
eins og þá var algengt í Kenn-
araskólanum. Tíu ára aldursmunur
var á þeim elsta og yngsta. En
þrátt fyrir það stóð hópurinn þétt
saman.
Flestir nemendurnir voru utan af
landi. Árni kom austan úr Breiðdal.
Það var fljótt augljóst hve auðvelt
hann átti með að samlagast öðrum
því hann var svo félagslyndur. Í
svona stórum hópi myndast alltaf
einhver kjarni sem heldur meira
saman en heildin. Árni var í þeim
kjarna. Hann var alltaf tilbúinn til
þátttöku, var góður íþróttamaður,
einkum leikfimimaður og flinkur
dansari. Slíkt er oftast til vinsælda
fallið. Honum sóttist námið vel enda
í eðli sínu harðduglegur. Hann var
skemmtilegur félagi sem hlakkaði
til að láta til sín taka á nýjum vett-
vangi. Að kennaranámi loknu flutt-
ist hann heim í sitt hérað og hóf þar
kennslu. Hann kenndi bæði í Breið-
dal svo og á Höfn þar sem hann var
skólastjóri til margra ára. Síðan
gerðist hann frumkvöðull í upp-
byggingu ferðaþjónustu í Austur-
Skaftafellssýslu og hótelhaldari til
margra ára. Það var okkur bekkj-
arsystkinunum mikið ánægjuefni að
fylgjast með Árna, þeim krafti sem
frá honum geislaði. Síðustu árin
höfum við bekkjarsystkinin hist ár-
lega ásamt mökum. Árni og Svava
voru dugleg að taka þátt í því. En á
síðasta ári treysti Árni sér ekki
vegna sjúkleika að koma þegar við
hittumst í Stykkishólmi.
Við munum sakna hans þegar við
hittumst á komandi vori en við
þökkum kynnin, samveruna við góð-
an dreng sem vann sínu héraði vel.
Við minnumst með ánægju gömlu
góðu skóladaganna. Svövu og börn-
um þeirra og öðrum afkomendum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Árna.
Fyrir hönd bekkjarsystkina,
Kári Arnórsson.
Þegar ég flutti til Danmerkur
haustið 2005 gerði ég mér grein
fyrir því að ég væri að kveðja suma
samferðamenn mína í hinsta sinn.
Einn af þessum samferðamönnum
mínum er kær vinur minn Árni
Stefánsson.
Mín fyrstu kynni af Árna voru
þegar ég fékk vinnu hjá honum á
Hótel Höfn sumarið 1980 en þá var
ég bara 16 ára. Ég fékk vinnu við
að þrífa herbergin og var þar í góðu
uppeldi hjá þeim systrum Svövu,
konu Árna, og Ólöfu. Þetta var mín
fyrsta vinna fyrir utan að hafa verið
í vinnu hjá Kaupfélaginu í fisk-
vinnslu. Betra start út í lífið hefði
ég ekki getað hugsað mér þegar ég
lít til baka. Þarna fékk ég undistöðu
í kennslu sem jafnast á við góðan
heimavistarskóla því að verkefnin á
hótelinu eru jú eins og að halda
stórt heimili. Þær voru góðar og
þolinmóðar við mig, systurnar, og
Árni var frábær kennari. Ég tengd-
ist fjölskyldunni þarna á þessum
tímum því að þarna voru tvær af til-
vonandi tengdadætrum þeirra
hjóna í sumarvinnu ásamt fleira
góðu fólki. Sigurbjörg var í mót-
tökunni, Árni Stefán í eldhúsinu og
Gauti snattaðist um húsið eins og
stormsveipur um allt. Þetta sumar
var góður tími. Þegar ég kvaddi um
haustið fékk ég að vita það að ég
væri velkomin aftur ef ég á þyrfti
að halda. Mörgum árum seinna
þegar ég var búin að vera heima-
vinnandi húsmóðir og langaði til að
komast aðeins út á vinnumarkaðinn
fór ég til Árna og innti hann eftir
því hvort hann vantaði fólk því að
mig langaði til að komast aðeins út
af heimilinu en bara svona hálfan
daginn. Jú, það var ekki vanda-
málið. „Við hljótum að finna eitt-
hvað handa þér að gera, Svava
mín.“ Það tímabil er mér dýrmætt.
Þau hjónin og Ólöf reyndar komin
yfir miðjan aldur en krafturinn og
eljan ennþá sá sami. Árni sýndi mér
ótrúlegt traust og mikla virðingu
þegar hann bað mig um að hjálpa
þeim systrum við að baka fyrir
ýmsar uppákomur á hótelinu og það
var með stolti að ég þáði það boð
því að það er ekki öllum gefið að
gera eins og þær systur. Það er
mér ofarlega í huga þegar Árni
kom til mín eitt sinn og bað mig um
að sjá um bakkelsi fyrir stóra brúð-
kaupsveislu.
Þegar Árni ákvað að selja Hótel
Höfn fannst mér eins og fjölskyldu-
vinur hefði dáið. Hvað gerist og
hver getur haldið þessu áfram? kom
upp í hugann því að einhvern veg-
inn gat ég ekki hugsað mér neitt
annað en að tríóið Árni, Svava og
Ólöf stjórnuðu þessu. Þau héldu vel
utan um starfsfólkið sitt og voru
vinir okkar. Árni og Svava settust í
helgan stein, það er að segja hættu
á hótelinu en maður eins og Árni
gat ekki látið vera að halda áfram
að vinna, en hann var ötull í fé-
lagsmálum og stjórnum og lét ekki
sitt eftir liggja í þeim málum. Horn-
firðingar eiga Árna mikið að þakka
fyrir dugnað og elju í öllu sem að
hann tók sér fyrir hendur. Síðustu
minningar mínar um Árna vin minn
eru þegar við í Lóninu tókum okkur
saman sumarbústaðaeigendurnir
eina verslunarmannahelgina og
hreinsuðum meðfram veginum inn-
úr. Þar kom Árni með fjölskylduna
með sér og allir tóku þátt í því að
safna rusli og gömlum rústum sem
síðar var sett á hina árlegu brennu
okkar í Stafafellsfjöllum. Þarna sem
og áður gaf hann ekkert eftir þó að
hann væri aldursforsetinn í hópn-
um. Það með miklum trega og
söknuði sem að ég kveð minn góða
vin með þökk fyrir allt í gegnum
tíðina. Minningin lifir.
Svava Bjarnadóttir.
Minn góði vinur Jó-
hannes Sævar Jó-
hannesson er fallinn
frá okkur langt fyrir
aldur fram. Mér brá
þegar ég opnaði
Morgunblaðið og sá að hann væri
látinn, ég varð dofinn og sat um
stund og horfði á myndina af þér. Þá
hugsaði ég um gömlu og góðu stund-
irnar þegar við skiptumst á skoð-
unum um öryggismál sjómanna,
hvað væri hægt að gera betur í þeim
málum. Ekki stóð á honum að koma
með tillögur í þeim málum enda ein-
stakur persónuleiki og mjög fær á
þessu sviði, hafði Jóhannes mikla
þekkingu og reynslu hvernig ætti að
nota hlutina og bregðast við hætt-
um. Hann var sá persónuleiki sem
hafði kjark og þor að gagnrýna eft-
irlitsstofnanir fyrir slóðahátt og van-
kunnáttu í öryggismálum sjómanna.
Það var viðtal við hann í Ægi, riti
Fiskifélags Íslands árið 1996, þar
segir Jóhannes falskt öryggi verra
en ekkert. Þetta viðtal var mjög
áhugavert að lesa og kom talsverð-
um umræðum af stað í kjölfarið.
Margar stofnanir þoldu illa gagn-
rýni hans. Fyrirtækið Prófun var
fjölskyldufyrirtæki sem var með
innflutning á reykköfunartækjum
Interspiro, sá um skoðanir á
öryggisbúnaði fyrir kafara og skip,
þar á meðal á reykköfunartækjum
og hylkjum fyrir gúmmíbáta. Þetta
er dæmi um það sem Jóhannes
starfaði við ásamt fjölskyldu sinni og
vini sínum Sverri Birni Björnssyni
sem starfaði með honum í sínum frí-
stundum. Okkar kynni hófust fyrir
36 árum þegar við vorum hásetar á
m/s Dettifossi, skipi Eimskipa-
félagsins árið 1972. Þar kom vanur
maður frá Slökkviliði Reykjavíkur
með sína reynslu og þekkingu og
ekki stóð á honum að fræða okkur
um hættur ef eldur kæmi upp. Þetta
var mjög skemmtileg ferð sem hann
fór í því hans beið sitt starf sem
slökkviliðsmaður því hann var í sum-
arfríi og langaði að fræðast betur
um farmennsku, hvernig lífið og til-
veran væri í Hamborg. Fyrirtækið
Prófun var fyrst til húsa úti á
Granda og síðan frá 1994 á horninu á
Ægisgötu og Geirsgötu. Þar áttum
við saman mikið spjall yfir kaffibolla
um daginn og veginn og oft spunn-
ust upp fjörugar umræður um
hvernig hlutir eiga ekki að vera. Ég
man líka hvað þú varst akkúrat þeg-
ar þú hengdir á skáphurðina alla
skoðunarmiða en þér líkaði ekki
hvernig eigendur öryggisbúnaðar
stóðu að hlutunum. Sem sýndi í raun
og veru að þú varst fagmaður í þínu
starfi.
Ég man líka þegar ég kom af sjón-
um og þú sagðir að þú værir búinn
Jóhannes Sævar
Jóhannesson
✝ Jóhannes SævarJóhannesson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 15. júlí
1941. Hann lést 20.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Háteigskirkju 3.
apríl.
að selja og fyrirtækið
væri að fara í Kópa-
voginn og þú myndir
hjálpa nýjum eigend-
um að koma fyrirtæk-
inu af stað. Það ríkti
ekki gleði yfir því en
þú bentir mér á að
heilsan væri númer
eitt. En þetta eru stað-
reyndir mála. Það er
eins og máltækið seg-
ir: Enginn veit sína
ævina fyrr en öll er.
Ég held að þessi orð
eigi við þig kæri vinur,
Jóhannes Sævar Jóhannesson.
Minning þín mun lifa um ókomna tíð.
Elsku Ágústa og fjölskylda, mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
guð vera með ykkur öllum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhannes Sævar Jóhannesson
Jóhannes Sævar Jóhannesson
fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí
1941. Hann lést 20. mars síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Háteigs-
kirkju 3. apríl.
Elsku afi minn! Ég reyndi að
skrifa minningagrein um þig en hún
varð alltof löng til þess að ég gæti
birt hana og ég gat ekki stytt hana
þannig ég gerði bara aðra og ég ætla
bara að eiga hina fyrir mig. Ég vil
bara nota þessa til að þakka þér fyr-
ir allt. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga þig sem afa og að
hafa verið svona náin þér og ég vona
að þú vitir að þú og Alda Lára eruð
pabbi minn, besti pabbi í heimi.
Þú varst alltaf svo góður við mig
og ég veit eiginlega ekkert hvað ég
geri án þín. Þú fórst alltof snemma
og það er svo hræðilega ósanngjarnt
að þú sért farinn. Ég gæfi allt fyrir
að geta farið aftur í tímann og bjarg-
að þér eða allvega geta sagt þér allt
sem ég þarf svo mikið að segja þér
núna. En ég ætla að trúa því að við
hittumst aftur hinum megin þegar
minn tími er kominn og þó að það
verði líklega langt þangað til þá veit
ég að þú tekur á móti mér þegar ég
fer. Og þá verður sko gaman hjá
okkur. En þangað til verð ég bara að
eiga minningarnar um okkur og allt
sem við gerðum saman. Ég kveð þig
með laginu þínu, Bæn slökkviliðs-
mannsins.
Ó heyr mig Guð mitt ákall er
ef eldur verður laus
að megi bæn mín þóknast þér
og þjónsstarf er ég kaus.
Ó mæti ég lífi blessaðs barns
til bjargar finna ráð
og einnig sérhvers eldri manns
frá eldsins voða bráð.
En sé þinn vilji góði Guð
að ég gisti brátt þinn fund
ég bið þig konu og börnin mín
að blessa alla stund.
Ég sakna þín svo mikið og ég
elska þig alveg ólýsanlega mikið.
Þín,
Jóhanna
María.
✝
Við þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur
vinarhug og samúð vegna andláts og útfarar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HREFNU MAGNÚSDÓTTUR
frá Litladal,
sem jarðsungin var frá Munkaþverárkirkju, laugar-
daginn 5. apríl.
Snæbjörg Bjartmarsdóttir, Ólafur Ragnarsson,
Kristján Bjartmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Jónína Bjartmarsdóttir,
Benjamín Bjartmarsson, Ólöf Steingrímsdóttir,
Fanney Bjartmarsdóttir, Bert Sjögren,
Hrefna Bjartmarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.